Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNl 1975 29 Nírœður í dag: Eiríkur Hjartarson rafvirkjameistari ÞANN 1. júní er Eiríkur Hjartar- son rafmagnsverkfræðingur ní- ræðuf. Það út af fyrir sig, að maður verði 90 ára, gefur ekki til kynna hvort hann hafi „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“, eða verið litilla sanda og lítilla sæva. Vegna þess hve mikils ég met Eirík Hjartarson eftir margra ára- tuga kynni, og að ég þykist skilja þýðingu slíkra manna fyrir þjóð- félagið, langar mig til að reyna að lýsa þessum óvanalega manni, ef það mætti verða einhverjum til dáða. Svo laus er Eiríkur við sjálfsdýrkun og sýndarmennsku, að ég þorði ekki að biðja hann leyfis að minnast hans. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Eiríksdóttir og Hjörtur bóndi Guðmundsson að Uppsölum í Svarfaðardal. En á heimilinu vdru líka afi og amma, bráðgáfuð, margfróð og afbragðs uppalend- ur. Þau voru ólöt að miðla honum þeirri andleg'u næringu, sem end- ast mun honum til æviloka a.m.k. Þau kveiktu í honum óslökkvandi þrá til æðri mennta og ást á skógi. Hann var því þegar í æsku búinn að ákveða að verða annaðhvort eðlisfræðingur eða rafmagns- fræðingur! Til þess að skilja hve fráleitt þetta var, verða menn að muna, að ákvörðun sína hefur Eiríkur tekið e.t.v. um 1895, þá 10 ára bláfátækur sveitastrákur i landi, sem engan átti rafmagns- fræðinginn og eðlisfræðingar voru ekki á hverju strái. Um fermingu var Eirfkur á Gagn- fræðaskóla Akureyrar um tíma, — Glermyndir Framhald af bls. 21 slíkra mynda jafnframt gler- myndagerðinni, því að þær örva til nýrra hugmynda, þroska myndlistarmanninn og víkka Iist- sviðið. Myndirnar á sýningunni eru mjög misjafnar að gæðum, sumar næsta einfaldar, aðrar of marg- brotnar, og stundum skjóta upp kolli ofaukin form líkt og t.d. eld- ingarformið í mynd nr. 9, „Brúðu- leikhúsið", en að öðru leyti er myndin „brillant", lifandi og kröftug, Margbrotnar myndir lfkt og nr. 2, „Sköpun jarðar", og nr. 17, „Jarðeldar", eru aftur á móti mjög sannfærandi í samþjöpp- uðum stígandi og samfelldum ryþma og þar er engu ofaukið. Myndin „Glertré/ (15),semvið sáum á haustsýningu FlM er mjög snjallt verk, en naut sín mun betur á Kjarvalsstöðum í dagsbirtu. Ágæt er stóra hring- myndin „tlr iðrum jarðar", einnig „Eldfuglinn" (22) svo og jafn- framt hinar þrjár samhangandi myndir, „I fjörunni" (35), „(Jti í Geimnum“ (36) og „Stjörnunótt" (37), einkum er rauða myndin heillandi fögur í rauðum blæ- brigðarikum litatónum og líkist einna helzt ljóðrænu málverki. Það er reyndar styrkur Leifs hve grafíkerinn og málarinn eru ríkir þættir í myndum hans og kemur málarinn oftar fram, en sláandi dæmi um grafísk tilþrif er mynd- in „Markmið" (42), sem er mjög öflug mynd, en þó er ég ekki alveg sáttur við rauða depilinn fyrir miðju, sem mér finnst of symmetriskur, hrár og ítækur, vekja of mikla athygli á kostnað hins grafíska ríkdóms. Slíkar aðfinnslur hafa sinn til- gang og spegla viðhorf mitt, og viðhorf eru margvísleg, en Leifur Breiðfjörð er ótvírætt efnismaður I list sinni og gæfumaður að auk, og á eftir að sækja fram og fága til muna liststíl sinn. Mikil mistök verður að telja hve stutt þessi sýning stendur, einungis rúma viku verði henni ekki framlengt, svo vel sem til hennar er vandað um undirbúning og upphengingu verka. Að lokum er að óska hinum unga listamanni til hamingju með sýninguna og farsællar framtíðar. Bragi Ásgeirsson. en fannst hann græða lítið á þvi. Fór því nokkrum árum siðar aura- laus til Reykjavíkur til að finna Halldór Guðmundsson rafmagns- fræðing, en hann var faðir Gísla verkfræðings, þess stórhuga og hugmyndarika manns. Halldór tók Eiriki ljúfmannlega, en sagði að sjálfur hefði hann ekki nóg verkefni. Islendingar væru ekki enn tilbúnir að taka á móti sliku nýmæli sem rafmagni. Hann ráð- lagði Eiríki að læra járnsmiði hjá Þorsteini Jónssyni á Vesturgötu 33. Þorsteinn var faðir Bjarna verkfræðings, sem löngu siðar stofnsetti Vélsmiðjuna Héðin með Markúsi Ivarssyni. Þorsteinn tók Eiríki vel og hjá honum vann hann og nam þangað til hann fór að vinna við fyrstu vatnsveitu Reykjavikur, sem þá var verið að leggja um bæinn. Þar slasaðist hann svo alvarlega, að hann hefur aldrei borið þess bætur. Fékk, eftir mikið þjark, 30 krónur í skaðabætur hjá fyrsta borgar- stjóra Reykjavikur. Þrátt fyrir þetta áfall og fátækt- ina fór Eirikur, haustið 1909, til Vesturheims, ákveðinn að ná settu marki. Hann vann um tíma við húsbyggingar í Winnipeg. En ekki leið á löngu áður en hann skrifaði hinum víðfræga rafmagnsverkfræðingi og uppfinningamanni Hirti Þórðar- syni í Chicago, og bað hann að taka sig sem nemanda i rafmagns- verkfræði. Svarbréf með jáyrði Hjartar kom um hæl: að Eiríkur væri velkominn. Best væri að hann kæmi strax. Þetta áréttaði Hjörtur með því að senda Eiríki peninga fyrir fargjaldi til Chicago. Eiríkur fór því þangað í febrúar 1910. Ég hef það eftir kunningjum i Vesturheimi, að Hjörtur hafi haft mjög mikið dálæti á Eiríki, leióbeint honum og kennt á allar lundir. Á kvöldin stundaði Eiríkur nám í eðlisfræði og rafmagnsfræði. Sótti námið fast eins og allt sem hann hefur gert. Að loknu námi hjá Hirti, kvæntist hann Valgerði Kristinu Ármann frá Norður-Dakota. Þau bjuggu svo í Winnipeg þar til Eiríkur hóf vinnu að nýju hjá Hirti Þórðarsyni í Chicago og þar til þau hjónin ákváðu að flytja til Islands, árið 1918, með 3 litlar dætur sinar. Þar sem frú Valgerður átti alla sína nánustu við góða hagsæld í Bandaríkjun- um, hlýtur hver maður að skilja, hve miklu hún hefur fórnað til þess að maður hennar gæti látió þjóð sina njóta menntunar hans og dugnaðar, þrátt fyrir lélegri kjör og minni frama. Hún mun hafa reynst manni sínum og börnum eftir þvi, heilsteyptur og góður lífsförunautur. Hún var greind og vel mennt, fáguð og prúð í framkomu, gestrisin og vin- gjarnleg. Þau eignuðust 8 börn: Margréti, sem stundaði nám við Tónlistarskóla Islands, siðar við Royal Academy of Music í London í 9 ár, fór þaðan til Akureyrar sem skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, giftist þar Þórarni Björnssyni skólameistara, fluttist til Reykjavíkur eftir lát hans og stundar píanókennslu. Hlín lærði garðyrkju hér og í Bretlandi, gift Karli Brand félagsráðgjafa. Berg- Ijót lærði vefnað í Sviþjóð og kennir hann nú í Hveragerði. Gift Eiði Hermundssyni. Unnur rak prjónastofuna Malin og nú verzlunina Storkinn. Gift Örlygi Sigurðssyni listmálara. Bergþóra húsfreyja. Gift Niels Kr. Svalne bílaviðgerðarmanni. Valgerður Kristín Warner. Gift landmæl- ingaarkitekt í Bretlandi. Auður, kennari. Gift Andrési Gunnars- syni raftæknifræðingi hjá Rafmagnsverksmiðju Hafnar- fjarðar og Hjörtur ullariðnfræð- ingur, framkvæmdastjóri fyrir öllum níu verksmiðjum S.I.S. Kvæntur Þorgerði Árnadóttur. Öll hafa börn Eiriks menntast hérlendis og erlendis. öll ágætis fólk. Þegar þau Eirikur komu til Is- lands í lok fyrri heimsstyrjaldar, var eins og öllum er kunnugt sem til þekkja, almenn fátækt og getu- leysi hér á landi og oft lítill skiln- ingur á gagnlegum nýjungum. Þetta mun Eiríki hafa verið vel ljóst. Hann sneri því ekki heim í von um fljóttekinn auð, heldur til að verða að liði sinni fátæku og fákunnandi þjóð. Fyrstu árin voru verkefnin því ekki stór- brotin. En alltaf vann Eiríkur að öllu því, sem til féll í rafmagns- iðnaði, setti upp rafstöðvar úti á landi, lagði rafmagnsbunað í skip og i um 1600 hús i Reykjavik. Þ.á m. Sjómannaskólann, Þjóð- leikhúsið og Háskólann, ýmist einn eða með öðrum. Hann stofn- setti og rak eina af fyrstu raf- magnsverslunum hér á landi, fyrst með öðrum, síðar einn. Hann hafði einkaumboð og flutti inn rafmagnsvörur frá bestu og þekktustu raftækjaverksmiðjum, svo sem Westinghouse og Hobart (heimilisvélar) og Willard (rafgeymar) frá Bandaríkjunum, English Electric frá Bretlandi og A.E.G. frá Þýzkalandi. Þetta út af fyrir sig er og hefur verið þýð- ingarmikið islenskum rafmagns- iðnaði. Árið 1920 leigði Eiríkur allstórt erfðafestuland skammt frá Þvottalaugunum. Það nefndi hann Laugardal. Smám saman hefur allt dalverpið, þar sem nú er sundlaug, íþróttasvæði o.s.frv., hlotið þessa nafngift Eiriks. Þar hóf hann strax ræktun matjurta. Árið 1929 byggði hann hús á þessu landi, flutti þangað með fjölskyldu sína og hófst strax handa það ár við gróðursetningu trjáplantna, sem hann vann linnulaust að þangað til þau hjón- in fluttu þaðan árið 1955, er Reykjavikurborg tók við starfi Eiriks. Þarna höfðu þau hjónin og börn þeirra ræktað fjöldann allan af ólikustu trjátegundum, sem voru oftast sprottnar upp af fræi frá mörgum þjóðlöndum, þ.ám. Alaska. Eirikur flutti líka inn fyrstu og liklega einu banana- plönturnar, sem til Islands hafá komið og nú gera landið frægt í ferðasögum um Island. Sumar þeirra mun hann hafa gefið Garð- yrkjuskólanum i Hveragerði og gefið eða selt öðrum. Á árunum eftir 1929 var lítið um trjágróður í görðum Reykvíkinga, enda fáar fyrirmyndir og erfitt til árangurs, þar sem rollur og fólk lék lausum hala um allan gróður og vindur- inn blés mold og sandi af moldar- og sandgötum höfuðborgarinnar á nýgræðinginn. Allur gróður varð því rytjulegur. En i Laugardaln- um hjá Eiríki, þar sem grasið umhverfis hefti sandfok og þar sem vel var girt og vel eftir litið, blómgaðist allur gróður svo undr- un sætti. Smám saman fór fólk að taka eftir þessu og fá plöntur hjá Eiríki, annaðhvort gefnar eða seldar, og smám saman óx skiln- ingur manna og áhugi á skógrækt og blómrækt. Þannig varð Eiríkur líka brautryðjandi á þessu sviði. Ég ætti að þekkja þetta, þvi ekki voru það svo fáar trjáplönturnar sem Eiríkur ýmist gaf mér eða seldi vægu verði. Það var ganian að koma til Eiríks. Ég alltaf spyrj- andi hann um trjáfræði, jurta- fræði, snýkjudýr jurta, jarðfræði og aðra náttúrufræði og hann svarandi mér viðstöðulaust eins og tölva, sem allt veit. Þá var ekki önýtt að heyra hann tala um önnur vísindi og listir, menn og málefni, eða þá að fylgja honum eftir í garðinum hans, þar sem urpu margar tegundir smáfugla og randaflugan suðaði. „Nei, farðu gætilega," sagði hann um leið og ég beygði mig undir þvottasnúru, „vegna þrastarins," bætti hann við. Viti menn. Á snúrustaurnum sat þröstur á eggjum sinum! Nú þegar Eiríkur er fluttur burt úr Laugardal hefur garði hans verið breytt i lysti- og hvildargarð fyrir almenn- ing. Þar hefur lika risið merki- legur grasgarður með fjölda trjá- og blómjurta, þar sem vinna margir ágætir menn. Þessi garður er nú almennt nefndur Eiríks- garður og vonandi festist það nafn við hann eins og nafngift Eiriks á dalnum Ekki lét Eirikur sér nægja trjá- rækt sína í Laugardal, heldur keypti hann jörðina Hánefsstaði i Svarfaðardal árið 1946, byggði þar steinhús, hæð, ris og kjallara, með rafmagns- og miðstöðvar- lögnum og gróðursetti yfir 100.000 trjáplöntur, þriggja ára gamlar, sem hann hafði alið upp af fræi i Laugardal og flutt norður. Tveim til þrem árum eftir að Eiríkur keypti Hánefsstaði, hóf hann að sá trjáfræi rnargra tegunda i mela og móa og hélt því áfram næstu 20 árin, ýmist með eða án áburðar, og oft í óundir- búna jörð. Árnagurinn hefur orðið undraverður. Nú er kominn þarna skógur, líklega allt að 4 metra hár. Þetta mun vera algjört brautryðjendastarf, ef frá er talin sáning í dálítið moldarflag að Haukadal í Biskupstungum. En þar var sáð einvörðungi birkifræi fyrir um 23 árum. Eiríkur hefur sagt mér að hann sjái mest eftir að hann 'oyrjaði ekki strax á þessu i stað mikillar fyrirhafnar við venjulegt uppeldi, flutning og plöntun 3 ára trjáa. Fyrir fáeinum árum gaf Eiríkur Hánefsstaðina með öllu tilheyr- andi Skógræktarfélagi Akureyrar með þvi skilyrði að áfram yrði haldið skógrækt þar. Vonandi er þar ekki slegið slöku við af hinum mörgu í stað þess eina. Eirikur hefur alltaf unnið baki brotnu, af hörku og ósérhlífni við sjálfan sig. Hann er og hefur alltaf verið óþolinmóður við allt sleifarlag, ónytjungshátt og seina- gang. Þó á vísa Stephans G. Stephanssonar dæmalsut vel við hann: hugsa okki í árum on öldum að alhoimta ei daglaun aO kvölduni. því svo lengist mannsa*vin mest." Ég tel Eirík óhikað meðal allra bestu sona íslensku þjóðarinnar og farsælustu fyrir hennar hag. Hann er hámenntaður, lífs- reyndur og viðsýnn hugsjóna- og framkvæmdamaður. Smám saman verður draumur hans um hagkvæma nýtingu raunvísinda og Island klætt nytjaskógi að veruleika. Öfeigur J. Öfeigsson. (Eiríkur verður að heiman á afmælisdegi sínum.) Til sölu Moskwich station bifreið árg. 1973. Uppl. í síma 241 20. Kristján Ó. Skagfjörð hf. Silungsveiði í Hítarvatni hefst 1. júní. Veiðileyfi þarf að panta í Hítardal. Frá gagnfræðaskólum Reykja- víkur. Innritun nemenda, sem ætla að stunda nám í 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna í Reykjavík næsta vetur, fer fram mánudaginn 2. júní og þriðjudaginn 3. júní n.k. kl. 14.00—18.00 báða dagana. Umsækjendur hafi með sér próf- skírteini. Það er mjög áriðandi, að nemendur gangi frá umsókn- um sinum á réttum tima, þvi ekki verður hægt að tryggja þeim skólavist næsta vetur sem siðar sækja um. Um skiptingu skólahverfa er vísað til orðsend- ingar er nemendur fengu í skólanum. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Heimsókn Sabinu og sr. Richard Wurmbrands til Islands. Hinn þekkti kennimaður og rithöfundur, rúmenski presturinn sr. Richard Wurmbrand predikar við guðsþjónustu i safnaðar- heimili Grensássóknar sunnudaginn 1. júni kl. 11 f.h. Einnig talar sr. Wurmbrand á samkomu i Frikirkjunni i Reykjavík sunnudaginn 1. júni kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.