Morgunblaðið - 01.06.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 01.06.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JtJNl 1975 Trébátar til sölu Nokkrir úrvals trébátar eru til sölu af stærðun- um: 4-5-6-1 1-1 2-1 5-1 8 tonna. Upplýsingar gefur: Guðmundur Ásgeirsson, simi 7177, Neskaupstað. Húsnæði óskast Óska að leigja 3ja herb. íbúð eða forstofuher- bergi á góðum stað í borginni nú þegar eða eftir samkomulagi. Tilboð sendist blaðinu fyrir 5. júní merkt: „íbúð — 8601". Vefnaðarvöruverzlunin Grundarstíg 2 auglýsir Mikið úrval er af alls konar efnum demin, flauel, riflað og spæl. Ódýr bómullarteppi. Ennþá sængurverasett á gömlu verði. ítalskar gjafavörur og kinverskirdúkar Urval af svuntum og ýmislegt fleira. Jafnframt rýmingarsala á eldri vörum. Opið föstudaga til kl. 7 og til hádegis laugardaga. A iS&l Kópavogur skólagarðar Innritun í skólagarðana fer fram í görðunum mánudaginn 2. júní frá 8 —12 og 13 —17. Þátttökugjald 1500 kr. sem greiðist við inn- ritun og er öllum börnum á barnaskólastigi heimil þátttaka Skólagarðarnir eru við: 1. Kópavogsbraut 2. Fífuhvammsveg 3. Nýbýlaveg. Félagsmálastofnun Kópavogskaupstaðar. Framhalds- aðalfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur framhaldsaðalfund mánudaginn 2. júní 1975 í Átthagasal Hótel Sögu kl. 20.30 Fundarefni: Lagabreytingar Kjaramál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. VATNSÞOLINN KROSSVIÐUR Rásaður (prófíl) krossviður Oregon pine 3/8" 4' x 8' kr. 2640.— án söluskatts. Oregon Pine 5/8 4' x 8' kr. 3990.— án söluskatts. Oregon pine 5/8" 4' x 9' kr. 4760.— án söluskatts. Oregon pine 5/8" 4' x 10' kr. 5290.— án söluskatts. Oregon pine, sléttur 1 /4" 4' x 8' kr. 2590.— án söluskatts. Oregon pine, sléttur 5/8" 4' x 8' kr. 3660.— án söluskatts. Oregon pine, sléttur 3/4" 4' x 8' kr. 4260.— án söluskatts. Mjög hentugt í utanhússþiljur, bílskúrshurðir, sumarbústaði o.fl. o.fl. BÁTAKROSSVIÐUR Birki 9 mm stærð: 500 x 1 50 sm kr. 791 6.— án söluskatts. PLÖTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Timburverzlun Árna Jónssonar & Co H/F, Laugavegi 148, sími 11333 og 11420. Lög vinstri stjórnarinnar í togaradeilunni 1973: BÆTTU KJÖR YHRMANNA Á KOSTNAÐ UNDIRMANNA 1 tilefni sjómannadagsins sneri Morgunblaðið sér til Péturs Sigurðssonar, formanns sjómannadagsráðs. Hann ræðir í viðtali þvf, sem hér fer á eftir um sjómannadaginn og starfsemi sjómanna- dagsráðs, fjallar um Dvalarheimili aldraðra sjómanna og byggingu nýs dvalarheimilis í Hafnarfirði. Þá ræðir hann nokkuð um stöðuna f kjaramálum og þau viðhorf, sem skapazt hafa vegna verkfalls togarasjómanna. Sjómannadagurinn verður væntanlega haldinn með hefð- bundnum hætti, þrátt fyrir þær blikur, sem nú eru á lofti? Já, sjómannadagurinn sjálfur rverður haldinn á hefðbundinn hak t, að vísu getur sjávarút- vegsráðherra, Matthías Bjarna- son, ekki flutt ávarp á þessum degi eins og venja er, þar eð hann er nú að gegna skyldu- störfum erlendis. I hans stað mun tala fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar Gunnar Thoroddssen félagsmálaráðherra. Við höfum talið það í sjómannadagsráði nauðsynlegt, að raddir sem flestra aðila mættu heyrast á þessum degi. Af þeim sökum höfum við jafnan fengið ræðu- menn úr hópi sjómanna, út- gerðarmanna og frá rikisstjórn- inni. Ræðumaður útgerðar- manna að þessu sinni verður Ingólfur Arnarson, en af hálfu sjómanna talar Brynjólfur Halldórsson aflakóngur og for- maður skipstjóra og stýri- mannafélagsins Ægis. Þá verða að venju aldraðir sjómenn heiðraðir, þeir verða þrír að þessu sinni, en auk þess verður eínum aðila veittur gull- kross sjómannadagsins. Ég vil sérstaklega þakka öllum, sem vinna að þessum degi, fyrir þeirra sjálfboðaliðastarf, og sérstaklega vil ég þakka Eim- skipafélagi Islands, bæði fyrir- tækinu sjálfu og starfsmönnum þess, sem alltaf hafa verið boðnir og búnir til þess að að- stoða okkur á þessum degi. Af hverju hefur sjómanna- dagsráð unnið að undanförnu? Starf sjómannadagsráðs hef- ur um langa hríð að verulegu leyti verið bundið við Dvalar- heimili aldraðra sjómanna að Hrafnistu. Við höfum að undanförnum árum sett tugi milljóna í frágang lóðar þar og munum reyna að ljúka þeim framkvæmdum á þessu sumri. Við höfum starfrækt barna- heimili í Hraunkoti í Grímsnesi og má segja, að byggingu þess sé lokið nú. Forgangsrétt að þessu barnaheimili eiga munðariaus börn sjómanna og þau önnur börn, sem búa við erfiðar heimilisaðstæður. Nær öll pláss eru þegar upppöntuð á barnaheimilinu í sumar. Stór hluti þessarar jarðar í Grímsnesi, sem sjómannasam- tökin eiga, hefur verið skipu- lagður, í fyrsta lagi fyrir orlofs- hús sjómannasamtakanna sjálfra og svo hins vegar fyrir einstaklinga úr okkar eigin röð- um. I orlofshúsahverfinu, sem ber nafnið Hraunborgir eru þegar risin 14 hús og 6 munu rísa í sumar, enda hafa aðilar utan sjómannasamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði svo sem sjómannafélögin á Suður- nesjum og Akranesi óskað eftir að fá þarna aðstöðu, er þegar hefur verið veitt. Nú hefur komið fram opin- berlega, að Hrafnista hefur hætt að skrá umsóknir um vist- un þar. Hvað veldur þessari breytingu? — Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú, að við erum með yfir 600 umsóknir, þó aö þar sé ekki um að ræða nema 400, sem telja má raunveruleg- ar. Við höfum fengið óskir frá yfirlæknum á Hrafnistu og. reyndar einnig óskir frá land- lækni og áður höfðum við fengið sams konar óskir frá fyrrv. borgarlækni, um að við þyrftum til þess að geta bætt þjónustuna, að fækka allmikið vistmönnum á Hrafnistu. Á móti þessum óskum hefur nú verið komið með allverulegri fækkun og má heita t.d., að vistrými i kjallara sé ekki til lengur. Þar hefur hins vegar verið sköpuð aðstaða fyrir — segir Pétur Sigurðsson formaður sjómannadagsráðs PÉTIJR SIGURÐSSON FORMAÐUR SJOMANNADAGSRÁÐS læknaþjónustu, meinatækni og lyfjabúr skv. nýgerðum lögum þar um. Stærsta verkefnið á þessu sviði, sem nú hefur verið ákveðið með undirskrift samn- inga s.l. fimmtudag, er bygging fyrsta áfanga að nýju dvalar- heimili í Hafnarfirði, en þar munum við geta tekið á móti 80 manns til vistar í eins og tveggja manna íbúðum með öll- um þægindum. 1 kjallara verða vinnustofur, t.d. til veiðafæra- gerðar. En á fyrstu hæð eða jarðhæðinni, verður tekin upp sú nýbreytni, að þar verður starfrækt dagheimili aldraðra. Aldraða fólkið, sem þangað kemur á morgnana og fer að kvöldi fær þar aðstöðu til vinnu, föndurs og getur auk þess einnig notið heilbrigðis- þjónustu, sem því er nauðsyn- leg. En þessi sjómannadagur, Pét- ur, fer fram i skugga verkfalla. Setur það ekki svip á daginn? Auðvitað. En þó að við höfum stofnað til þessa verkfalls í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, verð- ur að líta til þess, að þegar þvingungarlög vinstri stjórnar- innar voru sett 1973 af mönn- um eins og Birni Jónssyni, for- seta Alþýðusambandsins, og Eðvarð Sigurðssyni, formanni Dagsbrúnar, voru að nokkru leyti ráðin tekin úr okkar hönd- um i Sjómannafélaginu. En í fáum orðum sagt, má benda á, i þessu sambandi, að þau lög voru i því fólgin, að eftir margra vikna verkfall undir- manna og samninga, sem að lokum tókust boðaði einn hópur yfirmanna verkfall og endalok þess máls voru þau, að þáver- andi félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, ásamt stuðningsmönnum þeirrar ríkisstjórnar, sem þá sat, beitti sér fyrir setningu lagaákvæða, er höfðu það m.a. í för með sér, að kjör undirmanna voru rýrð, kjör yfirmanna voru bætt á kostnað undirmanna, þegar um var að ræða fækkun undir- manna í einstökum veiðiferð- um. Er nokkur lausn sjáanleg á þessu verkfalii, sem nú stend- ur? Gagnvart þessari deilu nú vil ég taka það fram, að við vorum orðnir langþreyttir 1973. Við áttum áður fyrr við heiðurs- mann að glima, Loft heitinn Bjarnason. Þá var það þegjandi samkomulag, ef almennar hækkanir urðu i fiskvinnslu, að þá kæmu þær einnig fram í hækkuðu kaupi togarasjó- manna. Þessu var hætt um það leyti, sem Loftur hætti störfum hjá Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda. Jafnframt hafa togarasjómenn ekki fengið þær láglaunbætur, sem tvisvar hafa komið á tekjur láglaunafólks né aðrar samningsbundnar launa- hækkanir. Það virðist vera hrein undantekning í okkar þjóðfélagi að tekið se' til greina, ef menn komast i sæmilegar árstekjur, hve miklu viðkom- andi aðilar fórna til þess að ná þessum tekjum. Togarasjó- menn vinna við þau lög að starfa 12 stundir á hverjum degi, helgidaga sem aðra daga, meðan verið er að veiðum. Þetta atriði virðist fara framhjá allmörgum aðilum í okkar þjóð- félagi. Ég held, að það sé ekki vandamál að semja við undir- menn á þessum togurum. Við buðum sjálfir upp á það, að fækkað yrði úr okkar röðum, aðrir hafa ekki léð máls á þvi. Persónulega held ég, að vanga- veltur af því tagi verði þó að bíða meðan nefnd verður sett til þess að kanna lög og samn- inga hér heima ásamt með samningum, sem um þetta giida erlendis. En þótt samið yrði við undir- menn er þá fullvíst að skipin kæmust út? Það yrði væntanlega einnig samið við yfirmennina. En hvaða gagn er að því, ef allt lokast hér heima vegna vinnustöðvana? Þessi skip hafa möguleika á því að selja og landa erlendis. Við höfum verið vikum saman í verkfalli núna, en það er í sam- ræmi við þá skoðun okkar, að brýna nauðsyn beri til að gera togarana út, að leggja allt sem við getum lagt af mörkum til þess að skipin geti haldið til veiða. Ég vil leggja áherzlu á, þó að ég tali hér um kaupkröfur láglaunamannanna um borð i skipunum, að við gerum okkur fulla grein fyrir því, að rekstur þessara skipa hangir á blá- þræði, nema þeirra, sem sýnt hafa afburða útkomu. Við megum ekki gleyma því, að það eru ekki aðeins laun viðkom- andi sjómanna, sem þessi skip standa undir heldur einnig landverkafólks í frystihúsum og viö löndun. Það er fólk sem vinnur við aðgerðir á afkonau sína einnig undir því, að þessi skip séu gerð út, og verzlunin nýtur að sjálfsögðu þeirrar veltu, sem skipin bjóða upp á í viðkomandi byggðarlögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.