Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975 39 Þar mi íþróttirnar áiiægja flg hftilsnhát m ftkki hara kpnnni nii) má ftfla niiiik — ÉG hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á félagsstarfi og (þróttum. Ekki endilega að einhver kasti kúlu svo pg svo marga metra eða hlaupi míluna á þessum eða hinum tim- anum og ef þú spyrð mig um ein- hvern ákveðinn landsleik í fótbolta þá er ég vís með að koma af fjöllum. Ég vil að fólk stundi iþróttir sér til ánægju og heilsubótar og ég reyni með skóla minum hér að mennta leiðbeinendur til að þeir geti siðan orðið nýtir þjálfarar i iþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni. Ég legg mikla áherzlu á allt það félags- starf, sem er samhliða iþróttaiðk- unum, kvöldvökur, umræðufundir og ýmist skipulagningarstarf er stór lið- ur í starfinu hér auk iþróttanna. Sá er þessi orð mælir er Sigurður Guðmundsson, skólastjóri að Leirár- skóla í Borgarfirði. Sigurður hefur frá þvl árið 1 968 rekið íþróttaskóla þar og vinsældir skólans hafa aukizt með hverju árinu. Er Morgunblaðsmenn voru á ferð í Borgarfirði I síðustu viku — Þetta er i þriðja skiptið sem ég er á námskeiði hjá Monicu Beckmann og alltaf læri ég eitthvað nýtt. Ég hef reynt að fara með námskeiðin hennar inn i minn skóla og hika ekki við að fullyrða að hún sé fremsti kennari i jassleikfimi á Norður- löndum. Það var Hafdis Árnadóttir, sem mælti þessi orð, en hún hefur rekið leikfimiskóla undanfarin 10 ár og meðal annars séð um kennslu í Leikhúsaskólanum og hjá SÁL. — Þetta kerfi, sem Monica hefur byggt upp, er mjög þægilegt fyrir alla, konur jafnt sem karla, byrjend- ur og lengra komna. Það er alltaf erfitt að fá karla til að koma á svona námskeið, en þeir sem einu sinni hafa komið, koma mjög gjarnan aftur. Aðstaðan hérna á Leirárskóla er mjög góð, það, sem vantar, eru fleiri karlmenn, sagði Hafdís. litu þeir inn hjá Sigurði til að fræðast um skóla hans og þá starfsemi, sem þar fer fram. Á föstudaginn lauk þar vel heppnuðu námskeiði í jassleikfimi og næsta föstudag hefst þar svokallað a-námskeið i íþróttum, sem stendur til 25. júní og anpað sams konar nám- skeið hefst 20. júnl og verður til 9. júli. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þessi vinsælu námskeið þurfa að vera orðnir 1 8 ára og hafa áhuga á iþróttum og félagsstarfi. í lok júlí fara fram í skólanum tvö fimm daga námskeið í „frjálsri hreyfingu". Kennari á þeim námskeiðum verður Norðmaðurinn Jakob Naadland og eru námskeiðin ætluð fyrir kennara, félagsleiðtoga og nema við íþrótta- og kennaraskóla. Eru þessi námskeið einkar áhugavekjandi þar sem Naadland býður upp á fjöl- þætta kynningu á verkefnum sem nýta má við kennslu. Tvö siðustu námskeiðin i sumar verða í leikrænni tjáningu i siðari hluta ágústmánaðar, það fyrra frá 15.—19. ágúst og hið siðara frá 20. — 24. ágúst. Kennari verður Grete Nissen frá Noregi og verður þetta i þriðja skiptið, sem hún kemur til námskeiðahalda að Leirárskóla. Er fyrra námskeiðið ætlað byrjendum, en hitt þeim sem lengra eru komnir. Eru námskeiðin jafnt ætluð konum sem körlum Auk þessara nám- skeiða, sem einkum eru ætluð fyrir fullorðna, verða i sumar 8 námskeið að Leirárskóla, sem ætluð eru börnum og unglingum. AÐSTAÐAN BATNAR STÖÐUGT Aðstaðan að Leirárskóla er orðin hin glæsilegasta. Auk Iþróttavalla, sund- laugar og félagsheimilis, sem jafnframt er notað sem íþróttasalur, hefur nú verið komið upp gufubaði, borðtennis- herbergi og á staðnum eru þrjú þrek- hjól. Létu þátttakendurnir í jassleikfimi- námskeiðinu mjög vel af allri aðstöðu og rómuðu mjög kennara þá, sem Sigurður hefur fengið til starfa í sumar hefur Sigurður tekið upp þá nýbreytni að gera þátttakendum mögu- legt að taka börn sín með sér og hefur sú tilhögun mælzt vel fyrir. Á nám- skeiðinu sem lauk á föstudaginn voru t.d. fjölmargar mæður með börn sin og meðan þær stunduðu æfingar hjá Monicu Beckmann, alls 7 tíma á dag, sá aðstoðarfólk Sigurðar um að börnin hefðu nóg að gera við ýmsa leiki. LÍTILL ÁHUGI FORYSTUMANNA Þau námskeið, sem minnzt var á hér á undan og nefnd voru a-námskeið, byggja á Grunnskóla (SÍ Kennari á þeim námskeiðum verður Emil Björns- son, sem stundar nám við Iþróttahá- skólann I Ósló og hefur kynnt sér sambærilega skóla og námskeið i Noregi. Verður því námskeiði skipt I fimm einingar þar sem bókleg kennsla, líkamsþjálfun og kennsluæfingar gefa hvert um sig 40 punkta, félagsmála- fræðsla gefur 20 punkta og fyrir verk- leg félagsmál fá þátttakendur 32 punkta Sagði Sigurður er við ræddum við hann í vikunni að ótrúlega lltill áhugi væri á þessum námskeiðum meðal íþróttaforystunnar úti um allt land. — Það vantar ekki að það sé talað um nauðsyn námskeiða sem 'þessara, en það er ekki nóg að tala um hlutina, þegar ekkert er svo gert þegar á hólm- inn er komið Reynslan á hinum Norðurlöndunum er mjög góð af nám- skeiðum sem þessum og ég veit að það er aðeins tímaspursmál hvenær hugarfarsbreyting verður einnig hér á landi i þessum málum, en ég vona sannprlega að það verði fyrr en seinna, sagði Sigurður. — Það er nefnilega ekki nóg að þjálfarar geti sjálfir spark- að bolta eða hlaupið, þeir þurfa lika að fá menntun i leiðbeinendastörfunum Skóli Sigurðar hefur starfað frá þvi Vonandi ekki síðasta skiptið sem ég kem hingað Elísabet Hansdóttir, íþrótta- kennari í Kópavogi, var nieðal þátttakenda á námskeiði Monicu Beckmann, sem lauk á fimmtu- daginn. Hafði hún börn sín fjögur með i ,,útileguna“ og lét vel af verunni að Leirárskóla og þá ekki síður af möguleikanum á að taka börnin með. Meðan hún tók þátt í 1968 og ekki verður annað sagt en Sigurði hafi tekizt vel upp með það byrjendastarf, sem hann hóf að Leirár- skóla. Auk þess að halda námskeið fyrir unga sem aldna yfir sumarmánuð- ina nota bændur og búalið i Borgarfirði aðstöðuna mjög mikið allan ársins hring og likar vel I þvi sambandi mætti t.d. nefna fríðan flokk borg- firzkra kvenna, sem tók þátt i fimleika- sýningu FSÍ fyrir hálfu öðru ári, við miklar vinsældir, en þær höfðu einmitt notað sér aðstöðuna að Leirárskóla til undirbúnings fyrir mótið æfingunum eyddu krakkarnir tímanum við gönguferðir og leiki. — Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki síðasta skiptið sem ég kem hingað, þvf það er alveg stórkostlegt að vera hérna, sagði Elisabet. — Það er bara verst að bóndinn skyldi ekki komast með hingað, en hann þurfti að vinna og gat ekki farið. Elísabet kennir við Digranes- skóla í Kópavogi og sagðist mundu reyna að nota sér þá kunn- áttu, sem hún hefði öðlazt á nám- skeiðinu við kennslu næsta vetur. — Annars er dálitið erfitt að eiga við iþróttahúsið okkar í Kópavog- inum. Dúkurinn á gólfinu er mis- heppnaður og i rauninni hættu- legur ef þar eiga að fara fram æfingar á gólfi. 1 Elfsabct Hansdóttir með Sveini. Önnu Björgu, Þóru og Inga. r r MOMCA BEŒMANNIÞRIÐJA SKIFn AISLANDL Monica Beckmann. HUN heitir Monica Beckmann. Hún er sænsk, þriggja barna móSir, og býr rétt fyrir utan Stokkhólm. Þessar upptýsingar segja þó litið þvi konan er forkur dugleg og hefur lagt gjörva hönd é iþróttauppbyggingu hin siðari Ar i heimalandi sinu. Þegar hún var yngri tók hún virkan þátt i ýmsum iþróttagreinum, svo sem frjðlsiþrótt- um, og hestamennska hefur alla tið verið ofarlega i huga hennar. i sigl- ingum hefur hún kennararéttindi. Hún hefur byggt upp eigið kennslu- kerfi i jassleikfimi og á sumrin rekur hún eigin sumarskóla i þeirri iþrótta- grein. Hún ferðast viða um lönd og leiðbeinir fimleikafólki og i heimabæ sínum er hún ráðgjafi I sambandi við iþrótta- og leikfimikennslu við 35 skóla. Enn er ekki allt upp talið. Monica Beckmann sér um iþrótta- Sænskur með ótal þúsundþjalasmiður störf og áhugamál þætti fyrir börn í sænska sjónvarpinu og hefur gefið út nokkrar bækur um iþrótta- og leikfimikennslu. einkum i sambandi við kerfi það sem hún hefur byggt upp. Ekki má gleyma kennslu hennar í sænska Iþrótta- háskólanum og námskeiðum fyrir sænska hermenn. Hver er svo meiningin með þessari upptalningu. Hvað kemur það lesendum Morgunblaðsins við hvað þessi Monica Beckmann hefst að? Jú, undanfarið hefur hún dvalið við jassleikfimikennslu að Leirárskóla i Borgarfirði. I gær hélt hún heim á leið, ætlar að dvelja hjá eiginmanni og börnum i nokkra daga áður en hún setur stefnuna á Kanada, nánar tiltekið Montreal. Þar verður hún í nokkra daga og siðan liggur leiðin til Sviss með stuttri viðkomu heima i Svfþjóð. Síðan Þýzkalands, Sviss aft- ur og i september er hún á ný vænt- anleg til íslands. Hvernig hefur hún svo tima til að sinna öllu þessu? — Ég hef aldrei tima til neins að mér finnst, timaskortur er mitt eilifa vandamál. Ég vildi gjarnan gera miklu meira en ég geri, sagði Monica er við ræddum við hana i vikunni. — Ég hef t.d. oft óskað mér að ég hefði tfma til að skoða ykkar ægi- fagra land nánar en ég hef gert. Eg er nú hér á landi í þriðja sinn og auk fegurðar landsins kemur fólkið mér alltaf jafn skemmtilega á óvart. Svo frjálst, opið og einlægt og þó ég kunni ekkert i málinu þá hefur mér reynzt furðanlega létt að kynnast fólkinu. Annars þekkti ég talsvert til íslands áður en ég kom hingað fyrst. Tengdamóðir min var nefnilega gift tónskáldinu Jóni Leifs. Kerfi það sem Monica Beckmann hefur sjálf byggt upp hefur sifellt átt vaxandi vinsældum að fagna. Það var fyrst fyrir 15 árum að hún kom fram með kerfi sitt og kynnti það fyrst i heimabæ sinum, það vakti athygli og er nú þekkt mjög viða i heiminum. — Mér fundust aðferðir þær sem þá voru notaðar við leikfimi leiðin- legar og vildi reyna eitthvað nýtt, sem allir gætu notað og kallaði á aukið hugmyndaflug iðkandans, meiri hrynjanda og lifsgleði. Ég nota tónlist mjög mikið við kennslu mina og iþróttakennsla með tónlist ryður sér stöðugt meira til rúms alls staðar i heiminum. Á námskeiði þvi sem Monica sá um i Iþróttaskóla Sigurðar Guð- mundssonar kenndi hún 30 konum jassleikf imi. Þátt i námskeiðinu tóku iþróttakennarar og áhugakonur úr ýmsum áttum, en ekki einn einasti karlmaður lét sjð sig á þessu nám- skeiði, að undanskildum skólastjór- anum Sigurði Guðmundssyni. Kvört- uðu konurnar mikið yfir kjarkleysi karlpeningsins og sögðu að þessar æfingar kæmu þeim ekki siður til góða. — Heima i Sviþjóð hef ég kennt hermönnum þessar æfingar minar og hefur þeim vel líkað. Að visu hafa þeir verið hálfvandræða- legir fyrst i stað og ekki fundizt æfingarnar stilaðar nægilega mikið upp á vöðvana. Það hefur þó lagazt og sömu mennirnir jafnvel komið á námskeið til mín aftur og aftur Þá hef ég kennt knattspyrnumönnum og ekki séð annað en að æfingar minar hafi fallið i góðan jarðveg hjá þeim Þeim hættir til að verða stífir, en mýktin er eitt af veigameiri atrið- unum f þeirri íþrótt, eins og flestum öðrum, sagði hin störfum hlaðna. en lifsglaða og fjörlega Monica Beck- mann áður en við kvöddum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.