Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1975 19 Fermingarbarnamót Eyjafjarðar- og Skagafjarðarprófastsdæmis KtJTTER SIGURFARI — hefur verið fluttur á byggðasafnið að Görðum á Akranesi og má því segja að hann sé kominn í lokahöfn. Kútterinn var fluttur á safnið á stórum vagni sem bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar lánaði og það fyrirtæki lánaði einnig vörubíla til dráttar. Margar hendur hjálpuðust að við flutninginn og allir unnu án endurgjalds. Má þar nefna starfsmenn slippsins og verkstæðis Þorgeirs og Ellerts. Flutningurinn gekk vel nema hvað tafir urðu vegna þess að á einum stað sprungu hjól vagnsins undan þunga kúttersins. Tök Friðþjófur Helgason þá þessa mynd af „strandi“ Sigurfara. Kvennaskólanum bárust góðar gjafir við skólaslit HINN 5. júní n.k. verður haldið mót fermingarbarna I Eyjafjarð- ar- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Fer mótið fram í Árgarði f Lýt- Turninn opinn HALLGRÍMSKIRKJA hefur beð- ið Mbl. að vekja athygli á því, að turn kirkjunnar er opinn alla góð- viðrisdaga klukkan 2—4 en þaðan er sem kunnugt er fagurt útsýni yfir borgina. Námsferð skólastjóra til Norðurlanda 1.-12. júní verður námskeið fyrir skólastjóra og yfirkennara í Kungálv í Svíþjóð og Try- höjskole í Danmörku á vegum Skólastjórafélags Islands. Þetta er þriðja námskeiðið, sem félagið efnir til erlendis og mun það fyrst og fremst fjalla um nýjung- ar í kennslumálum á Norðurlönd- um. Magnús Gislason rektor í Kungálv hefur haft veg og vanda af undirbúningi námskeiðisins, bæði i Svíþjóð og Danmörku, i samráði við stjórn félagsins, en Magnús hefur verið því til aðstoð- ar á fleiri mótum þess hér á landi og erlendis, og verið stoð þess og stytta í mörg ár, að því er segir í frétt frá Skólastjórafélagi Is- lands. I gær hélt 40 manna hópur á- leiðis til Kaupmannahafnar þar sem fleiri bætast i hópinn. Þátt- takendur i námskeiðinu verða um 50 að tölu. Formaður Skólastjórafélags Is- lands er Hans Jörgensen, skóla- stjóri i Reykjavík. Eldur í Vatnsholti í FYRRAKVÖLD kom upp eldur á bænum Vatnsholti í Villinga- holtshreppi. Kom eldurinn upp í íbúðarhúsi sem er einlyft timbur- hús, járnklætt. Heimamenn og ná- grannar þeirra gátu haldið eldin- um í skefjum þar til slökkviliðið á Selfossi kom á vettvang og slökkti eldinn. Miklar skemmdir urðu á húsinu af eldi, vatni og reyk en nokkru af innbúi tókst að bjarga. Talið er að eldsupptök hafi verið í kyndiklefa. Hlíðardalsskóli í Ölfusi, sem er í eigu aðventista, er 25 ára um þessar mundir. Afmælisins verður minnst með samkomu í skólanum i dag, 1. júní. Smíði skólans hófst 8. júní 1949, og síðla hausts árið 1950 tók skólinn til starfa. Nemendur voru þá 19. Þá starfaði aðeins einn kennari við skólann, auk skólastjóra. Helstu hvatamenn að stofnun og smíði skólans voru þeir Sigfús Hallgrímsson kennari, og O.J. 01- sen, sem árið 1936 hóf fjársöfnun til smíði skóla. ingsstaðahreppi, hinu nýja félagsheimili þeirra Svartdæl- inga. Mótsgestir, sem líklega verða tæplega 200, koma til staðarins að morgni og dvelja þar við ýmsa leiki og skemmtan fram eftir degi. Dagskránni lýkur síðan með messugjörð í tveimur kirkjum, Miklabæjar- og Víðimýrarkirkju. Það hefur verið siður presta í þessum prófastsdæmum að koma saman á einn stað með fermingar- börn sín og eiga með þeim dag- stund, þar sem farið er í leiki, iþróttakeppni, gönguferðir o.fl. Er litið á slíkt ferðalag sem skemmtilegan viðauka við trú- námið. I ár varð að ráði að halda fermingarbarnamót þessara tveggjá prófastsdæma á sama stað. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja SJÓMANNADAGSBLAÐ Vest- mannaeyja 1975 er komið út f tilefni Sjómannadagsins og er það sem fyrr mjög vandað, prýtt fjölda mynda f vönduðu broti og f blaðinu er fjöl- breytt efnisval. Ritstjóri Sjómanna- dagsblaðs Vestmannaeyja er Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri, en Sjómannadagsráð Vestmannaeyja gefur blaðið út. f Blaðinu eru 25 greinar úr ýmsum áttum, en flestar tengdar sjónum og sjósókn að ein- hverju leyti. Blaðið er einnig selt í bókabúðum f Reykjavfk. Meðal efnis f blaðinu er grein eftir Ágúst Þorvaldsson fyrrv. alþingismann um fyrstu ferð hans til róðra í Eyjum, grein um hálfrar aldar atvinnurekstur I Eyjum, grein um hrakninga og sjóslys við Vestmannaeyjar, viðtal við Sigur- jón Ólafsson myndhöggvara um vinnu hans við gerð höggmyndar af Binna I Gröf, minning látinna, syrpa Jóns Stefánssonar loftskeytamanns, grein um skipslíkanið Áróru sem kirkjuskip I Landakirkju og grein um hafls við Vest- mannaeyjar eftir Harald Guðnason. Þá er fjöldi annarra greina I ritinu um ýmsa þætti mann- og athafnallfs i Eyjum. I upphafi var áætlað, að í skól- anum yrðu fjörutíu nemendur, en það þótti hæfileg stærð; þannig gæti skólinn sinnt þörfum safnað- arins, en hann telur nú um 500 manns. Vegna mikillar ásóknar í skólavist var ákveðið að reisa nýja skólavist fyrir 40 drengi. Hún var tekin i notkun haustið 1959. Síðan hafa nemendur verið um 80 á hverju ári. Fyrstu starfsár skólans voru bekkjardeildir aðeins þrjár; ein veitti nemendum fræðslu fyrir landspróf. Siðan hefur bekkjar- KVENNASKÓLANUM i Reykja- vík var sagt upp laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Forstöðukona, dr. Guðrún P. Fyrirlestrar um heilbngðismál HER Á landi er nú staddur á vegum heilbrigðisstjórnar rektor Hálsovárdshögskolan I Gauta- borg, Sixten Haraldson dr. med. Allmargir Islendingar hafa stundað nám i þessum skóla, bæði læknar, heilbrigðisfulltrúar og stjórnendur heilbrigðisstofnana og Island tekur nú þátt í rekstri skólans. Dr. Haraldson flytur hér tvo opinbera fyrirlestra. Hinn fyrri verður fluttur i Landspitalanum miðvikudag 4. júní kl. 14 og fjallar um heilbrigðisþjónustu á norðlægum slóðum. Síðari fyrir- lesturinn verður haldinn i Norr- æna húsinu fimmtudag 5. júní kl. 16 og fjallar um heilbrigðisþjón- ustu á afskekktum svæðum og meðal farandþjóðflokka. Hann er ætlaður jöfnum höndum heil- brigðisstarfsmönnum og almenn- um hlustendum. Myndir verða sýndar með báðum fyrirlestrun- um. 25ÁRA deildum fjölgað. Reist hefur verið leikfimihús, og unnið að miklum framkvæmdum vegna búreksturs skólans, meðal annars reist gróðurhús. Síðla árs 1967 urðu miklar breytingar á öllum högum skól- ans, en þá var borað eftir heitu vatni, sem þarna reyndist vera í miklum mæli. Eftir það var hita- veita lögð um skólabyggðina og gróðurhúsið reist. Af öðrum þáttum í starfi Hlíðardalsskóla má nefna, að unt tólf ára skeið var rekið þar heilsu- hæli og búrekstur er fjölbreyttur. Tilgangur aðventista með því að reisa Hlfðardalsskóla var einkum sá að geta frætt þar nemendur i anda trúar sinnar. Þar við bætist allt almennt nám. Segja má, að hluti af náminu sé starf við skóla- búið, en nemendur vinna hluta úr degi við almenn bústörf og fleira. Skólastjórar Hlíðardalssköla háfa verið: Júlíus Guðmundsson (1950—1960), Sigurður Bjarna- son (1960—1964), Jón Hj. Jóns- son (1964—1972) Júlíus Guð- mundsson (1972—1974). Núver- 1 andi skólastjóri er Björgvin Snorrason. Helgadóttir, minntist i upphafi látins kennara, Unnar Jónsdótt- ur, en hún lést 9. mars sl. og skýrði síðan frá aldarafmæli skólans, 1. okt. sl. Þar næst gerði forstöðukona grein fyrir starfsemi skólans og skýrði frá úrslitum prófa. Hæsta einkunn á burtfarar- prófi hlaut Hildur Hallbjörnsdótt- ir, 9,34. I 3. bekk C hlaut Kristjana Grímsdóttir hæstu eink- unn, 8,91, í 2. bekk Guðrún Þór- hallsdóttir, 9,55, en það var hæsta einkunn við skólann, og í 1. bekk Elín I. Jacobsen, 8,94. Við skólauppsögn voru Kvenna- skólanum færðar góðar gjafir og heillasókir. Fyrir hönd skóla- stúlkna, sem brautskráðust fyrir 50 árum, talaði Elísabet Arnórs- dóttir og gáfu þær peningagjöf í Systrasjóð. Fyrir hönd skóla- stúlkna sem brautskráðust fyrir 30 árum talaði frú Salóme Þor- kelsdóttir og gáfu þær fjár- upphæð í Thomsenssjóð. Fulltrúi 25 ára árg. var frú Guðrún Brfem og gáfu þær vandað sjúkrarúm, sem notað verður við kennslu í verklegri hjúkrun. Fyrir hönd 20 ára árgangsins talaði frú Jóna Þórðardóttir og gáfu þær einnig upphæð í Thomsenssjóð. Fyrir hönd 10 ára árg. talaði Soffía Aka- dóttir, en þær gáfu vandað hljóm- plötusafn til minningar um Hildi Ólafsdóttur, látna skólasystur, en safnið er útlánssafn fyrir nem- endur skólans og fylgir því skipu- lagsskrá. Fyrir hönd 5 ára árgangsins talaði Inga Jónsdóttir, og færðu þær skólanum fallega blómakörfu. Forstöðukona þakkaði eldri og yngri nemendum alla þá tryggð, sem þær höfðu sýnt skóla sínum, og hún væri kennurum og nemendum styrkur og hvatning. Að því búnu fór fram verðlauna- afhending. Verðlaun úr minn- ingarsjóði Þóru Melsteð fyrir bestan árangur á burtfararprófi hlaut Hildur Hallbjörnsdóttir, verðlaun úr verðlaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem fyrir bestu frammistöðu í fatasaumi hlaut Ásdis Kristjánssdóttir 2. bekk Z. Verðlaun úr Thomsenssjóði hlaut Kristjana Grímsdóttir í 3. bekk C. Þá voru veitt vérðlaun i fyrsta sinn úr Móðurmálssjóði fyrir bestu íslensku ritgerðina, en þau hlaut Hildur Hallbjörnsdóttir. Þá gaf danska sendiráðið verðlaun fyrir ágæta frammistöðu í furt- fararprófi, en þau verðlaun hlutu Hildur Hallbjörnsdóttir og Ingi- björg Jóna Gunnarsdóttir. Verðlaun fyrir ágætan árangur í hjúkrunarnámi hlaut Unnur Leifsdóttir í 4. bekk. Verðlaun úr sjóði, sem Vigdís Kristjánsdóttir gaf i minningu um Rannveigu og Sigriði Þórðardætur og veitt eru fyrir ágæta teiknikunnáttu, hlutu Soffía Arnþórsdöttir 2. bekk C og Steinunn Hauksdóttir sama bekk hlaut einnig verðlaun fyrir ágætar teikningar. Þá var gefinn farandbikar fyrir bestu frammistöðu i blakkeppni, en hann hlaut 2. bekkur C, og veitti Sigríður Bachmann honum móttöku fyrir hönd bekkjarins. Að lokum þakkaði forstöðukona skólanefnd, kennurum og stjórn nemendasambandsins ánægjulegt samstarf á liðnum vetri, og ávarpaði stúlkurnar, sem braut- skráðust, og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum. Ráðstefna um byggingariðnað Ráðstefna bls 19 FJÖRÐUNGSSAMBAND Norð- lendinga efnir i dag til ráðstefnu um byggingariðnað á Norður- landi. Er ráðstefnan haldin i sam- vinnu við ýmis samtök byggingar- iðnaðarins á Norðurlandi. Ráð- stefnan er haldin á Hótel KEA á Akureyri. Hefst hún klukkan 10 f.h. og lýkur samdægurs. Sumarnámskeið fyrir börn í Kópavogi TÓMSTUNDARÁÐ Kópavogs gengst fyrir sumarnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 8— 14 ára. Námskeið þetta nefnist fþróttir og útilíf og er með llku sniði og var á s.l. sumri, en þá sóttu um 140 þátttak- endur námskeiðið. Námskeiðið mun standa yfir i 6 vikur, eða frá 2. júni til 11. júli frá kl. 10.00—15.00 hvern virkan dag. i Austurbænum fer námskeiðið fram á Smárahvammsvelli v/Fífu- hvammsveg en i Vesturbænum við Kársnesskóla. Þátttakendur hafi með sér nesti, sem þeir snæða i hádeginu en fá auk þess heita súpu. Námskeiðið byggist fyrst og fremst á iþróttum og leikjum en ýmislegt fleira fléttast þar inn i t.d. göngu- og hjólreiðaferðir, ræktunar- störf, umferðarfræðsla, heimsókn i siglingaklúbb og reiðskóla og rúsin- an i pylsuendanum verður 2 daga ferð að Laugarvatni. 2 íþróttakennarar auk aðstoðar- fólks munu sjá um kennslu á hvoru námskeiði. Þátttökugjald er kr. 2.500.-. Syst- kinaafsláttur er veittur. Innritun ferfram á Smárahvamms- velli og við Kársnesskóla um leið og námskeiðið hefst. Forstöðumaður námskeiðsins er Guðmundur Þor- steinsson. (Frá Tómstundaráði Kópavogs) Hlfðardalsskóli I Ölfusi HLÍÐARDALSSKÓLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.