Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975 í leit að kvöldverði ★ ★★★ Le Charme Discret de la Bourgeoisie. Leikstjóri: Luis Bunuel. Frönsk frá 1972. Akstur í myrkri um fremur fáfarnar götur, séð út um glugga bílsins allan tfmann, ákvörðunarstaður Öþekktur. Þannig hefst þessi mynd Bunu- els um broddborgarana og borgarastéttina og brátt komumst við að því, að í bílnum eru fjórar persónur á leið í kvöldverðarboð. Þegar á áfangastað kemur er húsbónd- inn þó ekki heima, og frúin alls ekki undir það búin að taka á móti gestunum, enda heldur hún því fram, að boðið sé kvöld- ið eftir, svo þarna hljóti að vera einhver misskilningur á ferð- inni. Eftir þetta má segja að allar matarhugleiðingar hinna sex höfuðpersóna séu eintómur misskrlningur, því allt í allt gera þau 9 misheppnaðar til- raunir til að snæða. I síðasta kvöldverðarboðinu, sem reynist reyndar vera draumur, segist ein persónan vera orðin ban- hungruð og mælir þar væntan- lega fyrir munn allra og ekki síst þess sem dreymir, þvf að um leið og hann vaknar upp, rýkur hann fram í eldhús, dregur matarleifar út úr fs- skápnum og hámar þær í sig og er þetta eina atriðið, sem sýnir persónu úr þessum hóp matast. Þetta er sem sagt uppistaðan í myndinni, — jafn innihaldslítil og Bunuel álítur líf þessa fólks vera. En Bunuel er sami súrrealist- inn og áður og á þessa uppi- stöðu eða beinagrind hengir hann tákn sín vítt og breitt. Inn í leit sexmenninganna að mat blandar Bunuel'öðrum per- sónum, sem gjarnan segja sögur af sjálfum sér, persónum, sem á engan hátt tengjast lífi þessa fólks, og hverfa sporlaust að sögu sinni lokinni. Á veit- „Til eru þeir, sem segja að ég sé grimmur og nei- kvæður. En því er alveg Öfugt farið. Ég geri grín að þeirri trú, sem veldur grimmd og er nei- kvæð. Ég hata of- beldi og klám. Þegar ég var ungur var súrrealismi ofsaleg- asta listhreyfingin. Við notuðum þetta ofbeldi listarinnar gegn kerfinu. Nú er svo mikið ofbeldi innan kerfisins, að það er erfitt að nota ofbeldi til árangurs f listum.“ Bunuel. ingahúsi kemur foringi f hern- um til kvennanna, sem bíða eftir að fá afgreiðslu (Teið var því miður búið og þær biðu eftir kaffinu, en sfðar kom í ljós, að kaffið var líka búið, sama var að segja um mjólk og sterkari drykkir voru ekki til sölu). Hermaðurinn spyr þær vafningalaust hvort þær hafi átt góða æsku og áður en þær geta almennilega áttað sig, segir hermaðurinn þeim frá at- viki úr æsku sinni, sem bæði er hryllilegt og hörmulegt. 1 annað skipti hefur herflokkur, sem er á æfingum truflað upp- haf á matarboði og um það leyti, sem á að fara að bera fram réttina (flokknum var boðið að borða með) kemur inn sendiboði með þá tilkynningu, að æfingar eigi að hefjast fyrir- varalaust. Hann hvíslar þó að flokksforingjanum að hann hafi dreymt draum um nóttina og foringinn skipar mönnum sínum að hinkra ögn og biður sendiboðann að segja draum sinn. Draumurinn fjallaði um dauðann og var álíka hörmu- legur og saga hermannsins á veitingahúsinu. Báðar þessar af áhorfendum og þar eð þau kunna að sjálfsögðu ekki text- ann, eru þau pfpt niður. I annað sinn brjótast inn uppreisnar- menn, sem ganga hreint til verks og kála þeim öllum.). En Bunuel, líkt og margir aðrir leikstjórar, gerir sér grein fyrir þvf, að hann fær litlu sem engu breytt í þessum geðveika heimi og þess vegna setur hann hugs- anir sínar og ályktanir fram sem óraunveruleika, drauma eða farsa, sem ekki eru til annars en að hlæja að og hrista höfuðið yfir. Jafnframt því að hæðast að umhverfinu og þeim aðstæðum, sem við búum við, hæðist hann að sjálfum sér fyrir eigið getuleysi til að koma á nokkrum breytingum. Til að undirstrika þennan vanmátt sinn, sýnir hann persónurnar sex öðru hvoru á labbi eftir vegi án upphafs eða enda, mal- bikuðum vegi, þar sem iðgrænn lffgróður umlykur á báðar hliðar. Ekkert getur stöðvað göngu þessara ónytjunga, virðist Bunuel vilja segja með þessu endurtekna innskoti sfnu. A öðrum stað í myndinni skýringin heyrist ekki. Lög- reglustjórinn hváir og segist ekki hafa heyrt þetta og hinn endurtekur skýringuna en um leið endurtekur sama sagan sig með hljóðið. Lögreglustjórinn kinkar nú kolli og segist skilja þetta, sem enginn heyrði og gefur undirmanni sínum skip- un um að sleppa föngunum. Sá spyr einnig um ástæðuna og enn yfirgnæfa utanaðkomandi „Ég held að i lífinu sé ekki allt rökrétt.“ Bunuel. Ambassadorinn (Rey) leitar vandlega á ungum uppreisnar- segg, sem komið hefur inn f sendiráðið f vafasömum erinda- gjörðum. sögur eiga það sameiginlegt, að vera sagðar án nokkurs tilefnis og án þess að vera í nokkru rökréttu samhengi við það, sem á undan er gengið. Auk þess kemur efni þeirra þessu fólki ekkert við eða þeirra umhverfi. En hvers vegna er Bunuel þá að troða þessum sögum inn? Vafa- laust fela þær í sér einhverja merkingu, trúlega mjög per- sónulega, sem hægt væri að ráða í, ef maður þekkti til per- sónulegra (og pólitískra?) vandamála Bunuels. Að öðru leyti líta þær út eins og mót- ,vægi eða ógnun við hið áhyggjulausa líf smáborgar- anna, höfuðpersónanna sex, sem fleyta rjómann af erfiði annarra án þess að lyfta svo mikið sem litla putta. Hinir draumarnir þrír, sem karlmennina í hópnum dreym- ir, eru hins vegar beint tengdir efninu og lýsa greinilega sektartilfinningu þeirra. En jafnframt lýsa þeir hug- myndum Bunuels á þessum smáborgurum, sem hugsa ekki um annað en að kýla vömbina og hvernig honum finnist að ætti að fara með þá (einu sinni sem oftar eru þau sest til borðs og meðan þau bíða eftir gest- gjafanum er skyndilega dregið frá tjald og þau eru stödd á leiksviði fyrir framan fullt hús Fernando Rey og Delphine Seyriig f Le Charme Discret de la Bourgeoisie. undirstrikar Bunuel þennan óskiljanlega framgang á mjög skemmtilegan hátt. Fernando Rey leikur sendiherra óþekkts rfkis (Miranda) og notar að- stöðu sína til að smygla eitur- lyfjum f diplómatapósti sendi- ráðsins. Hinir karlmennirnir tveir sjá síðan um að koma efninu í dreifingu. Undir lok myndarinnar eru sexmenning- arnir teknir fastir en áður en langt um líður hringir innan- ríkisráðherrann í lögreglustjór- ann og heimtar að þau séu öll látin laus á stundinni. Þegar Iögreglustjórinn biður um skýr- ingu á þessari skipun lætur ráð- herrann þær strax f té, en um leið er rödd hans yfirgnæfð af utanaðkomandi hljóðum, svo hljóð svar lögreglustjórans, sem sagt — rökrétt skýring er ekki til. Inn í myndina fléttar Bunuel einnig ýmsum smáatvikum til að lýsa persónum sínum betur, sem til dæmis dæma einvörð- ungu eftir ytra útliti. Kemur það vel fram í klæðaskiptum biskupsins, sem fyrst kemur í klæðum garðyrkjumanns, segist vera biskup og er hent á dyr, en þegar hann kemur klæddur sem biskup, er honum fyrst trúað. Þurr Martini skal aðeins drukkinn úr ákveðnum glösum, það veit vel upp alið fólk og það á einnig að vita, að það á að velta drykknum uppi f sér og tyggja hann til að njóta hans til fullnustu. Til að sanna að fólk sé með fædd með þessum yfirburðum gera þau hjúin tilraun á bílstjóra sendi- herrans, honum er boðið upp á glas og auðvitað drekkur maðurinn þessa fingurbjörg f botn í einum teyg — án þess að tyggja — og sönnunin fyrir yfirburðum sexmenninganna er fengin. Kvikmyndastíll Bunuels í myndinni er oft dálítið furðu- legur og virðist einstaka sinnum barnalegur — langt frá því að vera nokkuð í ætt við fyrri myndir Bunuels. Hann notar jafn einföld Hollywood- stílbrögð eins og að fara út í fókus/í fókus á milli atriða, hreyfir myndavélina hægt í átt- ina að húsi og ákveðnum glugga, klippir út um gluggann innan frá og keyrir inn á skrif- stofu sendiherrans, stílbrögð, sem jafnvel hugmyndasnauð- ustu leikstjórar hafa lagt á hill- una. Eina skýringin á þessari notkun virðist vera sú, að Bunuel sé að gera grfn að kvik- myndastíl, sem blómstraði í ná- kvæmlega sama efni og hann er hér að hæðast að. Persónur myndarinnar eru jafnframt tengdar öðrum kvikmyndum — Rey lék eiturlyfjasmyglara í French Connection, Delphine Seyriig skartar brosinu úr Marienbad, Stéphane Audran virðist labba út úr La Femma Infidéle eða hvaða Chabrol- mynd sem vera skal og frásögn Bunuels er í stíl við Weekend eftir Godard. Þetta er einhver skemmtilegasta mynd Bunuels til þessa en nýjasta mynd hans er sögð betri og þess vegna bíðum við f eftirvæntingu eftir Phantom of Liberty (Le Fantome de la Liberté) SSP. Morðið í Austur- landahraðlestinni ★★ Murder on the Orient Express. Bresk, gerð 1974. Leikstjóri: Sidney Lumet. Fyrsta spurningin, sem vaknar, eftir að hafa séð þessa vel auglýstu mynd, hljómar reyndar kunnuglega: Hvers vegna að velja þessa sögu eftir Christie? Efnið býr yfir mjög takmarkaðri myndrænni út- færslu og minnir einna helst á réttarskýrslu, þar sem mynd- efnið er bundið við réttarsali (megnið af myndinni gerist i lest, sem situr föst í snjó ein- hvers staðar í Júgóslavfu, einn farþeganna er myrtur en aðrir tólf eru yfirheyrðir). Spenna í atburðarásinni er mjög lítil og á sennilega rætur að rekja til þess, að Christie var á þeim tfma, sem hún skrifaði þessa sögu, (1934), að gera tilraunir með sitt klassiska sakamála- form, þ.e. einn morðingja og nokkur fórnardýr og setur hér öfug formerki á atburðarásina. (Ten Little Indians er t.d. algjör andstæða þessarar sögu, einn morðingi og mörg fórnar- dýr, og spennan er þar miklu meiri). Annars er útilokað að ræða efni myndarinnar án þess að gefa of mikið upp og það er ekki ráðlegt að eyðileggja ánægjuna fyrir væntanlegum áhorfendum. Sidney Lumet er mjög hæfur leikstjóri og tekst að vinna furðuvel úr hinu litla efni en auk hans á kvikmynda- tökumaðurinn Geoffrey Uns- worth skilið mikið hrós fyrir frábæra kvikmyndatöku, sem er ávallt eins leyndardómsfull og þrungin og efnið gefur nokkra möguleika til (hann hlaut útnefningu til Oscars- verðlauna f vor fyrir þessa mynd). Lumet er þekktur fyrir myndir eins og Fail Safe, The Pawnbroker og Serpico og í Albert Finney f frábæru gervi Poirot yfirheyrir einn farþeg- anna. tengslum við þessa mynd er vert að minnast þess, að fyrsta mynd var Twelve Angry Men, sem fjallaði um tólf kviðdóm- endur. Hinum mikla fjölda þekktra leikara er greinilega ætlað að breiða yfir stærstu gloppurnar f sögunni og tekst það furðu vel undir stjórn Lumets. Albert Finney sem Hercule Poirot sýnir stórkost- leg leiktilþrif en hægt er að ímynda sér (sjáið hvernig hann lítur raunverulega út í Gum- shoe) og Anthony Perkins og Ingrid Bergman (Oscarsverð- laun í vor) bera af í túlkun sinni á andlega vanheilum per- sónum. Myndin Morðið í Austur- landahraðlestinni er gott dæmi um mjög vel gerða mynd upp úr fremur þunnu efni og hvort slfk mynd er betri en illa gerð mynd upp úr góðu efni er endanlega mat áhorfandans. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.