Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 37
Velvakandi svarar ! síma milli kl. 14 og 15 frá mánudegi til fostudags. 0 Svar við heim- boði Jóhönnu Kristjónsdóttur Fyrir skömmu birtist í Mbl. opiö bréf Ingu Fanneyjar Jóns- dóttur til Jóhönnu Kristjónsdótt- ur, formanns Félags einstæðra foreldra. Bréfinu svaraöi Jóhanna að bragði, en hér birtist svar Ingu Fanneyjar við svarinu: „Gestrisni íslenzkra kvenna er alkunn, og greinilega er ekki annað hægt að segja um Jóhönnu Kristjónsdóttur, þar sem hún býð- ur mér í heimsókn í skrifstofu félagsins. Ég verð að afþakka það góða boð, vegna þess að þeim félags- skap vil ég ekki koma nálægt. Og til að „foragta“ hana ekki alveg, vil ég svara bréfi hennar þó ’mér finnist það efnislaust, og flóttaleg tilraun til að fara í kring- um staðreyndir. Skoðun sú, er þér túlkið, hlýtur að vera yðar eigin. Varla túlkið þér skoðanir annarra, og sú skoð- un, fylgjandi mjög svo skiljanlegu prósentudæmi yðar, var að mað- lag væri 12.000 kr. á mánuði með barni. Yður finnst það óliklegt, að kona með þrjú börn geti fætt sig og klætt af þeim tekjum, sem ég gaf upp og ekki er hægt að hrekja. Þá er ég ekki hissa þótt þér álítið 12.000 kr. meðlag eðli- legt og það sem meðlag á að vera Iifeyrir fyrir barnið að hálfu, þá kostar eftir því 24.000 kr. á mánuði að fæða og klæða eitt barn. Þetta er það, seni ekki stenzt, og hljóta allir að sjá það. Um þrótt og dugnað einstæðra mæðra ætla ég ekki að fjölyrða. Mér finnst að þær hljóti að geta skilað sömu vinnu og giftar konur með hóp af börnum, sem flest allar vinna úti með sínu heimili. Það er væntan- lega simi i skrifstofu FEF og vil ég benda yður á að nota hann til að afla yður upplýsinga um laun verkamanna hjá Dagsbrún og hálfsdagsvinnu kvenna. Síðan gætuð þér, ef áhuginn er enn fyr- ir hendi, athugað skattskýrslur þeirra manna, er borga meðlag með nokkrum börnum og séð, að þar er ekkert fellt niður. Hveh veit nema þér farið þá að skilja þessar sérkennilegu tölur, er þér talið um. Það er greinilegt á bréfi yðar, að þér eruð ekki kunnug þessum málum frá báðum hliðum og þyk- ir ágætt að meðlag með barni dugi fyrir öðru en að fæða það og klæða (kannski). Og kannski það sé einmitt þekk- ingu þingmanna að þakka en ekki vanþekkingu, að meðlag hækkar ekki meira. Inga Fanney Jónsdóttir." Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, og kostnaður við framfærslu barna er ekki einung- is fólginn í matar- og fatakaupum, eins og Inga Fanney gerir ráð fyrir í bréfi sínu. # Hrein borg, fögur torg — Hrein torg, fögur borg Stefán Bjarnason verkfræðing- ur skrifar: „Isleifur kæri, átt’ ekki snæri, til þess að h.ann etc.... Viðleitni borgarvalda til fegr- unar borgarinnar og þar af leið- andi snyrtilegri umgengni fólks- ins er til sóma. En alltaf verða einhverjir blettir útundan og aðr- ir til þess að örva ósómann, ekki sízt undir vellukvaki hundleiðin- legra dægurlaga, sem spúð er sí og æ út i tært andrúmsloftið og ætlar að æra mann, jafnvel á sak- lausu almannafæri. Verst er umhverfi löggiltra sjoppugata og ísbúða. Þar er umbúðum af sælgæti og ísbikur- um fleygt beint út I loftið og eru MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1975 37 sóðarnir stoltir af verknaði sínum og dilla sér i drullunni. Svona er þetta einnig að verða i friðsælu Austurstrætinu okkar. Allt flóir í rusli og flýgur það um í litlum vindsveipum við bekkina og horn- ið á Utvegsbankahúsinu. Það er tillaga mín ísleifur góð- ur, að þú ráðir nokkra unglinga úr röðum skólaæskunnar, klæðir þá i „líberí" og látir þá halda Austurstræti og Lækjartorgi hreinu á komandi sumri. Þeir eiga bara að tína upp ruslið jafn- óðum og því er fleygt í götuna og þakka sóðunum hæversklega fyr- ir atvinnuna, unz sóðarnir leggja niður skottið og skammast sín. Rvík, 23. mai 1975 Stefán Bjarnason.“ # Er þessi fram- koma í anda Einars H. Kvaran? Ég ætlaði varla að trúa rnínuin eigin augum, þegar ég sá það í öllum dagblöðunum og öðrum fjölmiðlum, að ættingjar skálds- ins Einars Kvaran sameinast i heiftarlegri árás á verk Ævars Kvaran við kvikmyndina Lénharð fógeta. Þeir þykjast vera að verja rithöfundarheiður skáldsins. Það er hreinn óþarfi. Hann hefur varið hann sjálfur með verkum sínum. Hitt er óskiljanlegt, að ráðast aftan að Ævari, þegar hann á í vök að verjast fyrir ósann- gjörnum dómum svokallaðra gagnrýnenda, með slikum gifur- yrðum að annað eins sést sjaldan á prenti. Ég veit ekki betur en Ævar sé eini maðurinn af þessari ætt, sem hefur haft til þess vit og manndóm, að halda nafni afa síns á loft með dásarnlegum útvarps- leikritum, sem hann hefur sarnið úr ritverkum Kvarans. Maður skyldi ætla, að ættingjar hans væru Ævari þakklátir. En það er nú öðru nær! Mér er spurn: er þessi framkoma í anda skáldsins Einars Kvaran? Guðbjörg Guðmundsdóttir." HÖGNI HREKKVÍSI Högni, þetta er tilgangslaust fyrir þig! Við höfum umkringt bygginguna. Þetta gerðist líka... Já, en kanntu að stafa, góði? Forystumenn í menntamálum á Englandi hafa vaxandi áhyggjur af þvl, aS æ fleira ungt fólk, sem útskrifast úr æðri skólum landsins, kann naumast a8 leysa einföldustu reikningsdæmi og er auk þess varla sendibréfsfært. þegar það fer út í atvinnulifiS. Fróðir menn kenna þv! um, hve „sérhæfingin" kemur nú snemma til skjalanna i breska skólakerfinu. Afleiðingin er sú, að nemendur læra ekkert rækilega nema það eitt, sem lýtur að „sérgrein" þeirra. Það er farið að kveða svo rammt að þessu, að ýmis fyrirtæki bresk eru hætt að taka mark á prófskirteinum þeirra, sem sækja um vinnu hjá þeim. Hinir nýútskrif- uðu mega gera svo vel að ganga undir nýja prófraun — i stafsetningu og einföldustu reikningslistuml Ljóta pakkið Það er allur glæsibragur af heldra fólk- inu og það karin sig ekki lengur, fullyrðir Charles Dean, sem var einn af kunnustu einkaþjónum á Bretlandseyjum þar til hann settist i helgan stein áttræður og átti þá að baki 65 ára snatt við kóngafólk, forsætisráðherra og aðskiljanlega auðkýf- inga Hann nefnir það sem hroðalegt dæmi um óheflaða framkomu svonefnds fyrir- fólks, að Arist- otle Onassis hafi haft það fyrir sið að lumbra á glasinu sinu með hnifapörunum sinum, þegar hann þurfti að kveðja til þjóna. „Svona hagar enginn séntilmaður sér," sagði Dean i samtali við blaðamann, „en að vísu var hann hvorki eitt né neitt, þessi Onassis." Dean hóf starfsferil sinn á heimili lafði Astor. Fyrsta kvöldið sem hann þjónaði þar til borðs var Georg kóng- ur V meðal veislugesta. Vœnsti karl, kölski Erlend blöð segja frá tveimur umtalsverðum fornleifafundum. f fyrsta lagi hefur fundist æði merkilegt sverð frá Rínarlöndum alla leið austur i Kreml, en það er mun austar en fundarstaðir þeirra fjögurra sverða annarra af samskonar gerð, sem sovéskir fornleifafræðingar höfðu áður fundið. Þetta er eins og hin fyrri frá tólftu öld og fannst þegar verið var að umturna malbiki þar sem fyrr á öldum hafði verið virkisgröf. Það er sæmilega heillegt og með latneskri áletrun sem bendir til uppruna þess. — f annan stað fundu skólakrakkar á Gotlandi nú fyrir skemmstu það sem fréttamaðurinn nefnir „vikinga- sjóð". Börnin komu þar að sem kanfnur höfðu rótað tveimur silfurpen- ingum upp úr jörðinni, og þegar þau hófu sjálf að gramsa, grófu þau fram hvorki meira né minna en um eitt þúsund arabiska silfurpeninga og að auki nokkur silfurarmbönd. Munnmælasaga af þessum slóðum segir frá bónda nokkrum, sem kölski þóttist standá f þakkarskuld við og hét þvf að gefa afkomanda hans f fimmta lið vænan silfursjóð. Eitt barnanna, sem rambaði á silfrið, er að sjálfsögðu afkomandi fyrrnefnds bónda — f fimmta lið. Edward mundi fljúga inn Kennedy-fólkið er I sviðsljósinu að vanda. Nýleg skoðanakönnun bendir ótvfrætt f þá átt, að ef Edward Kennedy byði sig fram fyrir demókrata f forsetakosningunum næsta ár, þá fengi hann nærri fjórðungi fleiri atkvæði en Ford. i skoðanakönnuninni var gert ráð fyrir John Glenn sem varaforsetaefni demókrata. Hann hefur eftir á að hyggja sótt okkur heim. Það var þegar hann var geimfari og var hér f nokkra daga f sam- bandi við þjálfun sina. — Þá hefur Sirhan Sirah, morðingja Roberts Kennedy, verið formlega tjáð, að hann geti ekki vænst þess, að náðunarbeiðnir hans verði teknar til greina fyrr en ! fyrsta lagi vorið '86. Sitt lítið af hverju . . . John Wayne kvikmyndahetja hefur boðið Ky, fyrrum varaforseta S-Vietnam, 7.000 hektara lands undir nokkurskonar samyrkjubú fyrir landflótta Suður-vietnama .... Nú er talið sannað, að það hafi verið timasprengja, sem grandaði Trans World flug- vélinni undan Grikklandi f september siðastliðnum. sem áttatiu og átta menn fórust með . . . Tass-fréttastofan upp- lýsir, að sovéskum vfsinda- mönnum hafi tekist að fram- leiða rafknúinn bfl, sem sé mun betri en samskonar til- raunabllar vestan tjaldsins. Rússneski rafblllinn á að geta skilað 50 mflna meðalhraða með 500 kflóa hlass . . . Tregðan I bflasölunni hafði það m.a. f för með sér í Bandarfkjunum á sfðastliðnu ári, að stórlaxar bflaverksmiðjanna hröpuðu úr þeim sessi að vera launahæstu mennirnir þar f landi. Stjórnarformaður Revlon snyrtivöru-fyrirtækisins skákaði þeim heldur betur með árstekjum sem samsvöruðu 240milljónum f islenskum krónum. SIG6A V/ÓGA £ 1/LVERAU miL usKo mmrm\ t vÍL/l M 1 IG Gi/WWÓK 06 \JIW0- SÖYI 06 S\GGA-VI6ÚA vtRh m á mun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.