Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975 13 Sjómaimadagurinn Með kíki úti í glugga að fglgjast með pabba • Erna Nielsen býr ásamt manni sínum og þremur börn- um að Barðaströnd 11 á Selt Seltjarnarnesi. Martur hennar er Björn Jónsson skipstjóri á Ásberg RE. Björn er af sjó- mönnum kominn og er sonur Jóns Björnssonar frá Ána- naustum. Asberg RE er nú art sfldar- veirtum í Norrtursjó, en skip, sem þangart sækja, eru jafnan mjög lengi art heiman. — Erna, hvað er langt sírtan þú sást eiginmanninn bregða fyrir sírtast? — Þaö eru rúmir tveir mán- uðir síðan. Frá áramótum hefur hann verið heima í hálfan mánuð samanlagt. Þar áður var hann heima þegar Laila litla fæddist, fór svo daginn eftir að við komum heim eftir fæðing- una og sá hana ekki aftur fyrr en hún var þriggja mánaða. Björn hefur verið i Norðursjón- um í um það bil fjögur ár, svo að maður er farinn að venjast þessu. Þegar stóru krakkarnir voru yngri voru þau oft feimin þegar hann kom aftur eftir langa fjarveru, en það er nú liðin tíð. Nú hlakka þau óskap- lega til þegar von er á honum og beinlinis hanga í honum meðan hann er heima. — Nú hlýtur ýmislegt annað en búsýslan að lenda á þér þeg- ar húsbóndinn er svona lítið heima. — Já, það fer ekki hjá því, en sérstaklega var það þó þegar við vorum að byggja. Þá stóð ég í alls konar útréttingum og æpti stanzlaust gegnum loftskeyta- stöðina þegar eitthvað fór úr- skeiðis eða þegar iðnaðarmenn- irnir stóðu ekki við sitt. Annars hafði ég gaman af þessu meðan á því stóð, en ég vildi svo sannarlega ekki þurfa að standa í því aftur. — Finnst þér aldrei erfitt að bera að mestu leyti ein ábyrgð á börnum og heimili? — Nei, ekki get ég sagt það. Ég held meira að segja, að ég hafi það að mörgu leyti frjáls- ara en margar aðrar konur. Auðvitað er maður bundinn og verður alltaf að vera til taks, en í staðinn get ég skipulagt tíma minn sjálf. Ég er heimakær og sakna þess ekki þótt ég komist ekki út á kvöldin. Svo er líka svo gaman að fá eiginmanninn heim þá sjaldan það gerist, að þá er eiginlega samfelld hátíð hér á heimilrnu. — Hvað gerirðu þér til á- nægju í einverunni? — Ég er nú svo heppin að eiga góða fjölskyldu, sem ég hef mikið samband við og svo hef ég líka félagsskap af börn- unum minum. Ég sit mikið við hannyrðir, en horfi iítið á sjón- varp. Þá hef ég mjög mikinn áhuga Framhald á bls. 30. Erna Nielsen ásamt börnum sfnum Bryndísi, Jóni og Lailu. „Svona œtla ég að vera þegar ég verð stór” Pálmi Hlöðversson, er fyrsti stýrimartur á varðskipinu Ar- vakri. Pálmi byrjaði sem messadrengur á varðskipum árið 1958, var síðan háseti, þar til hann fór í Stýrimannaskól- ann. Hann Iauk skipstjóraprófi árið 1964 og hefur verið stýri- maður hjá Landhelgisgæzlunni síðan og skipstjóri í afleys- ingum. Kona Pálma er Guðmunda Helgadóttir og við ræddum við þau nú um daginn. — Hvað ertu búinn að vera lengi í landi núna, Pálmi? — Síðan á mánudaginn var. Við erum venjulega úti í svona hálfan mánuð og síðan 3—4 daga í landi. — Hvernig líkar þér að hafa manninn svona mikið að heiman, Guðmunda? — Maður venst þessu furðan- lega. Mér leiddist þetta stund- um þegar börnin voru minni, en síðan þau eldri fóru að stálp- ast fór ég að hafa mikinn og góðan félagsskap af þeim. Það er líka alltaf nóg að gera og enginn timi til að láta sér leiðast þegar þarf að hugsa um heimili og þrjú börn. Ég vissi líka hvað ég var að fara út í þegar ég gifti mig, því að pabbi var alltaf á togara þegar ég var lítil og bræður mínir eru sjómenn. — Nú hefur þú langa reynslu af störfum um borð, Pálmi, og ert búinn að feta allan stigann, allt frá messa- gutta upp i skipstjóra. Finnst 'þér andrúmsloftið um borð hafa breytzt? — Já, að vissu leyti. Mér finnst að mörgu leyti vera meira Iýðræði um borð í skipúnum nú orðið, ef svo má að orði komast. Andrúmsloftið um borð stendur að vísu og fellur með yfirmönnunum og hefur alltaf gert. Menn hafa nú orðið meira samráð um borð og það held ég að sé til bóta. En að sjálfsögðu er það alltaf skip- stjórinn, sem hefur úrslita- valdið. Þannig verður það að vera. Það eru yfirleitt afbragðs- menn á varðskipunum og í mörg ár höfum við verið með sömu mennina mikið til. Á síld- arárunum var oft erfitt að fá Guðmunda, Ingibjörg og Finnur fylgdu Pálma til skips, en Árvakur lét úr höfn síðdegis á föstudaginn var. menn á varðskipin, en þetta fer eftir atvinnuástandinu i land- inu. — Þú varst einn þeirra, sem heiðraðir voru fyrir björgun áhafnarinnar á Notts County í Isafjarðardjúpi árið 1958. — Já, við vorum þrír á Óðni, sem vorum heiðraðir, — Sig- urður Árnason skipstjóri, Sig- urjón Hannesson, sem þá var fyrsti stýrimaður, en er nú skipstjóri á Arvakri, og svo ég, Sem var annar stýrimaður. Við björguðum 18 manns, en einn var frosinn i hel þegar að var komið. Það varð heilmikill has- ar út af þessu slysi í Englandi. Björgunarútbúnaði um borð í skipunum og þjálfun áhafna var mjög áfátt þegar slysið varð, en það varð til þess að ýta við mönnum hvað þetta snerti. Stuttu síðartóku útgerðarmenn á leigu skuttogara og sendu hann á miðin með lækni og veðurfræðing um borð. Siðan kom eftirlitsskipið Miranda til sögunnar og ég var þar um borð í hálfan mánuð fyrst eftir að hún kom. — Hvernig lízt þér á að verja 200 mílna landhelgi? — Það er orðin svo mikil út- hafssigling á skipunum nú þegar, að ég býst ekld við að breytingin verði mjög mikil. Litlu skipin fara auðvitað aldrei langt út, enda miðast aðbúnaður og tæki um borð í þeim ekki við annað en stuttar ferðir. En það er auðvitað ýmis- legt í skipulaginu, sem þyrfti aó breyta. M.a. hefur verió talað um að fjölga skipverjum og skipta oftar á skipunum, en ég held, að það sé slæmt að skipta mikið. Menn fá tilfinningu fyr- ir sínu skipi og það held ég að Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.