Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975 Sjómannadagurmn Spjallað við Guðveigu (Stellu) Sigurðardóttur í Grindavík um líf sjómanns- konunnar „£G hcld art konur í dag cigi erfidara mcð að sætta sig við að vera giftar sjómönnum en var þegar ég giftist mínum manni fyrir rúmum aldarfjórðungi,“ sagði Guðveig (Stella) Sigurðardóltir f Grindavík, eig- inkona Þórarins Olafssonar út- gerðarmanns og skipstjóra á Albcrt GK, cr við hcimsóttum hana á heimili þcirra hjóna í vikunni til að spjalla við hana um líf sjómannskonunnar. Þau hjón héldu upp á silfur- brúðkaup sitt um sl. áramót og eiga 5 börn. Rl/.tur er sonurinn, Sævar, 25 ára, sem er orðinn skipstjóri á móti föður sínumog „Erfiðastað þurfa að taka stóru ákvarðanirnar ein ” hin mcsta aflakló, eins og hann á kyn til. Da'lurnar Hclga, 23 ára, og Olöf, 20 ára, cru báðar giftar í Grindavík en yngstu da'turnar tvær, Ingibjörg, 16 áia, og Svala, 8 ára, eru í hcimahúsum. Við spurðum Stellu fyrst hvað henni fyndist erfiðast við líf sjómannskonunnar. — Það, sem mér finnst og hefur fundizt langerfiðast, er að þurfa að taka ein stórar ákvarðanir og svo auðvitað að bera ábyrgð á heimilinu, börn- unum, öllum útgjöldum og öðru í því sambandi án þess að geta ráðgazt við manninn minn. — En allar fjárvistirnar? Ég þekki ekki annað en fjar- vistir og það er hlutur sem kemst upp í vana, þetta verður eins og hver önnur vinna. Að vísu skal ég játa það að hér áður fyrr, er síldin var fyrir norðan og þeir voru i burtu allt sumarið, var það oft erfitt, einkum þegar börnin voru lítil. Eitt sumar, er Þórarinn var á sild og þegar við vorum að byggja húsið, var ég með 5 smiði í vinnu og fæði og þurfti að standa í öllum útréttingum í sambandi við bygginguna auk þess sem því fylgir að vera með 4 lítil börn og því er ekki að neita að þá varð dagurinn oft langur. En þetta hafa margar konur þurft að gera og auk þess var maður svo ungur og dug- legur þá að þetta var ekki eins erfitt og halda mætti. En þegar talað er um fjarvistir held ég að þær hafi komið miklu verr við börnin og það var oft ákaflega' erfitt hjá þeim, er pabbi þeirra var að fara og þau vissu að það yrði langt þar til þau sæju hann aftur og ég þurfti oft hreinlega að slíta þau af honum við brott- förina. En við megum ekki bara tala um það sem erfitt er, það eru margar hátíðisstundir sem sjómannskonan á, er maður hennar kemur heim af sjónum. — Er ekki stundum svolítið sérstakt andrúmsloft er maður- inn kemur heim eftir miklar fjarvistir? — Nú, ég held að það sé óhætt að segja það. Fyrstu dag- ana er hann líkari gesti en heimilisföður. Hann er búinn að vera lengi i burtu og hefur ekki tekið þátt i lifi fjölskyld- unnar og það er oft mikill hátíðabragur yfir heimilinu og fjölskyldulífinu. En nýjabrum- ið fer auðvitað af og áður en varir fær hann að heyra allt sem heimilisfólkinu liggur á hjarta. — Nú er Þórarinn eigandi Alberts, lendir þá ekki mikið á þér í sambandi við útgerðina? — Það er óneitanlega oft ansi erilsamt í því sambandi og má segja að stofan og eldhúsið séu hálfgerð skrifstofa, og það verð ég að segja að mér finnst erfið- ara að standa í útgerðarútrétt- ingunum en það var að ala börnin upp. Hins vegar verður það að koma skýrt fram, að meginþungi útgerðarmálanna liggur á Þórarni. Hann er óhemjuduglegur, þvi að auk þess að sækja fiskinn í sjó er hann meira og minna allan sinn tíma í landi að huga að málum útgerðarinnar og þá oft erfið- ara fyrir mig að ná i hann en þegar ég veit af honum á sjón- um. — Hefurðu aldrei lent i erfið- leikum í sambandi við barna- uppeldið þegar Þórarinn vár í burtu og þau þurftu að sækja allt til þín og biðja þig? — Ekki vil ég kalla það erfið- leika, en það kom fyrir að þegar ég sagði nei, sögðu þau „allt í lagi ég bíð bara þar til pabbi kemur heim og þá leyfir hann mér það.“ — Og leyfði þá babbi? — Nei, það gerði hann yfir- leitt ekki, hann spurði þau hvort mamma væri búin að gefa sitt leyfi. Annars var óhjá- kvæmilegt að hann lét miklu meira eftir þeim þegar hann var í landi og sagði við mig, að hann gæti ekki byrjað á því að skamma þau og banna þá fáu daga sem hann væri heima. En þetta hefur breytzt mjög mikið síðustu ár, úthöldin eru styttri og Þórarinn rær meira héðan úr Grindavík. Að vísu hefur hann verið í Norðursjón- um, en í fyrra fór ég út, var þar í 1 'A mánuð, en nú fara þeir ekki aftur, ætla að vera á trolli hér heima. — Þú sagðir áðan að erfiðast væri að taka ein stóru ákvarð- anirnar. Manstu eftir nokkru sérstöku atviki í því sambandi? — Þegar Ölöf dóttir okkar var eins mánaðar og óskirð fár- veiktist hún kvöld eitt, er Þór- arinn var á sjónum. Ég fór þá með hana i dauðans ofboði inn á Hafnarfjarðarspítala, en þeg- ar þangað kom fannst mér á Stella með þremur barna sinna og dótturdótturinni og nöfnunni Guðveigu. F.v. Helga, Guðveig, Guðveig (Stella), Sævar og Ingi- björg. móttökum systranna, að þær ætluðu að úthýsa barninu vegna þess að það var óskírt. Þá tók ég það ráð að hringja í séra Garðar Þorsteinsson og biðja hann að koma og skíra barnið fyrir mig. Við hjónin vorum ekkert farin að ræða um nafn á barnið, en þar sem faðir Þórar- ins var nýlátinn ákvað ég að skíra hana Ólöfu. Nú, þegar ég svo kom heim um nóttina var Þórarinn kominn heim af sjón- um og ég sagði honum að hann ætti dóttur sem héti Ólöf. Hann varð, held ég, ósköp ánægður með að ég skyldi taka þessa ákvörðun. — Einu sinni keypti ég bíl alveg upp á eigin spýtur og þá var um ansi mikla fjárfestingu að ræða og Þórarinn hélt auð- vitað að ég væri að gera ein- hverja vitleysu, en þegar hann kom heim og sá bílinn var hann mjög ánægður með hann. — Ef til þín kæmi ung kona, sem ætlaði að fara að ganga að eiga sjómann og spyrði þig ráða, hvað segðir þú við hana? — Fyrst og fremst að hún skyldi bægja frá sér allri hræðslu við sjómannsstarfið og í öðru lagi að reyna aldrei að fá mann sinn til að hætta á sjó og koma í land. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra með mann, sem hneigist að sjónum. — Hefur þú aldrei verið hrædd um Þórarin? — Nei, ég veit, að hann er mjög varkár skipstjóri, en ég er hrædd um hann ef hann fer akandi til Reykjavíkur. Sama gegnir með Sævar son minn, hann byrjaði 14 ára á sjó með pabba sínum og ég hef aldrei verið hrædd um hann. En þetta er auðvitað misjafnt og dóttir mín, sem gift er sjómanni, er oft svolítið hrædd um sinn mann. — Nú hefur þú þurft að lifa ntjög sjálfstæðu lífi, hvað fínnst þér um rauðsokkurnar? — Ég er mikil kvenréttinda- kona, en engin rauðsokka. Ég vil að konur njóti fyllsta jafn- réttis við karlmenn og eigi sömu möguleika og þeir, en ég er þeirrar skoðunar, að hver móðir eigi sjálf að ala upp sitt barn. Það eru nefnilega forrétt- indi sem okkur eru gefin -ihj. „Myndi engri konu ráða fráþví að giftast siómanni” Rœtt við Maríu Ármannsdóttur í Sandgerði María með börnin, Þórð, Olöfu og Kolbrúnu. „Mér finnast þessar miklu fjarvistir leiðinlegar og ég hef aldrei getað vanizt þcim,“ sagði María Ármannsdóttir í Sand- gcrði, eiginkona Marels Andréssonar, háseta á Guð- mundi RE, er við hittum hana að máli, þar sem hún vinnur sem ráðskona í mötuneyti Vita- málastjórnar í Sandgerði. Guð- mundur RE er í Norðursjó við sfldveiðar og Marfa því eins og oftast ein heima með börnin þrjú, Þórð 17 ára, Kolbrúnu 12 ára og Ólafíu 6 ára. Þau María og Marel hafa nú búið i 19 ár og Marel nær alltaf stundað sjó að undanskildum nokkrum stutt- um tfmabilum, sem hann hefur unnið í landi. „Það eru óneitanlega miklar fjarvistir manna, sem eru á stórum skípum eins og Guð- mundi. Þeir stoppuðu t.d. bara 10 daga eftir loðnuvertíðina áð- ur en haldið var i Norðursjó og eru búnir að vera 6 vikur. Ann- ars var loðnuvertíðin ekki svo slæm, þeir lönduðu mikið í Keflavík og þá fengum við að- eins að sjá Marel en börnunum finnst ósköp leiðinlegt að sjá ekki pabba sinn meira. — Er ekki erfitt að þurfa svo til algerlega að sjá um barna- uppeldið ein? — Það hefur stundum reynt svolítið á þolrifin i manni að þurfa að bera ábyrgð á öllum málum þegar maðurinn er í burtu, og þegar börnin eru orð- in þetta gömul er oft erfiðara að ráða við þau en þegar þau voru lítil, en þetta er það líf sem ég hef valið mér og ekkert við því að gera enda erfið- leikarnir ekki slíkir að nokkuð veður þurfi að gera út af þeim. — Ef þú værir orðin ung aft- ur og ætlaðir að fara að gifta þig myndurðu giftast sjómanni aftur? — Já, það myndi ég gera og ég myndi engri konu ráða frá því að giftast sjómanni. Þótt fjarvistirnar séu oft miklar og leiðinlegar eru ánægju- stundirnar margar og bjartar eins og þegar maðurinn er að koma heim af sjónum eftir langa útivist. Þá er sannkölluð hátíð i bæ hjá okkur öllum og kannski sérstaklega börnunum enda lætur Marel allt eftir þeim, en ég er líklega ekkert betri, ég held að maður láti orðið alltof mikið eftir börnum í dag. — Ertu hrædd um hann á sjónum? — Nei, það er ég yfirleitt ekki. Ég veit að hann er á góðu skipi með góðum skipstjóra. Það er helzt ef gerir eitthvert ofsaveður og Marel er á sjó að setur að mér kvíða. — Hefur þú alltaf unnið úti? — Ég hef alltaf unnið i frystihúsinu svona af og til, það er svo gott með það starf, að maður getur tekið sér frí þegar þörf er á út af börnunum eða einhverju öðru. — Hefurðu eitthvað reynt til að fá þinn mann til að hætta á sjónum? — Nei, ég hef ekkert skipt mér af því. Ég vona bara að einhvern tíma komi að því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.