Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975 33 félk í fréttum ^ Gaman að fara í hljómleika- ferðir, en heima er bezt 99 + Marie Osmond, söngkona hljómsveitarinnar The Osmonds, þjáist ekki af nein- um rauðsokkukomplexum. Hún þekkir stað konunnar á heimil- inu og hefur ekkert á móti hlut- verkinu. „Ég hef alltaf þvegið • upp heima og hjálpað- mömmu að elda matinn. Ég held ekki að neinn bræðra minna mundi hjálpa mér þó að ég bæði þá um það, þvf að á okkar heimili hef- ur það alltaf verið starf kon- unnar að sjá um heimilið,** sagði Marie Osmond f viðtali við danska blaðið B.T. En hún hefur þó þá skoðun að konur eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Hún er á vélritunarnám- skeiði þegar hún hefur tfma fyrir hljómleikaferðum og plötuupptökum, en hún býst ekki við að þurfa nokkurn tfma á þvf að halda. „Ég geri fast- lega ráð fyrir að ég gifti mig fyrr eða sfðar, og þá ætla ég að helga mig heimilinu vera góð húsmóðir og móðir barna minna, en þar til það verður ætla ég að halda áfram að syngja," sagði Marie, sem er viss um að hún verði aldrei einsöngvari heldur alltaf meðlimur The Osmonds ásamt 6 bræðrum sfnum. Annars er eitt mesta áhugamál hennar að kaupa föt. Hvar sem hún er f heiminum, fer hún og kaupir sér fatnað, en Parfs er uppá- halds borg hennar f þeim efn- um. 1 heimaborg sinni, Salt Lake City f Utah, á hún snyrti- vörufyrirtæki, það gengur stór- vel og hún vonar að seinna meir gefi það nóg af sér til að lifa af. „Það er gaman að fara f hljómleikaferðir með strák- unum, en lieima er best.“ Hún fékk „gylltu pálmana ” + Mai Zetterling hélt nýlega upp á fimmtugsafmæli sitt á heimili sfnu f Frakklandi. Mai Zetterling er að mestu hætt að leika f kvikmyndum en stjórn- ar þeim f staðinn. Hún hefur nú verið beðin um að stjórna upptöku myndar um ól.vmpfu- leikana f Montreal. ,A olympfu- leikunum í Miinchen stjórnaði hún töku myndar um lyftinga- menn. + Sænski leikarinn Per Oscars- son á að leika ófreskju f nýrri útsetningu af „Frankenstein" sem bandarfski kvikmyndaleik- stjórinn Galvin Lloyd stjórnar f Svfþjóð. + Bandarfski poppsöngvarinn Alice Cooper ku nú vera hættur að drekka einn kassa af bjór á dag og hefur snúið sér að áfeng- inu. + Leikkonan Shirley Jones, sem við munum eftir úr sjón- varpsþættinum „Partridge fjöl- skyldan", er skilin við cigin- mann sinn, leikarann Jack Cassidy, en sonur þeirra er poppstjarnan David Cassidy. + Marilyn Monroe virðist ekki glcymd ennþá. Fyrrum ráðs- kona hjá henni tók sig til ný- lega og scldi sfðbuxur af Marilyn fyrir um hálfa milljón ísl. króna og inniskó af henni fyrir hvorki meira né minna en um 400 þús. krónur. + Bing Crosby hefur leyft sölu á ævisögu sinni sem skrifuð er af englendingnum Charles Thompspn. B.C. las hana tvisv- ar yfir og bætti við hana 2.000 orðum til viðbótar þeim 90.000 sem fyrir voru. + Roger Moore tekur þvf nú rólega ásamt fjölskyld- unni á heimili sfnu á Möltu. Til þess að verða ekki yfirkeyrður af sköttum má hann ekki snúa aftur til Englands fyrr en f nóvember. + Bandarfska leikkonan Valerie Perrine sem er 31 árs að aldri vann eftir að hafa leik- ið aðeins f þremur kvikmynd- um til alþjóðlegra verðlauna. Hún fékk „gyltu pálmana" fyr- ir leik sinn f myndinni „Lenny“ en mótleikari hennar var Dustin Hoffman. 1 mynd- inni leikur hún nektardans- mey, sem jafnframt er eitur- lyfjaneytandi. Valeri er báðum hlutunum kunnug úr einkalffi sfnu. „Ég hef ekkert á móti þvf að vera kyntákn f kvikmynd. Það er eins og allir vita, hætt að skrifa falleg hlutverk eins og skrifuð voru handa þeim Katharine Hepburn og Bette Davis. Og svo eru brjóstin á mér ekki sem verst þó að þau séu frá tfmanum fyrir silicone," sagði Valerie Perrine. Hún hefur reynt bæði marihuana og heroin, en er nú hætt þvf. „Ég varð syfjuð af eiturlyfjunum, og þá er ekkert unnið við það.“ Valerie er um þessar mundir ein vinsælasta stúlkan f Hollywood, hún velur sér ekki fylgdarsveina af verri endanum, hefur farið út með þeim Ryan O’Neal og Bob Evans (kvikmyndaframleið- anda). „Kynlff er eðlilegur hlutur og ég hef hugsað mér að fá minn skerf, þó að ég eigi ekki neinn fastan vin f augna- blikinu. Móðir mfn segir að ég sé vitlaus. Faðir minn er alveg niðurbrotinn. Sjálfri lfður mér alveg dásamlega,“ sagði Valerie. Nýjasta myndin sem hún lék f, er um lff W.C. Field, þar sem hún lék eiginkonu hans, en sjálfur var hann leikinn af Rod Steiger. Fjallgönguskór fjallgöngusokkar Útilíf — Glæsibæ, simi 30350. ___________________/ Nýtísku karlmannaföt falleg og vönduð kr. 9080.- terelynebuxur frá kr. 2276 - terelynefrakkar kr. 3550 - Stakir jakkár 2975.- Sokkar frá kr. 90.- Úlpur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Skólinn mun taka til starfa á komandi hausti. Rétt til inngöngu eiga nemendur er lokið hafa 3. bekk gagnfræðaskóla (f. 1959) og búsettir eru í Breiðholtshverfum. Innritun fer fram í Fellaskóla dagana 2. og 3. júní n.k. kl. 1 4.00—1 8.00 báða dagana. Umsækjendur hafi með sér prófskírteini. Fræðslustjórinn í Reykjavík. mf Aó sjálfsögöu vegna einstakra gæóa Reyplasteinangrunar. 1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (tamdogiidi 0,028 - o,03Q) 2. Tekur nálega engan raka eóa vatn í sig ^HHSU 3. Sérlega létt og meófœrileg Yfirburóir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. W: REYPLAST hf. £3R3 gerðuraf meistams höndum Kráin isbúí VIÐ HLEMMTORG JgTTnTTTj fuTiMU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.