Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNI 1975 Frystihús innan SH: Heildarútflutningurinn 63,725 lestir á sl. ári Sjávarafurðadeild SÍS: HEILDARUMSETNINGIN UM FJÓRIR MILLJARÐAR KR. „SE litið á árið 1975 I heild kem- ur f ljós, að frystihúsin vantar 150 millj. kr. til þess að eiga fyrir afskriftum, sem eru um 450 millj. kr. Er þá gert ráð fyrir að úr frystideild Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins verði greiddar um 1700 miilj. kr., en nú er inn- stæða f sjóðnum tæpar 1500 miilj. kr. Til þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum þetta ár, vantar þvf rösklega 200 mrillj. kr. við núverandi framleiðslukostnað og markaðsverð.“ Þetta segir m.a. á ályktun aðalfundar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sem lauk f Reykjavík í fyrradag. A aðalfundinum kom fram að heildarútflutningur frystihúsa innan SH var á s.l. ári 63.725 lestir og var þá um einhverja minnkun að ræða frá síðasta ári. Heildarvelta Coldwater, dóttur- fyrirtækis SH í Bandaríkjunum varð alls 78.1 millj. dollara á móti 72.4 millj. dollara 1973. Það kom fram á fundinum í ræðum fram- kvæmdastjóra og sölustjóra, að við mikla erfiðleika var að glíma í Fyrsta konan bílstjóri SVR ÞAÐ GETUR farið svo, að far- þega, sem ætla með leið 4 í dag hjá SVR reki í rogastan/, þegar þeir sjá konu undir stýri. En í dag, sunnudag, tekur fyrsla konan við starfi vagnstjóra hjá Slrætisvögnum Reykjavíkur og heitir hún María Jónsdóttir. Þá hafa tva-r stúdínur falazt eftir starfi hjá SVR og eru þær í þjálfun, ef starf skyldi losna. Hér er um sumarstörf að ræða, en stúlk- urnar (aka þetta sem valgrein við Menntaskóiann við Tjörn- ina. Bygging íþrótta- hallar hafin í Vestmannaeyjum t gær kl. 5 tók Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra fyrstu skóflustunguna að byggingu fþrótta- og sundhallar f Vestmannaeyjum og verður hún við Brimhólalaut f vesturjaðri nú- verandi byggðar þar sem grasvöll- ur Eyjamanna er og fyrirhuguð er margháttuð fþróttamannvirki. íþrótta- og sundhöllin er keypt tilbúin frá Danmörku og verður lokið við að byggja hana um mitt næsta ár. Fullgildur og fullkom- inn keppnissalur auk annarrar aðstöðu er í íþróttahúsinu og sama er að segja um sundhöllina. Engin sundlaug er nú f Eyjum þar sem gamla laugin fór undir hraun í eldgosinu. RUttKWAII VEGNA veikinda og fæðingar- hríða við komu Stuttsíðunnar í heiminn fellur Slagsíðuopnan niður þennan sunnudag. I DAG, sunnudaginn 1. júní, ganga í gildi nokkrar breytingar á ferðum strætisvagna Reykja- víkur, og snerta þær einkum ferðir vagnanna á kvöldin og á laugardagsmorgnum. í fréttatilkynningu frá SVR segir, að við tímasetningu ferða vagnanna verði lögð sérstök áherzla á greiðar samgöngur frá eystri hverfunum til miðborg- sölu frystra sjávarafurða á öllum mörkuðum. Þrátt fyrir það tókst fyllilega að halda hlut tslands á mörkuðunum, borið saman við ýmsa aðra keppinauta. Aðal- markaðurinn er sem fyrr Banda- ríkin og síðan koma Sovétríkin. Hins vegar fer hlutdeild V- Evrópu sífellt minnkandi og hefur sjaldan verið minni en á s.l. ári. í skýrslu stjórnar kom það fram, að verðmæti frystra sjávar- afurða í heildarútflutningi lands- manna var á s.l. ári 32,6%. í ályktun fundarins segir m.a. Útlitið væri ekki eins slæmt, ef sýnilegt væri að framundan væru betri tímar og verðlag á mörkuð- um frystra sjávarafurða hækk- andi, en þann veg er málum því miður ekki háttað. Verðlag fer hvergi hækkandi og í mörgum tilfellum er veruleg hætta á verð- lækkun. Auk þess er um tölu- verða birgðasöfnun að ræða á nokkrum tegundum, þrátt fyrir þrotlaust starf margra manna sem tekizt hefir að selja afurðir okkar á hærra verði en keppi- nautarnir. Kröfur launþegasamtakanna um 38% kauphækkanir eru þvi óraunhæfar og ofviða greiðslu- getu frystihúsanna. Væri gengið að framangreindum kröfum þýddi það, að framleiðslu- kostnaður hækkaði á einu ári um eigi minna en 2000 millj. kr. og er þá ekki reiknað með þeirri út- gjaldaaukningu, sem hlyti að fylgja í kjölfarið vegna fiskverðs- hækkana. Afleiðingin yrði annað hvort stöðvun frystihúsanna, gegnislækkanir eða aðrar álíka efnahagsráðstafanir, sem teljast verða neyðarúrræði, öllum til tjóns. LISTDANSSKÓLI Þjóð- leikhússins og Islenzki dansflokkurinn héldu sýn- ingu í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi, en sú sýning verður endurtekin í dag kl. 15. Stjórnandi er Ingibjörg Björnsdóttir. Allir dans- arnir eru samdir af íslenzk- um dönsurum, en um 100 nemendur dansskólans og dansarar Islenzka dans- flokksins taka þátt í sýn- ingunni. arinnar. Fækkun ferðanna er frá kl. 19.00 til kl. 01 á rtóttunni er akstri lýkur og nú veróur fyrir- komulagið þannig, að vagnarnir aka á hálftfma fresti, þannig að allar tímasetningar eiga að stand- ast algjörlega. Rétt er að taka fram að engar breytingar verða á akstri vagnanna á virkum dögum til kl. 19.00, né heldur á sunnu- dögum og helgidögum til kl. 19.00. HEILDARUMSETNING Sjávar- afurðadeildar S.l.S. var á s.l. ári 3.941,6 millj. kr. á ipóti 3.623,9 millj. kr. 1973, sem er aukning um 8,8%. Kemur þetta fram f fréttatilkynningu frá aðalfundi Sambands frystihúsa, sem hald- inn var f Reykjavfk dagana 29. og 30. maf s.l. A fundinum kom einn- ig fram, aðstarfsemi Iceland Pro- ducts, sölufélags SAFF f Banda- rfkjunum, gekk ekki nógu vel á s.l. ári og var fyrirtækið fyrir DR. A.H. Boerma, for- stöðumaður Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Brucella fór beint á veiðar VIÐGERÐ á brezka togaranum Brucellu lauk um s.l. helgi, en varðskip dró togarann til hafnar fyrir nokkru síðan eftir að leki hafði komið að honum útaf suður- strönd landsins. Skipshöfn togar- ans kom til landsins á mánudag- inn og hélt Brucella beint á-veiðar hér við land á þriðjudaginn eftir að hafa tekið ís, vatn og vistir. Aðeins helmingur hinnar nýju skipshafnar var á togaranum fyr- ir óhappíð.. Fjórir þessara nýju vagna verða notaðir á leið 12. Þá hafa strætis- vagnstjórar fengið nýjan ein- kennisklæðnað í stað þess gamla og hefur litum verið breytt. Nýi klæðnaðurinn er blágrænn og leysir þann brúna af hólmi. Sumaráætlun SVR verður af- hent endurgjaldslaust í miðstöð SVR á Lækjartorgi og við Hlemm. þungum búsifjum sem má rekja að verulegu leyti til þeirra ötryggu markaðs- og rekstrarað- stæðna, sem eru á mörkuðunum f Bandarfkjunum. t skýrslu um starfsemi Sjávar- afurðadeildarinnar kom fram, að deildin endurgreiddi til frysti- húsa og fiskvinnslustöðva 26,9 millj. kr. fyrir sfðasta ár. Hlut- deild deildarinnar af heildarvöru- útflutningi landsmanna var 9,5%, en af heildarútflutningi sjávaraf- Sameinuðu þjóðanna, FAO, er staddur hér á landi ásamt tveimur öðr- um starfsmönnum FAO. Hér er hann til skrafs og ráðagerða við íslenzka for- svarsmenn. Dr. Boerma er hollenzkur að ætt, kunnur víða um lönd fyrir störf sfn, en hjá FAO hefur hann unnið sl. 27 ár. Á blaðamannafundi með dr. Boerma kvaðst hann vera mjög ánægður með samstarfið við ts- lendinga, en nú vinna 12 íslend- ingar á vegum FAO vfða um heim. „Aðalástæðan fyrir hungri í heiminum er fátækt,“ sagði dr. Boerma, „en ég tel að ræktun megi auka að miklum mun og að meiri árangri megi ná í fæðuöflun ef rétt er á haldið og framkvæmd- ir fá brautargengi." Þá vék forstöðumaðurinn að þeirri nauðsyn aó forðabúrum verði komið upp víða um heim, sem hægt væri að grfpa til þegar illa áraði og einnig vék forstöðu- maðurinn að mikilvægi fiskveiða I heimi fæðuskorts. Dr. Boerma hefur heimsótt 125 lönd af þeim 131, sem eru í SÞ, en starfsmenn FAO eru um 3000 talsins. „Það er föst og ákveðin uppbygging, sem FAO vinnur að,“ sagði dr. Boerma, ,,og við vonum að við náum föstum tökum áður en það er um seinan.“ urða 12,7%. Freðfiskframleiðsla frystihúsanna á vegum deild- arinnar var 17,933 lestir á móti 17,661 lest 1973. Framleiðsla allra frystra afurða varð 22,406 lestir á móti 21,921 lest 1973 eða hafði aukizt um 2,2%. Á aðalfundinum urðu miklar umræður um vörugæði og voru menn á einu máli um nauðsyn þess að leggja áherzlu á vöru- vöndun til að tryggja íslenzka fiskinum áframhaldandi öruggan sess á Bandarfkjamarkaði. Guð- jón B. Ölafsson framkvæmda- stjóri Iceland Products komst m.a. þannig að orði: „Ef íslendingar tapa því orði, sem fer af íslenzkum fiski á Bandaríkjamarkaði og þar með því verði sem fæst umfram sam- bærilegar pakkningar frá öðrum þjóðum, myndi árlegur skaði þjóðarbúsins nema meiru en 1000 millj. kr. vegna þorskflaka einna. Stjórn SAFF var öll endurkjör- in, en hana skipa: Arni Bene- diktsson, Benedikt Jónsson, Mar- teinn Friðriksson, Páll Andreas- son, Ríkharð Jónsson, en til vara Asgrímur Halldórsson, Jón Karls- son og Tryggvi Finnsson. í stjórn Iceland Products voru endur- kjörnir Erlendur Einarsson, Benedikt Jónsson, Guðjón B. Ólafsson, Marteinn Friðriksson og William D. Boswell. Fyrsti kven- vélstjórinn útskrifaður VÉLSKÓLA tslands var slitið f gær f sextugasta sinn. Þá var fyrsti kvenvéistjórinn útskrif- aður eftir fyrsta hluta með 500 tonna vélstjóraréttindi. Heitir hún Guðný Lára Pedersen Hraunbæ 120. Að sögn Andrésar Guðjónsson- ar skólastjóra hefur Vélskólinn skrifað út 2000 vél'stjóra sfðan 1915. Á þessu ári útskrifast 221 vélstjóri frá Reykjavík, en frá Vélskólanum á Akureyri, í Vest- mannaeyjum, Siglufirði og tsa- firði útskrifast 272 vélstjórar alls að þessu sinni. Breytingar á ferðum SVR bocca rlaoono or troriA 5 nýir Volvo vagnar Þessa dagana er verið að taka i notkun fimm nýja strætisvagna. Þeir eru allir af Volvo-gerð og voru vagnhúsin smíðuð í Belgíu. Forstöðumaður FAO í heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.