Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1975 21 Glermyndir Leifs Breiðfjörð Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Undirritaður hefur fylgzt með Leifi Breiðfjörð frá fyrstu til- raunum hans í Myndlista- og handíðaskóla Islands, séð hvernig dugnaður hans og áræði skilaði stöðugt auknum árangri, og sannarlega er Leifur gott dæmi um það, hvernig menn eiga að hagnýta sér listaskóla. Það vill vefjast fyrir of mörgum að gera sér grein fyrir tilgangi slíkra skóla og margur, sem enga hug- mynd né þekkingu hefur á slíkum stofnunum, gerir sér fastmótaðar en rangar skoðanir um eðli og Eg drep á þetta vegna þess hve Leifur er gott dæmi um rétt við- horf til listaskóla og hvað þeir uppskera er þannig rækta sinn garð. Hér gefst því tækifæri fyrir listnema til að draga hagnýtar ályktanir sér til velfarnaðar á tímum örra byltinga, þar sem ómelt hugmyndafræði ræður ferðinni í of ríkum mæli. Sú stefna hefur lengi ríkt við Myndlista- og handíðaskólann áð fá erlenda listamenn til að halda hér námskeið og hafa margir notið góðs af og er Leifur einn þeirra og má óvist telja að hann hefði lagt út í glermyndagerð hefði skotinn James Langan ekki verið ráðinn að skólanum til að kynna lengra komnum nemend- um glermyndagerð. En Leifur fékk strax mikinn áhuga og sækir umsvifalaust um skólavist við konunglega fagurlistaskólann í Edinborg þar sem hann sökkvir tilgang þeirra. — Það er hvers manns gæfa, sem slíkar stofnanir sáekir, að skiija það f upphafi að hér er það þekkingaröflunin sem mestu máli skiptir, að afla sér sem víðtækastrar menntunar í tækni og handverki og þjálfa sig sem mest í þeim atriðum. Tíma- bundnar tfzkustefnur undir yfir- skyni framúrstefnu eiga ekki heima innan veggja slíkra stofn- ana, nema sem liður í tilraunum til þekkingaröflunar, og þarf nemandinn þá að hafa öðlazt bæði þroska og tækni að verulegu marki. sér niður í tæknina næstu tvö árin og mun fyrstur Islendinga hafa lokið prófi f gerð steindra gler- mynda, en hér er rétt að fram komi að á undan honum höfðu þær Nína Tryggvadóttir og Gerður Helgadóttir aflað sér stað- góðrar þekkingar á tækninni, en þær unnu báðar að myndum sínum í samvinnu við útlærða tæknimenn. Þess skal hér getið að glermyndagerð er einnig iðn- grein, og þeir sem þessa iðn læra vinna á verkstæðum og eru m.a. listamönnum til tæknilegrar aðstoðar við útfærslu mynda. Listamaðurinn aflar sér þekkingar á þessu sviði og getur jafnvel hlotið próf fyrir þekkingu sína og hæfni, en ekki má rugla þessu saman við sjálfa iðngrein- ina en hún ein útheimtir margra ára nám. Það hefur mjög færzt í vöxt að listamenn sem koma fram með nýja og óþekkta tækni, kynni að- ferðina á sýningum sínum og fer vel á því. Það kom t.d. í ljós hér um árið, er Myndlista- og handíða- skólinn hafði f fyrsta skipti opið hús í stað formfastrar sýningar að fólk reyndist mjög fróðleiksfúst, þvf að segja má að biðröð hafi verið við skólann alla þrjá dagana sem sýningin var opin, og var slfk aðsókn og fróðleiksþorsti eftir- tektarvert fyrirbæri fyrir skólann og kom mjög á óvart. Eftir þetta hafa ýmsir reynt að svala fróð- leiksþorsta fólksins af ráðum og dáð og hlotið þakkir fyrir. I fram- haldi þessa skal þess getið, að sýningarskrá Leifs er sérlega vel hönnuð af Gísla B. Björnssyni og er f henni greinargóður formáli á íslenzku og ensku eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing, auk almennra upplýsinga og mynda ásamt samantekt um sögu og eðli glermyndatækninnar eftir lista- manninn sjálfan. Er sýningar- skráin þannig haldgott heimildar- rit um listamanninn og jafnframt eigulegt kynningarrit um glerr gerðarlist almennt. Það er jafnan ánægjulegt að geta hrósað sýningarskrám, því áð miklu oftar eru þær á lágu stigi og vantar ósjaldan jafn sjálfsagðar upplýs- ingar sem ártal mynda, jafnvel á yfirlitssýningum sem spanna tugi ára! — Eftir að Leifur kom heim frá námi var hann svo lánsamur að fá strax ágæt vinnuskilyrði hjá föður sinum, en hann rekur hina velþekktu Breiðfjörðs- biikksmiðju, og ekki leið nema eitt ár þar til hann hélt sína fyrstu sýningu í sömu byggingu (1969), sem ég gerði þá nokkur skil hér f blaðinu. Sýningin var ekki viðamikil, enda liggur mikil vinna í hverju einstöku verki, en hún vakti athygli og nafn Leifs var tryggt sæti sem hæfileika- manni á sínu sviði sem fylgzt yrði með. I Leifur hefur síðan unnið mikið og vel og eftir hann liggja ýmsar skreytingar f opinberum bygging- um, kirkjum og heimahúsum, sem athygli vekja fyrir vönduð og þaulhugsuð vinnubrögð og sýning hans í Norræna húsinu ber vott um að hann hefur öðlazt mikinn þroska á þessum árum. Segja má að glerið sé þakklátt og fallegt efni, likt og vefnaðurinn, og efnið er a.m.k. alltaf fallegt þótt út- færslu sé ábótavant. Þetta hefur miklar freistingar í för með sér og um leið gerir það miklar kröfur til listamannsins, vilji hann ná meiru en meðalárangri, og þetta veit ég að Leifur hefur gert sér ljóst frá upphafi. Hann hefur gert mikið af tilraunum á síðustu ár- um og hefur margar hugmyndir í deiglunni, enda er hann enn á þróunarskeiði og tel ég alveg tví- mælalaust að hann eigi eftir að ná enn lengra, haldi svo fram sem hingað tii. Ennþá gætir áhrifa hins enska skóla likt og á fyrri sýningunni, enda hefur Leifur mest gert að því að skóla sig þar. Ég teldi æskilegt að hann dveldi um skeið á meginlandi Evrópu og kynnti sér nútímalegar nýjungar i glergerðarlist þar, þvi að þar hafa menn uppgötvað nær ótak- markaða möguleika glersins og náð miklum árangri. Sýning Leifs er vafalitið vönduðust í uppsetningu allra þeirra sýninga sem í Norræna húsinu hafa verið haldnar, og hefur hér engu verið til sparað að myndirnar nytu sín sem bezt. Fróðlegar litskyggnur ganga án afláts, en of bjart er í salnum tii þess að þær komi nægjanlega til skila, einkum á það við myndir þær sem kynna erlenda gler- gerðarlist. I gangi blasir fyrst við gestinum lýsing á vinnubrögðum við gerð hins hefðbundna steinda glers og er hún skilmerkileg og fróðleg og mætti komast i eigu Myndlista- og handíðaskólans eða einhvers annars skóla. Auk þess er i ganginum nokkuð af teikn- ingum í ýmsu efni og alls konar smámyndum, sem sýna vinnu- brögð listamannsins. Leifur þarf mjög að leggja rækt við gerð Framhald á bls. 29 því að leita Ieiða, sem tryggt gætu þá beztu afkomu, sem landslýður, launafólkið, á völ á, en gripa þess í stað til auðveldustu leiðar- innar fyrir þá sjálfa persónulega að hrópa bara í kór: Meira kaup, ný skriða. Er þetta ekki yfirlýsing þessara manna um það, að þeir hafi gefizt upp á því að gæta þess hlutverks, sem þeir voru kjörnir til, að leitast við að tryggja hag launþega? Og ber þetta ekki glöggt vitni þeirri sundrungu, sem innan verkalýðshreyfingar- innar er, þar sem foringjarnir hver um sig telja sér þann kost vænstan til að lafa í metorða- og „valdastöðum" að hrópa sem hæst og þykjast vera enn „kaldari“ en náunginn. Um langt skeið hefur það verið talið hlutverk hinna svokölluðu aðila vinnumarkaðarins, laun- þegasamtaka annars vegar og samtaka vinnuveitenda hins vegar að takast á um launakjör og ná samningum. Á ýmsu hefur þó gengið í þeim efnum, bæði hér og erlendis, einkum i seinni tíð, því að samtökin hafa ekki verið vanda sínum vaxin. Og oft svo farið, að þátttakendur í þeim hafa litlu eða engu ráðið um framvind- una heldur launaðir starfsmenn, sem auðvitað hafa viljað vel, en hrakizt undan og gefizt upp, þegar þeim hefur verið orðin Ijós einangrunin, sem þeir höfðu komið sér í; raunverulegt samtakaleysi og algjör skortur á stuðningi félagsmannanna eftir félagslegum, lýðræðislegum leið- um, því að fæstir þeirrakomu þar nokkuð nærri. Það er áreiðanlega eitthvað þessu likt, sem nú er að gerast hér, þótt aðrir geti sjálfsagt skýrt það betur, er þeir hugleiða það. Hér er ekki um að ræða kjarabar- áttu í eiginlegum skilningi, held- ur valdastreitu manna, sem ekki treysta sér lengur til að axla þá ábyrgð, sem þeir þó hafa verið kjörnir eða ráðnir til. Þeir hafa gefizt upp á því að fást við vanda- málin, og þá er eitt vopn tiltækt, verkfallsvopnið, bara að veifa þvf, þá erum við miklir menn. Afleið- ingarnar verða svo bara að koma í ljós, segja þeir, og auðvitað reyn- um við að kenna öðrum um ófar- irnar, þótt okkur sé alveg ljóst, að við gáfumst upp á að axla byrðarnar og brugðumst hlut- verki okkar (þetta seinasta segja þeir auðvitað bara við sjálfa sig). Verkföll vegna verkfalla Raunar heyrast þær raddir nú í röðum eldri verkalýðsforingja, þótt lágt fari, að verkföll séu nauðsynleg nú, verkfallanna vegna. Þeir telja bæði launþega- samtök og vinnuveitendasamtök veik, en ekki sterk, og benda á, að starfsemi verkalýðsfélaga sé sára- litil og ekki sé um neinn raun- verulegan samtakamátt launþega að ræða, heldur fyrst og fremst það skrifstofuvald, sem áður var um rætt. Þessu þurfi að breyta. Þess vegna þurfi að efnatil stétta- átaka, jafnvel þótt hagur manna versni af þeim sökum. Menn tala jafnvel um, að þjóðfélagið þurfi að-„laxera“ að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á áratug, því að verkföll séu þjóðfélagsátök, þar sem verkalýður sýni mátt sinn og megin. Þess vegna geti þrátt fyrir allt gott af verkföllunum leitt, þau hristi upp í þessu og hinu og menn líti raunsærra á málin að þeim afstöðnum. Vera má, að eitthvert sannleiks- korn sé fólgið í þessum sjónar- miðum, en er þetta ekki nokkuð dýr skóli? Og bera þessar kenn- ingar ekki vott um vanþroska? Því verður hver að svara fyrir sig. Þá hló Marbendill En það eru önnur öfl komin á kreik og þau talsvert ófrýnilegri. Magnús Kjartansson færist nú allur í aukana og minnir nú á þann gamla Magnús, sem af eld- móði þjónaði örgustu ofbeldisöfl- um veraldarsögunnar, nýkominn heim úr eldskirn styrjaldarár- anna, gjörkunnugur bæði brúnu og rauðu ofbeldi. Nú glaðnar yfir honum og hann hyggur, að loks hilli undir það, að draumsýn hans rætist. Hann skrifar í Þjóðviljann s.l. þriðjudag: „Allt bendir til þess, að ríkis- stjórnin stefni nú að stórstyrjöld við samtök launafólks á Islandi, yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins mættu þó minnast þess, að þeir efndu sameiginlega til slíkrar stórstyrjaldar fyrir réttum 20 árum. Afleiðingin varð einhver harkalegasta og erfiðasta vinnu- deila, sem hér hefur verið háð. Með samheldni og stefnufestu unnu verkalýðssamtökin ein- hvern eftirminnilegasta sigur sinn i þeirri hörðu stéttabaráttu. Afleiðingarnar urðu einnig póli- tískar. Stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks rofnaði og hinn „sterki“ þingmeirihluti sundraðist. Það var efnt til nýrra kosninga og vinstri stjórn var mynduð sumarið 1956. Gamli ritstjórinn heldur aug- sýnilega, að nú muni takast að stofna til hrein-pólitískra verk- falla. Hann er þegar farinn að undirbúa það, að kommúnistar taki forustuna i væntanlegum verkföllum og reyni að halda þeim úti svo lengi, að pólitískar afleiðingar verði þær, að hann komist aftur i ráðherrastól (og er það skiljanlegt með hliðsjón af þvi, að enginn maður hefur notið þess í jafn ríkum mæli að vera titlaður „hæstvirtur ráðherra" og sýndur margvislegur „sómi“, bæði hér, hjá Alusuiss, Union Carbide og fleiri merkum fyrir- tækjum). En launafólk, sem við lágar tekjur býr og sannarlega má ekki við því, að þær verði skertar, mætti gjarnan veita því athygli, hvað kommúnistar eru þegar farnir að gæla við. Þeir hugsa svo sannarlega ekki um hag launa- fólks nú fremur en fyrri daginn. Nei, það er sko pólitíkin sem blíf- ur. Ósamstæð verka- lýðshreyfing Bretlands Þórarinn Þörarinsson, ritstjóri Tímans, ritar merka grein i blað sitt s.l. sunnudag, þar sem hann fjallar um svipuð efni og hér eru til meðferðar. Hann drepur fyrst á vinnudeilurnar og atvinnu- leysið í Danmörku, sem enginn virðist fá við ráðið, en víkur síðan að öngþveitinu i Bretlandi og horfunum i V-Þýzkalandi og segir orðrétt: „Efnahagsástandið Versnar enn í Bretlandi. Samkvæmt síðustu verðlagsskýrslum hefur verðlag hækkað þar svo mikið síðustu 6 mánuðina, að það svarar til um 30% hækkunar á ársgrundvelli. Þetta eru meiri verðhækkanir en áður eru dæmi um þar í landi. Á sama tíma hefur atvinnuleysið aukizt og sterlingspundið fallið. Aðalorsök þessarar öfugþróunar er óróinn á vinnumarkaðnum, sem stafar m.a. af skæruhernaði einstakra verkalýðsfélaga. Margir gerðu sér vonir um, að þetta mundi lagast, þegar ríkisstjórn Verkamannaflokksins tókst á sið- asta ári að ná sérstöku samkomu- lagi við heildarsamtök verkalýðs- ins um að kauphækkunum skyldi haldið í hófi gegn því að komið yrði fram tilteknum félagslegum umbótum. Þetta samkomulag átti meginþátt i því, að Verkamanna- flokkurinn vann umtalsverðan kosningasigur á s.l. hausti. Menn treystu þvi, að samkomulagið milli ríkisstjórnar hans og verka- lýðssamtakanna mundi tryggja efnahagslega viðreisn. Þvi miður hefur þetta ekki orðið reyndin. Þrátt fyrir þetta samkomulag hafa einstök verkalýðssambönd knúið fram miklu meiri hækkanir en samkomulagið rnilli ríkis- stjórnarinnar og heildarsamtak- anna hefur gert ráð fyrir. Þrátt fyrir viðnámstilraunir ýmissa helztu verkalýðsleiðtoganna og sterkar viðvaranir ráðherra Verkamannaflokksins heldur þessi skæruhernaður áfram, og samkomulag ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar verður meira og meira hreint pappirsgagn. Samtímis þessu gerist þáð i V- Þýzkalandi, að þar sjást ótvíræð merki um bata. Þar er verkalýðs- hreyfingin samhent og hefur þvi getað mótað markvissa og hóf- sama heildarstefnu. Hún á því meginþátt í hinu svonefnda „þýzka undri" i efnahagsmálum. I Bretlandi er skæruhernaður ósamstæðrar verkalýðshreyfingar hins vegar að leggja efnahagslífið í rúst.“ Gætum við Islendingar ekki eitthvað lært af þessari reynslu granna okkar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.