Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNl 1975 Sigurður Valdimar Flóventsson Minning Fæddur 2. nóvember 1890 Dáinn 21. maí 1975. Kynslóriir fara, kynslóóir koma. þetla er Mangur lífsins. Sigurður Flóventsson skildi eft- ir langt og mikið ævistarf er hann lést tæplega 85 ára að aldri. Hann fluttist með foreldrum sfnum til Akureyrar kornungur að aldri og má því telja hann einn af eldri borgurum Akureyrar. A Akureyri var starf hans lengsl af við lyfjaafgreiðslu í Akureyrar Apóteki, að undanskildum nokkr- um síðustu árunum, er hann flutt- ist til dóltur sinnar á Akranesi, og starfaði þá í Akranes Apóteki. Sigurður Flóventsson mun vera með þeim mönnum er lengst hafa starfað við lyfjaafgreiðslu hér á landi. I>að var þreylandi og oft lítill svefn því vinnudagurinn var langur, þegar vakt var allan sólar- hringinn og aðeins einn klukku- tíma í kaffi að morgni eftir nótt- + Eiginmaður minn og fósturfaðir okkar KRISTINN GUÐMUNDSSON. skipstjóri Krókatúni 13, Akranesi verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju þriðjudaginn 3. júni kl. 2. Blóm eru vinsamlega afþökkuð Kristin Halldórsdóttir Hafsteinn Magnússon Kristinn Hafsteinsson ina. En nú er þetta allt breytt til hins betra. Sigurður var kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur lögregluþjöns á Akureyri, en hún er dáin fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn: Ernu, sem gift er á Akranesi Magnúsi Guðmunds- syni fulltrúa; og Hektor, giftur f Reykjavík Hjördísi Wathne. Sig- urður unni sínu heimili og börn- unt, og lét allar sínar frístundir ganga til þeirra og að prýða sitt heimili. Ég kveð svo minn gamla og góða starfsbróðir með kærri þökk fyrir öll árin er við unnum saman, og bið að friður Guðs sé með honum og ástvinum hans þessa heims og annars. Eyþór Thorarensen. t AMALÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Dunkárbakka Sörlaskjóli 1 7 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. júní kl 3 e.h. Vandamenn. Hjartkær eiginmaður minn, SIGURGEIR GUÐMUNDUR ÁSKELSSON, Miðtúni 88, sem andaðist 26. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðju- daginn 3. júni kl. 10.30 fyrir hádegi. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Filadelfíusöfnuðinn. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Ólöf Gestsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur BJARNI HANNESSON, Lönguhlfð 1 9, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 3. júni kl. 1,30 Þórey Sigfúsdóttir og börn, Hlíf Bjarnadóttir. t KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR andaðist i sjúkrahúsi ísafjarðar 29. maí. Ágúst Pétursson Guðrún Elisabet Ágústsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu MAGOALENU NIELSDÓTTUR frá Vík, Stykkishólmi. Guðmundur Kr. Ágústsson, Fjóla Sigurðardóttir, Ásgeir P. Ágústsson, Guðrún Kristmannsdóttir, Jón D. Ágústsson, Laufey Sigurðardóttir, Sigurður Ágústsson, Elin Sigurðardóttir, Dagbjört Elsa Ágústsdóttir, Grétar Ingvason, Þórólfur Ágústsson, Hulda Þórðardóttir, Þóra Ágústsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Dagbjartur Stígsson, barnabörn og barnabarnabörn. — Pálmi Framhald af bls. 13 myndi breytast, ef stöðugt væri verið að skipta um áhafnir á skipunum. — Hvernig stóð á því að þú fórst á sjóinn, Pálmi? Ert þú af sjómannsætt eins og Guðmunda? — Nei, það getur nú varla heitið. En þegar ég var lítill strákur sá ég einu sinni mynd af varðskipsmanni í fullum skrúða. Mér fannst mikið til skipsins og mannsins koma og sagði við sjálfan mig: „Svona ætla ég að vera þegar ég verð stór.“ Þetta hefur aldeilis rætzt. — Takið þið þátt í hátíða- höldum sjómannadagsins? — Nei, það getur ekki heitið, segir Guðmunda. — Pálmi verður ekki heima á sjómanna- daginn að þessu sinni, en við höfum yfirleitt ekki tekið þátt í átíðahöldum þótt hann hafi erið í landi þennan dag. — Mér finnst sjómanna- dagurinn vera svo lítið fyrir okkur sjómennina, segir Pálmi, — að minnsta kosti hér í Reykjavík. Úti á landi er þetta allt öðru vísi. Þar er regluleg stemning, sem mér virðist vera meiri eftir því sem plássið er minna. En þetta er auðvitað ekki annað en eðlilegt á stöð- um, þar sem allir eru meira eða minna viðriðnir sjóinn. — Erna Framhald af bls. 13 á garðyrkju og ég hef reyndar alltaf nóg að gera. Eg var að ljúka við að mála húsið að utan. Björn ætlaði að gera það siðast þegar hann var í frfi, en þá rigndi stanzlaust, svo að við tengdafaðir minn hjálpuðumst að við það núna. — Tekurðu þátt i félags- störfum? Já, ég hef aðeins borið það við, en ég gef mér ekki mikinn tíma til að vera í burtu frá heimilinu. Félagsstörf krefjast mikils tíma ef þeim er sinnt eins og vera ber, og ef ég geri eitthvað af því tagi, finnst mér nauðsynlegt að ganga að því með oddi og egg. Ég er í Öld- unni, sem er félag skipstjóra- og stýrimannakvenna. Við er- um að byggja bústað í Gríms- nesinu, þar sem sjómannasam- tökin eiga land. — Hvenær áttu von á Birni næst? — Hann kemur í júní og tek- ur þá sumarleyfi. Við erum yfirleitt alltaf heima þegar hann á frí, því að það vill hann auðvitað helzt þegar hann er svona mikið að heiman. — Hefur þú aldrei farið með honum út? — Nei, ég get varla sagt það, en það gera hins vegar margar konur þeirra manna, sem veiða í Norðursjónum. Þeir leggja upp í Hirtshals. Þar hafa sjó- mannskonur leigt sér íbúð nokkrar saman og dveljast þar. Hirthals er víst orðin hálfgerð Islendinganýlenda síðan farið var að Ieggja þar upp og ég veit jafnvel til þess að konurnar hafa tekið börnin með sér og sumir krakkar stunda þar vinnu á sumrin. Mig hefur ekki langað til að gera þetta, — finnst ekki taka því, þar sem þeir koma kannski inn á viku fresti og standa þá aðeins við i nokkra klukkutíma. Þennan vordag, sem við heimsóttum Ernu skein sól í heiði og úr stofuglugganum sést innsiglingin til Reykjavík- ur. — Okkur finnst svo skemmti- legt að geta fylgzt með því þeg- ar skipið siglir hérna framhjá. Við vitum hvenær von er á því og þá Iiggja krakkarnir úti í glugga með kíki til þess að geta lesið nafnið á skipinu og verið örugglega viss um að pabbi þeirra sé að koma, segir Erna að lokum. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða eftirlitsmann raflagna á Austur- landi. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna- félags ríkisstofnana og ríkisins. Umsóknir með upplýsingurn um menntun, alt^ur og fyrri störf sendist rafveitustjóranum á Austurlandi, Selási 8 Egilsstaðakauptúni eða til Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 1 16 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.