Morgunblaðið - 09.09.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975
3
66 ára maður drukknar
í Hafnarfjarðarhöfn
MAÐUR féll útbyrðis af hraðbáti
f Hafnarfjarðarhöfn s.l. sunnu-
dagsmorgun og drukknaði. Engir
sjónarvottar voru að slysi þessu.
Maðurinn hét Sverre Stengrim-
Sverre Stengrimsen.
sen 66 ára að aldri frá Keflavfk.
Sverre var fæddur í Noregi en
hefur búið hér á Iandi um ára-
tuga skeið. Hann lætur eftir sig
börn á Iffi.
Lögreglan í Hafnarfirði fékk
tilkynningu um að klukkan
11.35 á sunnudagsmorgun, að
mannlaus hraðbátur væri á reki
við nyrðri hafnargarðinn og væri
vél hans í gangi. Var farið að
kanna þetta mál og kom þá í ljós,
að Sverre heitinn átti bátinn og
hafði ætlað á honum frá Hafnar-
firði til Reykjavíkur. Ætlaði hann
að leggja af stað klukkan 11.15.
Augljóst var að eitthvað hafði
komið fyrir og var strax skipulögð
leit. Fannst lík Sverre við nýju
hafskipabryggjuna um klukkan
12.40.
Við rannsókn á hraðbátnum
kom í ljós, að vél hans var í gangi
en frákúpluð, svo báturinn hefur
ekki verið á ferð þegar slysið
varð. Hleri frammi á hvalbaknum
hafði sporðreistst og telur lögregl-
an líklegast að Sverre heitinn
hafi stigið ofan á hlerann, hann
hafi sporðreistst og Sverre fallið í
sjóinn. Sem fyrr segir voru engir
sjónarvottar af þessu slysi.
Sverre Stengrimsen var fæddur
í Noregi 3. júli 1909 en hafði búið
hér á landi um áratuga skeið.
Hann rak vélsmiðju í Keflavfk og
átti þar lögheimili.
310 stiga hiti mæld-
ist í holu við Kröflu
LOKIÐ var við að bora aðra bor-
holu við Kröfluvirkjun á laugar-
dag og við mælingu á hita f hol-
unni reyndist hann 310 gráður,
sem er mesti hiti, sem mælzt hef-
ur f borholu hérlendis. Ekki er
enn vitað hve öflug þessi hola er,
sem er 2000 metra djúp, en það er
ekki hægt að mæla fyrr en holan
verður látin blása út, sem að
Ifkindum verður f næstu viku.
Karl Ragnars, verkfræðingur
hjá Orkustofnun, _sagði í samtali
Göngur hefjast
í Mývatnssveit
Björk 8. september
GÖNGUR hefjast í Mývatnssveit
næstu daga, í suðurafrétt verður
lagt af stað á miðvikudag og rétt-
að í Baldursheimsrétt laugardag-
inn 13. september. Þann dag
hefjast göngur í austurafrétt og
verður réttað í Reykjahlíðarrétt
þriðjudaginn 16. september.
Kristján
við Morgunblaðið, að f fyrra
hefðu verið boraðar tvær holur á
Kröflusvæðinu og í annarri þeirra
hefði vatnið mælzt 298 gráðu
heitt. Sú rannsókn hefði bent til
þess, að þar væri gott jarðhita-
svæði. Hitinn i holunni, sem nú er
nýlokið við, hefði sfðan staðfest
frumathugunina í fyrra, en heita
vatnið í holunni kemur út á
1000—2000 metra dýpi.
Sagði Karl, að nú væri ljóst, að
Kröflusvæðið væri mjög vel hæft
til virkjunar.
Næsta verkefni við þessa nýju
borholu er að fóðra hana, en það
er nokkrum vandkvæðum bundið
vegna hins gifurlega hita f hol-
unni. Þarf m.a. að setja þunga
leðju niður í hana til að halda
þrýstingnuih niðri á meðan, en
þessu á að vera lokið í næstu viku.
Gert hefur verið ráð fyrir, að
bora þurfi 14—15 holur við
Kröflu, en þó getur verið, að þær
verði ekki það margar ef hver
hola gefur meira af sér en ráð var
fyrir gert.
Rangá, hið nýja skip Hafskips, f Re.vkjavfkurhöfn f gær að losa fullfermi. Ljósmynd Mbl. Sv. Þorm.
Ný Rangá komin
6. skip Hafskips á tveimur árum
NV RANGÁ Hafskips kom til
Reykjavíkur í gær, en skipið er
6. skipið sem Hafskip kaupir á
tæpum tveimur árum. Hefur
skipafélagið þar með endurnýj-
að öll skip sín frá fyrri árum og
aukið við flotann.
Heimahöfn nýja skipsins er
Bolungarvík, en skipið lestar
1235 tonn, en er skráð 499 tonn
brúttó. 11 manna áhöfn er á
skipinu, en það var byggt 1966
og er nú nýuppgert. Skipið var
kqypt af þýzku skipafélagi á
166 millj. kr. Lestarrými skips-
ins er mjög gott miðað við
brúttóstærð, eða um 112 þús.
kúbikfet. Öll skip Hafskips eru
um 100 þús. kúbikfet að lestar-
rými eða frá 96 þús. — 120 þús.
Forráðamenn Hafskips
greindu frá því á blaðamanna-
fundi um borð f nýja skipinu f
gær, að tvö skipa félagsins
væru bundin á rútu í sambandi
við Kísilverksmiðjuna, en sú
rúta er yfirleitt Reykjavfk,
Akureyri, Húsavfk, Helsinki og
Antwerpen. Þá eru skip bundin
f Skandinavfusiglingum og
örn Ingimundarson skip-
stjóri hefur starfað hjá Hafskip
sfðan 1960, en þá byrjaði hann
sem háseti. Fastur skipstjóri
hefur hann verið síðan í árs-
byrjun s.l. ár. Um 100 manna
starfslið er hjá Hafskip og sagði
örn skipstjóri að samband og
samvinna milli starfsfólksins
væri einstaklega góð og taldi
hann leitun að öðru eins hjá
landfólki og sjómönnum sama
fyrirtækis.
Fjölmargir af starfsmönnum
Hafskips eru hluthafar í skipa-
félaginu.
Þeir Magnús Magnússon for-
stjóri Hafskips og Þórir Kon-
ráðsson framkvæmdastjóri
sögðu á blaðamannafundinum
að nokkur lægð væri um þessar
mundir í flutningum milli
landa, en þeir sögðu að floti 6
skipa væri það fyrirkomulag
sem Hafskip byggði á og því
myndu þeir miða við það í bili
að minnsta kosti. Næsta verk-
efni Hafskips er að koma upp
framtíðaraðstöðu fyrir félagið í
landi við Sundahöfn.
Á brúarvæng Rangár: Magnús
Magnússon forstjóri Hafskips,
örn Ingimundarson skipstjóri
og Þórir Konráðsson fram-
kvæmdastjóri.
einnig til PóIIands og Finn-
lands.
Skipstjóri á Rangá er örn
Ingimundarson, 1. vélstjóri er
örn Steingrímsson og 1. stýri-
maður Guðmundur H. Eyjólfs-
son.
Eggjámum
laumað í
vatnsrúmið
ALÞJÓÐLEGU vörusýning-
unni f LaugardalshÖll lauk á
sunnudaginn. Alls komu lið-
lega 72 þúsund gestir á sýning-
una og er það nýtt aðsóknarmet
á sýningu sem þessa, en fyrra
metið var 64 þúsund gestir. A
sunnudaginn komu 8.800
manns á sýninguna og er það
metdagur á svona sýningu.
Strax og sýningunni lauk
klukkan 23 á sunnudagskvöld
var byrjað að taka sýningar-
gripi niður og var það starf
langt komið f gær.
Á sunnudaginn var dregið
um nokkra veglega ferðavinn-
inga á sýningunni. Vikuferð til
Lundúna á vegum Otsýnar kom
á miða nr. 72015, ferð til
Luxemburgar með Flugleiðum
og þaðan til Bahamaeyja og
aftur til Luxemburgar kom á
miða nr. 58433 og aðal-
vinningurinn, tveggja vikna
ferð til Bangkok fyrir tvo með
ÍJtsýn kom á miða nr. 60421.
(Vinningsnúmer birt án
ábyrgðar).
HLUTIRNIR — Þetta eru hlutirnir sem gestir vörusýningarinnar
laumuðu f vatnsrúmið fræga.
Ngtt aðsóknarmet á vöru-
sgningu - 72 þúsund gestír
Morgunblaðinu barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning
frá Vörusýningunni:
Það virðast engin takmörk
fyrir því sem fólk lætur sér
detta í hug ef viljinn er fyrir
hendi. Þvi miður notast þessi
hugmyndaauðgi jafnt til ills og
góðs eftir hugsunarhætti hvers
og eins. Þessir 2 hlutir, gaffall-
inn og egghvassa járnið, fund-
ust í vatnsrúminu fræga á
Alþjóðlegu vörusýningunni í
Laugardal. Greinilega hefur
verið ætlazt til þess að hlutirnir
styngjust í gegnum dýnuna og
ef svo hefði farið, er liklegt að
Framhald á bls. 28
Getum veitt þúsund-
ir lesta af kúfiski
— en verð erlendis alltof lágt
LJÓST er nú, að hægt er að veiða
mjög mikið af kúfiski vfða
kringum landið. Kom þetta fram f
nýafstöðnum leiðangri
rannsóknaskipsins Drafnar. 1
Faxaflóa, fengust 270 kg. eftir 15
mfn tog, og vfða umhverfis landið
fengust 160—270 kg eftir
nokkurra mfnútna tog, sem má
enn auka með fullkomnari
veiðarfæraútbúnaði. Hins yegar
mun vera mjög erfitt að selja
kúfiskinn unninn úr landi, þar
sem það verð, sem f boði er, er
langt frá því að standa uhdir
veiðum og vinnslu.
Morgunblaðinu barst f gær eft-
irfarandi fréttatilkynning:
„Nýlega lauk 4ra vikna kúfisk-
leiðangri á rannsóknaskipinu
Dröfn. Voru rannsökuð allmörg
svæði vestan-, norðan- og austan-
lands sem forkönnun fyrir nánari
athuganir á magni og útbreiðslu
síðar. Þá var hluti af Faxaflóa
kannaður til fulls.
Allvíða var markverður
kúfiskafli, t.d. fengust upp i 160
kg á 10 min. á Vaðlavik, 170 kg. á
5 mín. á Patreksfirði og 270 kg á
15 mín í Faxaflóa. Við veiðar
mætti margfalda þennan afla með
því að draga fleiri en einn plóg i
einu.
Lauslegar magnmælingar á
kúfiski á Bollasviði og Sviðsbrún í
Faxaflóa benda til þess, að á
þessu afmarkaða svæði einu séu
að minnsta kosti 10—15 þúsund
tonn af veiðanlegum kúfiski, sem
svarar til þéttleika upp á 14—% kg
á fermetra.
Árangur þessa leiðangurs
rennir stoðum undir það, að
kúfiskveiðar gætu orðið mikil-
vægur þáttur í sjávarútvegi vfða
um land og virðist full ástæða til
að kanna hugsanlega markaði
sem fyrst. Leiðangursstjórar í
þessum leiðangri voru fiski-
fræðingarnir Hrafnkell Eiríksson
og Sólmundur Einarsson.
Rannsóknaskipið Dröfn er nú
við rækjuathuganir á Vest-
fjörðum, en í leiðangrinum er
einnig fyrirhugað að kanna kalk-
þörungamið í Arnarfirði, en
nýting þeirra á e.t.v. eftir að
skapa nýjan atvinnuveg í islenzk-
Framhald á bls. 28