Morgunblaðið - 09.09.1975, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975
23
Sovétmenn
meistarar
SOVÉTMENN urðu Evrópu-
meistarar i tugþraut, en keppt var
til úrslita f borginni Bydgoszcz I
Póllandi um helgina. Hlaut sveit
þeirra sem skipuð var þeim
Litvinienko, Avilov og Suurvialio
samtals 23.631 stig, eða 807
stigum meira en pólska sveitin
sem varð í öðru sæti með
22.824 stig. Hana skipuðu
þeir Katus, Janozenko og Mis.
Svíar komu verulega á óvart
í keppninni og hrepptu þriðja
sætið með samtals 22.763 stig, en
sveit þeirra skipuðu kempan
Lennart Hedmark, Phil og Lythel.
Austur-Þjóðverjar urðu svo í
fjórða sæti með 22.625 stig,
Vestur-Þjóðverjar fimmtu með
22.304 stig, Finnar uður í sjötta
sæti með 22.137 stig og Frakkar
ráku lestina með 21.375 stig.
Munaði þar mestu að stjarna
þeirra, Yves Leroy, mistókst illa í
keppninni og varð síðastur allra
tugþrautarkappanna með 6.410
stig.
Annars var árangur
einstaklinga í keppninni sem hér
segir:
Leonid Litvinenko, Sovétr.
Nikolai Avilov, Sovétr.
Ryszard Katus, Póllandi
Lennart Iledmark, Svíóþjóð
Pekka Suvitte, Finnlandi
Stefan Schreyer, A-Þýzkal.
Tomas Suurviali, Sovétr.
Tadeusz Janczenko, Póllandi
Gydio Kratschmer, V-Þýzkal.
Praimo Phil, Svfþjóð
Rudolf Ziget, Sovétrfkjunum
Dieter Kruger, A-Þýzkal.
Rainer Pottel, A-Þýzkal.
Dieter Leyckes, V-Þýzkal.
Claus Marek, V-Þýskal.
Christer Lythell, Svfþjóð
Taijo P>nnonen, Finnlandi
Edward Mis, Póllandi
Pierra Schoebeil, Frakklandi
Gilles Gemise, Frakklandi
Michel Leouge, Frakklandi
Kurt May, V-Þýzkal.
Vesa Heinonen, Finnlandi
Lech Nikitin, Póllandi
Roland Backmann, Svfþjóð
Yves Leroy, Frakklandi
7.331
7.304
7.148
7.129
7.088
7.082
7.046
7.014
6,718
6.410
Tennisstjarna flýr
HIN þekkta tékkneska tenniskona,
Martina Navratilova baðst á sunnu-
daginn hælis í Bandaríkjunum sem
pólitískur flóttamaður. Navratilova
hafði komið til Bandarfkjanna til
keppni i opna bandaríska meistara-
mótinu og staðið sig frábærlega vel.
Þegar keppninni lauk komst Navra-
tilova á lögreglustöð og baðst ásjár.
Talsmenn bandarísku utanríkisþjón-
ustunnar hafa nú málið til athugun-
ar, og hafa ekkert viljað tjá sig um
það.
Hafsteinn kemur fyrstur í mark í 1500 m hlaupinu, en þeir Vilmundur og Stefán koma á hæla hans.
8.030
7.973
7.950
7.867
7.760
7.658
7.628
7.570
7538
7.520
7.504
7.498
7.469
7.421
7.415
7.376
Stefán 240 stigum yfir OL-lágmarkinu
en óvíst hvort nvia metið verður staðfest
Austur-þýzku
stúlkurnar beztar
A-ÞÝZKALAND sigraði í Evrópu-
bikarkeppni kvenna i fimmtar-
þraut en úrslit keppninnar fóru
fram í Bydgoszcz í Póllandi um
helgina. Hlutu a-þýzku stúlkurnar
samtals 13.754 stig í keppninni
Sovézku stúlkurnar urðu í öðru
sæti með 13.186 stig, V-Þýzkaland
í þriðja sæti með 12.751 stig. Aust-
urríki i fjórða sæti með 12.621
stig, Ungverjaland í fimmta sæti
með 12.124 stig, Frakkland í
sjötta sæti með 12.064 stig og Pól-
land rak Iestina með 11.745 stig.
Það var Burglinde Pollak frá
A-Þýzkalandi sem náði beztum
árangri í keppninni, eða 4.672
stigum. I öðru sæti varð landa
hennar Christine Laser með 4.564
stig og f þriðja sæti varð einnig
a-þýzk stúlka Sigrun Tohn sem
hlaut 4.500 stig. Fjórða varð svo
Nadzhda Tkachenko frá Sovét-
ríkjunum með 4.488 stig. fimmta
Ludmila Popovskaia, Sovét-
ríkjunum, með 4.417 stig og sjötta
varð Lise Prokop, Austurríki,
með 4.384 stig.
STEFÁN Hallgrfmsson, KR, náði
mun betri árangri í tugþraut en
gildandi Islandsmet hans er f
keppni Reykjavíkurmótsins sem
fram fór á Laugardalsvellinum
um helgina. Hlaut Stefán samtals
7740 stig, en metið sem hann setti
í fyrra er 7589 stig. Óvist er að
þetta afrek Stefáns verði tekið
gilt sem Islandsmet þar sem með-
vindur var of mikill i 110 metra
grindahlaupinu. . Hámarksmcð-
vindur sem leyfður er til þess að
unnt sé að staðfesta tugþrautar-
afrek sem met er 4 m/sek., en í
hlaupinu sem fram fór á sunnu-
dagsmorguninn mun meðvindur-
inn hafa verið um 6 m/sek. Alla-
vega hlýtur þetta afrek Stefáns að
vera tekið gilt sem Olympíulág-
mark, og víst verður að telja að
hann geti leikið það eftir hvenær
sem er úr þessu. Spurningin er
fremur sú hvort Elíasi Sveinssyni
tekst ekki að ná Olympíulág-
markinu einnig. Lágmark það
sem FRl setti var 7.500 stig, en
Iágmarkið sem alþjóðanefndin
hefur sett fyrir þátttöku tveggja
manna frá sama landi 7.650 stig.
Elfas hlaut 7.320 stig f þrautinni
um helgina og á að geta bætt
árangur sinn verulega. Væri
vissulega ánægjulegt ef það gerð-
ist að unnt væri að senda tvo
tugþrautarmenn héðan til keppni
á Olýmpfuleikunum.
Veður var fremur óhagstætt til
keppni um helgina, sérstaklega á
sunnudaginn, þá var kalt og
ausandi rigning um tíma. Þessi
skilyrði settu sinn svip á keppn-
ina og drógu úr árangri kepp-
enda. Þannig voru t.d. brautirnar
allar undir vatni er 1500 metra
hlaupið fór fram, og var undra-
vert hve tugþrautarmennirnir
náðu góðum árangri í þeirri
grein, öslandi vatnið upp fyrir
skóvörp.
Þessi ágæti árangur Stefáns i
tugþrautinni kemur ekki veru-
lega á óvart eftir frækilegt
Islandsmet hans í 400 metra
grindahlaupi á dögunum og góðan
árangur i kúluvarpi á þvi sama
móti. Stefán var nokkuð niðri um
miðbik sumarsins og fram á
haust, en hefur nú náð sér vel á
strik og er geysilega sterkur og
ERNA SIGRAÐI I
FIMMTARÞRAUTINNI
kröftugur. Vonir standa til þess
að Stefán fái a.m.k. eina þraut
enn í haust — unnið er að því að
koma honum til keppni á belgiska
meistaramótinu sem fram fer
sinni partinn i þessum mánuði.
Það stendur einnig til að Stefán
keppi á a.m.k. tveimur mótum á
Bislet-Ieikvanginum í Osló nú á
næstunni.
Auk þeirra Stefáns og Elísar
vann Vilmundur Vilhjálmsson,
Kr, ágæt afrek i þrautinni. Hann
hefur litið æft einstakar greinar
hennar, en var samt á þessu móti
að berjast við 7000 stiga markið.
Óhætt er að fullyrða að Vilmund-
ur ætti framtíðina fyrir sér sem
tugþrautarmaður, hefði hann
áhuga á. Með þvi að bæta sig í
sínum slökustu greinum ætti
hann að fá hundruð stiga í við-
bót og komast I fremstu röð.
Ekki má heldur sleppa að geta
sérstaklega um frammistöðu
Valbjörns Þorlákssonar í þessu
móti. 6.403 stig er glæsilegur
árangur hjá manni á hans aldri,
og væri vel þess virði hjá FRl að
kanna hvort ekki er hér um að
ræða heimsmet i hans aldurs-
flokki, og koma afreki hans á
framfæri.
Tugþrautin um helgina var
jafnframt bikarkeppni FRÍ í leið-
inni. Fjöldi þeirra sem hóf keppni
var mikill, 16 keppendur, en
aðeins 11 luku. Meðal þeirra voru
nokkrir kornungir menn, sem
tæpast hafa líkamlegan þroska til
þess aó unnt sé að vænta góðs
árangurs — en áhuginn er fyrir
hendi, og hann skiptir ekki svo
litlu máli. Ásgeir Þór Eiríksson,
ÍR, setti nýtt sveinamet í grein-
inni, hlaut 5195 stig, en eldra
metið í þeim flokki átti Elías
Sveinsson, IR, og var það 5165
Þorsteinn Aðalsteinsson var ekki
langt frá piltametinu í greininni,
en það á Ásgeir Þór.
Eftir fyrri daginn hafði Stefán
hlotið 4051 stig, Vilmundur 3822
stig, Elías 3696 stig, Jón Sævar
3392 stig, Friðrik Þór 3351 stig,
Sigurður Sigurðsson, Á, 3300 stig,
Björn Blöndal, KR, 3169 stig, Val-
björn 3176 stig, Einar Óskarsson
2993 stig, og Gunnar Árnason
2719 stig.
1 bikarkeppninni báru KR-
ingar öruggan sigur úr býtum, en
a.m.k. tveir keppendur þurfa að
ljúka keppni til þess að sveitin sé
gild. Hlutu KR-ingar 14.688 stig,
iR-ingar 13.524 stig og FH-ingar
urðu í þriðja sæti með 7.392 stig.
ERNA Guðmundsdóttir, KR, varð
Reykjavíkurmeistari í fimmtar-
þraut kvenna, en keppni í þeirri
— Enska
knattspyrnan
Framhald af bls. 18
út. Loks þegar 7 mínútur voru til
leiksloka tóks Martin Chivers,
sem komið hafði inn á sem vara-
maður, að skora fyrir Tottenham.
Síðustu mínúturnar sótti Totten-
ham svo án afláts, en tókst ekki að
jafna metin. Ahorfendur voru
51.641.
Birmingham —
Queens Park Rangers 1—1
Lengi vel leit út fyrir að
Birmingham myndi í leik þessum
hreppa sinn fyrsta sigur i ensku
deildarkeppninni í ár. Howard
Kendall skoraði fyrir lið sitt á 20.
mínútu með fallegu skoti af um
20 metra færi, eftir að Trevor
Francis og Bob Hatton höfðu
opnað vörn Rangers. Eftir markið
freistaði Birmingham að halda
feng sínum og lék sterkan
varnarleik. Sótti Q.P.R. án afláts
en tókst ekki að skora fyrr en á
74. minútu og var þar Dave
Thomas að verki. Áhorfendur
voru 27.305.
Conventry — Ipswich 0—0
Markverðir liðanna voru
stjörnur leiksins, en báðir vörðu
þeir hin ótrúlegustu skot i
leiknum. Paul Cooper bjargaði
t.d. þannig skotum frá David
Cross og Dennis Mortimer, sem
komu af stuttu færi, og á loka-
mínútum var Brian King
markvörður Coventry fim-
leikamanni líkastur, m.a. er
hann bjargaði skoti frá Kevin
Beattie með þvi að slá knöttinn
yfir þverslá. Ahorfendur voru
17.622.
Leeds — Wolves 3—0
Leeds tók forystu í leiknum
þegar á 4. mínútu með skalla-
marki McQueen, og eftir það var
Leeds áberandi betri aðilinn i
leiknum og átti mörg góð færi.
Allan Cark breytti stöðunni í 2—0
á 31. mínútu, en í seinni
hálfleiknum sóttu Ulfarnir sig
nokkuð og áttu allgóð færi án þess
að skora. 5 mínútum fyrir leikslok
bættu Leedsararnir hins vegar
um betur og skoruðu sitt þriðja
mark. Þar var McKenzie að verki.
Áhorfendur voru 24.460.
grein fór fram á Laugardals-
vellinum um helgina. Hlaut Erna
samtals 3332 stig, eða rösklega
100 stigum meira en helzti
keppninautur hennar, Sigrún
Sveinsdóttir, Á. Keppni þessi var
jafnframt bikarkeppni FRl og
hlutu Ármannsstúkurnar sigur f
þeirri keppni.
Afrek Ernu í einstökum grein-
um voru: 14,9 sek. í 100 metra
grindahlaupi, 1,45 m í hástökki,
8,45 m í kúluvarpi, 5,10 m í lang-
stökki og 26,5 sek. i 200 metra
hlaupi.
Sigrún Sveinsdóttir Á, hlaut
3.202.stig í keppninni. Hún hljóp
100 metra grindahlaup á 15,9 sek.,
stökk 1,45 í hástökki, kastaði kúlu
8,94 metra, stökk 4,97 metra í
langstökki og hljóp 200 metra
hlaup á 26,9 sek. Þriðja i
keppninni varð Ásta B. Gunn-
laugsdóttir, IR, með 2823 stig og
fjórða varð Hrafnhildur Val-
björnsdóttir, Á, með 2082 stig.
Lára Sveinsdóttir var meðal
keppenda i þrautinni, en lauk
henni ekki. Það sem helzt vakti
athygli í sambandi við þátttöku
hennar var ágætt hástökk hjá
henni, 1,60 metrar, og virðist nú
sem Lára sé loks að ná sér á strik I
þeirri grein aftur.
Úrslit í tugþrautinni
Hér fara á eftir úrslit i tugþrautarkeppninni og eru afrek i
einstökum greinum talin f þessari röð: 100 metra hlaup, lang-
stökk.kúluvarp, hástökk, 400 metra hlaup, 110 metra grinda-
hlaup, kringlukast, stangarstökk, spjótkast og 1500 metra hlaup.
Stefán Hallgrfmsson (KR) 7740 stig
(11.0 — 6,82 — 15,14 — 1,92 — 48,4 — 14,8 — 42,24 — 4,00 — 55,14 — 4:31,0)
Elfas Sveinsson, ÍR 7320 stig
(11,1 — 6,52 — 13,45 — 1,95 — 52,7 — 15.9 — 43,14 — 4,22 — 59.72 — 4:44.1 >
Vilmundur Vilhjálmsson, KR 6948 stig
(10,7 — 6,66 — 12,79— 1,80 — 48,7 — 16,6 — 38,66 — 3.10—49,66 — 4:30,7)
Valbjörn Þorláksson, KR 6403 stig
(11,3 — 6,04 — 12,02 — 1,75 — 55,2 — 15,0 — 40,18 — 4,10 — 53,52 — 5:48,8)
Jón Sævar Þórðarson, IR 6204 stig
(11,5 — 6,20 — 11,28 — 1,86 — 51,3 — 15,4 — 30,20 — 2,80 — 42,86 — 4:39,7)
Friðrik Þór Óskarsson, Ir 5830 stig
(11,4 — 6,91 — 10,44 — 1,80 — 53,3 — 16,8 — 24,64 — 3,40 — 37,02 — 5:07,5)
Gunnar Árnason, UNÞ 5293 stig
(11,8 — 5,74 — 9,17 — 1,68 — 56.4 — 18,3 — 30,04— 3,00 — 43.70 — 4:49,8)
Asgeir Þór Eirfksson, IR 5195 stig
(12,4 — 5,48 — 11,37— 1,65 — 57,8 — 17,7 — 33,18 — 2,80 — 42.72 —4:50.7)
Guðmundur R. Guðmundsson, FH 4198 stig
(13,3 — 5,10 — 9,18 — 1,83 — 63,6 — 17,7 — 30,30 — 2,20 — 29,70 — 5:10,5)
Hafsteinn Óskarsson, lR 4069 stig
(12,8 — 4,60 — 9,12 — 1,50 — 56,1 — 21,3 — 28,36 — 2,20 — 33,86 — 4:36,0)
Þorsteinn Aðalsteinsson FH 3194 stig
(13,4 — 5,09 — 7,21 — 1,68 — 67,9 — 23,7 — 14,70 — 2,80 — 39,84 — 5:50,2)
Björn Blöndal, KR
(11.0 — 5,93 — 10,42 — 1,71 — 52,1)
Hafsteinn Jóhannesson, UBK
(11,5 — 6.32 — 11.67— 1,80)
Einar Óskarsson, UBK
(11,4 —5.81 — 10,29— 1,65 — 52.5)
Sigurður Sigurðsson, A
(11.4 — 6,46 — 8.44 — 1,75 — 50,9)
Gunnar Páll Jóakimsson, tR
(12,2 — 4,83 — 8,40 — 1.40 — 53,1)