Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 7
7 Morgunblaðið og ungir sjálfstæðismenn f nýútkomnu tölublaBi af tímaritinu Stefni, mél- gagni ungra sjálfstœðis- manna, er þess m.a. minnzt, aS 45 ár eru liSin á þessu ári frá stofnun S.U.S. Af þvl tilefni birtir Stefnir samtöl milli nokk- urra trúnaSarmanna ungra sjálfstæSismanna um starf S.U.S. og stöSu og I þessum samtölum koma fram ýmis sjónar- miS varðandi samskipti ungra sjálfstæSismanna viS MorgunblaSiS, sem ekki er úr vegi aS rekja hér. f þeim kafla samtals- ins, sem fjallar um útgáfu- starfsemi, spyr ritstjóri Stefnis, Kjartan Gunnar Kjartansson, hvort ástæSa sé til þess, aS ungir sjálfstæSismenn haldi uppi sérstakri út- gáfustarfsemi og I svari viS þeirri spurningu fara eftirfarandi orSaskipti fram: Jón Ormur Halldórsson: „Ég tel ástæSurnar ærn- r. Fyrr I þessum samræS- um hef ég rökstutt þá skoSun mlna, aS útgáfu- starfsemi hljóti aS gegna vaxandi hlutverki I starfi okkar I framtlSinni, ef viS á annaS borS viljum koma skoSunum okkar á fram- færi. Önnur ástæSa er svo ekki slSur mikilvæg, en hún er sú, aS alloft hefur veriS nokkur áherzlumun- ur á þvl, hvernig viS ann- ars vegar og MorgunblaS- iS hins vegar höfum túlk- aS stefnu SjálfstæSis- flokksins." GuSmundur Hallgrlms son: „Ég get aS vissu marki lagt blessun mlna yfir sambandiS milli MorgunblaSsins og Sjálf- stæðisf lokksins, en það breytir þó ekki þvl, að ég tel, að flokkurinn sjálfur eigi að sinna útgáfumál- um meira og þá sérstak- lega sérbæklingum ýmiss konar, sem oft geta komið áhugamönnum um pólitlk aS góðu haldi." Stuðningsblað en ekki flokksmálgagn Samræður hinna ungu manna halda siSan áfram á þennan veg: Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son: „Við skulum hafa það I huga, þegar viS ræS- um um samband Morgun- blaðsins og Sjálfstæðis- flokksins, að MorgunblaS- ið er stuSningsblað Sjálf- stæðisf lokksins en ekki flokksmálgagn og á þvl tel ég vera töluverðan mun." Kjartan Gunnar Kjartansson: „Það sem Jón Ormur hefur áhyggjur af, og raunar ég llka, er einmitt sá almenni mis- skilningur að llta á Morg- unblaðið sem flokksmál- gagn og skoðanir ritstjóra þess sem skoðanir allra sjálfstæðismanna. Ég er fyrir löngu orðinn leiður á því, að um leið og fólki verður Ijóst að ég er sjálf- stæðismaður, ætlast það til, að ég svari til saka fyrir Morgunblaðið. Ég er alls ekki málsvari Morg- unblaðsins, þó svo að ég sé I Sjálfstæðisflokknum. Ég held, að Morgunblaðið birti greinar eftir óllkari skoðanahópa en öll önnur islenzk dagblöð. Hins veg- ar tel ég pólitlska afstöðu Morgunblaðsins sjálfs miklu þrengri heldur en afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins og ungra sjálfstæðis manna og I sumum tilfell- um hefur mér þótt af- staða Morgunblaðsins af- ar þröngsýn, jafnvel of- stækisfull. Þess vegna tek ég undir það með Jóni Ormi, að mismunandi af- staða Morgunblaðsins og ungra sjálfstæðismanna er mikilvæg ástæða til út- gáf ustarfsemi okkar." Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son: „Þó svo, að einhver skoðanamunur kunni að vera fyrir hendi I vissum tilfellum, þá hefur sam- band Morgunblaðsins og ungra sjálfstæðismanna alls ekki verið slæmt. En við eigum ekki bara að einbllna á Morgunblaðið. Stefnir er okkar málgagn og við eigum að einbeita okkur að þvi að gera veg þess sem mestan." „Morgunblaðið sjálfstætt” Síðar í þessum samræð- um vikur Guðmundur Hallgrimsson enn að sam- skiptum ungra sjálf-' stæðismanna og Morgun- blaðsins og segir: „Ég man að þegar ég var kos- inn i S.U.S. stjórn á sínum tima, þá bjóst ég fastlega við því að geta farið að hafa áhrif á ýmis þjóð- þrifamál. En það var nú því miður of mikil bjart- sýni. Min fyrstu vonbrigði voru varðandi Morgun- blaðið. Morgunblaðið var sjálfstætt og ritstjórar þess virtust ekki hafa mikinn áhuga á félags- starfi hins almenna flokksmanns. . . " Svo mörg voru þau orð hinna ungu sjálfstæðis- manna og er vissulega fróðlegt fyrir lesendur Morgunblaðsins að kynn- ast þeim mismunandi sjónarmiðum, sem fram koma hjá þeim um Morgunblaðið, sjálfstæða stöðu þess og mismun- andi túlkun þess og ungra sjálfstæðismanna á stefnu Sjálfstæðisflokksins. spurt & Hringið í síma 10100 milli kl. 16 og 17 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. V y Odýrara fyrir HJÓN EIN EIN- STAKLING AÐ HALDA HEIMILI? Sigrún Baldvinsdóttír, Laugarnesvegi 104, Reykjavík, spyr: „Undanfarið hefur mikið verið fjallað í dagblöðunum um gamla fólkið og hefur víða verið drepið á, að það hafi úr litlu að spila. Heiðurslaunin frá Tryggingastofuninni séu frem- ur naum o.s.frv. 1 framhaldi af því langar mig að spyrja, hvað veldur því að ellilaun hjóna eru skert um 10%, þegar þau eru bæði orðin 67 ára? Hvers vegna fá þau ekki sömu laun, hvort fyrir sig eins og um væri að ræða einstaklinga?" Sigurður Ingimundarson, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, svarar: „Lengi hafa verið ákvæði i lögum þess efnis að hjón, hafi bau bæði náð 67 ára aldri, fái 90% af lífeyri tveggja einstakl- inga. Það er greinileg skoðun löggjafans að hlutfallslega ódýrara sé að halda heimili fyrir hjón en einstakling. Viðast hvar á Norðurlöndunum er þetta hlutfall óhagstæðara fyrir hjón en hér.“ GANGBRAUTARLJÓS Á GATNAMÓT LYNG- ÁSS OG HAFNAR- FJARÐARVEGAR Ilulda Eiriksdóttir, Laufási 6, Garðahreppi, spyr: „í byrjun september fékk ég þær upplýsingar á skrifstofu Garðahrepps að setja ætti upp gangbrautarljós á gatnamót Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar áður en skólar hæfu göngu sína í haust. Enn bólar ekkert á þessum ljósum og ég spyr þvi hvað líður framkvæmdum og verður ekki zebrabraut þarna? Sigfús Örn Sigfússon, yfir- verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, svarar: „Ekki var tekin ákvörðun um uppsetningu gangbrautarljósa við þessi gatnamót fyrr en i lok ágústs. Tæki þau, sem þarf að nota, eru keypt erlendis frá og tekur það all nokkurn tíma að fá þau og síðan að setja þau upp. Þarna á að verða zebra- braut, verður hún máluð ein- hvern næstu daga en vegna óhagstæðrar veðráttu í sumar hefur öll málningarvinna á veg- um Vegagerðarinnar tafizt verulega. Þar til umrædd ljós koma verður þarna gang- brautarvarzla og er um þessar mundir verið að ráða fólk til þeirra starfa." REGLUR UM HLUTAVELTUR Grfmkell Arnljótsson, Njáls- götu 72, Reykjavík, spyr: „Hvaða reglur gilda um hlutaveltur (tombólur)? Eru sérstakar reglur um fram- kvæmd þeirra?“ Sigurjón Hailvarðsson, skrif- stofustjóri Lögreglunnar í Reykjavik svarar: „Samkvæmt lögum nr. 6 frá 1926 um happdrætti og hluta- veltur (tombólur) má ekki halda hlutaveltur nema með leyfi lögreglustjóra. Því þarf að sækja um leyfi fyrir hlutavelt- um skriflega til lögreglustjóra. 1 flestum tilfellum eru þessar hlutaveltur haldnar á vegum félagssamtaka eða til ágóða fyrir góðgerðarstarfsemi. Leyfi þessi eru veitt án skilyrða nema til greina getur komið að lög- gæzlu þurfi á staðinn. Engar sérstakar reglur eru um fram- kvæmd hlutaveltna." BARNAKLOSSAR KOMNIR AFTUR NÝJAR GERÐIR FJÖLBREITT r GEísiP NÚ ER ÞAÐ ÚTSÖLU MARKADURINN Í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ “ LAUGAVEGI 66 I sama huslvlö tillðlna á verzlun okkar Ótrúlegt á frábærlega góðu verði!!!! | | Terelyne & ullatbuxur í miklu úrvali L] Föt með vesti Pils og kjólar j Bolir []] Stakir kvenjakkar j | UFO flauelisbuxur. «« Nú er hægt að gera reyfarakaup TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS fa KARNABÆR Útsölumarkaöurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.