Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Albert Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið: „ÉG VIL þakka þeim, sem hafa sent mér kveðjur og hvatning- arorð, bæði hinum ýmsu flokks- félögum Sjálfstæðisflokksins og einstaklingum sem hafa sent mér kveðjur og skeyti vegna hinna pólitfsku árása, sem öfundarmenn Sjálfstæðishúss- ins hafá einkum beint að mér. Allar þessar kveðjur hafa örvað mig til frekari starfa fyrir Sjálfstæðisfiokkinn. Það er gott að finna á erfiðleikastund- um að maður er ekki ber að baki“. Þannig komst Albert Guð- mundsson, alþm. og borgarfull- trúi, að orði við Morgunblaðið, þegar það sneri sér til hans í gær í tilefni af þeirri ákvörðun borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík að snúa sér til Saksóknara ríkisins og óska eftir þvi að svonefnt Ar- mannsfellsmál verði rannsakað fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Albert Guðmundsson kvaðst ekki á þessu stigi máls vilja fjalla um mál þetta I löngu sam- tali, „því að ég tel rétt“, sagði hann, „að ég opni ekki minn hug að fullu I blaðaviðtölum, fyrr en hin opinbera rannsókn hefur farið fram og niðurstöður hennar liggja fyrir.“ Eins og borgarstjórinn I Reykjavík, Birgir Isl. Gunnars- son, skýrði frá á blaðamanna- fundi sínum I fyrradag, þótti honum ekki óeðlilegt að málið færi til sakadóms, en slíkt er einsdæmi I Islenzkum stjórn- málum, a.m.k. hin siðari ár. ÆTLUN MlN FRÁ UPPHAFI AÐ ÓSKA RANNSÓKNAR Þar sem mál þetta hefur sér- staklega beinzt að Albert Guð- mundssyni, spurði Morgunblað- ið hann hvers vegna hann hefði verið stuðningsmaður og jafn- vel hvatamaður þess, að mál þetta yrði lagt fyrir sakadóm. Hann svaraði: „Það var ætlun mín frá því þetta mál kom fyrst fram fyrir almenning frá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, og þá sér- staklega I Alþýðublaðinu að fara þess á Ieit, að ásakanir þær sem bornar hafa verið fram verði kannaðar til hlítar og sá rógburður sem fram hefur komið I þessu svokallaða Ár- mannsfellsmáli verði kveðinn niður I eitt skipti fyrir öll. Ákvörðun um opinbera rann- sókn hefur aftur á móti tafizt bæði vegna fjarveru borgar- stjóra, sem er forystumaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- ismanna, og eins vegna fram- kominnar tillögu frá borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins I borgarráði um skipun sérstakr- ar nefndar innan borgarráðs til þess að rannsaka þær fullyrð- ingar, sem fram hafa komið i þessu máli. Nú þegar ljóst er, að ekki næst samstaða innan borgarráðs um skipun nefndar- innar, er ekki eftir neinu að bíða að rannsókn á vegum hins opinbera hefjist, enda á al- menningur rétt á fullkomnustu upplýsingum um allt þetta mál. Ágreiningur innan borgar- ráðs um skipan nefndarinnar varð vegna þess, að fulltrúar minnihlutaflokkanna I borgar- ráði kröfðust þess að meiri- hlutavald það sem borgarbúar hafa falið Sjálfstæðisflokknum, yrði þeim afhent, þar eð þeir vildu fá meirihluta I sllkri rannsóknarnefnd. Mér þykir rétt að það komi fram, að á sfðasta borgarráðs- fundi, þegar rætt var um skip- an þessarar rannsóknarnefndar og ljóst var að minnihlutaflokk- arnir mundu ekki sætta sig við, að þessi nefnd borgarráðs yrði skipuð á þenn hátt, sem venja er til um nefndir á vegum borg- arráðs, bauðst ég til að flytja tillögu þess efnis, að minni- hlutaflokkarnir einir skipuðu þessa nefnd, án þátttöku Sjálf- stæðismanna, til þess að gefa þeim tækifæri til að vinna að rannsóknum sínum án Ihlutun- ar okkar Sjálfstæðismanna, sem liggjum undir þungum ásökunum af þeirra hálfu, og óskaði ég eftir stuðningi þeirra við þessa tillögu en þeir vildu ekki veita hann. Ástæðan til þessa er að sjálfsögðu sú, að mér vitanlega hefur Sjálfstæð- isflokkurinn hreinan skjöld og ekkert að fela. Þetta var gott tækifæri fyrir minnihlutaflokkana til að haga rannsóknum sínum á þann veg, sem þeim hefði hentað, ótrufl- aðir af „sakborningum". Ég býst við, að þeim hefði að þeirra mati gengið betur að þyrla upp enn meira pólitísku moldviðri með minnihluta þátt- töku Sjálfstæðismanna I slíkri rannsóknarnef nd. “ FRAMLAG ÁRMANNSFELLS HAFÐI ENGIN AHRIF „Þvl er haldið fram, að það sem þú hafir veitt móttöku fjár- framlagi Ármannsfells I Sjálf- stæðishúsið og beittir þér síðan sem borgarfulltrúi fyrir lóðaút- hlutun til byggingarfélagsins, hafi verið tengsl á milli fram- lagsins og úthlutunar lóðarinn- ar. Hvað'viltu segja um þessa ásökun?" „Ég vil fyrst og fremst segja það, að ég harma að góður stuðningsaðili Sjálfstæðis- flokksins skuli að ósekju dreg- inn inn I slíkt pólitlskt fjaðra- fok, sem hér um ræðir. Það er rétt að Ármannsfell studdi byggingu Sjálfstæðishússins myndarlega, eins og fram hefur komið hjá borgarstjóra, en því verður fólk að trúa, að framlag Armannsfells hefur engin áhrif haft á afstöðu mína til umræddrar lóðaúthlutunar, hvorki beint né óbeint. Hugmynd að skipulagi, sem Ármannsfell bað mig sem borgarfulltrúa að kynna mér með það fyrir augum að leita upplýsinga hjá skipulagsstjóra, hvort hugsanlega fengizt sam- þykkt á umræddri lóð, leizt mér strax vel á, þvf að I henni komu fram nýjungar, sem ég taldi að auka mundu fjölbreytni I byggð borgarinnar. Ég hef sem borgarfulltrúi tekið á móti fjölda fólks með alls konar vandamál, sem það telur að borgin geti aðstoðað það við, og daglega koma marg- ir á skrifstofu mína til að ræða vandamál sín. Ég hef aldrei neitað nokkrum aðila sem aðstoðar minnar hefur leitað, að flytja mál hans og ávallt reynt að stuðla að jákvæðri af- greiðslu fyrir hvern og einn, hvar I flokki sem þeir hafa stað- ið, enda er mér yfirleitt ekki kunnugt um hvaða stjórnmála- flokki fólk, sem til mín leitar tilheyrir. Ég hef sagt I umræð- um I borgarstjórn að öll erindi borgarbúa, sem berast borgar- stofnunum eigi að afgreiða já- kvætt og með hraði, nema ótví- ræð rök séu fyrir hinu gagn- stæða. Það hefur að sjálfsögðu mikla vinnu I för með sér að fylgja málum eftir, en borgar- starfsmenn vita af reynslu, að ég fylgi eftir hverju máli, sem ég tek að mér, með sömu ákefð og Ármannsfellsmálinu. Það var engin undantekning. Ég bauð mig fram til þjónustu, þegar ég fór I fram- boð, og sú þjónusta stendur öll- um til boða án skilyrða um framlaga til Sjálfstæðishússins eða Sjálfstæðisflokksins, eins og það fólk, sem til mín hefur leitað, getur sjálft bezt dæmt um.“ FJARFRAMLÖG MEÐ SKILYRÐUM? „Eru þess dæmi að fjárfram- lög hafi verið boðin fram til Sjálfstæðishússins með skilyrð- um?“ „Ég get ekki neitað því, að I 2—3 tilvikum hefur það komið fyrir, og ég hef jafnharðan skýrt frá þvi á fundum byggingarnefndar og einnig að þessum aðilum hafi ég vlsað á dyr. Ástæðan fyrir því, að ég taldi nauðsynlegt að skýra byggingarnefnd frá þessu, var sú, að ég vildi ekki að framlög bærust frá þessum aðilum I gegnum aðra byggingar- nefndarmenn. öll fjármál byggingarnefnd- ar og Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu trúnaðarmál og mun ég ekki brjóta þann trúnað, þótt að mér sé sótt, frekar en bregða fyrir mig ýms- um sögusögnum okkur til varn- ar um aðra flokka, svipaðar þeim sem andstæðingar okkar nota til að reyna að gera Sjálf- stæðisflokkinn tortryggilegan.“ FULLGILT SVAR A FLOKKSFUNDI „I þeim blaðaskrifum, sem orðið hafa um þetta mál, kom það m.a. fyrir, að Alþýðublaðið auglýsti eftir, að þú hefðir sam- band við blaðið til þess að svara spurningum þess. Gerðir þú það?“ „Nei, ég hringdi ekki I Al- þýðublaðið, enda las ég ekki sjálfur þessa orðsendingu, en mér var sagt frá henni. Ég er nefnilega einn af þeim mörgu, sem ekki sjá Alþýðublaðið nema endrum og eins, og hvernig I ósköpunum dettur nokkrum manni I hug, að ég fari að láta Alþýðublaðinu I té svör við rógburði þess — og hjálpa þannig til að selja það? Ég vil gjarnan að það komi hér fram að á margumræddum fundi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, þar sem Davfð Oddsson bar fram fyrir- spurnir um hugsanleg tengsl milli framlags Ármannsfells I byggingarsjóð okkar Sjálf- stæðismanna og lóðaúthlutun- arinnar, svaraði ég honum á þann hátt, sem allir viðstaddir tóku sem fullgilt lokasvar. En þetta svar virðist ekki hafa lek- ið út með fyrirspurn hans til annarra blaða en Morgunblaðs- ins og gefur það til kynna að mitt svar á umræddum fundi hafi verið aukaatriði fyrir and- stæðingablöð okkar. Sannleik- urinn hefur augsýnilega ekki Framhald á bls. 22 „Nú krefjumst við þess að þeir sanni þá sök, sem þeir hafa borið á okkur” JÚDAS frá Spáni í JUDAS STAPA í kvöld Gestur kvöldsins: RÚNAR MARVINSSON Gestir frá Club 33 Majorka. Mætum öll og takið með ykkur gesti. Sætaferðir frá B.S.Í 9.30 Munið nafnskirteinin. JUDAS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.