Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40.00 kr. eintakið. Birgir Isleifur Gunn- arsson borgarstjóri hefur nú lagt fram ítarlega greinargerð um lóðaúthlut- un þá, til Ármannsfells h/f, sem mjög hefur verið til umræðu á opinberum vettvangi að undanförnu. Greinargerð þessa lagði borgarstjóri fram á fundi með fréttamönnum 6 dag- blaða, hljóðvarps og sjón- varps og svaraði jafnframt öllum þeim spurningum, sem fréttamennirnir beindu til hans um lóðaút- hlutunina og önnur mál. Vegna þess að borgarstjóri hefur undanfarnar vikur verið erlendis í opinberum erindagjörðum og síðar í sumarleyfi, kemur þessi greinargerð síðar en æski- legt hefði verið, þar sem umræður um lóðaúthlutun þessa hafa staðið nær linnulaust á fjórðu viku og hvers kyns staðhæfingar verið settar fram, sem ekki hefur verið svarað af hálfu borgarstjórnarmeirihlut- ans fyrr en nú. Með greinargerð þessari og svörum við fyrirspurn- um fréttamanna hefur borgarstjórinn í Reykjavík lagt spilin á borðið og ætti nú að vera hægt að beina umræðum um hið svo- nefnda Ármannsfellsmál i málefnalegri farveg en verið hefur fram til þessa. I skýrslu sinni fjallar borg- arstjóri um 3 höfuðatriði, sem fram hafa komið í op- inberum umræðum. I fyrsta lagi lýsir hann því yfir, að ákvörðun um út- hlutun lóðarinnar til Ár- mannsfells hafi byggzt á auglýsingu eftir lóðaum- sóknum, sem Reykjavíkur- borg hafði birt í ársbyrjun. Ákvörðun þessi hafi verið tekin á málefnalegum grundvelli og án þess að annarleg sjónarmið liggi þar að baki. Jafnframt upplýsir borgarstjóri að þegar hann sjálfur tók af- stöðu til og ákvörðun um lóðaúthlutun til Ármanns- fells hafi honum ekki verið kunnugt um, að byggingar- félagið hefði lagt fram fé til Sjálfstæðishússins. í öðru lagi skýrir borgar- stjóri frá því í greinargerð sinni, að eftir að umræður hófust um lóðaúthlutunina hafi hann spurzt fyrir um það hjá húsbyggingar- nefnd Sjálfstæðishússins, hvort byggingarfélagið hefði lagt fram fé til bygg- ingar Sjálfstæðishússins og fengið upplýsingar um, að einnar milljón króna framlag hafi komið frá félaginu í byrjun ársins 1975. Jafnframt kveðst borgarstjóri vera sann- færður um, að stuðningur Alberts Guðmundssonar borgarfulltrúa, sem jafn- framt er formaður hús- byggingarnefndar Sjálf- stæðishússins, við þessa lóðaúthlutun og atbeini hans í því máli, hafi á eng- an hátt verið tengdur fjár- framlagi þessu. í þriðja lagi tekur borgarstjóri fram í greinargerð sinni, að hvorki hann, eiginkona hans né nokkur á hans veg- um eigi hlut í Ármannsfelli h/f, en því hefur verið haldið fram í blöðum, og skýrir jafnframt frá því, að fyrir mörgum árum þegar hann rak lögmannsskrif- stofu í Reykjavík hafi hann um skeið átt lítinn hlut í þessu byggingarfélagi, en hafi selt hann og frá því að hann tók við embætti borg- arstjóra í Reykjavík hafi hann hvorki átt hlut í þessu byggingarfélagi né nokkru öðru fyrirtæki er þurfi á fyrirgreiðslu Reykjavíkurborgar að halda. Hann geti því óháð- ur öllum fjárhagslegum hagsmunum tekið ákvarð- anir í málefnum þeirra fyr- irtækja og borgara er til hans leita sem borgar- stjóra. Á blaðamannafundinum fjallaði borgarstjóri einnig um þann ágreining, sem upp hefur komið um skip- un rannsóknarnefndar á vegum borgarráðs í málinu og lýsti því yfir að næðist ekki samkomulag innan borgarráðs um skipan nefndarinnar væri hann reiðubúinn til að fela saka- Greinargerð borgarstjóra dómi meðferð málsins. Nú hafa allir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskað eftir þvi við saksóknara, að hann feli sakadómi að kanna, hvort sak- kanna, hvort saknæmt at- hæfi hafi átt sér stað. Eins og sjá má af þessu, hefur borgarstjóri lagt fram á ítarlegan og hrein- skilinn máta, öll þau gögn og skýringar á lóðaúthlut- uninni til Ármannsfells, sem fyrir hendi eru. Næsta skrefið í málinu verður þá væntanlega, að á það reyn- ir, hvort borgarráð getur komið sér saman um skip- an sérstakrar nefndar til þess að rannsaka málið af sinni hálfu. Takist sam- komulag ekki um það má búast við því samkvæmt ummælum borgarstjóra á blaðamannafundinum, að óskað verði eftir sakadóms- rannsókn í málinu og kem- ur það væntanlega í ljós á næstu dögum, hver niður- staðan verður í þeim efn- um. Hitt er alveg ljóst, að um- ræður um mál þetta hljóta að leiða til þess, að fjármál stjórnmálaflokkanna og blaða á þeirra vegum verði tekin til meðferðar og eðli- legt er, að settar verði ná- kvæmar reglur um fjármál þeírra og fjáröflun og að eftirlit verði tekið upp til þess að fylgjast með því að settar reglur verði haldn- ar. THE OBSERVER THE OBSERVER Jtít THE OBSERVER THE OBSERVER Jtít THE OBSERVER Jkk. THE OB Klofningur í röðum vinstri manna í Frakklandi vegna Portúgals Parls Sambúðin I Sósíalistabandalag- inu í Frakklandi er að verða óbæri- leg, þótt aðeins 15 mánuðir séu liðnir frá þvf að 300.000 atkvæð- um einum munaði, að það fengi Mitterand kjörinn forseta. Ástandið f Portúgal hefur magn- að svo mjög andstæðar fylkingar innan bandalagsins, sem skipað er Kommúnistaflokknum, Sósfalista- flokkum og Rótæka vinstriflokkn- um, að innbyrðis erjur eru daglegt brauð á opinberum vettvangi. Svo virðist sem hægri stjórnin, sem situr við völd, sé gleymd og grafin, en hún fylgist með deilun- um eins og brosleitur áhorfandi. Leiðtogar sósíalista og kommúnista hafa opinberlega tek- ið afstöðu f þessum deilum og verið ómyrkir f máli. Þeir hafa ekki mælt gegn vangaveltum um, að hreyfing sé fyrir þvf að leysa upp bandalagið, sem þeir gerðu með sér hátfðlega fyrir þremur árum "með undirritun sameigin- legrar stefnuskrár fyrir ríkisstjórn. Kommúnistar líta svo á, að Francois Mitterand leiðtogi bandalagsins, sem f ma! sl. naut stuðnings tæplega 50% þátttak- enda f skoðanakönnun f sam- keppni við Giscard d'Estaing for- seta landsins, sé farinn að leika sama leik og stjórnendur landsins, að Iftilsvirða kommúnista. Á hinn bóginn Ifta sósíalistar þannig á, að kommúnistar girði fyrir alla mögu- leika á myndun vinstri stjórnar f Frakklandi með þvf að styðja and- lýðræðislega valdabaráttu portúgalskra kommúnista. Það er þó ef til vill válegra fyrir vinstri menn í Frakklandi að deilur eru nú f þann veginn að riðla þeim tveim meiriháttar fylkingum, sem tekizt hefur að heyja sameiginlega baráttu þrátt fyrir hugmynda- fræðilegan ágreining og búa sig nú undir haustið, sem talið er að verði það örlagarikasta sfðan f strfðinu. Enda þótt hér sé um að ræða mestu sambúðarerfiðleika kommúnista og sósfalista f áratug, hefur búskapurinn ekki alltaf gengið snurðulaust. Kostir þess að mynda bandalag undir forystu Mitterands komu fyrst f Ijós árið 1965, þegar hann var eini fram- bjóðandi vinstri manna við for- setakosningar og olli de Gaulle fylgishruni, sem var mjög niður- lægjandi fyrir hann. Uppreisn stúdenta og verka- manna f maf 1968 kom f veg fyrir, að vinstri flokkarnir tækju höndum saman, þvf að þeir voru ekki á einu máli um, hvert gildi hennar væri. í júnf 1972 tókst hins vegar nýkjörnum leiðtoga Kommúnista- flokksins, Georges Marchais, að fá Mitterand til að gera sameigin- lega stefnuskrá fyrir rfkisstjórn, en Mitterand hafði þá loks snúizt til fylgis við sósíalista og var orð- inn leiðtogi Sósfalistaflokksins, sem hafði verið endurskipulagður. Robert Fabre leiðtogi Róttæka vinstriflokksins gekk einnig f bandalagið, og Mitterand varð ! reynd leiðtogi stjórnarandstöðu, sem hafði á stefnuskrá sinni hæg- fara þjóðnýtingu og aukið at- vinnulýðræði. Ávinningur Mitterands af banda laginu var augljós, og svipur þess var ekki eins einstrengingslegur og verið hafði um eldri stjórnmála samtök sósíalista. En bandalagið gerði sér einnig mikinn mat úr harðlfnusveitum kommúnista, sem báru hitann og þungann af forsetakosningunum. Vinstri fylk- ing sósfalista, sem telur einn þriðja af flokki Mitterands, var einnig mjög ánægð með samstarf- ið við kommúnista. Róttæki vinstriflokkurinn hafði jafnvel enn meiri hag af bandalag- inu. Það tryggði honum að þurfa ekki að bjóða fram gegn Sósfal- istaflokknum f kosningum, þannig að hann náði áframhaldandi þing- setu, enda þótt hugmyndafræði hans sé I raun réttri sú sama og Sósfalistaflokksins. Á yfirborðinu virðast kommún- istar hins vegar engan hag hafa af bandalaginu nema virðinguna, sem strfðir algerlega gegn hlut- verki hans sem byltingarafls. Flokkurinn þarf ennþá að bjóða fram gegn Sósfalistaflokknum og Róttæka vinstriflokknum. Þvi ei spurt um, hvort virðingin sé ekki heldur dýru verði keypt. Ýmsir álita, þar á meðal fhalds- menn, miðflokkamenn og hægri sósfalistar, að Kommúnistaflokkur Frakklands, sem lúti stjórn frá Moskvu, geri langtimaáætlanir um að kollvarpa lýðræði með þv! að nota lýðræðislegar aðferðir. Aðrir vilja meina, að flokkurinn sé fyllstu virðingar verður, og hafi hann frá þvf f strfðinu hneygzt jafnt og þétt f átt að lýðræðisstefnu. Kommúnistaflokkur Frakklands hefur aldrei verið samansafn klofn ingshópa, sprottinn upp úr jarð- vegi stjórnleysingja, eins og margir aðrir kommúnistaflokkar í Evrópu, enda þótt hann hefði bylt- ingarhugsjónir á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Árið 1945 tók hann við ráðuneytum f stjórn de Gaulle. Paul Ramadier hrakti kommúnista úr stjórn árið 1946, en valdafikn leiðtoga þeirra hefur hins vegar aldrei dvfnað og hafa þeir lagt kapp á að ná fylgi f lýðræðislegum kosningum. Árið 1968, er stúdentaóeirðir og alls- herjarverkföll höfðu næstum því bundið endi á valdaferil de Gaulle. vildu kommúnistar ekki færa sér ástandið f nyt nema til þess eins að knýja fram bætt skilyrði fyrir verkamenn. Það voru hins vegar sósialistar, sem reyndu að not- færa sér ringlureiðina til að koma I framkvæmd byltingarkenndum áformum og gera breytingar á rfkisstjórninni. Það væri vart hægt að áfellast Kommúnistaflokkinn fyrir það þótt hann hefði fyrir löngu lagt fyrir róða lýðræðislegar aðferðir. Hann nýtur stuðnings, sem nemur 20% af heildaratkvæðamagninu, en hefur hins vegar aðeins tæpum 70 þíngmönnum á að skipa. Áður en til tiðinda dró i Potúgal, voru kommúnistar farnir að reyna á þolrifin f Sósfalistabandalaginu með þvf að sniðganga reglulega fundi með félögum sfnum, eftir að hafa ásakað þá um að hafa brugð- izt stuðningi við frambjóðanda Kommúnistaflokksins ! aukakosn- ingum. Flokkarnir þrfr héldu ekki sam- eiginlega fundi um 9 mánaða skeið og enn hörðnuðu ásakanir og gagnásakanir. Kommúnistar tóku fulldjúpt ! árinni, en Mitter- and espaði þá upp með þvf að fara undan ! flæmingi. Ýmislegt hafði orðið til þess að breyta samband- inu. Eftir að hafa farið holloka f forsetakosningunum með sáralitl- um mun, hafði Mitterand og sóaialisk hugmyndafræði dregið að sér víðtækari stuðning en áður og Ifkur voru jafnvel til þess að hann þyrfti ekki á að halda aðstoð frá Kommúnistaflokknum. Hann var sakaður um að sitja á svikráð- um við 5 milljónir stuðnings- manna kommúnista f stað þess að berjast gegn rikisstjórninni. Georges Marchais, sem áður hafði verið harðlinu Stalfnisti, en siðar boðberi lýðræðislegra að- ferða, fékk hjartakast f janúar 1975. Varð það til þess að menn fóru að velta fyrir sér spurning- unni um formennsku I flokknum, en einnig til þess, að Marchais tók upp á nýjan leik byltingakennda stefnu til að koma til móts við harðskeytta flokksmenn. Eftir Paul Webster En afstaðan til Portúgal er nú það mál sem hæst ber og ræður væntanlega úrslitum. Á sama tima og Mario Soares var gestur Mitt- erands, sem kvaddi sósfalitsaleið- toga á Vesturlöndum til fylgis við samherja sina i Portúgal, féllust þeir f faðma Marchais og Alvaro Cunhal leiðtogi portúgalskra kommúnista. Marchais komst svo að orði um Soares, að hann væri mjög þýð- ingarmikill bandamaður hægri afl- anna i Frakklandi, og var hér um að ræða sneið til Mitterands. Franskir sósialistar fordæmdu Cunhal hins vegar á opinberum vettvangi. Þegar málgagn portúgalskra sósfalista, Rebublica var stöðvað, reyndu franskir kommúnistar að verja þær aðgerðir. Andstæðingar þeirra töldu að hér með hefðu franskir kommúnistar sannað hræsnisfulla afstöðu sfna til lýð- ræðisins, en flokkurinn hafði ný- lega gert skrá yfir nauðsynleg mannréttindi, og þar á meðal var talið frelsi fjölmiðla. Mitterand hefur hrundið félögum sfnum fram á heljarþrömina með því að beina opinberlega þeim ásökunum gegn þeim, að þeir virði að vettugi al- menn mannréttindi og persónu- frelsi, þeir stuðji minnihlutarfkis- stjórn og ofbeldisaðgerðir, og vakti hann þar með upp grýluna, sem de Gaulle var vanur að nota til að hræða kjósendur frá fylgi við kommúnista. Kommúnistar hafa svarað þvi til, að þeir hafi ekki gert annað en að neita að for- dæma félaga sfna f nauðum. Kommúnistaflokkar ítalfu og Spánar hafa hins vegar gagnrýnt Chunhal rækilega, og er það hatd andkommúnista f Frakklandi, að með þvf að taka ekki undir þessa gagnrýni hafi franskir kommún- istar sýnt og sannað, að þeir hafi Framhald af bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.