Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 13 Byrjað á 5 nýjum heilsu- gæzlustöðvum MIKLAR framkvæmdir eru nú hafnar eöa f þann veginn að hefjast við byggingu heilsugæzlu- stöðva vfðs vegar um land og I haust verður byrjað á ekki færri en 5 stöðum, auk þess sem fram- kvæmdir eru hafnar við þjónustu- álmu Borgarspftaians í Reykja- vfk. Þetta kom m.a. fram þegar Morgunblaðið ræddi við Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra f heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu, f gær. Páll Sigurðsson sagði, að fram- kvæmdir við byggingu heilsu- gæzlustöðva væru þegar hafnar á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýr- dal, Búðardal, Bolungarvik og á ísafirði. Þá væri verið að undir- búa framkvæmdir á Dalvík. Sagði Páll, að heilbrigðisráðuneytið hefði Iagt til fyrir gerð fjárlaga fyrir árið 1975, að unnið yrði að frekar fáum verkefnum á næst- unni, en þess meiri fjárveiting lögð í þau verkefni, sem unnið væri að. Þingið hefði hins végar breytt þessu og veitt fé til að hefja framkvæmdir á mörgum stöðum, en sýnt væri að ekki væri hægt að Ijúka stórum áfanga á hverjum stað. Þá sagði Páll, að fyrirhugað væri að hefja framkvæmdir við heilsugæzlustöð á Patreksfirði í haust og fyrir stuttu hefðu fram- kvæmdir hafizt við þjónustuálmu Borgarspítaians. Ekki er enn fyllilega ákveðið hve margar heilsugæzlustöðvar verða reistar í landinu, en gert er ráð fyrir að þær verði um 40. Árni Friðriks- son farinn til síldarleitar RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Frið- riksson hélt eftir hádegi f gær til síldarleitar við Suður- og Suðvest- urland. A næstunni mun skipið fylgjast með sildargöngum á þessum slóðum, og hvort síldin fari ekki að þétta sig. Leiðangurs- stjóri á Arna Friðrikssyni í þess- ari ferð er Sveinn Sveinbjörns- son, fiskifræðingur. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur, sagði í gær, að aldrei væri að vita hvenær síldin þétti sig, það gæti gerzt á næstu dögum, en það gæti líka dregizt eitthvað. Harður árekstur á Miklubraut UMFERÐARSLYS varð i fyrra- kvöld á gatnamótum Miklubraut- ar og Réttarholtsvegar. Ljósin voru biluð á gatnamótunum og um klukkan 21 var Cortinu- bifreið á leið yfir Miklubrautina frá Skeiðarvogi til Réttarholts- vegar og lenti þá i árekstri við Mazda-bifreið, sem var á leið austur Miklubraut. ökumaður Cortinunnar skarst Iftillega við áreksturinn. Bílarnir skemmdust hins vegar mikið og eftir árekst- urinn sneri Cortinan öfugt við upphaflega akstursstefnu. Bindindis- námskeið á Ólafsfirði DAGANA 28. september til 2. október verður haldið á Ólafsfirði í gagnfræðaskólanum þar nám- skeið — svokölluð 5 daga áætlun, sem er til þess að aðstoða fólk við að hætta reykingum. Hefst nám- skeiðið klukkan 20,30 sunnu- daginn 28. september. Jón Hj. Jónsson bindindisfulltrúi og Jósef Skaftason læknir munu starfa við námskeiðið. Vitiö þér, að það eru nær 220 verzlanir við Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Aðalstræti, sem verzla með allar hugsanlegar vörutegundir. Bílastæöi eru fjölmörg og * þá sérstaklega á laugardögum. * Verzlanir við Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Aðalstræti hafa ákveðið að hafa verzlanir sínar opnar ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.