Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 11 „Starfið s.l. ár kostaði um 103 þús. eþíóplska dollara eða um 7,5 millj. Isl. kr. Áætlun um fjármagn frá Islandi á þessu ári er 113 þús. eþíópfudollarar. Eþíópfska, lútherska kirkjan, sem heitir Mekana Jesús — Staðurinn þar sem Jesús býr — borgar helming af starfinu f héraðinu á móti íslenzka kristniboðssambandinu, sem auk þess borgar eitt allan kostnað við rekstur stöðv- arinnar, 400 nemenda skóla og í'leira. Ætlunin er að Mekana Jesús taki smám saman við öllum rekstrinum, en Mekana Jesús starfar um allt landið og Á leiðinni til Konsó festum við bílinn illa í eðjunni en íbúar frumskógarins komu til hjálpar, án árangurs þó, því að lokum urðum við að tékka bllinn upp og hlaða trjástofnum undir hjólin. upp kollinum hjá okkur eins og gorkúlur # Samvinnufélög skjóta upp kollinum hjá okkur eins og gorkúlur £ Samvinnufélög skjóta fslenzku kristniboðarnir I Eþíópíu. Frá vinstri: Jóhannes Ólafsson læknir og kona hans Áslaug, Jónas Þórisson og kona hans Ingibjörg, sem sagði brandarann svo að allir færu að hlæja, eins og sjá má, Kjellrún og Skúli Svavarsson. Og fyrir framan þau eru íslenzku börnin I Konsó. Strákofinn sem þau standa við er eign Skúla og Jónasar og þeirra eina fjárfesting í Eþíópíu. því að hann hefur leyst okkur undan valdi hans, — þetta er algengur vitnisburöur hjá þeim í byrjun. Sfðan koma til nám- skeið og áhuginn er mikill. Við fáum mörg hundruð manns á samkomur og upp á sfðkastið hef ég undantekningarlítið orðið að vera utan dyra með þessar samkomur, því að engir samkomusalir eru nógu stórir lengur. I byrjun veit þetta fólk oft lítið um það sem það trúir á nema að það er hætt að trúa á illa anda og þá vill það koma f fræðslu hjá okkur og um leið hefur fólkið möguleika á að komast inn i skólakerfið. Við erum með 68 Eþíópíumenn úti f héraðinu, sem eru bæði kenn- arar og prédikarar auk p/est- anna fjögurra og fjögurra manna, sem kenna matvæla- fræði, heilsufræði, land- búnaðaraðstoð og biblfu- fræðslu. Við erum einnig með sérfræðing hér f landbúnaðar- tilraunum fyrir fólkið, til að prófa hina ýmsu áburði, fræ og korntegundir og mismunandi jarðveg. Þetta starf fer einnig fram úti í þorpunum, en Konsó- búar lifa mest á akuryrkju. Það er mjög mikill áhugi á þessum tilraunum og einnig hefur verið unnið að því að stofna samvinnufélög til þess að þeir geti selt afurðir sínar saman og fengið þannig meira fyrir þær. Samvinnufélög skjóta upp koll- inum hjá okkur eins og gor- kúlur og þannig höfum við komið þeim í betri og tryggari verzlunarsambönd." „Nú eruð þið með bókasölu hér.“ „Já, lestraráhuginn er mikill hjá þeim sem ráða við það. Mest er keypt af lestrarbókum, við erum búin að selja mörg þús- und í ár og einnig af æfinga- bókum. Sfðan koma biblfusög- ur, nýjatestamentið og biblfur. Konsóbúar hafa eigið mál en skólakerfið byggir á amharisku og því verða íbúarnir að læra það fyrst á skólabekk, en þessi mál eru gjörólfk. Strax og þeir geta farið að stauta í amhar- isku, biðja þeir um biblíusögur og biblíur." „Hver er kostnaðurinn við þetta starf hér?“ er sjálfstæð stofnun innan rfkisins. Engin kirkja fær nú stuðning frá rfkinu eftir bylt- inguna. Hin nýju stjórnvöld hafa sent hingað stúdenta til að kenna fólkinu og þeir eru rétt ný- komnir hingað. Við höfum reynt að hjálpa þeim þegar þeir leita til okkar, en það er mjög erfitt fyrir þá að vera hér, mjög afskekkt og fæstir undir það búnir að vera á svona stöðum. Starfið í Konsó er í föstum skorðum, við erum komnir með góða leiðtoga sem stjórna þessu orðið að mestu, en 21 ár er nú liðið síðan Felix Ölafsson og hans fólk kom hingað og þá var þetta algjörlega einangrað hérað, enginn skóli, engin hjúkrunaraðstaða og engir hvftir menn. Allir sem hafa arðið einhverja menntun í Konsó er fólk sem hefur verið f okkar skólum og allir nýir Konsóleiðtogar koma úr okkar skólum." „Hvernig er sambýli Konsó- manna við nágrannaþjóðflokk- ana?“ „Konsóbúar eiga f stöðugum erjum við þjóðflokkana f kring, Borana og Gúdjf, en Konsóbúar ,Þar sem lllir andar eru ríkjandi Áslaug og Jóhannes að skoða heimavist stúlkna I Konsóskólanum. Fremst á myndinni, næst, er eldhús- ið, gamaldags eldhús með hlóðum og þykir það þó fínt þar I landi. Stúlkurnar, sem eru allt frá 8 ára aldri, hugsa algjörlega um sig sjálfar í heimavistinni. þykja góðir hermenn, hug- rakkir þegar á hólminn er kom- ið, og það þykir frægð að hafa drepið Konsóhermann. Klukk- an 5 í morgun blésu þeir út herlið Konsómanna til þess að fara f stríð hér 20 km frá, vega- lengd eins og milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og þetta er algengt. Allir daglaunamenn- irnir mínir, 10 að tölu, urðu að fara í strfðið, því hér verða menn að borga sekt ef þeir mæta ekki þegar ræst er. Bor- anar og Konsómenn nota bæði byssur og spjót f sínum erjum og einnig Gúdjíar, en það eru þeir sem skera undan mönnum til að geta kvænzt. Gúdjfar búa fyrir austan Konsó og Boranar fyrir sunnan en báðir þessir þjóðflokkar eru árásargjarnir. Fyrir norðan Konsó er Gidole- þjóðflokkurinn, frændflokkur Konsóa og þar eru engin vanda- mál á milli. Gúdjíar eru mun fjölmennari en Konsómenn og það eru Boranar einnig, en þeir eru hirðingjar sem flakka mikið um á stórum svæðum. Aðeins um 40 km f burtu héðan er þjóðflokkur, sen) hefur aldrei séð hvfta menn. Þeir heita Damahai og búa f trján- um.“ Mikil hungursneyð hefur verið á þessu svæði f liðlega tvö ár vegna langvarandi þurrka og hefur Skúli m.a. orðið að sjá um dreifingu korns bæði frá yfir- völdum landsins og öðrum þjóð- um og það var einmitt í Konsó sem korni fyrir íslenzka hjálparpeninga var dreift í marga mánuði í fyrra og tug- þúsundum mannslffa bjargað, því fslenzka kristniboðssam- bandið sá um að hjálparféð kæmist raunverulega til skila án þess að nokkrir milliliðir kæmust í það og m.a. fór Gfsli Arnkelsson frá íslenzka Kristniboðssambandinu til Eþíópíu í þeim erindagjörðum. „Nú sér norska neyðarhjálp- in um að koma korninu," sagði Skúli, „og um mitt sumar var búið að dreifa 1500 tonnum af þeim 2500 tonnum korns, sem á að úthluta Konsóbúum auk 50 tonna af þurrmjólk. Þeir ríku hér vilja líka fá sitt og eru ekkert feimnir að lftil- lækka sig þannig. Þeir heimta sín kíló þótt þeir eigi jafnvel tugi tonna af korni heima, en það er um svo fáa að ræða að við gerum ekkert í því. Reiknað er með að hver maður fái 4 kg af korni á mánuði og auka- skammtar eru á sjúkraskýlinu fyrir þá sem lengst eru leiddir, en auk þessara fjögurra kílóa borða þeir rætur og lauf til uppfyllingar. I Konsó eru nú 100 stúdentar til að vinna þetta starf og fylgjast með og þar af eru tveir sem vinna hér á stöð- inni hjá okkur. Það eru mörg verkefnin hér og vantar fleira fólk, en samstarfið milli kristni- boðsstöðvarinnar og Konsóbúa er mjög gott.“ Ur Eþíó- píu- ferö Texti & myndir Árni Johnsen r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.