Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 37 VELVAKANOI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags # Beðið um 500.000.000 kr. svar Eggert Hauksson skrifar: „21. sept. birtist í Mbl. skop- mynd eftir Sigmund. Myndin sýnir forstjóra Landhelgis- gæzlunnar fljúgandi um á flug- vél, sem er þeim kostum búin, að áhöfn hennar geti rétt úr sér. Fyrir þetta. þ.e. að geta rétt úr sér, þurfi hins vegar að greiða 650 mkr. Neðan við myndina er því skotið að lesendum, að „sérfróðir telja, að Landhelgisgæzlan geti rétt úr sér í minni vél en Fokker Friendship". Þetta er skemmtileg mynd. Sig- mund virðist furðu lagið að hjálpa almenningi að átta sig á ýmsum þjóðfélagsfyrirbærum með þessum hætti. — Öllu gamni fylgir þó nokkur alvara. Alvara þessa máls er 500.000.000 króna. Á sínum tima var sérstök nefnd látin taka afstöðu og vera til ráðu- neytis um kaup á flugvél fyrir Landhelgisgæzluna. Nefndin lagði til, að keypt yrði vél sem er um 500 mkr. ódýrari en sú, sem keypt hefur verið, — auk þess, sem reksturskostnaður ódýrari vélarinnar var áætlaður verulega lægri. Það er ekki farið að ráðum þessarar nefndar, sem var í sjálfu sér ekkert skilyrði. Heldur tók ríkisstjórnin þá ákvörðun sam- kvæmt tillögu forstjóra Land- helgisgæzlunnar að kaupa langt- um dýrari vél. — Hvers vegna? í sjónvarpsviðtali sem frétta- maður átti við forstjóra Land- helgisgæzlunnar, þegar flugvéla- kaupin höfðu verið ákveðin, fékk ég ekki séð, að forstjórinn hefði neitt 500 mkr. svar á reiðum höndum. — Hverju skyldi hann hafa trúað ríkisstjórninni fyrir sem hann leyndi almenningi? Fleiri en ég virðast hafa orðið óánægðir eftir þetta sjónvarps- viðtal. Fyrirspurnum og gagnrýni hefur rignt yfir Landhelgis- gæzluna siðan. I stað svara er þagað. Þó tók ég eftir að for- stjórinn gat þess á einum stað, að mismunur á kaupverði umræddra flugvéla væri 500 mkr. en ekki 650 mkr., sem flestum hlýtur í ljósi málavaxta að finnast auka- atriði. Einnig tók ég eftir i fjöl- miðlum yfirlýsingu nokkurra starfsmanna Landhelgis- gæzlunnar, þar sem þeir styðja mástað yfirmanns síns i flugvéla- kaupunum. — Hvaða málstað? — Það láðist þessum ágætu mönnum að útskýra. Þeir minntust ekki á 500 milljónirnar, sem málið snýst um. — Er þetta hægt? unni sátu tvær litlar stúlkur og mændu á sjónvarpið. Eins og ósjálfrátt reis Brahm á fætur cn konan lét saumadótið sfga. Einnig þau höfðu beðið heimsóknar hans f ótta. — Slökkvið á sjónvarpinu, steipur mfnar, sagði Brahm og sneri sér að Link. — Hvað get ég gert fyrir yður f þetta skiptið, Link? — Ég er að leita að Quain lækni! Feginssvipur virtist koma á andlit hjónanna. — Hver í ósköpunum er Quain læknir? David var ekki f skapi til að taka þátt f skrfpaieiknum með þeira. — Quain læknir er f lögregl- unni, sagði hann. — Það var hún sem framkvæmdi krufningu á Ifki Mariettu Shaw. Frúin stóð f flýti á fætur. — Það er að koma matartfmi, stelpur mfnar. Farið að þvo ykkur. — Kannski er bezt að við tölum saman undir fjögur augu, Brahm, Þar sem skattborgarar þessa lands greiða þessar 500 mkr. og ef forstjóri Landhelgisgæzlunnar virðir þá ekki svars, tei ég það skyldu Alþingis að knýja fram viðhlítandi svör i þessu máli.Það munar um 500 milljónir króna, a.m.k. þegar mistekst að skera niður fjárlögin eins og í fyrra. — Landhelgismálið má njóta for- gangs en ekki þeirra forrttinda að Landhelgisgæzlan hlaupi i felur með skattana mina. Eggert Hauksson Vesturbergi 48“ Q Skortur á hentugu húsnæði Kona, sem býr við Flóka- götu skrifar: „Ég er komin á sjötugsaldur og bý ein í 170 ferm. ibúð sem nú er orðin of stór og erfið fyrir mig. Ekki get ég hugsað mér að flytja í blokk uppi Breiðholti eða kjallaraíbúð en það virðist vera það eina sem er á markaðnum. Eg hefi látið skrifa mig niður hjá tveimur félögum sem ætluðu að beita sér fyrir byggingum fyrir aldraða en ekkert bólar á framkvæmdum þar. Hefði ekki verið tilvaltð að úthluta lóðinni við Grensásveg til þessara aðila sem siðan hefðu komið sér saman um það fyrirkomulag á Ibúðum, sem hentar þessum aldursflokki? Eru ekki ibúðir hér í Reykjavík orðnar nægilega dýrar fyrir þó ekki sé verið að úthluta góðum lóðum til verktaka sem síðan láta þær fara í gegn um hendur fasteignasala eða þeirra sem sifellt eru að reyna að græða peninga á íbúðum, á meðan hörgull er á þeim? Borgarráðsmenn og aðrir valdhafar þessara mála mættu gjarnan taka þetta til athugunar" 0 Hver ber ábyrgðina E.Ó. skrifar: „Fyrir skömmu var ég áhorfandi að athöfn menntaskóla- nema i höfuðborginni er nýliðar skólans ,,busarnir“ voru „skirðir" af eldri nemendum,. Skilst mér að hér sé um að ræða gamlan, hefð- bundinn leik og átti ég þvi von á góðri skemmtun. Þegar „busarnir" mættu var þeim heilsað með súrmjólk, tómatsósu, sósulit og þviumliku I andlitið. Siðan var hafizt handa af vösku liði eldri nemenda, vel vörðu fyrir vætu og busarnir dregnir að vatnstunnu, þar sem höfð voru endaskipti á þeim og æðri endinn kaffærður. Til að viðhalda áhrif- um dýfingarinnar og til að minna þá, sem enn höfðu ekki tekið skirn, á, hvað þeir áttu I vændum, var sprautað öðru hvoru yfir hópinn vatni úr sverum slöngum. Tókst skirnin misjafniega vel, eftir því hve fórnarlambið veitti mikla mótspyrnu og fyrir kom, að tunnubarmurinn skildi eftir mar og sársauka í hrygg. Siðan hófst skírn í tjörninni, þar sem „busum“ var umsvifalaust fleygt út í. í tjörninni var sett lið, sem tók á móti ,,busum“ er til þeirra var fleygt og sáu þeir um að kaffæra „busana“ áður en þeim tækist að' skreiðast upp úr, jafnvel aftur og aftur. Er mér kunnugt um meiðsli er af þessu hlutust, þar sem einn nemandi hlaut skurð af einhverju á botni tjarnarinnar sem svo þurfti að sauma saman hjá lækni og þótti vissara að varna ígerð með penicillinkúr, þar sem bakteriu- góður ku vera fjölskrúðugur í tjörninni okkar. Umrædd athöfn fór fram í kalsaveðri og rigningu og er augljóst hvert heilsutjón getur hlotizt af að vera holdvotur eftir ísköld böð og jafnvel meiðsli í slíku veðri. Margir blautir ,,busar“ áttu langt heim og sökum þess hve ataðir og blautir þeir voru keyptu þeir sér stæði i strætisvagni til síns heima. Ekkert eftirlit virtist vera með þvi hversu Iangt var gengið í leik þessum og var miklu fremur að sjá, sem frumstæðar hvatir eldri nemenda fengju þarna útrás, en að þetta væri skemmtun ein. Hver er ábyrgur, ef illa fer? Er ekki timabært að stemma stigu við hættulegum skrílslátum áður en alvarlegt slys hlýzt af? E.Ó.“ HOGNI HREKKVISI 9-21 1975 McNaught Syndicate, Inc. PHILIPS 30% meira Ijós á vinnuflötinn sami orkukostnadur PhilipsArgenta’ SuperLux keiluperan meó (ýviójafnaiilega birtuglugganum Nýjung í slátursölu Sala á pökkuðu og frystu slátri frá sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga hefst í dag. Hver pakkning inniheldur fimm slátur. Sláturmarkaðurinn verður opin frá miðvikudegi til föstudags kl. 1 —5 og á laugardögum kl. 8 — 11. Sláturmarkaður Sambandsins Kirkjusandi. IMYTT — NYTT Baby flauelskápur og kjólar. Velourkjólar og dragtir alpahúfur — plastik armbönd og hringir. %v SlGeA V/CJGA £ ‘Í/lveran 96 Vlf/MA VÓ TOoK 49 Gm KONONNWRÍ! WÚN 9R KOVf/A/ W MkT 4 LW M WÓN SR ALL^ EKk/ NÍNNUFÆR 0 «M&- L4ffö 9Kk/ £/Ns oa LW V£K90« /$ W4fA 5/NN 6ANG f 4oK 9£SS ÍR ÖNNOR- WV0R Kai\N6 K45- ÓLÍÍT WJ4 W£P, ’ m mVEH! LftlV V£R90« 49 W4EA S/NN Ó4WG, SAÖÖ/ VI490R/NN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.