Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 40
l/YSINC.ASÍMJNN ER: 22480 au(ílysin(;asiminn er: 22480 JRor0t(t»bI«t>i5> FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Einar ræðir við Genscher í dag Hefur átt viðræður við utanríkisráðherra Hollands EINAR Agústsson utanríkisráð- herra mun f dag eiga viðræður við Hans Dietrich Gencher, utanrfk- isráðherra Vestur-Þjóðverja, f aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York, en ráðherrarnir eru þar á ailsherjarþingi samtak- anna. Með Einari munu sitja fundinn þeir Hans G. Andersen sendiherra og Hörður Helgason, skrifstofustjóri. Umræðuefnið verður deila landanna vegna fisk- veiðilögsögu Islands og fyrirhug- uð útfærsla f 200 sjómflur. Einar Ágústsson sagði í viðtali við Morgunblaðið i gær að hann hefði í fyrradag átt viðræður við utanríkisráðherra Hollendinga, van der Stoel, en fundurinn var haldinn að ósk Hollendinga. Ráð- 'herrarnir ræddu öryggismálaráð- stefnuna f Helsinki og árangur hennar og samstarfið innan Atl- antshafsbandalagsins. Þá voru einnig rædd fiskveiðilögsögumál og sagði Einar að hollenzki ráð- herrann hefði svo sem aðrir lýst skilningi á sérstöðu Islands, en jafnframt lét hann í ljós ótta um að einhliða útfærsla íslendinga gæti skemmt árangur hafréttar- ráðstefnunnar. Einar sagðist hafa vísað því á bug, en að öðru leyti Framhald á bls. 22 Vinnuslys í Þorlákshöfn: Hnífur stakkst í bak á stúlku ÞAÐ SLYS henti f frystihúsi Meitilsins f Þorlákshöfn í sfðustu viku að flökunarhnffur stakkst f bak ungrar stúlku, smaug á milli rifja og f Iungu stúlkunnar. Var Bíða síldar- leitarveðurs við Eyjar „Það er kaldaskítur hérna núna og ekkert hægt að at- hafna sig við síldarleit,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur í talstöðvarsamtali við Morgunblaðið í gær, en hann var þá um borð i Árna Friðrikssyni við Þrfdranga í Vestmannaeyjum. „Við bíðum eftir betra veðri,“ hélt Sveinn áfram, „þá munum við kanna svæðið vestur og suðvestur af. Surtsey, en nú er ekkert að gera nema bíða og sjá til.“ hún þegar flutt f Borgarspítal- ann, en er nú á batavegi. Slysið varð með þeim hætti að nokkrar stúlkur f pökkunarsal voru að fara í hvfldarhlé. Ein þeirra hélt á flökunarhnff og sneri sér skyndilega við með hann og stakkst hnffurinn með fyrrgreindum afleiðingum f aðra stúlku sem var að fara úr vinnu- stakk sfnum. Ljósmynd Mbl. Árni G. Jórgensen. RÖLEGIIEIT 1 MIÐBÆNUM — Vegfarendur f Miðbænum nota mikið aðstöðuna í skrúðgarðinum hjá Skúla fógeta við Aðalstræti og oft má sjá fólk sitja þar á bekkjum í rólegheitum og velta fyrir sér mannlífinir í kring. Þarna á bekknum situr gamalkunnur Reyk- víkingur, Svavar Hjaltested, og nýtur góðviðrisins. Hriðarveð- ur á gangna- mönnum Mælifelli, 25. sept. I MORGUN var réttað i Stafni, en féð kom þar að í gærkvöldi er hrossarétt lauk á miðaftni. Gangnamenn í Vestflokki lögðu upp á sunnudag úr Svartárdal og Vesturdal og gistu í nýjum og veglegum skála á Skiptabakka þar sem nóg rúm var fyrir 26 menn en Austflokkur gisti þar einnig þessa nótt en hina næstu f byggð og var fé úr þeim göngum réttað í Mælifellsrétt i gær. Á mánudag var illvirði uppi við Hofsjökul og slarksamt allan dag- inn vestur að Kofa á Áfangaflá við Ströngukvfsl, ýmist haglél eða dynjandi rigning. Á þriðjudag var suðaustan strekkingur og skaf- renningur af jöklinum, þó ekki ófærð, alla leið út í Buga. Þar var siðasti náttstaðar okkar, en Vest- urheiðarmanna við Galtará. Snjór reyndist lítill þar fyrir utan, en jeppavegurinn um Litlasand og Gilhagasand var ófær á þriðjudag og Kiðaskarð sem er réttarvegur Skagfirðinga að Stafnsrétt var erfitt yfirferðar í gær vegna snjóalaga. Þótt illa viðraði í þess- um göngum var gangnaveðrið skárra en í fyrra. Björn Egilsson á Sveinsstöðum sem nú minntist þess að Iiðin eru 60 ár frá því hann fór fyrst í göngur sagði að álíka veður hefði verið í göngum 1916, ’23, ’29, '34 og ’43, þótt út yfir hefði tekið 1963 er göngum var alls ekki skipt á þessum slóð- um en kapp lagt á að koma mönn- um og hestum í skjól. Á 60 árum hafa því verið a.m.k. 8 óverðurs- göngur, eða um það bil 7. hvert haust. — Séra Agúst. Síldarsamningarnir í Moskvu: Miðað við 20 þús. tirnn- ur af heilsaltaðri síld Verðákvörðun strandaði í gær á nýjum kröfum Sovétmanna UM KL. 1 f nótt að staðar- tíma í Moskvu náðum við símasambandi við íslenzku samninganefndina sem er að semja við Sovétmenn um sölu á saltaðri sfld frá Lagarfljótsvirkjun vígð: „Upphafið að fjarstýringu alls raforkukerfis Austurlands” Sparar 313 millj. kr. á ári miðað við diselvélar Egilsstödum í gærkvöldi frá Þórleifi ólafs- syni blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞETTA er Gunnar Thoroddsen,“ orkumálaráðherra. Ég bið ykkur um að setja vélar Lagarfljóts- virkjunar f gang.“ Með þessum orðum var virkjun f fyrsta skipti á Islandi sett f gang án þess að nokkur sæist nálægur stjórntækj- unum, en vélar Lagarfljótsvirkj- unar voru settar í gang frá Grfms- árvirkjun þaðan sem á að fjar- stýra virkjuninni og var það Erl- ing Garðar Jónasson rafveitu- stjóri Austurlands, sem gangsetti vélarnar. Og eins og Valgarð Thoroddsen rafmagnsveitustjóri ríkisins sagði: „Þetta er upphafið að fjarstýringu alls raforkukerfis Austurlands." Það var haustið 1966 sem fyrir alvöru var farið að ræða um virkj- un við Lagarfoss. Árið 1971 var siðan samþykkt að þar skyldi gerð virkjun. Frá þeim tíma hefur ver- ið unnið að framkvæmdum við virkjunina sem átti upphaflega að vera tilbúin í sept. 1974, eða fyrir ári síðan, en seinkun varð um eitt ár af ýmsum orsökum, m.a. vegna seinkunar á afgreiðslu vélahluta frá framleiðendum sem eru Skoda Export i Tékkóslóvakíu. Kostnaður vegna virkjunarinn- ar, sem er 7 megavött miðað við núverandi aðstæður, er nú 860 milljónir kr. og árlegur kostnað- ur, aðallega vegna fjármagns- kostnaðar, er um 112 millj. jcr á ári. Framleiðsla virkjunarinnar er talin geta numið 50 MW árlega. Ef notaðar eru dieselvélar myndi kostnaðurinn við rekstur þeirra nema 425 millj. kr á ári. Þannig reiknað sparar virkjunin 313 millj. kr. á ári. Þess má geta að árið 1966 voru aðeins 34% Austurlands rafvædd miðað við 84% á Suðurlandi, en nú er talið að 90% húsa á Austur- landi séu rafvædd. íslandi. Gunnar Flovenz tjáði Mbl. að samningar hefðu ekki náðst ennþá um verð fyrir síldina, en búið var að ákveða magnið sem miðað skyldi við og eru það 20 þús. tunnur af heilsalt- aðri slld. „Það er verið að bjóða hér síld frá ýmsum lönd- um,“ sagði Gunnar, „á verði sem við viljum ekki líta við, til dæmis síld frá Noregi, Skotlandi, írlandi, Kanada og fleiri löndum, en i stuttu máli er ekki komið samkomulag hjá okkur ennþá. Við höfðum gert okkur vonir um að samkomulag myndi nást á síðdegisfundi í dag, en þá komu fram nýjar kröfur frá Sovétmönnum sem við vildum ekki ganga að. Mál- in eru því í strandi í bili, en samningafundir verða áfram á morgun.“ „Er rætt um ákveðið magn síldar?“ „Já, það er talað um ákveðið magn. Við leggjum megináherzlu á það í samn- ingum í þessu landi að ná samningum um heilsaltaða síld og það gerum við með tilliti til þess að geta nýtt allt sem á land berst ef saltað kynni að verða um borð í bátunum. Það hefur verið ákveðið að semja um þá tegund eingöngu og magnið sem við erum að semja um er 20 þús. tunn- ur af heilsaltaðri síld.“ Þegar við ræddum við Gunnar var hann á fundi ásamt öðrum samninga- mönnum við útreikninga og umræður um möguleika í þessum efnum, en Gunn- ar kvað íslenzka sendiráðið í Moskvu hafa verið mjög hjálplegt í þessum samn- ingum að vanda og væri sú aðstoð til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.