Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 39 Víkingur og KR standa bezt að vígi í Reykjavíkurmótinu VlKINGUR og KR standa nú bezt að vfgi f Reykjavfkurmótinu f handknattleik. Er ailt sem bendir til þess að Vfkingar sigri f b-riðli mótsins, eftir að liðið vann Val 17:16 f fyrrakvöld. Með jafntefii Fram og IR, 16:16, jukust sigurlfkur Vesturbæjarliðsins KR til muna f riðlinum, en vonir Framara um sigur eru orðnar litlar sem engar. Hafa Framarar tapað 3 stigum, iR-ingar 2 og Ármenningar einu stigi, en KR-ingar hafa hins vegar engu stigi tapað. Það skal þö haft f huga, að KR á bæði eftír að mæta Ármanni og IR og ekki er ólfklegt að einhver stig tapist f þeim leikjum. Stefán Gunnarsson skorar eitt marka sinna gegn Vfkingum, Sigfús, Magnús og Viggó hafa verið illa á verði. Leikur Vals og Víkings í fyrra- kvöld var æsispennandi, enda mikið f húfi, þar sem líklegt má telja að það lið sem sigraði í leikn- um, yrði þar með sigurvegari f riðlinum og jafnvel Reykjavfkur- meistari. Höfðu Valsmenn ævin- lega betur í leiknum og það var ekki fyrr en á síðustu mínútum að Víkingarnir komust fyrst yfir 17:16, en þær urðu lokatölur leiksins. í fyrri hálfleiknum komust Valsmenn strax yfir og staðan var 8:4 þeim f vil er aðein$ 9 mfnútur voru tíl loka hálfleiksins. Þá loks Enginn kreppu- bragur á verð- laununum Golfþáttur frá Bandaríkjunum. Baldvin Berndsen. Um helgina 6. og 7. september fór fram f Akron f Ohio keppni milli meistara eftirfarandi stór- móta: U.S. Open, Masters, British Open og P.G.A. Þar sem sami maður (Jack Nicklaus ) sigraði í tveimur af þessum fjórum mótum, var Kanadameistari sem fjórði kepp- andinn. Keppnin er kölluð World Series of Golf og er ávallt haldin á sama golfvellinum, eða Firestone Country Club í Akron. Firestone þykir frekar erfiður yfirferðar, enda var hann notaður f P.G.A. keppninni í ár. (Sjá lýsingu að ofan). Meistararnir f þetta sinn voru ekki af verri endanum: Tom Watson, sigurvegari British Open, Lou Graham, sigurvegari U.S. Open, Tom Weiskopf, sigur- vegari Canadian Open, og síðast en ekki sfst Jack Nicklaus, sigur- vegari Masters og P.G.A. Þessi keppni er ekki talin til stórmóta í Bandaríkjunum heldur er hún talin vera sniðin fyrir þá sem fylgjast með golfi hérlendis í sjórivarpi. Þeim gefst tækifæri að sjá ársins beztu golfleikara leika fjóra saman, og er sjón- varpsmyndin stöðugt á sömu braut, með öll höggin hjá öllum fjórum spilurum undir smásjá svo allir geti lært sem mest. Laugardaginn 6. september var hinn ungi Tom Watson allan daginn með gott forskot á hina þrjá. Watson fór völlinn á 69, eða einum undir pari, sem þótti mjög gott, enda var mikil bleyta á vellinum. Sérlegáspilaði hann 18. holuna glæsilega þar sem annað skot hans hafði lent í mosa- kenndu, háu grasi svo sem eins og 3—4 metra utan flatar, og um það bil 10 metra frá holu. Watson notaði sandjárn út úr grasinu og rúllaði kúlan beint f holu sem gaf honum „birdie“ 3 og þriggja högga forskot á Jack Nicklaus sem fór á 72. Tom Weiskopf spilaði á 75 sem honum þótti mjög lélegt og afsakaði hann sig með því að hann væri nýkominn úr flugferð frá Skotlandi. Lou Graham rak lestina með 76. Eitt markverðasta þennan dag var á 16. holu, sem kölluð er „the monster" enda er holan 625 yard- Framhald á bls. 39 fóru Vfkingarnir í gang og höfðu jafnað 9:9 áður en flautað var til leikhlés. Höfðu Víkingarnir brugðið á það ráð að taka Jón Karlsson úr umferð og gafst það mjög vel, spil Valsmanna varð allt þyngra og óöruggara. í síðari hálf- leiknum var meira jafnvægi í leiknum, en Valsmenn þó alltaf á undan til að skora. Var mikið um mistök í leiknum á báða bóga og einnig hjá dómurunum, sem ekki áttu góðan dag. Er staðan var 16:15 Valsmönn- um í vil varði Olafur Benedikts- son vftakast Páls Björgvinssonar og héldu menn þá að sigur Vals- manna væri í höfn. Magnús Guð- mundsson, risinn f Vfkingsliðinu, sá þó um að svo varð ekki, skoraði hann tvö sfðustu mörk leiksins og tryggði Víkingi þar með sigurinn. Jón Karlsson skoraði flest mörk Valsmanna, 4, (öll í fyrri hálf- leik), Viggó og Páll skoruðu 5 mörk fyrir Víking. Klaufskir Framarar. Framarar höfðu töglin og hagldirnar f leiknum við ÍR, að minnsta kosti framan af. Er lfða tók á seinni hálfleikinn og staðan var 13:7 fyrir Fram breytti'st þó gangur mála, heilladísirnar gengu f lið iR-inga, en yfirgáfu Framarana algjörlega. Breyttist staðan skyndilega í 14:13 Fram í vil og yfirburðir Framara voru skyndilega að engu orðnir. Vil- hjálmur Sigurgeirsson var f ess- inu sínu þennan siðari hálfleik og jafnaði hann leikinn fyrir IR úr vftakasti á sfðustu sekúndum leiksins og má segja að þar með hafi vonir Framara um sigur í Reykjavíkurmótinu verið að litlu gerðar. Markahæstur Framara f leikn- um var Pálmi Pálmason með 10 mörk, en Vilhjálmur skoraði 8 af mörkum IR. Það verður að telja heldur hæpna ráðstöfun að láta KR-ing Kristján örn Ingibergsson dæma þennan leik þvi vissulega höfðu KR-ingar hagsmuna að gæta í leiknum. Staðan f Reykjavfkurmótinu er nú þessi: A-riðill: KR 2 2 0 0 45:35 4 Fram 3 111 67:47 3 IR 2 0 2 0 33:33 2 Ármann 10 10 17:17 1 Leiknir 2 0 0 2 32:62 0 B-riðilI: Vfkingur 2 2 0 0 45:27 4 Valur 3 2 0 1 62:50 4 Þróttur 2 10 1 42:40 2 Fylkir 3 0 0 3 45:63 0 - áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.