Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 17 Bragi Björnsson lögfræðingur: Landbúnaðarmál Þegar menn reka augun í þessa fyrirsögn, verður víst mörgum á að hugsa: „Kemur einn öfga- maðurinn enn.“ Ég hef lengi velt fyrir mér og reynt að komast til botns í land- búnaðarpólitík okkar. Við lestur skrifa um þessi mál hef ég orðið æ ruglaðri eftir þvi sem lestrinum hefur miðað áfram. Til þess að spara mér þá fyrirhöfn að reyna að hugsa sjálfstætt um þessi mál, hef ég verið sá einfeldningur að halda að ég gæti tileinkað mér einhverja skoðun einhvers manns, sem um mál þessi hefur ritað, en þeir eru legió. Allt hefur komið fyrir ekki og nú er ég orð- inn einn af „sérfræðingunum“. Ég vil taka það fram i upphafi þessara hugleiðinga minna að ég horfi fram hjá verðlagningu Iand- búnaðarvara sem hagstjórnar- tækis, enda fellur allt tal um þessi efni um sjálft sig, ef reikni- meistarar vísitölu, verðlags og kaupgjalds svo og verðbólgu- banar, fá einhversstaðar nærri að koma. Við skoðun landsins blasir sú hryggilega staðreynd við að nánast hvar sem augum litur, glittir i rofabörð, gróðurvana melar teygja sig inn í þrautnag- aða bithaga og stækka ár frá ári. Frekari lýsingu á þessu ástandi þarf ekki að tiunda hér, hún er landsmönnum þegar kunn. Orsak- ir þéssarar landeyðingar eru að mínu áliti að miklu leyti að kenna ofbeit. I ár er talið að um tvær milljón- ir fjár komi af fjalli þe.a.s. að næstum 10 fjár koma á hvert mannsbarn í landinu. Þótt Islend- ingar séu miklir matmenn, þá held ég að ofrausn sé, að stofna til svo mikillar fæðuöflunar, þótt fyrningar séu góðar út af fyrir sig. Væri nú ekki ráð að reyna að koma einhverju skipulagi á mál þessi án þess að þurfa að særa of marga? Ég skil fyllilega það sjónarmið bænda að framleiða sem mest dilkakjöt án tillits til þess hvort þörf er fyrir það eður ei. Stjórn- málamenn hafa komið því svo fyrir að framleiðsla dilkakjöts hefur verið hagkvæm bændum og hafa þeir af eðlilegum ástæðum beint framleiðslu sinni í þá átt. Ef breyta ætti um búnaðarhætti með einu pennastriki yrði um stórkostlega röskun í sveitum landsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bændum yrði lítil not af þeim húsum sem þeir hafa komið upp hjá sér. Ræktun gengi öll á misvfxl og framtíðaráætlanir hryndu Sem spilaborg. Væri nú ekki hægt að slá tvær flugur f einu höggi, græða upp landið og beina búskaparháttum í þann farveg að allir mættu vel við una. Þessu takmarki hef ég í fáfræði minni látið mér koma til hugar að framkvæma á eftirfarandi hátt: Alfriða stór svæði á þeim afrétt- um, sem verst eru farnir og fækka ítölu á þvf landi sem beitt yrði. Fullnýta beit á þeim stöðum, t.d. á Vestfjörðum, þar sem enn er rúm fyrir fleira fé, að því er mér er sagt, án hættu fyrir landið. Nota þá fjármuni, sem nú er eytt í niðurgreiðslur og útflutn- ingsbætur, til þess að styrkja þá bændur, sem þyrftu að fækka hjá sér fé eða farga að öllu leyti, til þess að aðlaga sig öðrum búskaparháttum, sem heillavæn- legri yrðu fyrir land og lýð. Selja afurðirnar á kostnaðar- verði til eflingar verðkyns al- mennings. Dreifa byrðum barnafjöl- skyldna, enda yrði tekið tillit til efnahags heimilanna, með greiðslu fjölskyldubóta. Stóraukin áherzla yrði lögð á landgræðslu. Mér er ljóst að þetta verður ekki framkvæmt á einum degi en ef unnið yrði að þessum málum markvisst og not- aðir yrðu tilhþess þeir fjár- munir, sem nú fara án nokk- urrar fyrirhyggju til niður- greiðslu og útflutningsbóta, mundum við vakna upp við það einn góðan veðurdag að við byggj- um í mun betra landi og hefðum öðlazt um leið skýrari hugsun auk þess sem úr væri sögunni tilbúinn rígur milli þegna þjóðfélagsins. Tilræði við Jack Anderson aflýst? Washington, 22. september. Reuter. DÁLKAHÖFUNDURINN Jack Anderson hafði svo greiðan að- gang að ieyniskjölum að háttsett- ir starfsmenn ríkisstjðrnar Nix- ons ákváðu að koma honum fyrir kattarnef að sögn biaðsins Was- hington Post. Sá sem gaf skipunina var hátt- settur en ðnafngreindur starfs- maður Hvfta hússins samkvæmt fréttinni. Sá, sem var beðinn um að ryðja Anderson úr vegi, var einn þeirra sem dæmdir hafa ver- ið fyrir innbrotið f Watergate- bygginguna, E. Howard Hunt. Höfundur fréttarinnar í Was- hington Post er Bob Woodward sem ásamt Carl Bernstein afhjúp- aði Watergate-hneykslið er varð til þess að Nixon sagði af sér. Þeir vitna f „áreiðanlegar heimildir". Skipunin um tilræðið var gefin í desember 1971 eða janúar 1972 samkvæmt fréttinni, en var aftur kölluð á siðustu stundu og ékki er vitað af hverju. Byrla átti Ander- son eitur samkvæmt fréttinni og læknir hjá leyniþjónustunni CIA átti að útvega eitrið. Undirbúningur tilræðisins var svo langt kominn, að ákveðið hafði verið að láta líta út fyrir að Anderson biði bana í „slysi". Komdu og kíktu á VOLVO 76 BÍLASÝNING VOLVO 76 27-28. sept. argus — Fiskkassar Framhald af bls. 14 að fara heim um miðjan daginn til þess að líta eftir búi og börn- um. Langflestir fara heim í mat f einkabílum, en annars gengur hingað strætisvagn, sem eitt- hvað er notaður. — TVú er orðin brýn þörf á viðbyggingu við frystihúsið, og einmitt i dag vorum við að senda frá okkur umsókn til bæjaryfirvalda um allmikla stækkun lóðarinnar til suðurs til þess að við getum sfðan tekið lokaákvarðanir um stækkun hússins. 1 þessari fyrirhuguðu viðbyggingu á fyrst og fremst að vera ný fiskmóttaka og hrá- efnisgeymsla, því að gamla fisk- móttakan hentar engan veginn fyrir kassafisk og er þar að auki ekki kæld eins og ný mundi verða. Við fengjum lfka aukið rými fyrir fiskvinnsluvélar og starfsfólkið nýjar fatageymslur og snyrtingu. Við ætlum að byrja á þessum framkvæmdum strax o£ fé fæst, fyrst og fremst úr Fisk- veiðasjóði, en þangað til þau lán fást, vonum við, að við- skiptabankar okkar brúi bilið. Þessum byggingarframkvæmd- um átti að vera lokið núna og þeim hefði reyndar þurft að vera lokið, en nú er ekki hægt að skjóta þeim á frest lengur. — Jafnframt erum við að vona, að núverandi bryggja framan við hraðfrystihúsið verði lengd til suðurs, þannig að fiskurinn geti eins og núna komið upp úr skipi þvert yfir bryggjuna og inn í frystihúsið. Að því er bæði mikið hagræði, þægindi og þrifnaður. Sv. P. OPIÐ LAUGARDAG KL.14-19 OG SUNNUDAG KL.10-19 VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 1 i I i < \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.