Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 23 Eftir Inpva Hrafn Jónsson Mesta laxveiðisumar frá upphafí „VIÐ höfum ekki enn allar töl- ur f okkar höndum, skýrslurnar eru að týnast inn, en það bendir allt til þess, að veiðitímabilið, sem var að ljúka, hafi verið hið bezta frá upphafi hérlendis,“ sagði Þór Guðjónsson veiði- málastjóri er við höfðum sam- band við hann í vikunni. Þór sagði, að bezta veiðisumarið fram til þess hefði verið 1973, er heildarveiðin nam 66 þús- und Iöxum, en sagði að erfitt væri að spá um hvort talan nú næði 70 þúsund. Fréttir frá ánum hefðu yfirleitt verið á eina leið, meiri veiði en sl. ár, en þess ber þó að gæta að skil- yrði til veiða voru ákaflega léleg þá vegna þurrka og vatns- leysis f ám sunnanlands. Þór sagði, að þeim hjá Veiði- málastofnun sýndist, að hæsta áin f sumar yrði Þverá í Borgar- firði með um 2500 laxa. Elliða árnar, Grimsá, Laxá f Aðaldal, Norðurá og Langá á Mýrum væru allar um og yfir 2000 laxa svo og Laxá í Kjós, en þessar ár hefðu löngum verið beztu veiði- ár landsins. Þá er þættinum einnig kunnugt um að veiðin í Laxá á Ásum var alger rnetveiði eða um 1900 laxar á tvær steng- ur. Efumst við um að til sé í heiminum á, sem státað getur af tæpri þúsund laxa veiði á stöng yfir tímabilið. Góð veiði Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri. var einnig í Blöndu, Laxá i Leirársveit og Hítará og raunar eins og fyrr segir í öllum okkar þekktustu veiðiám. T.d. var aukningin í Miðfjarðará nær 100% og virðist sú á nú vera búin að ná sér upp úr lægð undanfarinna ára. Það verður þvi ekki annað sagt en að árið i ár lofi góðu um framtíðarhorf- ur í laxveiðimálum hér á landi. Innan fárra ára má einnig gera ráð fyrir að mikill lax eigi eftir að ganga upp á svæðið fyrir ofan Lagarfljótsvirkjun og fyrstu laxarnir gengu upp stig- ann þar nú í sumar og varð vart við lax í flestum ánum. Þór Guðjónsson sagði okkur, að er hann var á ferð þarna fyrir nokkru lét hann loka fyrir vatnið í stiganum til að skoða hann og þá voru i honum 8 laxar. Einnig var í vor lokið við framkvæmdir við stigann í Faxa í Tungufljóti og nýr laxa- stigi tekinn í notkun í Ytri-Laxá við Skagaströnd. Fyrsti laxinn veiddist einnig í sumar fyrir ofan laxastigann í Svartá i Skagafirði. Þá má nefna að laxateljarar hafa verið settir niður í Grímsá og Elliðaárnar og Andakílsá og er um mottutelj ara að ræða, sem lagðir eru á árbotninn. Er talið að með þess- um teljurum hafi opnazt leið til að koma teljurum í allar ár á landinu. Mjög mikið hefur verið unnið að tilraunúm á vegum veiðimálastofnunar í sumar, en Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt vegiegan styrk til rannsóknaáætlunar og hafa er- lendir sérfræðingar unnið að þeim ásamt starfsmönnum veiðimálastofnunar undanfarin 2 sumar. Ymsar mikilvægar niðurstöður hafa þegar fengizt en búizt við miklum upplýs- ingum á næsta ári. Allt þetta miðar að því að auka enn laxa- gengd og veiðar í íslenzkum ám um ókomna framtíð. Mikið gert fyiii' unihveriÍ Keflavíkur- flugvallar I SUMAR hefur mikið verið gert til að fegra umhverfi Keflavíkur- flugvallar, meðal annars hafa hús verið máluð, götur malbikaðar og stór svæði tyrft. Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri í Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, sagði i gær, að mikið af járnadrasli hefði verið fjarlægt og sumt af því hefði legið síðan á stríðsárunum, þá hefðu malbikunarframkvæmd- ir verið mjög miklar og mikið verið tyrft. Flugvallarsvæðið væri nú allt annað en áður að sjá. Ennfremur hafa eldri hús verið máluð og þau sem mikið voru farin að láta á sjá hafa verið rifin. Það er Bandaríkjaher, sem kostað hefur þessar framkvæmdir. INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD Hljómsveit GARÐARS JÓHANNSSONAR, Söngvari: BJÖRN ÞORGEIRSSON. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. -oDiskó — Restaurant — Diskó — Restaurant — J3 SESAR W5 O) c s D ífí CL Erlendur Magnússon i ! velur lögin í kvöld ? O Baldur Brjánsson töframaður X* o </) Opið alla daga frá kl. 8 e.h. nema miðvikudaga. X o Gestir athugið: Snyrtilegur klaeðnaður. cD (/> Rest — Diskó — Rest — Diskó — Rest — Diskó — Rest LINDA WALKER OG JANIS CAROL SKEMMTA ÍKVÖLD. KVARTETT ÁRNA ÍSLEIFS LEIKURTILKL. 1. HÓTEL BORG Innritun stendur yfir í síma 84750 frá kl. 10-7 Hafnfirðingar kenni öllum aldursflokk- um yngst 2ja ára. Takið eftir Kennt verður: Barnadansar Táningadansar Stepp Jazzdans Samkvæmis- og gömlu dansarnir Jutterbug og rokk Kennslustaðir Safnaöarheimili Langholtssóknar Ingólfskaffi Breiöholt II Seljahverfi Hafnarfjöröur, lönaöarmanna- húsinu Rein, Akranesi Samkomuhúsiö. Borgarnesi D.S.Í. SUPERMAN Just half of you I I(’)L> ni Supcrmaii * ^ | Onnur % ■ Isending komin í allar hljómplötuverzlanir. PARADÍS 'HH 'H I—í ‘HÍ Cð Ní W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.