Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 31 Pólýfónkórinn æfir H-moll messu Bachs Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Pálýfénkórnum: Þrátt fyrir gffurlegt annríki mun Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar, sem jafnframt er einn hæsti skattgreiðandi lands- ins, enn gefa kost á sér að starfa áfram sem söngstjóri Pólýfón- kórsins án endurgjalds og vera um leið fjárhagslegur bakhjarl kórstarfseminnar, því að enn liggja engin ákveðin loforð fyrir um fjárveitingar til kórsins. Pólýfónkórinn og söngstjóri hans hafa jafnan þótt djarfir f verkefnavali. Sfðasta viðfangs- efni kórsins var oratorían Messfas eftir Handel, sem flutt var þrisvar sinnum við húsfylli f Háskólabíói um páskana, en eftir TVÆR RIT- GERÐIR UM DR. HELGA PJÉTURSS GEFNAR ÚT það bauðst kórnum að endurtaka flutninginn í.Edinborg í byrjun mai s.l. Var það ein mesta sigur- för kórsins, lófataki áheyrenda ætlaði aldrei að linna og strangir gagnrýnendur hældu kórnum á hvert reipi. Ekki hugsar kórinn sér að lækka seglin á næsta starfsári, þvf að ráðgert er að taka til flutnings Messu í h-moll eftir J.S. Bach sem margir telja tilkomumesta kór- verk allra tíma. Pólýfónkórinn flutti þe\ta verk í fyrsta sinn á tslandi árið 1968, þá nokkuð stytt, en nú mun ætlunin að flytja verk- ið óstytt um næstu páska. Jafn- framt hefur kórinn í hyggju að bjóða listahátíðanefnd endur- flutning þess með heimsþekktum einsöngvurum á Listahátíð í Reykjavík 1976. Nýlega hefur þekkt erlent út- gáfufyrirtæki farið þess á leit við Pólýnónkórinn að hann syngi stórt erlent kórverk inn á hljóm- plötu fyrir heimsmarkað, en ekki hefur enn verið tekin afstaða til þess tilboðs og verður naumast gert fyrr en á aðalfundi kórsins, sem haldinn verður 10. október. Þá hefup einnig boðizt að syngja I nokkrum borgum Italíu. Til eflingar starfsemi sinni og söngmennt almennt hefur Pólý- fónkórinn í mörg undanfarin ár rekið söngskóla við miklar vin- sældir og með ágætum árangri. Ur söngskólanum er margt af þvf fólki komið, sem fyllt hefur raðir söngvara á hljómleikum kórsins t.d. í Messíasi í vor. Kennslu- greinar I Kórskólanum eru radd- beiting og söngur, tónheyrnar- og taktæfingar og nótnalestur. Kennt er eitt kvöld í viku á mánu- dögum, 2 stundir í senn í 10 vikur og fer kennslan fram f Vogaskóla. Skólastjóri Kórskólans er Ingólf- ur Guðbrandsson og innritun í sfma 2 66 11. Þeir sem áhuga hafa á að starfa í Pólýfónkórnum, eru einnig hvattir til að gefa sig fram við söngstjórann í síma 2 66 11. ÓKEYPIS! Tveggja mínútna leitin Allt sem þú þarft að gera er: að skrifa okkur á bréfsefni fyrirtækis þíns og segja okkur hvaða vörum þú þarft á að halda og nota. Segðu okkur hvort fyrirtæki þitt notar það sjálft eða er söluaðili. Segðu okkur einnig frá banka fyrirtækisins eða aðra erlenda viðskiptaaðila, venjulegar greiðsluaðferðir (letter of credit eða annað) og þær upplýsingar sem máli skipta fyrir seljanda. Er okkur berast spurningar þfnar komum við þeim áleiðis til fyrirtækja f New York rfki sem gætu þjónað yður bezt. Þeir munu sfðan skrifa þér beint. Á stuttum tfma getur þú eignast traust viðskiptasambönd við framleiðendur í New York ríki. Sendið bréf flugleiðis til: New York State Department of Commerce, International Division, Dept. LLFP, 230 Park Avenue, New York, New York 10017, U.S.A. Fyrirspurnarbréf á ensku ganga betur fyrir sig. NEW YORK STATE ÚT ER komin bókin „Þættir um heimsfræði Helga Pjeturss“. í bókinni eru tvær ritgerðir. Sú fyrri nefnist „Heimspekileg hugmyndaþróun dr. Helga Pjeturss árin 1895—1918“. Er þar leitazt við að lýsa á hlutlægan hátt hvernig heimspekihugmynd- ir dr. Helga þróast og mótast á þessum árum og úr hvaða jarð- vegi þær eru sprottnar, einkum með tilvitnunum I ýmsar rit- gerðir hans frá þessu tfmabili. Sfðari ritgerðin nefnist „Efni, orka og heimspeki Helga Pjeturss". Er þar gerð grein fyrir hvernig hugsanlega megi skýra ýmis atriði f eðlis- og Iffefnafræði og heimspekikenningum dr. Helga ef gert er ráð fyrir sam- hæfðri hreyfingu efnis og orku. Eftirtaldir aðilar hafa unnið að gerð bókarinnar: Elsa G. Vi 1 - mundardóttir, jarðfræðingur, Þorsteinn Þorsteinsson, Iffefna- fræðingur, Haukur Matthfasson stud. phil., Ólafur Halldórsson, lfffræðingur, Samúel D. Jónsson, framkvæmdastjóri, og Svein- björn Þorsteinsson kennari. Bók- in er offsetfjölrituð og 75 bls. að stærð. Útgefandi er URÐ s/f. AlKil.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 armitaqe Komdu og kíktu á V0LVO76 OPIÐ LAUGARDAG KL.14-19 OG SUNNUDAG KL.10-19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.