Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 „íslendingar eiga ekki minnstan þátt í því að í dag er jarðhiti viður- kenndur orkugjafi rétt eins og olía ” Samtal við dr. Josep Barnea, fgrrverandi forstöðumann jarðhitadeildar Sameinuðu þjóðanna Dr. Joseph Barnea, einn kunnasti jarðhitafræðingur heimsins, hafði stutta viðdvöl á íslandi f sfðustu viku. Dr. Barnea er ísraelsmaður en hefur búið í Bandarfkjunum frá árinu 1951 er hann réðst til jarðhitadeildar Sameinuðu þjóðanna f New York. Hefur hann lengst af veitt deildinni forstöðu en hefur nýlega látið af þeim störfum. Hann er sá maður sem mótað hefur öðrum fremur rannsóknarstörf Sam- einuðu þjóðanna á hagnýtu gildi jarðhitans og undir hans stjórn hafa fjölmargir ls- lendingar unnið. Morgunblaðið ræddi stuttlega við dr. Barnea þegar hann dvaldist hér. ISLENDINGAR HAFA UNNIÐ MIKIÐ STARF Jarðhitadeild Sameinuðu þjóðanna hefur undir minni stjórn beint kröftum sinum að jarðhitaorkunni og nýtingu hennar til allra þarfa, til raf- orkuframleiðslu og til hitunar húsa svo eitthvað sé nefnt, sagði dr. Barnea í upphafi sam- talsins. Þegar ég fluttist frá Israel til Bandaríkjanna árið 1951 og hóf störf að þessum rannsóknum hjá Sameinuðu þjóðunum mátti telja starfs- menn deildar minnar á fingr- um annarrar handar. I dag starfa um 100 sérfræðingar í aðalstöðvunum í New York og aðrir 600 víðs vegar um heim- inn, þar á meðal nokkrir ís- lepdingar sem reynzt hafa af- bragðs góðir starfskraftar og eiga þeir ekki lítinn þátt í því að í dag er jarðhiti viðurkennd- ur orkugjafi rétt eins og olía. í nokkrum löndum heims, t.d. Is- landi, Italíu og Nýja-Sjálandi hafa um langa hrfð farið fram rannsóknir á möguleikum jarð- hitans sem orkugjafa en það var fyrst og fremst olíukreppan og ört hækkandi verð á olíu henni samfara sem beindu augum manna að jarðhitanum. HVERAGERÐI ALÞJÓÐLEG SKÓLAMIÐSTÖÐ YLRÆKTAR? — Island hefur lagt mikið af mörkum til rannsókna á jarð- hitanum og möguleikum hans og ég vona að svo verði áfram. I tveimur tilfellum a.m.k. stendur tsland f fremsta flokki og á ég þar við upphitun húsa með jarðhita og ylrækt í gróð- urhúsum með jarðhita. Ég fór í* gær til Hveragerðis með vini mfnum Baldri Lfndal og sá þar hvað Islendingar hafa gert á sviði ylræktar og það eru sannarlega stórkostlegir hlutir. 1 fyrsta lagi hafið þið sannað að það er tæknilega mögulegt að rækta hvað sem er í gróður- húsum, grænmeti, blóm, já, hvað sem er. Þið eigið reyndar að búa við takmarkanir á þessu sviði og á ég þar við hina tak- mörkuðu sólarbirtu en nú fara einmitt fram viðtækar athug- anir á heppilegum gerðum gerviljósa sem gætu breytt þessu stórlega. Og í öðru lagi er Island fyrsta landið þar sem garðyrkjumönnum er sérstak- lega kennd ylrækt í gróður- húsum. Það er mín skoðun að íslenzk stjórnvöld ættu að íhuga þann möguleika að opna Garðyrkjuskólann f Hveragerði fyrir erlendum nemendum sem vildu læra þetta fag. Ég veit að það er áhugi i mörgum löndum fyrir námi í ylrækt. Þannig gæti skólinn ykkar orðið alþjóð- legur skóli og gæti það leitt margt gott af sér að mínu mati. Ég færði þetta í tal við skóla- stjórann (Reynir Unnsteinsson — innsk. Mbl.) og hann sýndi málinu mikinn áhuga. En ef af þessu yrði þyrfti að gera ýmsar endurbætur á skólahúsnæðinu. HEITAVATNSFLUTNING- ARNIR SKEMMTILEG HUGMYND — I þessari stuttu ferð minni hingað til lands hefur mér einnig gefizt kostur á að skoða Hitaveitu Reykjavfkur. Þetta er stórmerkilegt fyrirtæki, vel hannað og vel rekið. Það er alveg makalaust áð ekki þurfi nema 70 manna starfslið til að reka þetta mikla fyrirtæki Hitaveitustjórinn Jóhannes Zoéga er einmitt einn þeirra mörgu íslendinga sem jarðhita- deild Sameinuðu þjóðanna hefur fengið f lið með sér vio leiðbeiningarstörf á sviði jarð- hitarannsókna. Hann hefur fyrir milligöngu deildarinnar farið til Tyrklands og leiðbeint þarlendum við hönnun hita- veitu þar sem jarðhiti yrði notaður til upphitunar húsa og á næstunni fer hann í mánaðar- ferð til Tyrklands í sömu er- indum fyrir jarðhitadeild SÞ. (Frá för Jóhannesar var skýrt f frétt í Mbl. sunnudaginn 21. september s.l. — innsk. Mbl.). Mér var skýrt frá þeirri hug- mynd sem nýlega hefur skotið upp kollinum, að ef til vill væri hagkvæmt að flytja heitt vatn með stórum tankskipum til Svf- þjóðar. Þetta er ákaflega skemmtileg hugmynd vægast sagt og allrar' athygli verð þótt ég verði að játa það hrein- skilnislega að ég hef ekki áttað mig fyllilega á henni ennþá. En það er vissulega ástæða til að kanna alla möguleika, ekki síst fyrir land eins og Island sem býr yfir svo mikilli orku en hefur svo lítinn markað fyrir hana sem raun ber vitni. LÆKNINGAMÁTTUR jarð- HITANS KANNAÐUR HÉR? — Eins og ég sagði hér áður hafa mjög margir Islendingar starfað hjá jarðhitadeild Sam- einuðu þjóðanna og hafa lagt þar fram ómetanlegt starf. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig á því stæði að lítil þjóð eins og þið Islendingar getið ,Jramleitt“ eins marga leiðandi menn á þessu sviði og raun hefur orðið á. Ég gæti nefnt mörg nöfn, en það er óþarfi, þeir hljóta allir að vera þekktir hér f heimalandinu. Þetta er fyrsta heimsókn mfn hingað til Islands og er ástæðan fyrst og fremst sú að starf minnar deild- ar hefur fyrst og fremst beinst að aðstoð við þróunarlöndin en ísland er langt frá því að vera vanþróað á þessu sviði. Ég hef áður bent á tvö svið þar sem þið íslendingar standið í fremstu röð, þ.e. upphitun húsa með jarðhita og ylrækt f gróðurhús- um. Ég vil benda á eitt svið ennþá sem hér mætti að mínu viti rannsaka á næstu árum og á ég þar við lækningamátt heita vatnsins. Á því sviði gæti Is- land orðið virkur þátttakandi. 1000—1500 MANNA JARÐHITARÁÐSTEFNA HALDIN HÉR 1978? Dr. Joseph Barnea lét fyrir skömmu af störfum sem for- stöðumaður jarðhitadeildar Sameinuðu þjóðanna fyrir aldurs sakir, en hann hafði þá veitt deildinni forstöðu i rúm 20 ár. Hann hætti þó ekki störf- um hjá Sameinuðu þjóðunum heldur færði sig aðeins um set og starfar nú hjá UNITAR, en sú stofnun innan SÞ hefur með að gera leiðbeiningar og rann- sóknir á náttúruauðlindum og orkumöguleikum i framtíðinni. Framhald á bls. 30 NÝTT FRÁ SVÍÞJÓÐ EDEN- sófasettiö er sófasettiö, sem fer alls staöar vel. Þriggja sæta sófi, tveggja sæta sófi og stóll. OPIÐ TILKL.10 Vðrumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-1 12 Matvörudeild S 86 1 1 1, Vefnaðarv.d S 86 1 1 3 Hverjir unnu I bíl- beltahappdrættinu? ÞANN 15. september s.l. var dregið í bílbeltahappdrætti því sem Umferðarráð f samráði við lögreglu og bifreiðatrygginga- félögin efndi til í júlí- og ágúst- mánuði s.I. Á þeim tíma var gefinn út bílbeltabæklingur sem jafnframt var happdrættismiði. I bæklingi þessum var ýmis fróð- leikur um bílbelti og önnuðust lögreglumenn um land allt dreif- ingu hans. Dreift var samtals 50 þús. bæklingum. Vinningar f happdrættinu voru samtals 25, hver að upphæð 10 þús. kr. og gáfu tryggingafélögin vinningana, en eftirtalin númer hlutu vinning: 1314, 3466, 5793, 6648, 7471, 9296, 10069, 13026, 16673, 18333, 21640, 23939, 23948, 29038, 31994, 33308, 33431, 34712, 37802, 38593, 38804, 38940, 41032, 41501 og 41040. Þeir sem hafa undir höndum bílbeltabækling sem vinningur Helga Sigurðardóttir dregur út vinninga f bflbeltahappdrættinu. hefur komið á, geta hringt eða snúið sér til skrifstofu Umferðar- ráðs, sfmi 8-3600 og skrifstofu Sambands fsl. tryggingafélaga. ^ Litlar líkur á náðun fanganna sex Madrid 24. sept. Ntb. Reuter. ÆÐSTU yfirvöld Spánarhers staðfestu f dag dauðadómana yfir sex af cllefu stjórnarandstæðing- um, sem dæmdir voru til dauða fyrir að hafa drepið lögreglu- menn. Á morgun kemur ríkis- stjórnin saman til fundar til að ræða dómana og mótmælin sem hafa streymt að hvaðanæva, bæði frá stjórnmálasamtökum og ein- staklingum utan Spánar sem inn- an. sexmenningarnir komist hjá af- töku um helgina er að Franco þjóðhöfðingi taki ákvörðun um náðun þeirra á fundinum í dag. Mjög fáir stjórnmálafréttaritarar telja að líkindi séu til þess. Sam- kvæmt heimildum f Madrid mun vera óeining innan stjórnarinnar um hvaða afstöðu eigi að taka til dauðadómanna, en ekki er búizt við að hún ráði úrslitum. Tvær konur, báðar barnshafandi, eru meðal hinna dauðadæmdu. Eini möguleiki sem er á því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.