Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Þeir láta hverjum degi nægja sína þjáningu Litlir drengir meö körfur sem framleiddar eru f Tanzanfu og þykja ágætis varningur. ÞÓ SVO að lslendingar séu vfö- föruiir eru trúlega fáir Islend- ingar sem hafa dvalið f Afrfku- rfkinu Tanzanfu. íslenzk stúlka, Selma Salin, sem er gift sænskum manni, hefur verið búsett þar f ár og var á dögun- um stödd hér heima f stuttri heimsókn. Sfðan mun hún halda á ný til Tanzanfu og vera þar að mínnsta kosti ár tif við- bótar. Eiginmaður hennar er byggingartæknir og starfar hjá dansk-sænsku byggingarfyrir- tæki sem er að byggja sykur- verksmiðju og rafstöð f Kidatu. sem er alllangt uppi f landi og f þvf þorpi eru þau búsett. Blaðam. Mbl. hitti Selmu og spurði hana frétta úr þessu fjarlægalandi. — Tanzanía er allt öðru vísi en ég hélt, segir Selma — En maður gerir sér enga grein fyr- ir svona fyrr en farið er að búa í landinu. Kidatu þar sem við búum ér eiginlega þrjú smá- þorp. Við búum þar á svæði starfsfólksins. Húsin eru úr tré og þau eru afleit því þau vilja rotna. En okkar hús er tiltölu- lega nýtt og harla gott. Hiti er venjulega 35—40 stig og loft- .kæling er vitaskuld í öllum her- .bergjunum. Við höfum þarna til umráða þrjú herbergi og eld- hús og stóra verönd. Þetta er góður staður að mörgu leyti, en við erum nokkuð afskekkt, það er til dæmis 5—6 tíma akstur inn til höfuðborgarinnar Dar Es Saalam. Meginþorri fbúanna eru inn- fæddir sem hafa komið til að vinna við verksmiðjuna. Þeir búa í leirhúsum og fátækt með- al þeirra er ákaflega mikil. Raf- magn hafa þeir ekki og elda á hlóðum og allt annað er eftir því. Þeir sem hafa komizt lengra fá þó sæmilegt húsnæði og jafnvel rafmagn sumir en það tekur langan tíma fyrir þá að læra að nota þessi „þægindi" sem við köllum svo. Ég hef hús„dreng“ og hann á fjölda barna og tvær konur enda er slíkt leyft í landinu og algengt. Hús,,drengurinn“ minn veit ekki hvað hann er gamall, en hann kann dálftið að lesa og skrifa og er ákaflega ljúfur og góður starfsmaður. — Hvað með skólagöngu barna? — Upp úr henni er ekki lagt neitt á við það sem gerist á Vesturlöndum og víðar. Aðalá- herzlan er lögð á að rækta jörð- ina og mér skilst að heldur hafi dregið úr skólagöngu barna sið- ustu árin. Sumir segja að hvfti maðurinn hefði aldrei átt að koma, koma hans hafi aðeins orðið til að spilla og til að vekja upp óánægju Afríkumanna með sína stöðu. Nú sjá þeir til dæmis hvað hvíta fólkið þarna lifir miklu betra lífi en það og auðvitað elur slíkt af sér óá- Selma Salin Rabbaö við Selmu Salin sem hefur verið í Tahzaníu í ctr nægju. En ég býst við að mennt- unarkerfið sé betra í höfuð- borginni en vfða út í sveitinni. — Hver er aðalatvinna Tanz- aníumanna? — Þeir rækta mafs og sykur- plöntur og geysimikið af banön- um. Þeir eru þurftalitlir að þvf er virðist og oft hef ég furðað mig á þvf hvað þeir virðast þurfa lítið. Kannski helzt kjöt og hrfsgrjón og banana mat- reiða þeir á ýmsa vegu. Yfir- leitt finnast mér konur vinna miklu meira en karlar og þeirra dugnaður er áberandi meiri. — Hefurðu verið í höfuðborg- inni? — Já, og hún er ósköp óhöf- uðborgarleg, ef svo má segja. Hún er ákaflega skitug og þar er fátækt mikil. Þó er þar fjöldi Indverja og það eru helzt þeir sem komizt hafa í álnir með verzlunum sfnum. Nókkuð er þar einnig af Englendingum og Hollendingum sem eru læknar og kennarar. Þar eru einnig kennarar frá fleiri þjóðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það er lítið um ferðafólk til Dar es Salam og reyndar til Tanzan- fu enda ekkert lagt upp úr því að laða þá til landsins, þjónusta er yfirmáta léleg og óþrifnaður alveg ótrúlegur. — Hvernig fólk eru Tanzan- íumenn að þfnum dómi? — Þeir eru barnalegir og glaðlegir, virðast fljótir að gleyma því sem þeir eiga að læra eða er sagt. En þeir syngja mikið og eru kátir. Mér virðast þeir talsvert þjófóttir og þeir svífast einskis að þvf leyti. En I ýmsu birtist hjálpsemi þeirra sérstaklega innbyrðis. Þeir eru múhameðstrúar og kristnir og færa sér frfdaga beggja f nyt. Á kvöldin drekka þeir áfengan bjór, hafa uppi trumbuslátt og dansa sér til skemmtunar fram á rauða nótt. Brennivín drekka þeir ekki enda er það alltof dýrt. Masaiar, sem eru kyn- þáttur f Tanzaníu, eru sagðir fegursta fólk í heimi. Þeir eru yfirleitt efnaðri en hinir, setja leir í hárið á sér til skrauts og ganga alltaf með spjót. Af þeim má ekki taka mynd og þeir halda sig í sérþorpum og hleypa engum að sér. Þeir reka bú- sfcap, eiga aðallega nautgripi. — Hefurður ferðazt um land- ið? — Dálftið höfum við farið. Norður-Tanzanía er afar falleg, þar eru skógar og fjöll og mikil ræktun en austurströndin er aftur Iáglendari. Dýragarðar eru vfða, meðal annars einn rétt hjá okkur. Dýrin halda sig innan viss svæðis sem ekki eru afmörkuð og maður getur ekið um þessa garða en vissara að fara ekki út úr bílnum. Þarna eru allar dýrategundir sem höfnum tjáir að nefna og ólýsanlegt ævintýri að sjá dýrin þarna í sínu rétta og eðlilega umhverfi. Við reynum að fara út að ströndinni, þegar við eig- um frí, en nú er í gildi bann við akstri á sunriúdögum til að spara bensín, svo að við erum minna á ferli en ella. — Er heilbrigðisástand slæmt í landinu? — I þorpinu hjá okkur er spítali og þar vinnur hollenzkur læknir. En margir, sérstaklega börn deyja úr mislingum. Það er hörgull á meðulum og það gengur seint að gera endurbæt- ur. Þeir segja að ástandið hafi Verið betra, meðan Bretar réðu landinu. Svo ganga allir ber- fættir og skordýrabit getur ver- ið afar slæmt og leitt til veik- inda og jafnvel dauða. En það sem fyrst og fremst gerir þeim erfitt um vik sem vinna að heil- brigðismálum er hve lands- menn eru sjálfir kærulausir hvað snertir þrifnað. Sorpi og úrgangi er hent hvert sem er, fólk þvær sér ekki árið út og öll slík umhirða er vægast sagt öm- urlega slæm. — Það mun vera töluvert af útlendingum f landinu? — Já, nú eru Kínverjar að byggja járnbraut, Italir vegi og ýmislegt er verið að gera á veg- um Sameinuðu þjóðanna, svo og fjölda erlendra fyrirtækja sem eru að reyna að efla at- vinnuvegi í landinu og bæta aðstöðuna. En allt á langt I land. Mér finnast Tanzaníu- menn barnalegir og einlægir og beir virðast ekki hafa áhyggjur af morgundeginum — það er miklu nær sanni að segja að aðrir hafi áhyggjur fyrir þá, sem þeir telja óþarfar. Það er yfirleitt ákaflega mikið ævin- týri að vera þarna — og okkar aðstæður eru náttúrlega ákaf- lega góðar. Við höfum verzlanir fyrir okkur útlendingana þarna i þorpinu, þótt þær verzlanir þættu víst frumstæðar á okkar mælikvarða hér, við fáum stundum frystan fisk frá Kenya og svo kaupum við kjötvörur beint frá bóndabæjunum og enda þótt mataræðið sé heldur fábreytt höfum við nóg af öllu. Loftslagið er dásamlega gott og það er ómögulegt annað en láta sér líka vel við fólkið, sem er svo glaðlynt og jákvætt. Þorpsverzlunin f Kidatu. Hugur og hönd Kynnir þjóðlegar vinnuaðferðir RITIÐ „Hugur og hönd“ kemur nú út f 10. sinn, En Heimilis- iðnaðarfélag íslands hefur sfðan 1966 gefið út eitt hefti árlega. Ritið er eitt hið vandaðasta, sem hér er gefið út, og m.a. prýtt fallegum litmyndum. Hugur og hönd er gefið út I þeim tilgangi að kynna þjóðlegar vinnuaðferðir, jafnframt því sem ávallt eru í því fyrirmyndir að ýmiss konar handavinnu og upp- skriftir. Er vandað mjög til greinanna. T.d. hefur Kristján Eldjárn, forseti Islands, ritað greinar í sum blöðin, og skrifar nú um forn leikföng undir fyrir- sögninni „Leikur er barna yndi“, þar sem hann tekur fyrir doktors- ritgerð hollenzkrar konu að nafni Martina Wilhelmina Stein- Wilkeshuis um barnið í forn- íslenzku þjóðfélagi. I rit síðasta árs skrifaði hann um handaverk Fjalla-Eyvindar. Þá skrifaði Halldór Laxness grein um hand- verkið, upphaf og endi listar. Og fleiri hafa á umliðnum árum skrifað merkilegar undirstöðu- greinar um íslenzkan heimilis- og Iistiðnað. Jafnframt því eru vakin upp gerð gamalla hluta og gefnar uppskriftir sem fáir kunna lengur. T.d. að laufaviðarvettl- ingum, roðskóm, o.fl. I ritinu, sem nú var að koma út, er mikið fjallað um gullastokka og gömul Ieikföng, en litfagrir saumaðir boltar eftir Sigrúnu Ragnarsdóttur prýða forsfðu- myndina. Inni í ritinu er gefin uppskrift af hekluðum bolta og saumuðum leikföngum. Auk fyrr- nefndrar greinar skrifa Hulda Stefánsdóttir um gullastokkinn. Þá eru uppskriftir að hekluðum skírnarkjól og teppi og fleiri barnaflíkum, prjónuðum eða saumuðum, og myndir eru af hnýtingum og knipplingum. Greinar eru í ritinu um gömlu baðstofuna, stafgólf, gömlu hnút- ana,sigurlykkju og sigurhnút, um þyrilinn, sortulyngslitað skinn og um horfin handbrögð. Þar er að finna mynd af viðgerðum kaffi- bolla, sem hefur verið saumaður saman eftir að hann brotnaði og nákvæmlega lýst hvernig slík við- gerð fer fram. A nútímafólk sjálf- sagt erfitt með að gera sér slfkan hagleik í hugarlund eða þvílfka nýtni. 1 miðju ritinu er sagt frá sýningu á heimilisiðnaði Sama f Norræna húsinu og fjórar lit- HUGUB OG HÖND RIT HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS ISLANOS 1975 Á forsfðu nýjasta ritsins eru út- saumaðir litfagrir boltar og upp- skrift af hekluðum bolta inni f ritinu. prentaðar síður með myndum af handiðnaði þeirra. Ef flett er þessum 10 ritum, sem komið hafa út síðan 1966, sést að ekki hefur verið slegið af kröf- unum um vandaðan frágang. Fyrsta ritinu er fylgt úr hlaði. Þar segir m.a.: „Heimilisiðnaðarfélag íslands er að stofni til gamalt félag. I stofnlögum þess frá 1913 segir m.a.: „Það er tilgangur félagsins að auka og efla þjóðleg- an heimilisiðnað á Islandi, stuðla að vöndun hans og fegurð og vekja áhuga manna á því að fram- leiða nytsama hluti." Þjóðleg menningarverðmæti eru margvís- leg. Ein grein þeirra er heimilis- iðnaðurinn. Tóvinna var almennt stunduð á hverju heimili, enda öll klæði heimagerð og vaðmál og smáband útflutningsvara þjóðar- innar. Fallegur vefnaður frá fyrri tíð f böndum, dúkum og dreglum ber vitni um hagar hendur og listfengi. Amboð og ílát voru smíðuð og gjarnan prýdd út- skurði, en tréskurður hefur verið veigamikill þáttur í íslenzkri alþýðulist. En tímarnir breytast. Iðnaðurinn hefur færst af heimil- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.