Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Strjölbýli Fyrir skemmstu gerði bæjarstjórn Siglufjarðar stefnu- markandi samþykkt um byggðamál, starfssvið landshlutasam- taka og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Samþykktin var gerð með 7 atkvæðum Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks, gegn 2 atkvæðum Alþýðubandalags. Samstaða lýðræðis- flokkanna allra um stefnumörkun f svo viðamiklum málaflokk- um er athyglisverð. Samþykktin fer hér á eftir, ásamt greinar- gerð, og fylgja henni svipmyndir af framkvæmdum f Siglufirði: endurvirkjun f Fljótaá, neðan Skeiðsfossvirkjunar, hitaveitu- framkvæmdum og fbúðabyggingum, sem nú eru fleiri f Siglu- firði en um langt árabil. Varðandi yfirstandi könnun og væntanlega lagasetningu um verkefnaskiptingu milli ríkis, sveitarfélaga og landshlutasam- taka sveitarfélaga, réttarstöðu þessara aðila hvors gagnvart öðrum og byggðamál almennt, leggur bæjarstjórn Siglu- fjarðar til, að við framtíðarskip- an þessara mála verði eftirtalin meginatriði höfð f huga: • 1) Verkefnaskipting milli rfkis, sveitarfélaga og sam- taka þeirra verði endur- skoðuð og sameiginlegum verkefnum rfkis og sveitar- félaga verði fækkað. 0 2) Einstök verkefni fram- kvæmdavaldsins verði falin þeim aðila, sem eðlilegast er að hafi með höndum, þannig að saman fari hjá sama aðila frumkvæði að framkvæmd, umsjón fram- kvæmdar og sá sami aðili standi að öllu leyti undir kostnaði við framkvæmd- ina. • 3) Rfkið hafi með höndum verkefni, sem varða alla landsmenn nokkurn veginn jafnt, án tillits til búsetu, og hafi hönd f bagga með jöfnun á aðstöðu einstakra byggðarlaga, sbr. tölulið 8. 0 4) Landshluta- og lands- samtök sveitarfélaga verði fyrst og fremst ráðgjafar- og þjónustuaðilar þeirra sveitarfélaga, sem f hlut eiga, og gæti réttarstöðu þeirra gagnvart rfkisvald- inu, en verði ekki falin bein stjórnsýslu- og/eða fram- kvæmdaverkefni umfram þau, sem ákveðin kynnu að verða á árlegum þingum samtakanna. Fulltrúar á fjórðungs- og Iandsþing verði einvörðungu kosnir úr röðum sveitarstjórnar- manna. Landshlutasamtök- in verði einkum vettvangur fyrir sveitarfélög til að leysa sameigínlega tiitekin verkefni, sem henta þætti, og varða heil héruð eða landshluta, enda verði starfsemi þeirra kostuð af viðkomandi sveitarfélög- um. 0 5) Sveitarfélögin kosti og annist að öllu ieyti stað- bundin verkefni, sem fyrst og fremst snerta fbúa sveitarfélagsins og daglegt Iff þeirra. Má þar til nefna varanlega gatnagerð f þétt- býli, menningar-, félags-, heiibrigðis- og umhverfis- mál, vatnsveitur, orkumál, þ.e. hitaveitur og a.m.k. raf- orkudreifingu, þar sem sveitarfélögin eiga ekki þegar sfnar eigin rafveitur, framfærslu o.fl. 0 6) Til þess að sveitarfélög- in geti séð um öll þessi verkefni á eigin spýtur, þurfa þau stórlega aukna tekjustofna. Gæti þar kom- ið til aukin hlutdeild sveitarfélag í beinum skött- um á almenning og stórlega aukin hlutdeild sveitar- félaga f þeim gjöldum, sem atvinnuvegirnir þurfa að greiða. 0 7) Athugað verði um mögu- leika á þvf, að sameina. sveitarfélög í stærri heild- ir, bæði með samruna tveggja eða fleiri hreppa í einn, og með þvf að nokkrir sveitahreppar bindist hags- munasamtökum við einn eða fleiri kaupstaðar- hreppa eða kaupstað. Réttarstaða allra sveitar- félaga innan slfkra hags- munasamtaka yrði sú sama, og stærð þeirra ákveðin f samræmi við landfræðileg- ar og hagsmunalegar að- stæður. Slfk héruð mundu væntanlega leysa hina gömlu sýsluskipan af hólmi. 0 8) Athugað verði, hvort ekki væri hagkvæmt að sameina Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, Lánasjóð sveitarfélaga og Byggðasjóð f einn sjóð. Stjórn slfks sjóðs yrði skipuð að hluta af Alþingi og að hluta af Sambandi fslenzkra sveitar- félaga. Sjóðurinn hefði það verkefni með höndum, að hjálpa til við uppbyggingu atvinnu- og menningarlffs f hinum fámennari og van- máttugri byggðarlögum, sem og stærri verkefni í fjölmennari byggðarlögum. Þegar um sérstaklega fjár- frekar framkvæmdir væri að ræða kæmi rfkisvaldið síðan til aðstoðar, sbr. tölu- lið 3. 0 9) Stuðla ber að jöfnun að- stöðu milli hinna ýmsu landshluta, m.a. með breyt- ingu á sfmatöxtum og lækk- un á vöruflutningakostnaði. Slfka Iækkun mætti fram- kvæma með þrennskonar samhliða aðgerðum: a) Lækka tolla og inn- flutningsgjöld á vörubif- reiðum og varahlutum til þeirra og lækka skatta og gjöld af rekstri langferða- bifreiða, b) koma upp góðri hafnaraðstöðu fyrir milli- landaskip, ásamt tollvöru- geymslu og öðru sem þurfa þætti, á að minnsta kosti einum stað f hverjurn landshluta, með það fyrir augum, að þar mætti skipa upp og afgreiða megnið af þeim vörum, sem landshlut- inn þarfnast, og c) tryggja greiðar samgöngur milli þessara landshluta- eða fjórðungshafna og annarra hluta landsf jórðungsins Lijusm.. t'uigciuui. Gróska er í fbúðabyggingum í Siglufirði, seir. lágu niðri um árabil. Um 20 fbúðir munu nú f byggingu, þar af 8 leigufbúðir í fjórum tvfbýlishúsum, hitt einbýlishús. Húseiníngar hf. (verksmiðjuframleidd hús f einingum) eiga verulegan hlut að máli. Myndin sýnir Fossvegssvæðið, þar sem flest hinna nýju húsa eru í byggingu. A myndinni eru: Þórarinn Vilbergsson, byggingameistari (Berg hf.), sem annast byggingu flestra húsanna, Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverkfræðingur, Einar Hallgrfmsson, starfsmaður Siglufjarðarkaup- staðar. I. Verðmætisköpun og ráðstöf- un þeirra. Ljóst er, að þjóðarauður okkar tslendinga og árlegt eyðslufé er að langmestu leyti til orðið vegna starfsemi hinna Framhald á bls. 26 Ljósm. Steingrímur. Neðri virkjun f Fljótá (endurvirkjun). — Myndin sýnir stöðvarhúsið f byggingu. Á sl. hausti tókst að Ijúka við að steypa undirbyggingu stöðvarhúss, þ.e. sográs, plötu undir vatnsvél og fyrstu veggja- steypu. Lokið var við að steypa stöðvarhúsið f endaðan júnf. Tréverk hf., Siglufirði, sá um byggingu stöðvarhúss og inntaksstfflu. Norðurverk hf. tók að sér gröft og sprengingar á aðfærsluskurði, svo og skurði fyrir þrýstivatnspfpu, sem verður steypt af þvf fyrirtæki. Vélar og rafbúnaður virkjunarinnar er væntanlegur til landsins f þessum mánuði. Áformað er að stöðin geti hafið raforkuvinnslu á nk. vetri. Rafveita Siglufjarðar er eigandi beggja virkjana f Fljótaá. Ályktun bæjarstjórnar í Siglufirði um byggðamál: Landshlutasamtökin verði ráðgjafar- og þjónustuaðilar Ljósmynd Steingrímur. Framkvæmdir við hitaveitu f Siglufirði hófust f júnf-nánuði. Vatnið verður leitt 5 km leið frá borholum á varmasvæðinu f Skútudal, sem gengur inn úr Siglufirði f suðaustur. Myndin sýnir vinnu við steypingu brunns f dreifikerfinu. Aætlað er að tengja um 120 fbúðir f norðurbænum f haust. Þá er áætlað að bora viðbótarholu f Skútudal, a.m.k. 1000 m djúpa, ef með þarf. með góðu og öruggu vega- kerfi og flóabátum, þar sem það væri nauðsynlegt. GREINARGERÐ. Við samningu þessarar álykt- unar hefur verið stuðzt við greinargerð Sambands íslenzkra sveitarfélaga um verkaskiptingu rfkis, sveitar- félaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga (des. 1973). Sumsstaðar eru tillögur SlSA teknar orðrétt upþ í þessa ályktun, sumsstaðar er þeim hnikað til og breytt og í enn öðrum tilvikum er um nýjungar að ræða. Rökstuðningur SÍSA fyrir tillögum sínum á þvf sumsstaðar einnig við þessa ályktun, en annarsstaðar ekki. Það, sem bæjarstjórn Siglu- fjarðar vill einkum leggja höfuðáherzlu á- með þessari ályktun, eru eftirtalin þrjú atriði: I. Gera sveitarfélögum kleift að standa sem allra mest á eigin fótum, með þvf að fá þeim aukin verk- efni f hendur og aukna tekjustofna til að standa undir þessum verkefnum. II. Láta sveitarstjórnarmenn sjálfráða um það, að hve miklu leyti og á hvern hátt þeir vilja hafa sam- vinnu við aðrar sveitar- stjórnir um verkefni sem varða heil héruð eða landshluta, og hversu miklu þeir vilja til slfkra verkefna kosta af ráðstöf- unarfé sveitarfélaga sinna hverju sinni. III. Vinna að minnkandi búseturöskun með því að örva og stuðla að upp- byggingu arðvænlegra at- vinnugreina f hinum dreifðu byggðum landsins og með þvf að minnka verðmismun á aðkeyptum vörum og þjónustu milli landshluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.