Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Nokkrar af bókunum sem verða á uppboðinu, Ný félagsrit, lækn ingabók o.fl. Bókauppboð Klausturhóla; Hœstaré ttardómar í 44 bindum í boði GUÐMUNDUR Axelsson í Klausturhóium mun halda bókauppboð í Tjarnarbúð n.k. laugardag kl. 14. Bækurnar verða til sýnis í Klausturhólum Lækjargötu 2 í dag föstudag, en á uppboðinu verða 100 númer og er þar margt fágætra bóka og forvitnilegra. Meðal annarra bóka má nefna Manntal á ts- landi árið 1703, fslénzk-danska orðabók Sigfúsar Blöndal, Lækningakver dr. Jóns Hjalta- lín frá 1840 og Lækningabók fyrir almúga eftir Jón Péturs- son, gefin út í Kaupmannahöfn 1834. Islenzkar sögur og sagnir sem Þorsteinn Erlingsson hef- ur safnað, gefin út í Reykjavík 1906, Fiskimál eftir Jón í Hlíð- arendakoti, Alþingisbækur ts- Framhald á bls. 22 Leyfið þið mér, vinir mínir, að þakka ykkur öllum þann einstæða hlýhug og höfðingslund, sem þið sýnduð mér sextugum. Guð blessi ykkur öll og varðveiti. Þrengt að starfi Öldutúnsskólakórsins Áminning til bíleigenda fyrir veturinn MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi fslenzkra bifreiðaeigenda til þess að minna bifreiðaeigend- ur á hvað æskilegt er að huga að f bifreiðinni fyrir veturinn: 1. Yfirfarið kveikju og rafkerfi, stillið kveikjutfma og blöndung. Athugið hvort viftureim er rétt strekkt og ósprungin. 2. Athugið hve mikið frost kæli- vatnið þolir. (Það fæst mælt á benzfnstöðvum) 3. Athugið og látið stilla ijós fyrir 31. október. hvort rúðuþurrkur 4. Athugið eru f lagi. 5. Ef bremsur taka ójafnt í, getur bifreiðin verið stórhættuleg í hálku, látið því stilla bremsurnar. 6. Takið tillit til náungans og haf- ið aurhlffar í lagi. 7. Athugið að frá 15. október til 1. maf er heimilt að nota neglda hjólbarða (Skulu þeir þá vera á öllum hjólum). munum halda áfram að æfa. Það eru nú um 50 i kórnum og við æfum mjög mikið, eða átta og hálfa klukkustund á viku sem gera þrettán og hálfa kennslu- stund sem miðast við 45 mín. Við æfðum t.d. út allan júní og byrj- uðum í ágúst þannig að þetta er mikið starf, en nú veit maður ekki hvar maður stendur. Það er sýnt og ekki bara vegna kórstarfs, að það verður að skera niður ýmsa þætti félagsstarfs í skólum, ef kennarar eiga ekki að fá greitt fyrir þann þátt starfs síns, en vonandi verður þessum málum kippt í lag á eðlilegan hátt.“ Ekið á kyrr- stæða bifreið AÐFARARNÓTT sfðastliðins miðvikudags var ekið á kyrrstæða Fiatbifreið, dökkbláa að lit, R- 3834, þar sem hún stóð á Fálka- götu framan við húsið númer 17. Vinstra frambretti bifreiðarinnar skemmdist. Rannsóknarlögreglan óskar eftir að þeir, sem kynnu að hafa orðið varir við áreksturinn, hafi samband við hana þegar í stað. Ennfremur er skorað á tjón- valdinn, að hann gefi sig fram. Leiðrétting I FRÉTT af ársfundi Norrænna rithöfunda, sem birtist á baksíðu blaðsins í gær kom fram meinleg prentvilla f fyrirsögn. Þar var að sjálfsögðu átt við Rithöfundasam- band íslands, en ekki Rithöf- undaráð, eins og raunar kom skýrt fram í fréttinni. Þá hafði önnur prentvilla orðið í fyrstu málsgrein sömu fréttar. Rétt er málsgreinin þannig: „Mbl. hafði í gær samband við þrjá fulltrúa á ársfundi Norræna rithöfunda- ráðsins, þá Hans Jörgen Lembourn sem er formaður ráðs- ins, Per Olaf Sundmann og Björn Nielsen, og spurði þá um erindi Sigurðar A. Magnússonar á fund- inum viðbrögð við þvf og greinar- gerð Varins lands, sem lögð var fyrir fundinn." Austfirskir skuttogaraskipstjórar: „VIÐ eigum við erfiðleika að glfma núna í kór Öldutúnsskóla," sagði Egill Friðleifsson söng- stjóri kórsins þegar Mbl. hringdi f hann f gær og innti frétta af starfi kórsins, sem hefur getið sér gott orð bæði heima og erlendis á undanförnum árum. „Við stefnum að því að halda upp á 10 ára afmæli kórsins," sagði Egill,“ og æfum af fullum krafti og kórinn sjálfur er hinn hressasti, en það er að koma á daginn að kerfið gerir ekki ráð fyrir kórstarfi, því reglugerðin um tímafjölda f skólum og skipt- ingu milli greina virðist hafa gleymt að taka kórstarf með f dæmið. Þetta má að vísu setjast á félagsstörf og hefur ekki verið vandamál hjá okkur því öldu- túnsskóli hefur haft svo rúman tfmakvóta vegna fjöldans í bekkj- um, en nú fer fækkandi i skólan- um og um leið þrengist kvótinn. Þetta mál er ekki útkljáð en við Geigvænleg minnkun fiskgengdar BYRJAÐ er að vinna f grunni hinnar nýju viðbyggingar Kvennaskólans og er þar með hafinn áfangi að þvf marki að þessi rótgróna og viðurkennda stofnun fái til notkunar aðkall- andi húsrými, en um langan tfma hefur skólinn búið við mjög þröngan húsakost. A meðfylgjandi mynd sést líkan af Kvennaskólanum ásamt væntanlegri viðbyggingu sem vonandi verður fullbúin áður en langt um lfður. Neskaupstað, 25. sept. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá skipstjórum á austfirska skuttog- araflotanum.: Ríkisstjórn tslands Stjórnarráðinu Reykjavfk. Við undirritaðir skipstjórar á austfirska skuttogaraflotanum skorum á stjórnvöld að ljá ekki máls á neinum undanþágusamn- ingum við útlendinga innan 200 sjóml. fiskveiðilögsögunnar eftir gildistöku hennar nú í haust. Fiskgengd á Austfjarðamið hefur minnkað geigvænlega á undan- förnum árum og ljóst er að í al- gjört óefni er komið ef ekki tekst að bægja hinum erlendu veiði- skipum frá miðunum nú þegar. Við fordæmum harðlega þá ákvörðun stjórnvalda að virða ekki þá kvótaskiptingu sem ákveðin hefur verið fyrir síldveið- Látbragðs- leikflokkur frá Tékkó- slóvakíu sýnir t BYRJUN næsta mánaðar kemur hingað tékkneski lát- bragðsleikflokkurinn „Leik- flokkurinn á grindverkinu", sem kenndur er við stofnand- ann, Ladislav Fialka. Flokkur- inn kemur fram á sviði Þjóð- leikhússins fimm sinnum, en tvær mismunandi sýningar verða á boðstólum. Leikflokkurinn var stofnaður árið 1958 í Prag. Fialka er enn stjórnandi, aðalhöfundur og leikari í flokknum, sem hefur getið sér frægðarorð víða í Evr- ópu. Leikflokkurinn hefur far- ið árlega í leikferðir og hefur sýnt í flestum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og hefur auk þess gert sjónvarpsþætti og kvikmyndir. A verkefna- skránni eru fjölbreytileg verk, allt frá stuttum látbragðsatrið- um upp í löng frumsamin leik- rit, þar sem fléttað er saman texta, tónlist og látbragðsleik. 12 manns eru í leikflokknum, sem hingað kemur. Meðal þess, sem sýnt verður hér er „Leikir án orða“, sem byggist á hug- mynd Ionescos og „Leikur án orða“, sem byggður er á sam- nefndu verki Samuels Beckett. Framhald á bls. 22 ar í Norðursjó. Við teljum að þessi ákvörðun veiki málstað okk- ar í landhelgismálinu. Virðingarfyllst: Skipstjórinn Barða NK. Birgir Sigurðsson Skipstjórinn Bjarti NK, Magni Kristjánsson Skipstjórinn Brettingi NS, Tryggvi Gunnarsson Skipstjórinn Gullver NS, Jón Pálsson Skipstjórinn Hólmanesi SU, Finn- bogi Böðvarsson Skipstjórinn Hólmatindi SU, Jón Níelsson Skipstjórinn Hvalbak SU, Pálmi Pálsson. Skipstjórinn Ljósafelli SU, Guð- mundur Isleifur Gíslason Skipstjórinn Skinney SF, Birgir Sigurðsson. —Asgeir Mýrarhúsaskóli 100 ára 1. OKTÖBER verður Mýrarhúsa- skóli 100 ára. Skólinn var fyrst settur þennan dag árið 1875 og var fyrst til húsa f verbúð f Mýr- arhúsalandi. Skömmu síðar var byggt skólahús norðanvert f Val- húsahæð, þar sem skólinn var til ársins 1906, en þá fluttist hann í það hús, sém f daglegu tali er kallaður gamli Mýrarhúsaskóli, en þar eru nú skrifstofur Sel- tjarnarnesskaupstaðar. Bygging þess húss sem skólinn starfar í nú, hófst árið 1958 og hófst kennsla þar árið 1960, en fullbúið varð húsið árið 1965. Skólinn hefur alla tið haft rúm- gott húsnæði til afnota og er hann nú einsetinn. Skólastjórar frá upphafi hafa verið sex að tölu, þeir Sigurður Sigurðsson, 1875—1904, Einar G. Þórðarson, 1904—1914, Sigurður Heiðdal, 1914—1919, Þorsteinn G. Sigurðsson, 1919—1922, Sigurður Jónsson, 1922—1959, og Páll Guð- mundsson frá 1959 og síðan. Frá Mýrarhúsaskóla hafa verið rekin þrjú „útibú“, í Viðey 1912—1941, í Skildinganesi 1930- —1932 og í Kópavogi 1945—1947. Aldarafmælisins verður minnzt á margvíslegan hátt í skólanum í vetur, að því er segir í fréttatil- kynningu frá skólanum. 1. októ- ber verður hátíðleg skólasetning í Félagsheimili Seltjarnarness, þar sem nemendur kynna sögu skól- ans f stórum dráttum og nokkrir eldri nemendur skemmta og flytja ávörp. Athöfnin hefst kl. 17.15. Þá er fyrirhugað að kennar- ar og nemendur fari í skrúðgöngu um bæinn sama dag. Síðar í vetur er ætlunin að bjóða foreldrum og öðrum að koma og fylgjast með skólastarf- inu í einn eða tvo daga, en áður en skóla lýkur í vor fá nemendur Framhald á bls. 22 Nessóknarkosningan Séra Guðmundur » r Oskar Olafsson hlaut fleiri atkvæði TALIN voru atkvæði á skrifstofu biskups f dag 25. sept. frá prest- kosningu í Nesprestakalli Reykja- víkurprófastsdæmi, sem fram fór sl. sunnudag 21. sept. Tveir umsækjendur buðu sig fram, séra Guðmundur Óskar Ólafsson, frf- kirkjuprestur f Hafnarfirði, og' séra örn Friðrikssón, sóknar- prestur á Skútustöðum Þingeyjar- sýslu. Á kjörskrá voru 6024, atkvæði greiddu 2732. Séra Guð- mundur Óskar Ólafsson hlaut 1570 atkvæði og séra örn Friðriksson hlaut 1107 atkvæði. Auðir seðlar voru 46 og ógildir 9. Kosningin er ólögmæt vegna ónógrar þátttöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.