Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Patty Hearst í geðrannsókn San Francisco, 25. september. Reuter. AP. PATRICIA Hearst vill ekki lcngur kalla sig „borgar- skæruliða" að sögn lögfræð- ings hennar í dag. Hún kallaði sig „atvinnu- lausan borgarskæruliða" þegar hún var spurð um at- vinnu er hún var færð fangelsi en nú vill hún aðeins kalla sig atvinnulausa. I dag fór hún í fyrsta skipti f geðrannsókn sem á að leiða í ljós hvort hún er sakhæf og hvort hún var heilaþvegin. Fé- lagar hennar, William og Emily Harris, voru í dag flutt til Los Angeles þar sem þau mæta fyrir rétti. FBI rannsakar hvort Patricia Hearst var viðriðin bankarán I Sacramento fyrr á þessu ári. Teikningar sjónar- votta og peningaseðlar sem fundust í íbúð hennar geta bent til þess að hún hafi tekið þátt í ráninu að sögn CBS- sjónvarpsins. Fundizt hefur í fbúð hennar nákvæm dagbók sem segir frá reynslu hennar, m.a. banka- ráni f San Francisco 15. apríl í fyrra að sögn San Francisco Chronicle. FBI framdi 238 innbrot Washington, 25. september. Reuter. STARFSMENN FBI frömdu 238 innbrot hjá fmsum undir- róðurssamtökum f Bandarfkj- unum á árunum 1942 til 1968 og stóðu fyrir fjöimörgum svipuðum aðgerðum gegn þremur tilteknum undirróð- urssamtökum að þvf er Frank Church öldungadeildarmaður skýrði frá 1 dag. Otis Pike, formaður þing- nefndar sem rannsakar starf- semi CIA, hótaði í dag að kæra Ford forseta fyrir að sýna Þjóðþinginu lítilsvirðinu þar sem Henry Kissinger utanrík- isráðherra hefur bannað und- irmönnum sínum að skýra frá upplýsingum um leiðir sem um er að velja við mótun utanrik- isstefnunnar. Forsetinn hefur þegar bannað þeim að skýra frá leynilegum upplýsingum. Mótmœli í Lissabon Lissahon, 25. septomber. 2.000 VINSTRISINNAÐIR hermenn gengu um götur Lissabon f dag til að mótmæla völdum hófsamra herforingja og krefjast aukinna valda óbreyttra hermanna. Gangan var farin til stuðn- ings samtökum óbreyttra her- manna og undirforingja sem kallast „sameinaðir hermenn munu sigra“ og voru stofnuð þegar Vasco Gonvalves var sviptur embætti forsætis- ráðherra. örkumla fyrrverandi her- menn lögðu undir sig upptökusali rfkisins i dag og útvörpuðu yfirlýsingum með kröfum um bættan aðbúnað fyrrverandi hermanna. — Albert Franthald af bls. 3. hentað þeim að þessu sinni, frekar en svo oft áður.“ (Því má skjóta hér inn f að þegar 6. sept. sl. skýrði Morgun- blaðið frá þvf, að Albert Guð- mundsson hefði á þessum fundi svarað ofangreindri fyrirspurn neitandi). „Að mínu mati“, sagði Albert Guðmundsson ennfremur, „eru árásir þessar á Sjálfstæðis- flokkinn byggðar á öfund and- stæðinga okkar vegna bygging- ar Sjálfstæðishússins, sem stendur traust og óflekkað tákn um samtakamátt Sjálfstæðis- fólks.“ BREGÐUMST EKKI TRAUSTI BORGARBUA „í frásögnum Tfmans, Þjóð- viljans og Alþýðublaðsins af greinargerð borgarstjóra og blaðamannafundi hans í fyrra- dag er þvf haldið fram, að hann hafi hvítþvegið sjálfan sig og komið ásökunum yfir á þig. Hvað viltu segja um þennan málflutning?" „Ég lít á þetta sem enn eina tilraun andstæðinga okkar til þess að reka fleyg á milli borg- arstjóra og mín. Þeir gera allt, sem þeir geta, til þess að gera borgarstjóra tortryggilegan i mfnum augum og eiga eflaust eftir að snúa blaðinu við, þegar þeim mistekzt þessi tilraun. Ég hef nú starfað með borgar- stjóra frá 1970 og að mínu mati er vandfundinn traustari og heiðarlegri samstarfsmaður. Samstarf okkar er ekki á sandi byggt. Hann hefur allt mitt traust og minn stuðning. Ég tel ekki að hann hafi á einn eða annan hátt reynt að koma ábyrgð af sér yfir á mig, né nokkurn annan, enda væri það ólíkt honum. Við Birgir erum báðir barnfæddir Reykvík- ingar. Við höfum hlotið traust samborgara okkar og þvf trausti raunum við aldrei bregðast." „Ég fagna því“, sagði Albert Guðmundsson að lokum, „er til- laga um nefndarskipan kom fram frá borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins, þannig að rannsókn hæfist sem fyrst á þeim rógburði, sem andstæð- ingar okkar hafa haldið uppi nú í nokkrar vikur og tími til kom- inn að þeir fái tækifæri til að sanna áburð sinn. Ef þeir halda, að það sé réttarfarslega rétt, að mönnum sé gert að sanna sakleysi sitt, skjátlast þeim hrapalega. Ég Ift ekki svo á, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í vörn. Nú sækjum við að þeim og krefjumst þess, að þeir sanni á okkur þá sök, sem þeir hafa borið á okkur. Að öðrum kosti hljóta þeir að sitja eftir sem rógberar f hugum almennings, árásir þeirra og yfirlýsingar dauðar og ómerkar. Allt hefur þetta mál verið mér og fjöl- skyldu minni mikil lífsreynsla, sem ég mundi ekki óska nein- um andstæðingi mfnum að þurfa að ganga í gegnum. En eftir sitjum við reynslunni ríkari.“ — fþróttir Framhald af bls.22 ar á lengd og með sveip til vinstri og vatn fyrir framan flötina. Jack Nicklaus náði þar einu af sínum 300 yarda teigskotum og var i tveim höggum 510 yarda frá flöt- inni til að geta lyft boltanum hátt yfir vatnið og stöðvaðist boltinn 3 sentimetra frá holu. Sem sagt: auðveld „birdie“... Það virðist sem þessi hola hafi sérkennileg áhrif á Nicklaus, því þegar P.G.A. var leikið á þessum velli lék Nicklaus holuna þannig: Teigskot hans sigldi til vinstri út f skóginn og Ienti „out of bounds". Hann tók eitt högg í víti og varð að ganga hálfa leiðina til baka í átt- ina að teig og slá 3ja högg þaðan út úr háu grasi utan brautar- innar. Þetta 3ja högg tókst illa, þvf hann fór næstum þvert yfir braut og bak við tvö risahá tré, sem voru í skotlínu. Þar skaut Nicklaus einu glæsilegasta skoti sem sézt hefur yfir trén, yfir vatnið, og inn á flötina um það bil 40 fet frá holu. Þegar að pútinu kom varð Nicklaus að fara var- lega, því of langt pútt gat rúllað niður hallann og niður að vatni. Hann gerði sér þó lítið fyrir og sökkti boltanum og fékk þar með par 5... Verðlaunin f Firestone keppn- inni eru ekki af lakara taginu og gefa litla vísbendingu um að hér í landi sé kreppa. 1. verðlaun eru 50 þúsund dollarar, 2. verðlaun eru 15 þúsund, 3. verðlaun eru 7 þúsund og 5 hundruð og 4. verð- laun eru 5 þúsund. Þess má geta að Jack Nicklaus hefur verið þátt- takandi tíu sinnum f þessari keppni og aldrei verið lakari en f öðru sæti og hefur samtals unnið 263 þúsund dollara. Sunnudaginn 7. hélt Watson enn áfram að spila af miklu öryggi og Jack Nicklaus gerði heiðarlega tilraun til að ná hon- um en gekk illa þar eð Watson paraði næstum allar seinni 9 hol- urnar. Eftir 16 holur var staðan þannig. Watson: par, Nicklaus 4 yfir pari, Weiskopf 5 yfir pari og Graham 7 yfir pari. Þrátt fyrir að pútter Nicklaus færi f gang og hann fengi tvö pútt til að falla á 17. og 18. holu af 14 og 50 feta færi þá skeikaði Wat- son ekki og hélt sér á pari það sem eftir var. „Birdies“ tvisvar í röð hjá Nicklaus dugðu ekki, og sagði hann eftir á að hefðu fleiri holur verið eftir hefði hann átt smá von. Orslitin urðu sem sagt þessi: Tom Watson. Par Jack Nicklaus: 2 yfir pari Tom Weiskopf: 5 yfir pari Lou Graham: 7 yfir pari Þessi árangur fjögurra beztu golfleikara Bandarfkjanna á árinu 1975 þykir ekki mjög góður og virtist sem allir léku fremur kæruleýsislega, því þessar tölur eru alls ekki vfsbending um hve góðir golfspilarar þessir fjórir eru. Þetta mun þó vera í síðasta skipti sem þessi keppni fer fram í þessu formi, og er meiningin að breyta henni mikið, sem væntan- lega gefur betra golfspil 1976. Kannski er þetta því að kenna hve seint keppnin fer fram á árinu, og eru atvinnumennirnir alls ekki á hápunkti getur sinnar þegar öll stórmót eru löngu yfir- staðin. bb. — Armannsfells- málið Framhald af bls. 1 föngum ,og jafnframt að borgar- ráði verði gerð grein fyrir niður- stöðum hennar. Birgir lsl. Gunnarsson: Magnús L. Sveinsson; Páll Gfslason; Ragnar Júlfusson; Valgarð Briem; Margrét S. Einarsdóttir; Sigríður Asgeirsdóttir; Albert Guðmundsson; Markús örn Antonsson; Davfð Oddsson; Elfn Pálmadóttir; Sveinn Björnsson; Hilmar Guðlaugsson; Sveinn Björnsson verkfræðingur.; Bessi Jóhannsdóttir. Fjarstaddir af fundinum voru Ulfar Þórðarson og Ölafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, og Gústaf B. Einarsson, sem báðir eru erlendis. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, sagði um mál þetta í samtali við Morgunblaðið f gær: „Við borgarfulltrúar og vara- borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins héldum fund f dag til að ræða viðhorfin f þeim pólitísku árás- um, sem nú er að okkur beint. Við urðum sammála um það, að eftir yfirlýsingar borgarráðsmanna minnihlutaflokkanna væri ekki möguleiki á samstarfi um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar á vegum borgarinnar. Enda er það mfn skoðun eftir nánari umhugs- un að slík rannsókn eigi bezt heima hjá rannsóknardómara. Við höfum því öll undirritað bréf til Saksóknara rfkisins með beiðni um, að hann beiti sér fyrir því að Sakadómur Reykjavíkur rannsaki þær ávirðingar, sem við erum sök- uð um. Við höfum ekkert að fela.“ — Nordli Framhald af bls. 1 ið hefur til greina sem hugsan- legur eftirmaður fullyrti að aldrei hefði verið um það rætt að ein- hver annar maður en Nordli tæki við af Bratteli. Hann sagði að Bratteli hefði sjálfur átt hug- myndina að þvf hvernig hann legði niður völd. Þegar formaður verkalýðssam- bandsins, Tor Aspengren, var að því spurður hvort hann væri ánægður með samþykkt Iands- fundarins svaraði hann því ját- andi. Fundurinn var fyrst og fremst haldinn til að ræða úrslit byggða- kosninganna og baráttu flokksins fyrir Stórþingskosningarnar 1977. Bratteli varð forsætisráðherra í marz 1971, sagði af sér í október 1972 þegar aðild Noregs að Efna- hagsbandalaginu var felld f þjóðaratkvæðagreiðslu og tók aft- ur við völdunum í september 1973. Verkamannaflokkurinn hefur tapað í þrennum kosningum f röð undir forystu Brattelis og uppi hafa verið háværar kröfur um að yngri maður verði að vera foringi flokksins í kosningunum 1977. Al- varlegasti ósigurinn var f kosningunum 1973 þegar Verka- mannaflokkurinn tapaði 12 þing- sætum og fékk 62 þingsæti af 155. Umræðurnar um eftirmann Brattelis hafa lengi staðið yfir en búizt var við að endanleg ákvörð- un væri á næsta leiti þegar flokk- urinn tilkynnti fyrr f vikunni að yfir stæðu umræður í sambandi við forsætisráðherraskipti“. — Mýrarhúsa- skóli Framhald af bls. 2 eina viku til að vinna að verkefn- um, sem snerta sögu skólans, í máli og myndum, og verður saga Seltjarnarness nátengd verkefn- inu. I lok skólaársins verður haldin sýning á þessari vinnu nemenda en einnig er ætlunin að efla nátt- úrugripasafn skólans á afmælis- árinu. Þá er í ráði að biðja hvern nem- anda skólans að gefa eina trjá- plöntu og gróðursetja hana á vori komanda í gróðurreit, sem bæjar- stjórn mun úthluta skólanum f tilefni afmælisins. Það er eindregin ósk skólans, að allir velunnarar hans taki sem virkastan þátt i hátíðahöldum vegna afmælisins með því að sækja samkomur þær, sem efnt verður til af þessu tilefni. ♦ ♦-»---- r — Israelsmenn Framhald af bls. 19 I Washington varaði Ford for- seti þingmenn við því í dag að Sinai-samningurinn gæti komizt í hættu ef töf yrði á samþykki þingsins fyrir dvöl bandarískra embættismanna á Sinai-skaga. Hann sagði að lftill tfmi væri til stefnu, en búizt er við að utanrík- isnefnd öldungadeildarinnar taki afstöðu til samningsins snemma í næstu viku. Ford sagði að Bandaríkjamenn væru aðeins skuldbundnir til að athuga möguleika á þvf að selja Israelsmönnum Pershingeld- flaugar sem hægt er að búa kjarnaoddum. Hann kvaðst fús til að veita þingmönnum allar nauð- synlegar upplýsingar um Sinai- samninginn. — Yamani Framhald af bls. 1 verðhækkun. Fyrst krafðist hann þess að verðinu yrði haldið ó- breyttu eins og á undanförnum níu mánuðum, sfðan féllst hann á 5% hækkun og loks á 10% hækk- un en lengra vildi hann ekki ganga í samkomulagsátt. 10% hækkun verður til þess að tunnan sem kostar nú 10,46 doll- ara hækkar um einn dollara. 15% hækkun jafngildir 1.50 dollara hækkun á hverja tunnu. Olíuráðherra Lfbýu, Ezzedin Mabrouk, fullyrti að meirihlutinn vildi ekki minna en 15% hækkun. Olíuráðherra Nfgerfu, Mofia T. Akobo, sagði að umræðurnar hefði verið heitar og taldi hugsan- legt að meirihlutinn ákvæði nýtt verðlag sem Saudi-Arabía stæði ekki að. Oliuráðherra Iraks, Taveh Ablel-Karim sagði að allt væri „klappað og klárt“, hækkunin yrði meiri en búizt hefði verið við. Uppi eru tvær hugmyndir um framkvæmd verðhækkunarinnar. Samkvæmt hinni fyrri tekur verð- hækkunin gildi 1. október og gild- ir I eitt ár. Samkvæmt hinni síðari hækkar orkuverðið í tveimur á- föngum, í október og janúar en helzt síðan óbreytt f níu mánuði. — Einar Framhald af bls. 40 vísað til ræðu sinnar, sem hann myndi halda á mánudag og kvað hana myndu verða svar við ásök- unum á hendur Islendingum. Sagði Einar að hollenzki ráðherr- ann hefði sætt sig við það. Einar Ágústsson mun ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna á mánudaginn kemur og er hann fyrstur á mælendaskrá þann dag. — Látbragðs- leikflokkur Framhald af bls. 2 Nokkrir þáttanna, sem hér verða sýndir, eru tileinkaðir látbragðsleikaranum heims- fræga, Marcel Marceau, en flokkurinn hefur átt við hann samstarf. Fialka-leikflokkurinn kemur hingað af leiklistarhátíð í Dub- lin. Fyrsta sýning flokksins verður þriðjudagskvöldið 7. október á aðalsviði Þjóðleik- hússins. — Óánægja Framhald af bls. 19 hafa verið leitað fyrr en ákveðnar tillögur lágu fyrir. Frestur til að skila umsögnum um tillögurnar er til 15. október n.k. Björn Nielsen, formaður norska rithöfundasambandsins, sagði, að efnt yrði til mótmæla- aðgerða f Noregi, gegn því sem hann kallaði „ögrun við tjáning- arfrelsi", sem fælist í tillögunum. Ársfundurinn sendi ekki frá sér sameiginlega ályktun um málið, þar sem viðhorfin eru mis- munandi eftir löndum. Sl. mið- vikudag var sagt frá því í norska blaðinu Aftenposten, að bæði í Svfþjóð og Ðanmörku væri nú útlit fyrir að stuðningur við til- lögur nefndarinnar væri á undan- haldi. — Bókauppboð Framhald af bls. 2 lands I. IX. bindi. Vinagleði gefin út í Leirárgörðum 1797, Ný félagsrit, I. — 30. árgangur, Kaupmannahöfn 1841—1973, Grágás útg. af Vilhjálmi Finsen 1852, Grágás-Staðrhólsbók frá 1879, Grágás-Skálholtsbók frá 1883, Járnsíða eða Hákonarbók, Kaupmannahöfn 1847 og Hæstaréttardómar I.—XLI bindi, 1920—1970, alls 44 bæk- ur. — Minning Jón Framhald af bls. 30 finningum sfnum. En við sem þekktum þau vel vissum að þessi sára reynsla tengdi þau nánari böndum. Þegar ég kveð vin minn og frænda í hinzta sinn þá vil ég þakka honum innilega fyrir marg- ar ánægjulegar stundir allt frá bernsku til síðasta dags. Ég og mitt fólk sendum Gunn- laugu, börnunum og móður Jóns innilegar samúðarkveðjur. Pétur Eggerz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.