Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 12 Beiðni Iscargo liggur enn í ráðuneytinu — Við höfum enn ekkert svar fengið frá utanríkisráðuneytinu við beiðni okkar um vöruflutning fyrir Varnarliðið, sagði Lárus Gunnarsson, einn af eigendum Iscargo, f samtali við Morgun- blaðið f gær. Sem kunnugt er hef- ur Iscargo farið þess á leit við utanríkisráðuneytið að það fái að annast vöruflutninga f lofti fyrir varnarliðið, enda sé það stefna fslenzkra stjórnvalda að Islend- ingar annist sem mest af störfum Varnarliðsins, sem ekki eru hernaðarlegs eðlis. Morgunblaðið hafði samband við Pál Ásgeir Tryggvason, deildarstjóra í Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, og spurði hann hvort þessi beiðni hefði verið tekin fyrir hjá varnarmála- nefnd. Hann kvað svo ekki vera, enda hefði þessi beiðni ekki bor- izt nefndinni til umfjöllunar enn, — en Iscargo sendi beiðnina til utanrikisráðherra. Lárus Gunnarsson hjá Iscargo kvað nóg hafa verið að gera hjá félaginu að undanförnu. Hann sagði að alltaf væri eitthvað um hestaflutninga og þá fyrst og fremst til Þýzkalands. Lengi vel hefðu hestarnir verið fluttir margir saman í hverri ferð, en nú væri farið að flytja þá með öðrum varningi og hefðu þeir fluttí—10 hesta I ferð. Þá sagði Lárus, að mikil eftir- spurn væri nú eftir fiskflutning- um frá íslandi og væru margir að kanna markaði erlendis fyrir ís- lenzkan fisk fluttan með flugvél- um. Oftast væri það svo, að þessi mál strönduðu á því, hve dýrt þykir að flytja fiskinn á þennan hátt, en nú er ýmislegt sem bend- ir til að breyting sé að verða hér á, enda kostar orðið mjög mikið að flytja ferskan fisk út með skipum, vegna hins háa olíuverðs og þess tíma sem tekur að sigla með afl- ann. T.d. hefur Iscargo þegar farið eina ferð með fisk til Dan- merkur á þessu haust. Orðsending til formanna flokks- samtaka Sjálfstæðisflokksins vegna STJÓRIMMÁLASKÓLANS Formenn flokkssamtaka Sjálfstæðisflokksins, sem þegar hafa móttekið bréf frá skrifstofu miðstjórnar flokksins með upplýsingum um skólahald Stjórnmálaskólans o.fl., eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, skólastjóra Stjórnmálaskólans sem allra fyrst i sima 17100 eða 18192. Frá Norræna húsinu: Danski listamaðurinn Jens Urup sýnir málverk og frumdrög að glermynd- um, veggmyndum og myndvefnaði í sýn- ingarsölum hússins. Sýningin er opin daglega kl. 13 — 19 og laugardag og sunnudag kl. 13—22. Kaffistofan er opin kl. 9 — 18. NORRíNA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS VIÐTALSTIMI o O Alþingismanna og borgarffulltrúa i ReykjaviK Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Galtafelli Laufásvegi 46 frá kl. 14—16. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 27. september verða til viðtals: Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi og Sigriður Ásgeirsdóttir, varaborgar- fulltrúi. 1 Músikleikfimi hefst 2. okt. Styrkjandi æfingar og slökun fyrir konur. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022, föstudag, laugardag og sunnudag. VlamliQrq Pottasett úr áli með teflon húð Kr. 8.700.-settið Margir litir Nýkomið mikið úrval af tréklossum fyrir dömur og herra. V E R Z LU N I N GEfsiB"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.