Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 19 Mount Everest sigrað eftir SV — leiðinni Katmandu, 25. soptember. Reuter. TVEIR brezkir fjallgöngumenn unnu f gærkvöldi það afrek að klffa hæsta fjall heims, Mount Everest eftir suðvesturleiðinni og eru þeir fyrstu mennirnir, sem ná þvf takmarki. SV-leiðin hefur fram til þess verið talin mesta hugsanleg þrekraun fyrir fjall- göngumenn og hafa margar tilraunir verið gerðar til þess að ná tindinum eftir þeirri leið, en þær allar mistekist. Bretarnir tveir eru Dougal Haston, 32 ára forstöðumaður alþjóðlegs fjallgönguskóla f Leys- in í Sviss og Doug Scott, 33 ára rithöfundur og ljósmyndari. Eru þeir jafnframt fyrstu Bretarnir sem klífa Mount Everest. Leiðangursstjóri þessa fjall- gönguflokks er Christ Bonington, fyrrum herforingi, en hann stjórnaði einnig tilraun til að fara þessa leið 1972, sem mistókst. Notaði Bonington nú tölvu að miklu leyti til að skipuleggja leiðangurinn. Þeir Haston og Scott tóku báðir þátt í leiðangrin- um 1972. Þeir náðu tindinum um kl. 18 á miðvikudagskvöld og voru þá aðeins 5 vikur liðnar frá því að Edmund Hllary varð fyrstur tll að klffa Mount Everest árið 1953. leiðangurinn lagði af stað upp fjallið. Ein helzta ástæðan fyrir þvi að fyrri tilraunir til að kiífa SV- leiðina mistókust var mikið klettabelti, sem liggur þvert yfir fjallshlíðina i 8200 metra hæð. Áður en lagt var upp lýsti Bonington þvi yfir að hann teldi líkurnar á að þeir næðu tindinum 50%. Fyrstu mennirnir til að klífa Mount Everest voru Nýsjálend- ingurinn sir Edmund Hillary og leiðsögumaður hans, Sherpinn Tenzing Norkav, en síðan hafa talsvert margir komist á tindinn. W Israelsmenn í Moskvuferð Moskvu, 25. september. Reuter. FIMM manna óopinber sendi- nefnd frá tsrael er komin til Moskvu til að ræða möguleika á þvf að tsrael og Sovétríkin taki að nýju upp stjórnmálasamband. Þvf var slitið 1967 og fsraelsk sendinefnd hefur ekki farið til Moskvu sfðan fyrir októberstrfðið 1973. Nefndin er skipuð tveimur þingmönnum, foringja nýs vinstriflokks og tveimur blaða- mönnum og fór til Moskvu í boði sovézku friðarnefndarinnar. Þeir aðhyllast ólfkar stjórnmálaskoð- anir en eiga allir sæti i nefnd sem berst fyrir því að Israel og Sovét- ríkin komi aftur á stjórnmálasam- bandi. Jafnframt hefur utanríkisráð- herra Israels, Yigal Allon, rætt við sovézka utanríkisráðherrann, Andrei Gromyko, í New York um ástandið í Miðausturlöndum. Fundurinn mun hafa verið hald- inn að beiðni Israelsmanna og að tillögu Henry Kissingers utan- ríkisráðherra þótt embættismenn f Tel Aviv vilji ekki staðfesta það. Einn fulltrúinn í fsraelsku nefndinni, Dov Zakin, þingmaður úr Mapam-flokknum, kvaðst hafa rætt við Allon og Yitzhak Rabin forsætisráðherra áður en hann fór frá Jerúsalem og báðir hefðu látið í ljós áhuga á því að stjórn- málasamband við Rússa kæmist á. Nefndarmenn munu hafa rætt við sovézka embættismenn um Sinai-samning Israelsmanna og Egypta sem Rússar hafa fordæmt þar sem þeir telja að raunveruleg- ur friður verði aðeins saminn á ráðstefnu í Genf. Zakin kvaðst fylgjandi Genfar- ráðstefu og Yakov Riftin, fyrrver- andi þingmaður Mapam og núver- andi formaður zionistfska sósfal- istaflokksins sagði að Rússar gætu slakað til gagnvart Israel gegn tilslökun á móti, til dæmis þáittöku þeirra f Genfarráð- stefnu. Framhald á bls. 22 Bratteli hefur notið trausts bæði heima og erlendis Ösló 25. sepl. Ntb. ÞAÐ var 17. marz 1971 sem Trygve Bratteli tók við embætti forsætisráðherra eftir að rfkis- stjórn Per Bortens hafði sagt af sér. Hann var þá forsætisráð- herra þar til f október 1972 er hann sagði af sér f kjölfar þjóð- aratkvæðisins um Efnahags- bandalag Evrópu. Bratteli hafði áður lýst því yfir að hann myndi segja af sér ef augljós meirihluti kjósenda segði nei við aðild Norðmanna að EBE. En f október 1973 kom hann aftur fram á sjónarsviðið sem forsætisráðherra. Tók hann við er ríkisstjórn Kor- valds hafði fengið þingmeiri-. hluta eftir að samvinna hafði náðst milli Jafnaðarmanna- flokksins og Sósfalfska kosn- ingabandalagsins. Síðan hefur Bratteli verið forsætisráðherra. Hann hefur f forsætisráðherra- tið sinni orðið töluvert þekktur á alþjóðavettvangi stjórnmál- anna. Hann hefur verið mjög dyggur stuðningsmaður norr- ænnar samvinnu ' og innan Norðurlandaráðs hefur hann látið að sér kveða. Hann var fulltrúi stjórnar sinnar i for- sætisnefndinni árin 1954 — 1961, 1963 og 1972. Bratteli hef- ur og notið trausts á alþjóða- vettvangi og gengt ýmsum trún- aðarstörfum. Árið 1940 gaf Bratteli út bók- ina „Aktuell ungdomspolitikk" og hann hefur einnig ritað aðra bók síðar um þjóðfélagsmál. Þegar hann varð sextugur var gefin út bók um hann „Artikler og taler i udvalg“. Tryggve Bratteli Bratteli kvæntist Randi Lars- sen árið 1946 og einguðust hjónin þrjú börn. Eftirmaður Brattelis: Hefur verið þing- maður í fjórtán ár ODDVAR Nordli, sem tekur við embætti forsætisráðherra Noregs um áramótin, er 48 ára gamall. Hann er fæddur f Heið- mörk og hóf stjórnmálaferil sinn, þegar hann var kosinn f bæjarstjórn Stange f Heiðmörk árið 1951. Á herðar hans hlóð- ust fljótlega frekari trúnaðar- störf og hann var kjörinn á norska stórþingið árið 1961 en hafði setið sem varáþingmaður næsta kjörtfmabil á undan. Hann hefur verið áhrifamaður innan flokksins um allmörg undanfarin ár og það kom ekki á óvart, þegar hann var skipað- ur bæja- og sveitamálaráð- herra, þegar Bratteli myndaði fyrstu rfkisstjórn sfna árið 1971. , Þegar flokkurinn myndaði stjórn að kosningum loknum árið 1973 fékk Nordli það erfiða verkefni að vera þing- flokksleiðtogi í minnihlutaað- stöðu. Eftir að Nordli tók að láta að sér kveða f stjórnmálum hefur hann einkum fengizt við mál sem varða efnahagsmál og hann var meðal annars formað- ur skattanefndar flokksins árin 1967—1969. Þá hefur hann lát- Oddvar Nordli ið til sín taka málefni bæja og sveita og hann hefur látið félagsmál til sín taka. Hann-er einnig formaður varnarmála- nefndarinnar, sem komið var á Iaggirnar 1974. Hann þykir maður rólegur og yfirvegaður, en snjallur og laginn í rökræð- um og málafylgjumaður góður. Sprengiu leitað í Louvre París, 25. september. Reuter. NTB. SPÆNSKUR byltingarmaður hélt því fram í dag að hann hefði komið fyrir sprengju í listasafn- inu I Louvre. Þúsundum gesta sem þar voru var skipað að yfir- gefa bygginguna, þar á meðal mörgum erlendum ferðamönnum. Engin sprengja fannst þrátt fyrir mikla leit f safninu sem er stærsta höll heims, en ákveðið var að loka þvf. Spánverjinn sagði að hann 4 Starfighter þotur fórust mundi segja hvar sprengjan væri ef forstöðumaður sáfnsins for- dæmdi nýlega dauðadóma á Spáni. öflugur vörður er'við spænskar byggingar í Frakklandi vegna ólgu sem dauðadómarnir hafa valdið. Kveikt hefur verið i spænskri menningarmiðstöð I Toulouse og miklar skemmdir urðu. Víðtæk rannsókn á öryggisvernd Fords Washington, 25. september. Reuter. VlÐTÆK rannsókn er hafin á starfsemi leyniþjónustu Fords forseta vegna tveggja tilrauna til að ráða hann af dögum með sautján daga millibili og Banda- rfkjamenn velta þvf fyrir sér hvort hægt sé að tryggja öryggi hans án þess að loka hann frá almenningi. Spurt er meðal annars: 0 Getur Gerald Ford breytt ævilöngum venjum og hlíft sér við persónulegum samskiptum við fólk, samskiptum sem hann metur mikils? • Getur öryggisþjónusta hans hert enn meir á öryggisráðstöfun- um sínum án þess að loka forset- ann algerlega frá almenningi? % Fæla atburðirnir aðra stjórn- málamenn frá því að sækjast eftir mikilvægum embættum? William Simons, fjármálaráð- herra, sem leyniþjónusta forset- ans heyrir undir, segir: „Við erum aldrei ánægðir með starf okkar á þessu sviði og það á eink- um við nú.“ En vitað er að þrátt fyrir það sem hefur gerzt eru alltaf gerðar mjög strangar ráðstafanir til verndar honum. Sfðan 5. september hefur Ford forseti komið miklu sjaldnar fram en áður. Hann var aðeins tvær mínútur á almannafæri þegar skotið var á hann f San Francisco og gekk aðeins þriggja metra vegalengd þegar atburðurinn gerðist. Eftir fyrri atburðinn klæddist hann skotheldu vesti en var ekki í þvf f San Francisco. Hugsanlegt er talið, að Ford fallist á að koma sjaldnar fram á almannafæri og koma oftar fram í sjónvarpi eftir atburðina. Þó hef- ur hann sagt að hann muni sem áður ferðast eins mikið og hann telji æskilegt og ganga um meðal fólks. Leyniþjónustan fékk þegar í dag fyrirmæli um að vernda þá menn sem gefa kost á sér sem forsetaefni á næsta ári frá 1. októ- ber eða þremur mánuðum fyrr en ráðgert var. Þeir sem fá þessa vernd nú þegar eru demókratarn- ir Lloyd Bentsen, HenryJackson, Morris Udall og George Wallace. Udall sagði í dag að hann mundi endurskoða baráttuaðferðir sínar en Jackson kvaðst engar breyting- ar gera. Bentsen skoraði á forset- ann að koma minna fram á al- mannafæri. Hitburg, 25. september. Reuter. FJÓRAR ftalskar Starfighter- þotur rákust á hæð skammt frá bandarfsku flugstöðinni f Hit- burg f Vestur-Þýzkalandi f dag. Allir flugmennirnir fjórir biðu bana. Orsök slyssins er'ókunn. „Það er okkur hulin ráðgáta hvers vegna flugmennirnir sáu ekki hæðirnar sem eru f 375 metra hæð á þessum stað,“ sagði opin- ber talsmaður. „Skyggni var gott,“ bætti hann við. Flugvélarnar voru að fara í venjulegt æfingarflug og sam- band við þær rofnaði skömmu eft- ir flugtak. Brakið dreifðist yfir eins kílómetra svæði. Vestur-þýzki flugherinn hefur misst 174 Starfighter-þotur á 15 árum. Vestur-Þjóðverjar hafa Þingmaður berst fyrir 50 mílum London, 25. september. Reuter. BREZKUR þingmaður, David Mudd, hefur ákveðið að berjast fyrir útfærslu brezku landhelg- innar úr 12 mílum i 50 eftir árekstur brezks strandferðaskips og búlgarsks togara. Bæði skipin löskuðust við áreksturinn og eru komin til Fal- mouth þar sem viðgerð fer fram. Mudd er þingmaður Falmouth og fylgir thaldsflokknum að málum. Mudd sagði að hann mundi vitna til árekstursins til sanninda- merkis um að útfærsla í 50 mflur væri brýn nauðsyn. smíðað 800 þotur af þessari gerð. ttalski flugherinn hefur fengið 250 Starfighter-þotur sem nokkr- ar breytingar hafa verið gerðar á. Svipað slys gerðist fyrir 13 ár- um. Þá fórust fjórar vestur- þýzkar Starfighter-þotur skammt frá Köln vegna tækjabilunar. Oánægja með endurskoðun höfundarréttarlaga á Norðurlöndum EINS OG fram hefur komið í fréttum, var höfundarréttur aðal- umræðuefni ársfundar Norræna rithöfundaráðsins f SundvoIIen f Noregi nú f vikunni. A frétta- mannafundi, sem haldinn var f lok ársfundarins, kom fram, að skoðanir á þeim málum eru mjög mismunandi eftir löndum, en innan Norðurlandaráðs er nú starfandi nefnd, sem vinnur að samræmingu á löggjöf Norður- landanna f þessu efni. I fréttaskeytum frá AP og NTB er greint frá því, að ársfundur rithöfundanna hafi fjallað um drög að endurskoðuðum lögum, sem nefnd Norðurlandaráðs hef- ur lagt fram til umsagnar rit- höfunda. Töldu fundarmenn nefndina ekki hafa haft erindi sem erfiði og gagnrýna þeir m.a., að samstarfs við þá skuli ekki Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.