Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 15 Bók um tungumálanám byggir á dönskukennslu á Islandi KOMIN er út á vegum Danmarks Pædagogiske Institut bók um kennslu erlendra tungumála og móðurmálsins, þar sem byggt er á athugun á dönskukennslu á ts- landi. Er þetta stór bók, 295 bls. og nokkuð sérhæfð, og fylgirit með skýrslum og tölulegum upp- lýsingum. Bókin kemur út í flokknum Scandinavian Uni- versity Books og gefin út hjá Munksgaard f Kaupmannahöfn, Universitetsforlaget f Ósló, Bergen og Tromsö og Esselte Studium f Stokkhólmi, Gautaborg og Lundi. Höfundur er Mogens Jansen. Bókin er í þremur aðalþáttum. I fyrsta hluta eru umræður um ýmsa þætti varðandi kennslu móðurmálsins og erlendra tungu- mála og m.a. fjallað um hugsanleg mörk milli þeirra tungumála. Eftir þennan inngang fjallar annar hlutinn um vettvangsrann- sókn, sem fór fram á íslandi veturinn 1972—1973. Sá þáttur er Iiður í stærra verkefni, sem rann- sóknadeild Pædagogisk Institut f Danmörku hefur haft með höndum siðan 1967. Er síðar i bókinni yfirlit yfir þau tengsli. Er lýst athuguninni, efninu sem þar fékkst, og úrvinnslu þess, og síðan lögð fram niðurstaða. í þriðja kaflanum eru rædd hugsanleg áhrif þeirrar athug- unar, sé^ I ljósi þess sem fjallað var um i fyrsta kafla. Þakkar höf- undur i formála öllum þeim fjölda fslenzkra nemenda, kenn- ara, skólamanna, skólabókahöf- unda, embættismanna, vfsinda- manna og skólafulltrúa fyrir ein- staklega vinsamlega aðstoð og einnig ýmsum dönskum sérfræð- ingum, sem hafa unnið með honum að efninu. Strætisvasnafarbegar 73% gnafarþi eafiölda af farþegafjölda 1962 FARÞEGUM með strætisvögnum f Reykjavfk fækkar stöðugt, þótt samanlagður aksturstfmi lengist og eknum kflómetrum fjölgi. Þetta má sjá f Árbók Reykja- víkurborgar, þar sem eru m.a. töflur yfir akstur S.V.R. og farþegaf jölda á árunum 1962—1974. Kemur f ljós að far- þegafjöldi á árinu 1974 er ekki ísland greiðir 1% af „menn- ingarfjárlögum Norðurlanda Á ÞESSU ári munu Norðurlöndin greiða 40,5 milljónir króna til „menningarfjárlaga“ Norður- landa og af þessari upphæð greiðir Island 1%. Kemur þetta fram f fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu um fund menntamálaráðuneyta Norðurlanda, og sameiginlegan fund ráðherra og Menningar- málanefndar Norðurlandaráðs, sem haldinn var f Árósum f Dan- mörku 16. og 17. september s.l. Á fundinum var m.a. rætt um vinnuaðferðir við sameiningu hinna svokölluðu, menningarf jár- laga, þ.e. áætlunar þeirrar sem gerð er árlega um fjárframlög Norðurlandarfkjanna til sam- starfsverkefna á sviði menningar- mála. En það eru þjóðþing land- anna, sem ákveða fjárframlög árlega. Frá því 1973, hafa verið gerð svonefnd „menningarfjárlög" og hafa þessar sameiginlegu greiðsl- ur verið þannig, að 1973, voru greiddar 33.2 millj. d. kr„ 1974 35,4 millj. d. kr. og 1975, 40.5 millj. d. kr. eins og fyrr segir, og á næsta ári er gert ráð fyrir 47,5 millj. d. kr. fjárveitingu. Á fundinum var fjallað um að koma upp menningarmiðstöð í Færeyjum, sem allir fundarmenn voru sammála um, að hrinda beri f framkvæmd sem fyrst. Þá kom fram á fundinum, að óánægja ríkir nú með norræna sumarháskólann, þar sem val verkefna og þátttakenda væri nokkuð einstrengingslegt. nema 73,7 af hundraði miðað við það sem hann var 1962. Á árinu 1974 er farþegafjöldinn ekki nema 13 milljónir 439 þúsund, en 1962 var hann 18 milljónir 238 þúsund. Fór farþeg- um sífækkandi til ársins 1969. Þá virðist farþegum hafa aðeins fjölgað á næstu fjórum árum, en lækkar svo aftur nú. Gert er ráð fyrir að 40% af farþegum séu börn en 60% fullorðnir. I töflum yfir árið 1974 sést að afsláttar- miðar eru 10.230.139, en stað- greiðsla 3.208.922. Afsláttarmiðar aldraðra eru 740.778. Aætlað er að afsláttarmiðar barna séu 1.506.260, en staðgreiðsla 1.283.568. Afsláttarmiðar fullorð- inna eru 7.983.101 á móti 1.925.354 í staðgreiðslu. Á árinu 1974 óku strætisvagnar 4.153.6 þúsund km en árið áður 3.851,5 þúsund km og hefur vega- lengdin aukizt á hverju ári síðan 1962, þannig að miðað við vega- lengdina þá er aukningin 34%. Eknum klukkustundum fjölgar einnig jafnt og þétt, og voru árið 1974 237.684 klst. Vi4 getum auávitaá ekki ábyrgzt þér 10 í vélritun á vorpröfinu. En Ifkur þess aukast notir þú skólaritvél SKRIFSTOFUVELAR H.F. % -f- — -r Hverfisgötu 33 : X Simi 20560 - Pósthólf 377 BANKASTRÆTI 9, SIIVll 11811. OPIÐ TIL 7 í KVÖLD OG TIL HÁDEGIS LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.