Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 38

Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Kýpurbúunum fannst kalt í 15 stiga hita OMONOIA KYÍIPOY — ÉG býð ekki i Kýpurbúana ef það verður kannski 4—5 stiga hiti hérna á sunnudaginn er Omonía mætir Akurnesingum á Laugardalsvellin- um, sagði Guðmundur Haraldsson milliríkjadómari er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. — Ég dæmdi einn leik hjá liði frá Kýpur á írlandi fyrir tveimur árum siðan og þótt hitinn væri 15^20 stig og við ís- lendingarnir kvörtuðum undan hita þá komust Kýpurbúarnir varla áfram fyrir kulda og aftur og aftur þurfti ég að stoppa leikinn vegna sinadráttar sem Kýpurbúarnir fengu vegna kuldans. Viðbótartími vegna tafa, sem flestar stöfuðu af þessu var allt i allt 15 minútur, hélt Guðmundur áfram. Leikur sá sem Guðmundur á hér við var á milli Hibernian frá Cork og Kýpurliðsins Pezoporikos. Lék Kýpurliðið báða leiki sina í Evrópu- keppninni þetta árið á útivelli og tapaði liðið báðum leikjunum, leikn- um sem Guðmundur dæmdi 1:2, og siðari leiknum, sem Einar Hjartarson dæmdi 1:3. — Ég var þarna að dæma minn annan leik í Evrópu- keppni og var sennilega ekki nógu harður, sagði Guðmundur. — Fyrir seinni leikinn töluðum við okkur saman og Einar leyfði þjálfara Kýpur- liðsins aðeins sjaldan að koma inn á og tafirnar urðu þvi ekki eins miklar. Um liðið Pezoporikos sagði Guðmundur að leikmenn þess hefðu verið mjög stæltir likamlega og hefðu yfir góðri knattmeðferð að ráða. Skap leikmanna hefði hins vegar verið hálfleiðinlegt og hefði hann skrifað á leikskýrslu að Kýpur- liðið hefði ekki dýnt drengilegan leik. Guðmundur Haraldsson kom í fyrradag frá N-Írlandi, þar sem hann var linuvörður á leik Glentorian og Ajax frá Hollandi. Dómari á leiknum var Rafn Hjaltalín og hinn línuvörð- urinn Ragnar Magnússon. Sagði Guðmundur að Rafn hefði staðið sig vel i leiknum og þeir hefðu hvergi séð annað nefnt en frammistaðan hefði verið góð. Hollenska liðið vann leikinn 6:1. — áij. AKPANEI IIAANAIAI OMONOIA AKPANEI TEFMATO0YAAKEE AKYOEPIAAH X AOVKAX II AMYNTIKOT TXIAK-VMX TJATJKHX APAKOX xoNToriítfrHs ÍIEIIHX AOYKAX i MEXOI XAPAAAMnOYT IKPEKOPY XIAKOAAX fcYTHX KYNHfOI MAYPHX KArl'A+AX ❖íAinnox KANAFHX ÍiföiTnTé<5 x TEmATOfUYAAKEX KPISTXANTXON NT. XPArKAXXON X. AMYNTIXOT ÖAATYSSON MH. AAPOYSXON MIT. ÍYOPNTAEEON VK rKOYTXONXXON T. rKOYNAAÍ'KXON f. XEArKANXON X. «OV AfHAHÁ&QY MiSXOÍ ETivíANEON XBEfNXON xtoYpaaoykxon AA<l>PETXON KYNIirOI nOXANNEXXON OOPNTAPXON XAAl'KPlMXXON OOPNT.YfXON Mynd af leikskrá Omonoia og IA sem gefin var út ð Kýpur fyrir leikinn sem þar fór fram — og lesi svo sem lesa kann. Kostnaður IA við Evrópu- leikina um 3 milljónir króna En möguleikinn á að komast í aðra umferð er mikill Nemendur f Þjáifaraskólanum f tíma f Iffeðlisfræði. Gylfi Þ. Gfslason og Asgeir Elfasson fremst, en fyrir aftan þá eru m.a. Sigurður Jónsson, Theódór Guðmundsson, Lárus Loftsson, Sigurður Þorsteinsson, Jó- hann Larsen, Þorsteinn Friðþjófsson og Magnús Jónatansson: (Ljósm. RAX). — VIO ÆTLUM okkur ekkert minna en sigur i leiknum á sunnudaginn og þar með að komast i aðra umferð i Evrópubikarkeppni meistaraliða i knattspyrnu, sögðu forystumenn ís- landsmeistara Akraness í knatt- spyrnu, á fundi með fréttamönnum i gær, þar sem þeir fjölluðu um seinni leik Akurnesinga og Kýpurliðsins Onomia. I keppni þessari. sem fram mun fara á Laugardalsvellinum n.k. sunnudag. — Og við teljum að möguleikar okkar séu góðir, bættu Skagamennirnir við; Kýpurbúarnir eru aldeilis óvanir að leika knatt- spyrnu við slík skilyrði sem hér eru. Þekktir þjálfarar , á skólabekk hjá KSÍ YMSIR af fremstu fslenzku knatt- spyrnuþjálfurunum sitja nú á skólabekk og leggja stund á hin ýmsu fræði sem beint eða óbeint eru tengd knattspyrnunni. Kenn- arar á námskeiði þessu eru sér- fræðingar á sfnu sviði, bæði inn- lendir og erlendir. Fer kennslan fram f Kennaraháskólanum og er áætlað að kennslustundir verði um 200 og Ijúki kennslu um miðj- an desember. Stjórnandi skólans, sem nefnist Þjálfaraskóli Knattspyrnusam- bands Islands, er Karl Guðmunds- son, en auk hans hafa þeir Reynir Karlsson og Sölvi. Óskarsson séð um allan undirbúning að starfi skólans. Einn kennari hefur lokið fyrirlestrum sínum, er það Englendingurinn Harold Hassall, sem kom hingað á vegum FIFA. Af öðrum erlendum leiðbeinend- um má nefna Hans B. Skáseth frá norska íþróttaháskólanum, L. Baroti frá Ungverjalandi, sem meðal annars hefur verið lands- liðsþjálfari í heimalandi slnu, og Joe Gilroy þjálfara Valsmanna. Innlendir kennarar eru dr. Sigríður Valgeirsdóttir, Karl Guð- mundsson fþróttakennari, Reynir Karlsson æskulýðsfulltrúi, Hannes Þ. Sigurðsson knatt- spyrnudómari, Jón Ásgeirsson Köge og Holbæk BARÁTTAN um danska meist- aratitilinn í knattspyrnu verður greinulega mjög hörð milli liða Köge og Holbæk. Eftir 23 umferð- ir af 30 hafði Köge hlotið 33 stie og Holbæk 32 stig. sjúkraþjálfari og Olafur Magnús- son stud.med. Takmarkið með náminu er fyrst og fremst að útskrifa knatt- spyrnuþjálfara, sem geta tekið að sér þjálfun í 1. og 2. deild og einnig kennslu á 1., 2. og 3. stigs þjálfaranámskeiðum KSl. Nemendur á námskeiði þessu eru m.a. ýmsir þjálfarar, sem þeg- ar hafa getið sér gott orð sem knattspyrnuþjálfarar og náð góð- um árangri með félög sín. Margir eru þeir íþróttakennarar. Koma þeir vfðs vegar að af landinu, eins og sést á eftirfarandi upp- talningu, þar sem yfirleitt er get- ið með hvaða félögum nemend- urnir hafa leikið eða hvar þeir hafa þjálfað. Nemendurnir eru þessir Ásgeir Elíasson Fram*og Vfkingi Ó1 afsvík Axel Axelsson Þrótti Guðmundur Guðmundsson Fram Guðmundur Helgason Val og Stjörnunni Gylfi Þ. Gíslason Selfossi og Víkingi Ólafsvík Magnús Jónatansson Austra Eski- firði og KS Siglufirði Lárus Loftsson Val, Gróttu og unglingalandsliðinu Jóhann Larsen Haukum Sigurður Þorsteinsson Stjörnunni Sigurður Jónsson Val og KSH Breiðdalsvík Sölvi Óskarsson Þrótti Þorsteinn Friðþjófsson Breiða- blik og Val Þórhallur Stígsson IBK Hlöðver -Rafnsson Fram og Grindavfk Ólafur Danivalsson FH Danfel Pétursson Theódór Guðmundsson Fylki, KR og unglingalandsliðinu Guðni Kjartansson ÍBK Róbert Jónsson Val og Haukum — 4H og auk þess treystum við á að hinir fjölmörgu dyggu áhangendur Skaga- liðsins mæti á völlinn og hvetji liðið til sigurs. Sem kunnugt er töpuðu Akurnesing- ar leiknum á Kýpur með einu marki 1:2, og þurfa þvi að vinna leikinn á sunnudaginn með minnst 1:0 til þess að komast áfram í keppninni. Sigri þeir í leiknum verða þeir fyrstir íslenzkra liða til þess að vinna leik I Evrópubikar- keppni á heimavelli, þar sem jafntefli er bezti árangur sem íslenzku liðin hafa náð til þessa. — Við þurfum 5000 manns á völl- inn til þess að sleppa fjárhagslega, sögðu Skagamennirnir á fundinum I gaer, en gífurlega mikill kostnaður er samfara þátttöku I Evrópubikarkeppni, ekki slzt þegar fara þarf jafnlanga leið og þeir þurftu. Mun kostnaðurinn hjá Skagamönnum við þessa tvo leiki nema um 3 milljónum króna, en auk þeirra tekna sem þeir fá af áhorfendum á leiknum á sunnudaginn hafa þeir verið mjög duglegir að safna auglýs- ingum t leikskrá sem þeir gefa út I tilefni leiksins, og mun hún gefa þeim verulegar tekjur. — Undirtektirnar við auglýsinga- söfnun okkar voru með ólíkindum góð- ar, sögðu Akurnesingar, — við settum okkur markið hátt I byrjun og tókst að ná þvl. Þess má geta, að leikskrá Skaga- manna er hin vandaðasta og mætti ef til vill fremur kalla hana blað en leik- skrá. — Við munum hafa sama háttinn á og Keflvíkingar að ganga I hús og selja miða á leikinn, sagði Gunnar Sigurðs- son, formaður Knattspyrnuráðs Akra- ness á fundinum i gær, — Eiginkon- ur leikmanna Akranesliðsins héldu með sér fund meðan við vorum úti og ákváðu að taka þennan þátt starfsins að sér Munu þær fara um Akranesbæ I kvöld og selja miða og vonumst við auðvitað eftir góðum undirtektum, svo sem jafnan hefur verið þegar leitað hefur verið til Ibúa Akraness. Forsala aðgöngumiða á leikinn á sunnudaginn hófst I Reykjavík I gær Er selt úr tjaldi við Útvegsbankann og þar mun salan byrja kl. 1 2.00 I dag. Á morgun verður selt á sama stað frá kl. 9 00 og á sunnudaginn verður svo selt á Laugardalsvellinum frá kl 10.00. Belgíska sjónvarpið sgndi úr leik Vals og Celtic HRÓOUR Islenzkrar knattspyrnu hefur farið ört vaxandi undanfarin tvö ár og meira er nú fylgst með því sem landinn gerir á knatt- spyrnusviSinu en áður. Fyrir nokkru var t.d. sýnd mynd í belg- íska sjónvarpinu af viðureign Celt ic og Vals hér á Laugardalsvetlin- um. — Ég var að horfa á iþróttaþátt í sjónvarpinu, sagði Asgeir Sigur- vinsson i viðtali við Morgunblaðið i gær, og vissi þá ekki fyrr til en leikmenn Vals voru allt i einu komnir á skerminn hjá mér. Það er ekki oft sem maður sér myndir frá islandi hér i sjónvarpinu og ég held að þeir hafi ekki sýnt myndir af knattspyrnunni heima áður, nema þá af landsleikjum Islands og Belgiu, sagðí Ásgeir. Yfirburðir Sovétmanna SOVÉTMENN tóku Norðmenn f kennslustund í knattspyrnu i Moskvu f fyrrakvöld og sendu frændur okkar Norðmenn heim með 4:0 á bakinu. Það var þó ekki fyrr en i síðar' hálfleiknum, sem Rússarnir fóru af stað, þvi i leik- hléi hafði ekkert mark verið skor- að. Sovétmenn voru þegar fyrir leikinn öruggir um að komast áfr- am i Ólympiukeppninni i knatt- spyrnu. Þeir höfðu unnið fsland 1:0 og 2:0 og Norðmenn 3:1. Var þetta síðasti leikurinn i þeim riðli, sem þessi þrjú lönd skipuðu. Sov- étmenn hlutu fullt hús stiga eða 8. Norðmenn fengu 3 stig og ís- lendingar 1. Belgar og A-Þjóðverjar mœtast um helgina ÍSLENZKU atvinnumennirnir í knattspyrnu i Belgíu fá fri frá leikj- um um næstu helgi, þvi þá fer fram landsleikur á milli Belga og A-Þjóðverja og verður leikið f Bel- glu. Með sigri í þeim leik eru Belgarnir endanlega öruggir um sigur i riðlinum og jafntefli dugar þeim sennilega til sigurs í riðlin- um. Þessi tvö iið léku ásamt fs- lendingum og Frökkum i ríðli i forkeppni Evrópukeppninnar. ís- land tapaði 0:2 og 0:1 fyrir Belg- um, en gerðu jafntefli og vann A-Þjóðverjana, 1:1 og 2:1. Mikill áhugi er fyrir landsleik A- Þjóðverja og Belga i Belgíu og búist við mun fleiri áhorfendum á völlinni en sáu leik fslendinganna við Belga um daginn. Ekki var búið að tilkynna belgíska liðið t gær, en búist var við að það yrði skipað sömu leikmönnum og mættu islenzka liðinu. Guðgeir meiddist GUÐGEIR Leifsson meiddist i sið- asta leik Charlesroi i belgísku 1. deildinni á laugardaginn var. Varð Guðgeir að yfirgefa völlinn i siðari hálfleiknum. Sem betur fer reynd- ust meiðslin þó ekki eins mikil og óttast hafði verið og verður hann meðal leikmanna Charlesroi á laugardaginn. f viðtali við Morg- unblaðið t gær sagði Guðgeir að það væri mönnum óskiljanlegt hvers vegna gengi eins illa og raun bæri vitni, en Charlesroi er aðeins með eitt stig að 7 leikjum loknum. — Það er allt gert fyrir mannskapinn og ég er hræddur um að við töpum næsta heimaleik okkar. sem er á miðvikudaginn i næstu viku, og þá verði fram- kvæmdastjóranum sparkað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.