Morgunblaðið - 19.10.1975, Side 1

Morgunblaðið - 19.10.1975, Side 1
48 SIÐUR 239. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Henry Kissinger, utanríkisráðherra USA: „Skil þá sem vilja einhliða útfærslu” Elemendorfflugvelli, Alaska, 18. október — AP HENRY Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarfkjanna, sagði í gær, Solzhenitsyn gerir lítið úr Lenín París, 18. október. AP. LENÍN er lýst sem „hræðileg- um manni“ í hinni nýju skáld- sögu Alexanders Solzhenitsyns um útlegðarár Lenfns í Ziirich, að sögn útgefanda bókarinnar, Nikita Struve. Hann segir, að þótt útlegð Leníns og Solzhenitsyns sé ekki hliðstæð hafi Solzhenit- syn að sjálfsögðu haft gagn af því við samningu bókarinnar að hafa dvalizt í Zurich þar sem hann hafi heimsótt Lenín- safnið og fleiri staði og þvf sé um óbeint samband að ræða. Lenín er þannig lýst f bók- inni að hann hafi beðið ósigur þar sem hann spáði ekki fyrri heimsstyrjöldinni og febrúar- byltingunni og þar sem hann var óvirkur að sögn útgefand- ans. Sú skoðun kemur fram hjá Solzhenitsyn að þýzkur undirróður hafi gert rússnesku byltinguna mögu- lega og að Lenín hafi verið haldið utan við hana. að Bandarfkjastjórn væri enn andvíg þvf að þingið lýsti yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu Banda- rfkjanna, og að hann vonaðist til þess að þessi nýju mörk yrði ákveðin á alþjóða hafréttarráð- stefnunni á næsta ári. Hann sagði að fundur yrði hjá ráðstefnunni f marz í New York, og hann væri vongóður um að annar yrði haldinn um haustið. „Ég hef ríkan skilning og mikla samúð með þeim sem berjast fyrir ein- hliða löggjöf um þetta mál,“ sagði Kissinger. „Ég er sammála þeim um að fiskvernd sé nauðsynleg og þvf er ég f grundvallaratriðum sammála stefnumörkum þeirra. Hins vegar er það sannfæring mín að fiskvernd sé bezt borgið með alþjóðlegu samkomulagi." Sem kunnugt er hefur fulltrúa- deild þingsins samþykkt 200 mílna frumvarp, og búizt er við að öldungadeildin geri slíkt hið sama fyrir árslok. AP-símamyndir. SAKHAROV-RÉTTARHÖLDIN — A stærri myndinni sést hluti þátttakenda í Sakharov- réttarhöldunum f Kristjánsborgarhöll f gær. Fremst á myndinni er autt sæti þess manns sem réttarhöldin eru kennd við, — Andrei Sakharovs. A minni myndinni er Maria Siniavsky, eiginkona Andrei Siniavsky. 15000 í fullu starfi 1 Moskvu við að útrýma kristinni trú Frá Birni Jóhannssyni og Ingva Hrafni Jónssyni. Kaupmannahöfn 18. október. ANNAR dagur Sakharov- réttarhaldanna hófst í morgun með þvf að danski presturinn Hans Kristian Neerskov, einn af forvfgismönnum réttarhaldanna, flutti ávarp, en höfuðefnið fyrir hádegi var „Trúarbrögð og trúar- ofsóknir í Sovétrfkjunum". Séra Neerskov sagði, að nú hefði nfutíu af hundraði kirkna f Sovétrfkjunum verið lokað, ekki vegna þess að ekki væri þörf fyrir þær heldur vegna þess að sovézk yfirvöld vildu að þær væru lokaðar. Sfðan sagði hann: ,,Þ.rátt fyrir að það séu 100 milljón kristnir menn í Sovét- rikjunum eru aðeins 5.400 kirkjur fyrir þá. f Moskvu einni hefur yfir 1000 kirkjum verið lokað og er nú aðeins eftir ein evangelísk kirkja, tvö bænahús Gyðinga, bænahús múhameðstrúarmanna og nokkrar orþódox-kirkjur. Alls munu kirkjur og bænahús vera um 30. Þrátt fyrir þetta starfa 15000 manns við miðstöð vísinda- legs guðleysis i Moskvu til að vinna að því með öllum ráðum að útrýma kristinni trú í Sovét- ríkjunum. Þetta er einkum gert með kennslu í leikskólum barna, barnaskólum og háskólum, en einnig með pyntingum, ofbeldi og kúgunaraðferðum. Stjórnarskrá Sovétríkjanna kveður á um að trúfrelsi skuli ríkja í landinu. Hins vegar banna lögin trúarlegan áróður á sama tíma og trúleysisáróður er leyfð- ur. Stalínlögin frá 1929 segja, að trúaráróður skuli leyfður í kirkj- Vaxandi deilur um víkingakenningar Jacques Mahieu: „ Guayaqui-indíánarnir eru upprunnir í Asíu” — segir argentínskur sérfræðingur Buenos Aires 18. október — Reuter • JACQUES Mahieu, franski mannfræóingurinn, sem kveðst hafa fundið óyggjandi sannanir fyrir því að norrænir vfkingar hafi setzt að f Suður-Ameríku 500 árum áður en Kólumbus kom til Ameríku kom nýlega aftur til Buenos Aires úr sex vikna rannsóknarferð til Para- guay og sagði hann við frétta- mann Reuters, að hann væri sannfærður um að víkingar hefðu komið til Latnesku- Amerfku árið 967 e.Kr. og voru árið 1457 enn skrifandi sitt forna rúnaletur. En margir aðrir fræðimenn eins og t.d. Julian Caceres Freire, yfir- maður mannfræðistofnunar Argentfnu og Jean Vellard, yf- irmaður mannfræðisafnsins f Buenos Aires, eru efins um gildi þessara kefininga Mahieus, Vellard segir t.d., að aðeins séu um 10 rúnasér- fræðingar f heiminum og eng- inn þeirra hafi stutt fyrri upp- götvanir Frakkans. Deilurnar um kenningar Mahieus, sem er 60 ára að aldri, munu vafalftið verða enn heitari er hann birtir Ijósmyndir og niðurstöður sfðustu könnunarferðar sinnar eftir u.þ.b. tvo mánuði. Mahieu segir að í hinum þykku frumskógum Norður- Paraguay, þar sem nefnist Amambay, séu dreifðar minjar um vikingavirki með rúnaletri á mörgum steinanna. Hann varði mörgum dögum með frumstæðum þjóðflokki indiána, sem nefnast Guaya- quis og hafa hvítt hörund, hafa skegg og að því er Mahieu telur, — eru óumdeilanlegir af- komendur vikinga. Hann segist einnig hafa farið með tveimur argentínskum . aðstoðarmönn- um sínum til Cerro Cora í um 500 km fjarlægð norður af höf- uðborg Paraguay. Þarf hann hann 10 metra háan steinvegg 45 metra Iangan og með rúna- letri. Er hann gróf í Tacuati, nálægt Amambay, fann hann fleiri steina með rúnaletri og virtist vera um fornt víkinga- letur að ræða. Mahieu kveðst vonast til að geta farið aftur til Paraguay í apríl eða maí á næsta ári. „Amambay hefur enn að geyma marga fjársjóði," segir hann. Jacques Mahieu útskrifaðist með heimspeki sem aðalfag í heimahéraði sínu, Aix- en-Provence, en hann hefur búið í Argentinu frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar. Hann hefur gefið út 15 bækur og hefur haldið fram kenning- um sinum um víkinga í Suður- Ameríku frá árinu 1969. Sam- kvæmt þeim komu sjö víkinga- skip með um 80 farþegum hvert til Mexico árið 967. Vellard prófessor, mann- fræðingur, sem hefur farið vitt og breitt um Suður-Ameriku í meir en 40 ár og ritað fjölda bóka um rannsóknarferðir sinar, hefur vísað kenningum Mahieus á bug sem hreinum „vísindaskáldskap". Hann segir að færa megi rök að þvi, að vikingar undir forystu Eiriks rauða hafi komið frá íslandi til norðurhluta Norður-Ameriku Framhald á bls. 2. um, en túlkun þeirra er á þann veg að það sé bannað að dýrka guð utan kirkjunnar, sem þýðir í reynd að kristin trú er bönnuð.“ Næstur talaði Anatoly Levitin- Krasnov. Hann lýsti þvi hvernig hann hefði verið í tíu ár í 28 fangelsum og fangabúðum fyrir að hafa verið sekur fundinn um trúarbragðaáróður. Hann sagði að þótt nú hefði að minnsta kosti um tima verið horfið frá því að loka fleiri kirkjum I landinu væru þær rúmlega 5.000, sem eftir væru, eins og dropi i hafinu í hinum víðlendu Sovétríkjum. Viðáttu- mikið hérað í Sovétríkjunum væri án kirkju og í fjölda borga með allt að 200.000 ibúum væri aðeins ein eða engin kirkja. Hann sagði að trúarofsóknir í Sovétríkjunum væru slikar að það líktist heizt þvi sem gerðist á tímum Nerós og Díokletianusar. Það hefur tafið réttarhöldin nokkuð hve lengi ræðumenn hafa talað þrátt fyrir beiðni og áminn- ingar stjórnandans, Ibs Thyre- gods hæstaréttarlögmanns, og í morgun tók hann svo af skarið eftir að Abraham Shifrin hafði talað í rúma eina klukkustund og takmarkaði tíma manna við 15 minútur og tvær til þrjár spurn- ingar frá spyrjendum. Wurmbrand-málinu er enn ólokið, en flest bendir til þess að hann muni ekki aftur taka sæti sitt meðal spyrjenda og hefur hann nú hótað forráðamönnum réttarhaldanna skaðabótamáli. Eftir hádegi var fjallað um að- stæður á sjúkrahúsum og geð- veikrahælum i Sovétríkjunum, svo og læknishjálp. Þar fluttu ræður meðal annarra Viktor og Mariana Fainberg. Á morgun, síðasta degi réttar- haldanna, verður svo hlýtt á vitnisburð fulltrúa hinna ýmsu þjóðarbrota i Sovétrikjunum, en réttarhöldunum lýkur um kl. 18 á morgun með yfirlýsingu og áskor- un til Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.