Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 7 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: Fyrir mörgum árum reyndi ungur maður að sýna löndum sínum fram á, að ef betur væri að gert f því að uppfræða þegn- ana í náttúruvísindum og sálar- fræði, þá væri minni hætta eða engin á því, að kirkjurnar hefðu andlega framtakslausar mannkíndur að ginningarfífl- um. Benti hann á, að hið lengsta, sem hin forna trúvísi hefði komist, væri að rekja ætt mannsins til guðs — og á því töfraorði hafi sá stóriðnaður í flugeldagerð risið, sem kallast „guðfræði". Þessar ábendingar eru orðnar gamlar eða nær hálfrar aldar og margt hefur verið rætt og ritað um kristna trú, kristna kirkju og kristna guðfræði síðan. Fjöldi manna, raunar mikill meirihluti þjóðarinnar, hefur þverskallast við að viðurkenna álit þessarar ráddar, sem átti eftir að verða fyrirferðarmikil á íslenzkum ritvelli. Raunar má með sanni segja, að tryggð almennings hafi fyrst og fremst verið bund- in kristinni trú og kirkju, en guðfræðin hafi orðið utangátta eða öllu heldur innlyksa f kuldalegum steinkassa á Melunum í Reykjavik og leiftur frá þeirri stofnun sjáist sjald- an. Þegar ungur prestur sækir um brauð, þá spyr enginn, hvort hann sé vel að sér í guð- fræði, heldur er það framkom- an, röddin og ræðustíllinn, sem skipta kjósendur öllu máli. Það eina, sem sérstakir áhugamenn grennslast um, er, hvort umsækjandinn sé frjálslyndur guðfræðingur eða aðhyllist rétttrúnað, þótt Ijóst sé, að sú skilgreining heyri brátt til Iiðn- um tíma. Þar með er ekki sagt, að guðfræðideild Háskólans sé áhrifalaus. Kennarar hennar hljóta að hafa mótandi áhrif á nemendur sína. En svo virðist, sem þeir fylgist ekki vel með því, í hvern jarðveg lærisvein- arnir sá og hvort veganestið, er þeir fengu þeim, er þannig til- reitt, að það komi þeim að veru- legu gagni. Og þessir menntuð- ustu guðfræðingar þjóðarinnar eru víðs fjarri, ef til opinberra deilna kemur, er snerta fræði- legar hliðar kristinnar trúar. Það kom bezt i ljós í trúmála- deilum á liðnu sumri. Þar heyrðist engin rödd frá guð- fræðideild Háskóla Islands. Því er að þessu vikið hér, að í sið- asta tölublaði málgagns guð- fræðinema, „Orðinu“, gera prófessorar grein fyrir skoðun- um sinum á fyrrgreindum umræðum um trúmál og ræða m.a. um einangrun kirkjunnar og dultrú almennings. Tíma- ritið, sem hér um ræðir, er vandað og veglegt, en það berst í hendur fárra og telst varla opinber vettvangur. Það væri mikill ávinningur fyrir kirkju og kristni, að þessar skoðanir kæmu fyrir augu alþjóðar og þá yrði það lýðum ljóst, að guð- fræðideildin framleiðir ekki flugelda, heldur kenna þar menntaðir menn, sem standa báðum fótum á jörðinni og geta talað á ljósu máli, sem hver sæmilega upplýstur maður fær auðveldlega skilið sér til gagns. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson bendir á það að „nú á tfmum búist menn ekki við því af guð- fræðideildinni, að hún gegni umtalsverðu þjónustuhlutverki í kirkjunni og þjóðfélaginu." Þetta er óþörf hógværð. Á meðan guðfræðideildin gegnir því hlutverki fyrst og fremst, Þjónustu- hlutverk guðfræði- deildar að búa menn undir prestsstörf í íslenzku þjóðkirkjunni, þá rækja prófessorar þetta þjón- ustustarf. Þeir mega rækja það í ríkari mæli utan veggja Há- skólans og í meiri tengslum við starfandi presta. Þvf til árétt- ingar má vitna til orða prófess- ors Jóns Sveinbjörnssonar, er segir um ritskýringu: „Ritskýr- ing er ekki fræðilegt fag, sem hægt er að Ijúka af í guðfræði- deild, heldur er hún í hæsta máta hagnýtt fag, sem aldrei er hægt að ljúka... Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmuna- mál presta og guðfræðinga að vinna hér saman. Einangr- un kirkjunnar f dag staf- ar af skorti á ritskýringu.“ Prófessorarnir þurfa að starfa um tima i söfnuðunum, kynnast jarðveginum, sem þeir ætla nemendum slnum að sá í. Þá væri t.d. nær, að þeir sæju um þennan hugvekjuþátt i víð- lesnasta dagblaði landsins, í stað þess að láta sveitaprest norður í landi skrifa hann á stopulum stundum frá embætt- isstörfum, félagsvafstri og bú- amstri. Sýnist mér ekki úr vegi að víkja að þvi nú, þegar ég er um það bil að kveðja þennan vettvang. Vandaðrar upp- fræðslu er þörf. Það hefur ekki verið svikist um að uppfræða þegnana í náttúruvísindum og sálarfræði á síðustu áratugum, án þess þó að það hafi fyllt menn sálarró og lifshamingju. Þeir hafa fremur sannfærst um það með árunum, að þeirra mæta sé fremur að vænta í faðmi kirkjunnar. Um þetta ber samfélag okkar órækt vitni. Þar hafa og hvorki dugað tákn og stórmerki nýrra trúarbragða, en framþróun náttúru- og tæknivísinda og sálkönnunar hafa minnt öllu meir á flug- eldagerð, en hógvær fræðastörf I þágu sígildra sanninda krist- innar trúar, er höfundur Alþýðubókarinnar fáraðist út af árið 1929. Það yrði kirkjunni ömetanlegur styrkur ef fræði- menn guðfræðideildar skiptu með sér að veita starfi hennar og boðun stuðning með trú- fræðslu á opinberum vettvangi. < Skrifstofuhúsnæði til leigu að Hverfisgötu 21: 3—4 herbergi, rúmlega 100 ferm. á fyrstu hæð með sérinngangi. Innbyggður peningaskápur. Laust nú þegar. Nánari upplýsingar í skrifstofu félagsins. Hið íslenzka prentarafélag Sími 16313. Brúðkaupsveislur Samkvæmi ÞINGHOLT Bergstaóastræti Hinn margumtalaði og vinsæli Olsölumarkaður vekur athygli é ... . Það koma ávallt nýjar vörur í hverri viku á markaðinn Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega lágu verði Látið ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aðeins stuttan tíma TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS ULn) KARNABÆR Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.