Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 11 Ásgrímur og Kjarvalsstaðir Á næsta ári verða 100 ár liðin frá fæðingu Ásgríms Jóns- sonar, sem var elztur hinna þriggja brautryðjenda nútíma- listar á Islandi, en hinir voru Jón Stefánsson (f. 1881) og Jóhannes Kjarval (f. 1885). Is- lenzka þjóðin stendur i mikilli þakkarskuld við Ásgrím Jóns- son vegna stórbrotinnar listar hans og þeirrar gjafar er hann ánafnaði þjóðinni að sér látn- um, — bústað sinn og mikið safn málverka. Fyrirhugað hefur verið að setja upp veglega yfirlitssýn- ingu á æviverki þessa merka listamanns á aldarafmæli hans, og að sú sýning yrði á Kjarvals- stöðum. Hér vekur heiti staðar- ins óþjála kennd hjá málurum gagnvart yfirlitssýningu til minningar hins eldri brautryðj- anda. Kæmi ekki til álita í þessu tilviki að nota nafnið „Myndlistarhúsið á Miklatúni", eða einfaldlega Klamra-nafnið. Og mætti myndlistarmönnum ekki leyfast að nota hvort nafnið sem þeir æskja í fram- tíðinni, þó svo að Kjarvalsstaða- nafnið yrði hið opinbera heiti? Ég vil víkja að þessu hér þótt tilgangur þessara lina sé fyrst og fremst að vekja athygli á þeim orðrómi, að útlit sé fyrir að þessi fyrirhugaða sýning falli niður vegna deilna um húsið, þ.e. ef þær ekki leysast i tæka tíð. Þessi orðrómur er ógeðfelldari en orð fá lýst og tel ég öllum aðilum skylt að kveða hann niður með einhuga samstöðu um framkvæmd sýn- ingarinnar. Að sjálfsögðu verður deilan um Kjarvalsstaði að leysast, og hún mun leysast og verða deiluaðilum holl lexia og þeim til sóma er sátta leita. Máski er lausnin sú, að F.Í.M. Mynflllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON marki sér þá stefnu að móta félagsheild með líku sniði og slík fagfélög annars staðar á Norðurlöndum, þannig, að félagssamtökin verði lýðræðis- Ásgrfmur Jónsson legri, og að eitt félag mynd- listarmanna ráði ekki öllu um sýningaraðstöðu á Kjarvalsstöð- um, heldur heildarsamtök myndlistarmanna og af þeim kjörið sýningarráð. Kjarvalsstaðir eiga að vera „háskóli" íslenzkrar myndlistar þar til byggt hefur verið yfir Listasafn Islands. Eins og öll- um má vera ljóst þurfa allir að ná vissum lágmarksárangri til að komast inn i háskóla, og slíkt getur ekki talizt útilokunar- stefna, en stefnumörk þess að veita sem beztri menntun út í þjóðfélagið og styrkja burðar- stoðir menningar. Þurfa því allir að leggjast á eina sveif, sveitarstjórnarmenn, borgarar og myndlistarmenn til lausnar þessu deilumáli svo að sýning hins merka brautryðjanda, Ásgrims Jónssonar, megi fram fara í sátt og samlyndi. Við höfum opnað nýja veitingabúð í Hótel Esju~Esjuberg. Esjuberg er opið alla daga frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Þar geta á þriðja hundrað manns í einu notið okkar fjölbreyttu rétta - allt frá ódýrum smáréttum upp í glæsilegar stórsteikur. Veriö velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.