Morgunblaðið - 19.10.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.10.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19, OKTÖBER 1975 J^Wmnstín Waage tízkusýningar- stúlka hefur dvalið langdvölum erlendis í 4 ár þar sem hún hefur verið í fremstu röð tízkusýningarstúlkna hjá mörgum þekktustu tízkublöðum heims. Kristín bjó í Parfs í 3 ár, en s.l. ár hefur hún búið í New York þar sem hún á þessum stutta tima komst einnig í röð eftirsótt- ustu fyrirsæta. Nú er Kristín komin heim, kvaðst hafa verið orðin langeygð eftir fslandi og þeim friði sem landið býður, hætt að minnsta kosti um sinn þeysingi milli borga, bæja og landa, en þó hyggur hún á stuttar ferðir til ítaliu og Frakklands næsta ár til þess aó halda sér aðeins við efnið sem tízkufyrirsæta. Við röbbuðum við Kristínu á heimili hennar í Reykjavík. „Það eru rúmlega fjögur ár síðan ég byrjaði á þessum þeysingi," sagði hún, „fór fyrst til Frakklands og í París bjó ég í 3 ár. París var þannig heima- höfnin í þessu starfi, en ferðir til Mílanó, Hamborgar, London, Munchen, Stutt- gart, Frankfurt og fleiri borga voru tíðar. Þannig hefur þetta verið eilíft flakk og óteljandi myndatökur í hinum ýmsu löndum. Síðan i febrúar hef ég verið hjá Eileen Ford í Bandaríkjunum, en það er stærsta umboðsskrifstofa í heimi. Vinnunni hjá Eileen Ford er þannig háttað að þeir sjá algjörlega um útvegun og skipulagningu vinnunnar. Það er hringt i mann á kvöldin og til- kynnt um bókun og verkefni næsta dag.“ „Er ekki hörð samkeppni á þessum vinnumarkaði?" „Jú, feikilega, en i New York er samkeppnin langsamlega hörðust, hún er grimmileg." Raöbað við Kristínu Waage tfzkumódel ðbúai ferðatösku eða koma helm til islands „Góð laun?“ „Aðalpeningarnir eru í myndatök- um fyrir hina stóru verðlista, sem eru ákaflega mikið myndskreyttir og gefnir út í stórum upplögum. Auglýsingin fyrir mann sjálfan er að sjálfsögðu bezt I stóru og þekktustu tizkublöðunum. Til dæmis komst ég í Seventeenth og Glamor strax og ég kom til Bandarikj- anna og það var fin auglýsing fyrir mig, en þetta getur verið erfitt og vonlitið starf þangað til maður er orðinn þekktur. Þá er þetta allt auðveldara, nóg að gera og maður getur fremur valið og hafnað. Til dæmis ef ég er bókuð fyrir Glamor og það kemur inn beiðni um myndatöku í nýjum verðlista, þá vel ég auðvitað verðlistann, því þar fæ ég mun betur borgað og til þess fór ég í þetta starf. Þegar maður er að byrja í þessu er ánægjan ofsaleg ef möguleiki gefst á myndatöku fyrir stór þekkt tizkublöð, þótt þau borgi ekki vel, en þegar maður er á annað borð búinn að vinna sig upp, þá varir sú ánægja ekki til lengdar, því maður vill fá sem mest fyrir sína vinnu. Fyrst þegar ég kom til New York þurfti ég að labba með myndabókina mína i 2 vikur og sýna og þá var kominn skriðurá málið. Ég var heppin, sumar stúlkur ganga með sínar bækur jafnvel i marga mánuði án þess að nokkuð komi út úr því.“ „Hefur þetta verið spennandi starf?" „Vissulega, maður er alltaf að kynnast nýju fólki og nýjum stöðum, en það getur auðvitað komið fyrir að þetta sé bæði leiðinlegt og þreytandi. Fólk heldur oft að maður þurfi bara að vera fyrir framan ljósmyndavélina og brosa, en þetta er ekki þannig. Þetta er allt M, ryndirnar með viðtalinu við Kristfnu Waage tízkusýn- ingarstúlku eru úr ýmsum þekktustu tízkublöðum Evrópu og Bandaríkjanna, en Krjstín hefur náð mjög Iangt í sínu starfi þau fjögur ár sem hún hefur verið erlendis. Þar notaði hún sem model nafnið Sigrún, fékk það lánað hjá systur sinni, eins og hún orðaði það, því það væri sérstæðara í Evrópu og Bandaríkjunum en nafnið Kristfn. En nú er Kristín flutt heim á ný og við hittum hana að máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.