Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNbLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1975
Áslaug Rögnvalds-
dóttir—Minning
Þegar ég fregnaði andlát
vinkonu minnar Áslaugar
Rögnvaldsdóttur setti mig
hljóðan. Góður félagi var horfinn
af sjónarsviðinu, en aðeins lifir
eftir minningin ein í vitund
þeirra, sem hana best þekktu.
Það mun nú vera liðinn röskur
aldarfjórðungur frá þvf að fund-
um okkar Áslaugar bar fyrst
saman. Hún var mikil vinkona
konu minnar og vinnufélagi um
nokkurn tíma og varð þar af leið-
andi mikill aufúsugestur á
heimili okkar hjónanna. Margoft
var hún gestur okkar og allra
þeirra samverustunda minnist ég
nú með virðingu og þakklæti. Það
var viss reisn og virðuleiki yfir
Áslaugu. Hún var jafnan glöð og
reif og ánægjulegt var að blanda
geði við hana. Hún lagði ætið gott
til þegar rætt var um menn og
málefni og góðleiki og hjartahlýja
var snar þáttur í fari hennar.
Oft mun Áslaug ekki hafa
gengið heil til skógar, en þvi flfk-
aði hún lítt og æðraðist ekki þótt á
móti blési. Hún hafði til að bera
hugrekki og andlegan styrk, sem
gaf henni þor í hverri raun. Þegar
hún var barn að aldri þurfti hún
að dvelja langdvölum á sjúkra-
húsi og nú á siðustu árum varö
hún að gangast undir miklar
aðgerðir á sjúkrahúsum. Allt sitt
mótlæti bar hún af mikilli still-
ingu og stakri hugarró.
Áslaug var fædd í Reykjavik
þann 12. júní árið 1926 og var þvi
á fimmtugasta aldursári þegar
hún lést. Foreldrar hennar voru
Aníia Sigurðardóttir og Rögnvald-
ur Þorsteinsson, múrarameistari.
Hún var eina barn þeirra hjóna.
Foreldrar Áslaugu áttu heima á
Hólavallagötu 3 hér í borg og eftir
lát Rögnvaldar bjuggu þær mæðg-
ur þar áfram. Mikil snyrti-
mennska og myndarbragur ríkti á
heimili þeirra mæðgna og gaman
var á glöðum stundum að vera
gestur þeirra. Mjög einlægt og
náið samband var á milli þeirra
Áslaugar og móður hennar og hef
ég sjaldan kynnst jafn miklu
ástriki milli móður og dóttur. Sár
verður því harmur frú Önnu við
andlát einkadóttur sinnar.
Áslaug starfaði á skrifstofu
allan sinn starfsaldur. Fyrsí hjá
heildversluninni G. Þorsteinsson
og Jónsson og siðar hjá Lands-
smiðjunni allt til síðasta dags.
Hún Var mjög vel látin, duglegur
og samviskusamur starfsmaður
og virt af öllum sinum vinnu-
félögum.
Áslaug andaðist á Landakots-
spítalanum miðvikudaginn 8.
október s.l. eftir stutta legu. Að
leiðarlokum sendum við hjónin
móður hinnar látnu, frú önnu,
hugheilar samúðarkveðjur. Við
minnumst Áslaugar með þakklæti
og virðingu. Fari hún í friði.
Blessuð sé minning hennar.
Klemenz Jónsson
Hún Aslaug er dáin!
Við, sem erum búnar að vera
með henni i saumaklúbb í nærri
tuttugu og fimm ár, eigum svo
bágt með að sætta okkur við að
hún skuli vera horfin. Við eigum
aldrei eftir að finna hlýja hand-
takið hennar eða sjá bjarta bros-
ið. En enginn er eilífur, og ein-
hver okkar hlaut að hverfa fyrst.
Áslaug fæddist í Reykjavfk 12.
júní 1926, dóttir hjónanna frú
Önnu Sigurðardóttur og Rögn-
valds Þorsteinssonar múrara-
meistara. Föður sinn missti Ás-
laug árið 1948 og bjó ætið siðan
með móður sinni að Hólavallagötu
3. Samrýndari mæðgum hef ég
aldrei kynnzt. Því hlýtur sorgin
að vera sár hjá frú Önnu að missa
einkadótturina, aleiguna.
Áslaug var mjög vel gefin og
fær í sínu starfi en hún vann sem
vélritunarstúlka hjá Landssmiðj-
unni í 29 ár. Þar elskuðu hana
allir og virtu. Áslaug hafði verið
heilsuveil undanfarið, en skyndi-
lega ágerðust veikindin og var
hún flutt á Landakotsspítala þar
sem hún andaðist eftir fárra daga
legu.
Anna mín, þú ert alltaf sterk
þegar eitthvað bjátar á. Nú reynir
meir á kjark þinn en nokkru sinni
fýrr. Ég bið góðan Guð að senda
þér styrk í sorg þinni.
Þó að leiðin virðist vönd
vertu aldrei hryggur.
Það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur. (J.B.)
G.G.
Enginn veit hvað morgúndagur-
inn ber í skauti sínu og er það
sjálfsagt fyrir beztu. Gleðitíðind-
in eru alltaf velkomin og ánægju-
leg en þegar þau slæmu koma,
virðist maður aldrei tilbúinn að
taka þeim eða sætta sig við þau.
Ég geri ráð fyrir að svo hafi verið
um fleiri en mig er mér bárust
fréttir um, að vinkona mín Áslaug
Rögnvaldsdóttir væri látin. Enda
þótt ég vissi að hún hafði ekki
gengið heil til skógar undanfarin
ár, gerði ég mér enga grein fyrir
að svo skammt væri til endalok-
anna.
Áslaug Rögnvaldsdóttir var
fædd 12. júní 1926 og andaðist í
Landakotsspítala 8. okt. s.l. eftir
stutta legu. Hún var einkabarn
foreldra sinna, þeirra Önnu Sig-
urðardóttur og Rögnvaldar
Þorsteinssonar, múrara. Rögn-
valdur er látinn fyrir mörgum
árum en Anna lifir dóttur sina,
komin hátt á nfræðisaldur. Er
missir hennar óumræðilega
mikill. Þær mæðgur héldu heimili
saman alla tið og var óvenju náið
samband milli þeirra. Áslaug var
móóur sinni til mikillar styrktar
þegar aldurinn færðist yfir hana
og sá um heimilið svo að til
fyrirmyndar var. Það var alltaf
jafn ánægjulegt að heimsækja
þær mæðgur, hvort heldur var
saumaklúbbur eða annað tilefni,
gestrisnin og hlýjan sem mætti
manni var einstök.
Eftir að Áslaug lauk námi í
Verzlunarskóla íslands starfaði
hún lengstum hjá Landssmiðj-
unni eða á þriðja áratug. Hún var
framúrskarandi flink skrifstofu-
stúlka, snyrtimennskan henni í
blóð borin og vandvirk eftir því.
Allt, sem hún tók sér fyrir
hendur, var unnið á þennan hljóð-
láta, þægilega hátt, sem henni var
svo tamur.
Nú að leiðarlokum bið ég guð að
styrkja önnu, móður Áslaugar, og
blessa henni ævikvöldið. Hennar
er missirinn mestur. Áslaugu
þakka ég allar samverustund-
irnar, ferðina okkar til Englands
forðum, þegar við vorum báðar
ungar, og alla hugulsemina fyrr
og síðar. Við hjónin þökkum
heimsóknirnar i Selvík undan-
farin sumur, það voru sannar
ánægjustundir. Saumaklúbbur-
inn kveður hana með söknuði og
hjartans þakklæti fyrir allt.
Fyrirbænir okkar allra fylgja
henni á nýjum vegum guðs um
geim.
Guð blessi hanp ætíð.
Halla.
Á morgun verður til moldar
borin frænka mín Áslaug Rögn-
valdsdóttir, sem lést í Landakots-
spítala þ. 8. þ.m., 49 ára að aldri.
t
Hugheilar þakkir sendum við öll-
um þeim er auðsýndu okkur
samúð, vinarhug og virðingu við
útför föður okkar
KARLS WIUM
VILHJÁLMSSONAR
Brynjólf ur Wium
Helga Wíum
t
Af alhug þökkum við alla auð-
sýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
ÞURÍÐAR
GUÐMUNDSDÓTTUR.
Ljósheimum 10.
Sérstaklega viljum við þakka
starfsfólki á deild ' 3B Land-
spitalanum fyrir frábæra
umönnun
Sæmundur Sigurtryggvason.
börn. tengdabörn
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
móður okkar og tengdamóður,
INGUNNAR
JÓHANNSDÓTTUR,
frá Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Elliheimilisins Grundar.
Jóhanna Lárusdóttir,
Baldur Halldórsson,
Unnur Lárusdóttir,
Hreinn Þorvaldsson,
Sigurður Lárusson,
Auður Þorkelsdóttir.
t
Jarðarför dóttur minnar,
ÁSLAUGAR RÖGNVALDSDÓTTUR.
fer fram frá Dómkirkjunni, kl 1 30 e.f- mánudaginn 20 október
Anna Sigurðardóttir,
Hólavallagötu 3.
t
Útför,
GUÐMUNDUR J. BREIÐFJÖRÐ
blikksmíðameistara.
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 október kl 3 Þeir,
sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti liknarstofnanir njóta þess
Dóróthea og Þorsteinn Ö. Stephensen,
Ólafia og Agnar G. Breiðfjörð.
Útför t
MATTHÍASAR SVEINBJÖRNSSONAR,
fyrrverandi aðalvarðstjóra,
Bergþörugötu 31
Fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21 október kl 1 3.30.
Bjarni Matthiasson Svala Pálsdóttir
Margrét Matthíasdóttir Hjálmtýr Hjálmtýsson
Sveinbjörn Matthiasson Jónina Guðmundsdóttir
Þórunn Matthíasdóttir Vilhjálmur Tómasson
Matthildur Matthíasdóttir Davið Hemstock
t
Útför föðurs, tengdaföður og afa
JÓNS BJARNASONAR,
vélstjóra,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21 okt kl 13.30 Þeir
sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir
Hrefna Jónsdóttir, Kristján Þorsteinsson,
Pétur Jónsson, Guðrún Konráðsdóttir,
Sigurður og Gisele Jónsson,
Bjarni Jónsson og barnaborn
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEINVÖR ÁGÚSTA EGILSDÓTTIR MARBERG,
Þórufelli 1 2,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2 1 október kl 3 e.h
Blóm afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hennar, láti líknarstofnanir
njóta þess
Gunnsteinn Jóhannsson,
Sigurður Rúnar Gunnsteinsson,
Egill Marberg Gunnsteinsson, Svanhildur Baldursdóttir,
Sigrún Gunnsteinsdóttir, Stephen Head.
og barnabörn.
t
Útför
STEINGRÍMS ÞORLEIFSSONAR, 1
heildsala
Grenimel 12.
Fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. október kl. 1 0.30. Blóm
og ktfmsar afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans látið Hjartavernd
njóta þess. Anna Barbara Þorleifsson,
börn og systkini hins látna.
t
Útför móður okkar
AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá ísafirði
sem lést 10 þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 þ.m
kl. 1 'h e.h.
Börn, tengdabörn, barnabörn.
t
Kveðjuathöfn um móður okkar,
RUTH JÓNSDÓTTUR,
frá Patreksfirði,
fer fram í Dómkirkjunni, þriðjudaginn 21. október kl 10.30.
Jarðarförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju, fimmtudaginn 23. október
kl. 14
Álfheiður Jónasdóttir,
Sigurður Jónasson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og einlægan vinarhug við andlát og
útför eiginmanns mlns, sonar okkar og bróður
JÚLÍUSAR GUNNARS SVEINBJÖRNSSONAR
Höfn Hornafirði
Guðrfður Ásgrlmsdóttir,
Vilborg Valgeirsdóttir,
Óli Sveinbjörn Júliusson
og systkini hins látna.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR F.E. BREIÐDAL
húsgagnasmiðameistara
Barmahlið 40
Maria Þórðardóttir, Ásta Breiðdal,
Birgir Breiðdal, Ragnhildur Smith.
Guðmundur, Laufey Ásta og Birgir.