Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 44

Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 Kóngsdóttirin sem gat ekki hlegið ann, til þess að velta ekki um koll. Hann leit svo á dóttur sína og sýndist votta fyrir brosi í öðru munnviki hennar, en það hvarf samstundis og hún varð jafnal- varleg aftur og konungur vissi ekki nema þetta hefði verið missýning ein, og ekki fór því betur fyrir kennaranum, en farið hafði með hermanninn bróður hans, kannske heldur verr, því hann var hýdd- ur enn fastar, en hinn hafði verið, og sendur heim síðan við lítinn orðstír. Nú vildi yngsti sonurinn reyna, hann hét nú Hans og það var piltur, sem ekki lét allt fyrir brjósti brenna. En bræður hans hlógu eins hátt og þeir gátu vegna nýafstaðinna hýðinga og kváðu hann myndu verða hýddan fastast allra, og faðir hans vildi ekki leyfa honum að fara; hann sagði að ekkert vit væri í því, þar sem hann væri síður en svo skemmtileg- ur og hafði auk þess aldrei nennt neitt að gera, nema að búa til fífukveiki. — Enda var hann kallaður Fífu-Hans. En Hans lét sig ekki, hann nöldraði og nauðaði þangað til að karl faðir hans var orðinn "COSPER----------\ Nel, konan mfn er ekki heima — kemur á morgun, en yður er guðvelkomið að bfða eftir henni! dauðleiður á því og sagði úrillur: „Jæja, komstu þá af stað.“ Þegar Fífu-Hans kom til konungshall- ar, lét hann ekkert uppskátt um það, að hann ætlaði að koma konungsdóttur til að hlægja, heldur bað um vinnu. Nei, það var ekkert til að gera handa honum þar, en hann lét sig ekki heldur við þetta. Hann sagðist þó alltaf geta borið eldivið og vatn í eldhúsið, og svo lengi nauðaði hann á þessu, að konungur lét undan. Þegar hann var að sækja vatn í lækinn einn daginn, sá hann stóran fisk í hyl í læknum og læddi fötunni undir hann. Þegar hann var svo á leið heim með fiskinn i fötunni, mætti hann gamalli kerlingu, sem teymdi með sér gullgæs. „Góðan daginn, amma sæl,“ sagði Hans. „Þetta er nú meiri fuglinn, sem þú hefir meðferðis, og þær fjaðrir, sem á honum eru, — þær lýsa langar leiðir, ef maður hefði svona fjaðrir, þá þyrfti mað- ur ekki fífukveiki í týrurnar sínar“. En kerlu leist afar vel á fiskinn, sem Hans var með í fötunni sinni og sagðist skyldi láta hann fá gullgæsina fyrir fisk- inn, og hún hafði þá náttúru, að ef ein- hver kom við hana, þá hékk hann fastur, bara ef sagt var: „Ef þú vilt vera með, þá hengdu á“. Þetta þóttu Hans góð skipti. „Ekki er fugl verri en fiskur“, sagði hann við sjálfan sig, „og ef hann er eins og þú segir, þá get ég líka notað hana fyrir öngul, gæsina þá arna“, sagði hann við kerlu og var vel ánægður með gæsina. Svo lagði hann af stað með hana, en var ekki kominn langt, er hann mætti ann- arri kerlingu, sem leist afarvel á gæsina og vildi endilega klappa henni. Hún bað Hans samt um leyfi. „Já, blessuð klappaðu henni bera“, sagði Hans, „En þú mátt ekki rífa af henni fiðrið“. Og um leið og hún snerti fiðrið, sagði Hans: „Ef þú vilt vera með, þá hangdu á!“ Kerla reyndi að slíta sig lausa, en það gekk ekki, hún hékk föst, hvort sem henni líkaði það betur eða ver, og Hans hélt áfram, eins og hann væri einn með gæsina. Nokkru síðar mætti Hans manni, sem þekkti kerlu og var eitthvað i nöp við hana. Þegar hann sá hana hanga þarna fasta hélt hann að óhætt væri að gefa henni smávegis ráðningu, og sparkaði því VIEP MORödKí KAmNU — Hvað myndirðu segja, Helga mín, ef ég stæli kossi? — Loksins. X — Hvers vegna sagðirðu hljðmsveitarmanninum upp? — Það var ailtaf málmbragð af honum. X — Allt hækkar f verði, mat- vara ekki sfður en annað. Það endar með þvf að maður verður að hætta að borða til þess að geta lifað. X Prðfessorinn var svo utan við sig einn morguninn, að hann kyssti eggið en barði í höfuð konu sinnar með teskeiðinni. X Hjðnaleysin sitja hvort á sfn- um enda bekks f Hljðmskála- garðinum. Veður er stjörnu- bjart og glaðatunglskin. Hún: — Fegurð slfkra kvölda er dásamleg. Hann: — Já, ef maður væri aðeins hugaðri. X Gesturinn: — Það syndir fluga ofan á mjðlkinni f glasinu. Er það nauðsynlegt? Þjðnninn: — Já, annars myndi hún drukkna. X — Þú átt ekki að vera svona fljðtmæltur, Óli minn, þegar þú biður kvöldbænina þína. Ég heyri ekkert til þfn. ÓIi: — Ég er ekki heldur að tala við þig, mamma. X Kennarinn: — Hvað heita þær lffverur, sem lifa ýmist í vatni eða á landi? Nemandinn: — Baðgestir. Moröíkirkjugaröinum 12 Svona, svona, Susann, segðu nú rannsðknarlögreglumanninum það sem þú veizt. Þú getur alveg komið fyrir þig orði, ef þú þarft! Og þegar möðirin sagði þetta hvarflaði hún augum rétt að prestinum. Brosviprur voru um munn Hjördisar Holm. En loksins opnaði Susann munninn og reyndi að taka til máls. — Ja... ja, ... já ... já. Ég hafði lofað vinkonu minni að fylgja henni spottakorn af þvf að hún er myrkfælin og vill ekki þurfa að ganga ein úti á akrinum hjá Karlsson. En ég varð að bfða eftir henni dálitla stund og á meðan stðð ég á tali við Arne, rétt við kirkjuna. Hún forðaðist vandlega að horf- ast f augu við C’hrister, en lág rödd hennar var styrk og skýr og hún talaði án nokkurs hiks. — Hvernig kom Sandell yður fyrir sjðnir? Sýndist yður hann vera órðr eða áhyggjufuilur? — Nei! Alls ekki. Hann hló og spaugaði eins og venjulega... eða kannski öllu meira en venjulega. — Klukkan hvað skildust þið. — Klukkuna vantaði þá tuttugu mfnútur f fímm. — Eruð þér alveg vissar? Þér verðið að hafa hugfast að það er ðhemju mikilvægt að við getum ákvarðað endanlega cinmitt ÞANN tfma eins nákvæmlega og hægt er. — Ég er alveg viss. Ég stilli úrið mitt eftir útvarpinu á hverj- um degi og ég leit á það um leið og við Britta gengum af stað. Þó svo hún væri feimin var hún bæði róleg og skynsöm að heyra og Christer kinkaði kolli f viður- kenningarskyni og hélt áfram: — Sáuð þér Sandell ganga inn á skrifstofuna? — Ég sá að hann gekk heim á hlaðið — ég tðk ekki nánar eftir þvf. — Hvar býr þessi vinkona yðar? — Hún býr f Persby — það er hérna fyrir norðan. — Er ekki farinn vegurinn til Kila? — Nei, það er farið eftir þjóð- veginum, en f gagnstæða átt. — Hvað fvlgduð þér Brittu vin- konu yðar langt. — Kannski tvo kflðmetra eða svo. — Og svo sneruð þér við og genguð heim? — Já. — Hvenær voruð þér komnar heim aftur? Nú hafði ég á tilfinningunni að hún hikaði. — Um hálf sex leytið, held ég. Ég fðr upp og hafði fataskipti og var rétt að Ijúka þvf, þegar Friedeborg frænka kom. Christer Wijk horfði hugsandi á stúlkuna. — Þér hljðtið að skilja að mér leikur hugur á að vita hvort þér mættuð einhverjum á leiðinni. Einhverjum sem þér kannist við — eða þekkið kannski alls ekki. Hún hafði spennt greipar í kjöltu sér og fitlaði við kjðlinn ðstyrkum fingrum þegar hún tautaði óstyrkri og lágri röddu: — Ne... ei, ég mætti alls eng- um. — Þér búið f stóra húsinu við hliðina á Sandelishúsinu, er það ekki? llúsinu sem er andspænis kirkjunni? Það er að segja, þér hljðtið að hafa gengið framhjá búð Arne Sandells á heimleið- ínni. Tðkuð þér cftir þvf hvort það var Ijós á skrifstofunni? Nú var rödd hennar orðin örugg aftur. — Það var slökkt bæði á skrif- stofunni og f búðinni. En það var Ijðs uppi f fbúðinni. Christer blés frá sér reykjar- hringjum áður en hann sagði seinmæltur. — Það sést kannski ekki frá veginum hvort Ijós er á skrifstof- unni? — Víst sést það, svaraði hún reiðilega. — Arne hefur ekki rúllutjöld fyrir gluggunum á skrifstofunni. Og f búðinni eru hvítar gardfnur fyrir gluggunum. En ég þori að sverja að hvergi sást Ijós f glugga á neðstu hæð- inni. Við horfðum hissa hvert á annað. Ef leggja átti trúnað á orð Susann Motander hafði Arne Sandell stokkið upp úr stölnum sfnum frá bðkhaldsbökum fyrir klukkan hálf sex. Þýddí það að banamaður hans var þegar kom- inn á vettvang? Var það morðing- inn sem hafði slökkt öll Ijðs áður en hann hvarf af vettvangi? Hér greip Friedeborg fram f og það sem hún lagði til málanna studdi upplýsingar Susann 1 mikilvægu atriði. — Þetta er öldungis rétt hjá elskunni henni Susann! Það var niðadimmt á skrifstofunni hans Arnes veslingsins, en uppi f fbúð- inni var Ijós f hverjum glugga. Og kirkjuklukkan sló tvö högg, þegar ég gekk inn um hliðið og ég man vel að ég hugsaði með mér... sko eitt högg þýðir kortir yfir og tvö högg eru á hálfa tfmanum. að það væri svei mér gott að klukkan væri ekki nema hálf sex, þvf að þá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.