Morgunblaðið - 31.10.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 31.10.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975 15 Nýtt eldhús í sjúkrahúsi Akraness Akranesi 29. október I GÆR var tekið f notkun nýtt og fullkomið eldhús f Sjúkrahúsi Akraness. Þessi nýja aðstaða mun gjörbreyta allri vinnu við matar- gerð til þess betra, og jafnvel einnig matnum, þótt hann hafi verið góður og óaðfinnanlegur við erfiðar aðstæður á undanförnum árum. Eldhús þetta er í norðurálmu sjúkrahússins á 1. hæð og hluta af kjallara. Grófvinnsla og vörumót- taka er í kjallara, ásamt geymslum. Aðalsalurinn er á 1. hæð þar fer fram matreiðsla, bökun, uppþvottur og fram- reiðsla. Meginstofn tækjabúnaðar er frá sænska fyrirtækinu Kopal, en hluti frá Finnlandi og Englandi. Meðfylgjandi mynd er af Jóhannesi Ingibjartssyni þar sem hann lýsir hinum fullkomnu vélum. Júlfus Mótmæla niður- skurði til verkmenntunar Neskaupstað 29. október NEMENDUR ogkennararvið Iðn- skóla Austurlands f Neskaupstað héldu sameiginlegan fund f morg- un vegna fyrirhugaðrar lækkunar á fjárlögum til iðnfræðslu. Eftir- farandi ályktun var einróma sam- þykkt á fundinum: „Nemendur og kennarar Iðn- skóla Austurlands, Neskaupstað, lýsa fullri samstöðu með Iðn- nemasambandi íslands f mótmæl- um þess gegn öllum niðurskurði á fjárveitingum til iðnfræðslumála, sem og til annarrar verkmenntun- ar á sama tima og yfirvöld menntamála tala um þjóðarnauð- syn á eflingu verkmenntunar. Þá viljum við benda á það óréttlæti sem felst i fjármagnslegri upp- byggingu bóklegs framhaldsnáms annars vegar og verkmenntunar- kerfisins hins vegar. Þar sem rík- ið byggir sjálft og rekur skóla fyrir þá sem fara í bóklegt fram- haldsnám, en sveitarfélögunum er ætlað að byggja og reka að hálfu verknámsskóla eins og t.d. iðnfræðsluskólana. Við tökum heilshugar undir orð hæstvirts menntamálaráðherra um að auka þurfi virðingu fyrir öllu verklegu námi, en leggjum áherzlu á, að til þess að þjóðin sjálf meti verk- menntun til jafns við þá bóklegu þurfi löggjafinn og framkvæmda- valdið að ganga á undan. — Ásgeir. Línu- og neta- svæði friðað Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú friðað sérstakt línu- og netasvæði úti af Faxaflóa. Samkvæmt reglu- gerðinni eru allar veiðar með botn og flotvörpu óheimilar á svæði innan lína, sem dregnar eru 20 sjómílur réttvisandi vestur af Garðsskagavita, þaðan í norðurátt í punkt 64°20' N og 23°36'V og þaðan í réttvísandi austur. Bann þetta gildir til 31.desember 1975. Bílainn- flutningur 27,8% af því semhann varífyrra SAMTALS voru fluttar inn til landsins 2.776 bifreiðar á fyrstu 9 mánuðum ársins 1975 — að þvf er segir í frétt frá Hagstofu íslands. Þessi bfla- fjöldi er aðeins 27,8% af inn- fluttum bflum fyrstu 9 mánuði ársins 1974, en þá voru inn- fluttar 9.987 bifreiðar. Nýjar fólksbifreiðar á þessu ári eru orðnar 2.302, en voru f fyrra 8.521 bifreið. Notaðar bifreiðar voru nú 212, en í fyrra 677. ’ ’ Við hngsum aðeins iiin þá sem viljn vönduð °g þægileg fot í samræmi vid tí§ku hvers tíma” Jack Wahl, designer. merki margra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.