Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
19
í tilefni
UMSJÓN
Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna
Ragnarsdóttir og Lilja Ólafsdóttir.
Útifundurinn á Lækiartorgi
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir:
r
Avarp
Kæru baráttusystur!
Fyrsta fundarsamþykkt sem
ég veit um að gerð hafi verið
um að konur legðu niður vinnu
einn dag var gerð á ráðstefnu
rauðsokka og láglaunakvenna í
Lindarbæ í vetur og önnur á
Neskaupstað í sumarbyrjun. A
stóru Loftleiðaráðstefnunni f
júnf skeði undrið: Konur úr
öllum stéttum og flokkum
mynduðu hóp og báru fram til-
lögu um að allar konur á land-
inu tækju sér frí á degi Sam-
einuðu þjóðanna, kæmu saman
og ræddu sín vandamál. Þær
gerðu meira þessar konur. Þær
héldu hópinn unnu að hug-
myndinni og höfðu samband
við félög og einstaklinga. Fyrsti
fundur um framkvæmdir var
haldinn í Hamragörðum í haust
og annar í Norræna húsinu.
Ahugi reyndist ótrúlegur.
Alltaf þéttist hópurinn og hér
erum við svona margar.
Hvað veldur þessum mikla
áhuga á deginum? Án efa það
óréttlæti sem mætir konum á
vinnumarkaði og vanmat á
störfum þeirra yfirleitt. Ég tala
hér sem verkakona og mfn
sjónarmið eru þessi:
Lág laun kvenna og annarra
láglaunahópa tel ég stafa af þvf
að síðustu tvo áratugi hefur
samningagerð milli vinnuveit-
enda og verkalýðshreyfingar-
innar verið hagað þannig að
raunverulega er samið um yfir-
vinnuna. Þó hefur keyrt um
þverbak á seinni árum. Á borð-
inu liggur útreiknað af ríkis-
stofnun hvað venjuleg fjöl-
skylda þarf til að lifa, hins
vegar upplýsingar um svo-
kallaðar rauntekjur. En svo er
samið um kaup sem er
fjórðungi eða !ö lægra en
sannað er að þurfi til lffsviður-
væris, sem sagt samið um
þennan langa vinnudag sem
gerir fólk óvirkt í stéttarfélög-
um og félagslffi yfirleitt. Annað
er þó öllu verra: Félögunum er
skipt upp í einingar. Þú færð
25%, þú 20, þú 15 o.s.frv. og
alltaf er bitinn í öfugu hlutfalli
við þörfina. Hvar eru gömlu
hugtökin okkar „einn fyrir alla
og allir fyrir einn“? Hvar er
kyndillinn sem lýsti upp verka-
lýðshreyfinguna fyrr á árum
þegar sjálfsagt var að sá sterki
lyfti þeim veika? Hvar eru
gömlu hugsjónirnar okkar?
Vonandi liggja þær líka á
borðinu næst þegar samið
verður. Og á hverjum bitnar
þetta verst? A konunum auðvit-
að. Við verslunar- og skrifstofu-
störf hafa þær 73% af launum
karla og verkakonan hefur 30
þús. kr. minna i mánaðarlaun
en verkamaður.
Til þessa liggja ýmsar
ástæður. Hér koma tvær:
Konur eru varavinnuafl. Þær
eru kallaðar til vinnu eða send-
ar heim eftir því sem hentar
vinnuveitanda og það sem verst
er: Eins og fram kom hjá kon-
um í frystihúsum þá vinnur
kona enn sama verk við sama
borð og karl en þau eru sitt f
hvorum launaflokki. Og svo er
það sveitakonan. Henni eru
ætlaðir 2 tfmar á dag i vinnu
við búið og kaupið er áætlað
175 þúsund krónur á ári eða
öllu minna en þingmenn ætla
sér á mánuði. Ég á ekki önnur
orð um þetta en að það sé
þjóðarskömm. Konur fá þessu
ekki breytt fyrr en þær sækja
sinn rétt og láta ekki fara svona
með sig.
Eg hef orðið þess vör að
sumir karlmenn og fáeinar
karlhollar konur halda að við
þessar konur sem eru að halda
fram skoðunum viljum reka
karlmenn út í horn og svipta þá
öllum völdum, jafnvel kyrr-
setja þá f eldhúsi eða yfir börn-
um. Ekkert er fjær okkur en
kúga karla. Við viljum jafn-
rétti. Hvorki meira né minna.
Við þurfum að leysa flest ef
ekki öll mál i félagi við karla.
Okkur Islendingum ætti að
vera þetta ljóst þessa daga
þegar við berjumst fyrir lífs-
hagsmunum okkar, 200 mílna
landhelginni. Þar verðum við
öll að standa saman og ef
hvergi brestur hlekkur erum
við dæmd til að sigra.
Við fslenskar konur bárum
gæfu til þess að verða fyrstar
kvenna í heiminum til að ná
samstöðu um þennan dag. Ég er
stolt af því. En fleiri koma á
eftir. Konan er að vakna. Hún
veit að karlmenn hafa ráðið
heiminum frá því sögur hófust.
Og hvernig hefur sá heimur
verið? Hann hefur löðrað í
blóði og logað af kvöl. Ég trúi
þvf að þessi heimur breytist
þegar konur fara að stjórna
honum til jafns við karla. Ég vil
og ég trúi því að þið viljið það
allar, að heimurinn afvopnist.
Allt annað eru stjórnmála-
klækír og hræsni. Við viljum
leysa ágreiningsmál án vopna.
Við viljum ekki byggja fangelsi
heldur opna þau f hvaða landi
sem er þar sem fangar eru
lokaðir inni og kvaldir vegna
skoðana sinna. Við tökum undir
við alþjóðafangahjálpina:
„Kvöl þeirra er samviska vor.“
Við viljum mannúðina í önd-
vegið en grimmdina og græðg-
ina á dyr.
Vísindamenn i öllum heimin-
um segja heiminn á heljar-
þröm. Svo gálaust hefur verið
gengið um jörðina, svo fast sótt
f auðlindir hennar, svo misk-
unnarlaust eru náttúrulögmál
brotin að mannkynið er að
kafna úr mengun. Er ekki mál
að linni. Nú gerast hlutirnir
hratt. Ég trúi að eftir 10 ár
hittumst við á Lækjartorgi
mikið fleiri og þá verði sú
stund komin þegar orð sem við
sjáum nú í hillingum eru orðin
töm í talmáli. Orð eins og þau
sem við göngUm undir i dag:
Jafnrétti — framþróun —
friður.
Þórunn Björnsdóttir, stjórnandi lúðrasveitarinnar
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
Sjá nœstu
síöu