Morgunblaðið - 31.10.1975, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKT0BER 1975
Hvers vegna
kvennafrí?
Kvennakór
Guðrún Á. Sfmonar stjórnar f jöldasöng
Björg Einarsdóttir:
ÁVARP
TEXTI: VALBORG BENTSDÓTTIR
LAG: FRJALST ER I FJALLASAL
Hvers vegna Kvennafrí?
Konurnar fagna því,
takast mun allsherjar eining.
Vanmetin voru störf,
vinnan þó reyndist þörf.
Aðeins f kaupi kyngreining.
Nú á að brjóta í blað
bráðlega sannast það,
við sigrum, ef saman við stöndum.
Konan á vilja og vit,
vilji hún sýna lit.
Tengjumst þvf baráttuböndum.
Metin skal maðurinn,
manngildi er hugsjónin.
Enginn um ölmusu biður.
Hljómar um fjöll og fjörð:
Frelsi skal rfkja á jörð,
jafnrétti, framþróun, friður.
SVONA MARGAR
Svona margar, nær meirihlutinn
af mannfólki þessa lands.
Það skýrslur segja til sanns.
Svona margar, meirihlutinn,
já meirihluti mannkynsins er við,
kvenfólkið.
Ef kúrum við hér ein og ein
á okkar básum heima.
Það verður okkar versta mein
þvf víst ei skulum gleyma:
Að meirihlutans sterka stoð
þá styður okkur ekki.
Þá setjum við hvorki bönn né boð
Við bundnar erum f hlekki.
Svona margar...
Þvf skulum við reyna að skrfða út
úr skelinni þarna heima
og rétta úr okkar kvennakút
ei krafti okkar gleyma.
Þvf ef við stöndum hlið við hlið
við hljótum að vera margar.
Ef stelpa konu leggur lið
það leiðin er til bjargar.
Svona margar...
LOKASÖNGUR
Hversvegna þegjum við þunnu hljóði
og þótt við tölum, er sem það heyrist vart?
Hvað gera stelpur, sem langar í Ijóði
að leggja til svo fjarskalega margt?
Og allir garga:
r Hvað er hún að þvarga?
Það heyrist ekkert f henni.
Hvað ætli sé að röddinni?
Eiga þá stelpur alltaf að þegja
og aðeins vona að strákar túlki þeirra mál.
Eða upp að rísa og rétta úr kútnum
og reka upp öskur: Ef þið bara hélduð kjafti,
þá munduð þið heyra f okkar hljóðu sál.
0, ó, ó. stelpur...
Við brýnum okkar raust svo berist húri um heiminn.
KONUR!
Hvers vegna stöndum við hér
— svona margar?
Eina dagstund höfum við
allar, sem hér erum, brugðið
vana okkar. Við höfum stigið út
fyrir umgjörð daglegs lífs og
freistum þess nú að skoða hana
utan frá, næstum eins og
ókunnugur myndi sjá okkur.
Við spyrjum okkur sjálfar:
Hver er okkar daglegi þáttur
innan umgjarðarinnar — nýt-
um við réttindi og uppfyllum
skyldur til jafns við þá, sem við
eigum samleið með?
Af nýjum sjónarhóli skynjum
við okkur sjálfar og lif okkar
eitt andartak.
Athyglin skerpist og í einni
sjónhending sést samspil or-
saka og afleiðinga í lífi okkar
og nú getum við skoðað atriði,
sem vaninn slævir í önn dags-
ins.
Hér og nú getum við — hver
og ein — skyggnst í eigin barm
og skoðað umhverfi okkar og
síðan rakið eftir eigin hugar-
fylgsnum hvers vegna líf okkar
og starf — mitt og þitt — er í
þeim farvegi, sem raun ber
vitni.
Hvort við hvetjum dætur
okkar til jafns við syni til að
velja sér námsbraut og lífsstarf
eftir upplagi þeirra og hæfi-
leikum.
Aðgerðin í dag — kvennafrí-
ið á degi Sameinuðu þjóðanna
— er f eðli sínu jákvæð fyrir
þær sakir, að hér ganga þeir
fram fyrir skjöldu — fslenskar
konur allar —, sem ekki beina
spjótum sínum að öðrum aðila
og krefjast, krefjast, krefjast
EINHVERS . . . Aðgerðinni er
beint inn á við að okkur
sjálfum og skal orka á eigin
vitund og lífsviðhorf.
Á morgun, þegar við stígum
til baka inn í venjulega daglega
umgjörð til fjölskyldu okkar og
á starfsvettvanginn, hvort sem
það er inni á heimilinu eða
utan þess, erum við ekki sömu
konurnar og áður.
I morgun tók sérhver okkar,
ein og óstudd, ákvörðun um
hvort hún ætti að yera með
hinum konunum á torginu eða
ekki. Fyrir mörgum okkar var
það átak að losa sig frá öryggi,
er tengslin við fjölskylduna og
dagleg reglubundin störf með
sömu vinnufélögunum veita og
finna sig skyndilega standa ber-
skjaldaða sem sérstakan ein-
stakling, sem við ætlum nú að
vega og meta í nýju ljösi.
Á hvorn veginn sem ákvörð-
un okkar féll, ef við höfum
staðið við hana, er það eitt út af
fyrir sig sérstök reynsla, sem
við munum búa að og okkur ber
að virkja.
Skilningur okkar eykst á því
að við séum fullgildir þegnar
með ábyrgð til jafns við aðra,
en ekki bara KONUR.
I þessu er m.a. fólgið lang-
tfmamarkmiðið með kvennafrí-
inu — að vaknandi vitund nú-
timakvenna skili uppvaxandi
kynslóð þeirra ávinningi, er
leiði til jafnrar stöðu við karla á
grundvelli fengins lagalegs
jafnréttis.
— Að hjúskapur einn sér ráði
ekki starfsvali kvenna í fram-
tfðinni heldur mat á kringum-
stæðum og löngun til að takast
á við verkefni af hvaða toga,
sem þau eru spunnin.
Ef við náum að skynja þessi
einföldu atriði verður okkur
ljóst að ekki þarf að bíða þjóð-
félagsbreytingar utan frá —
með eigin vitundarvakningu og
að okkur ber að vera raunveru-
legir þátttakendur á öllum
sviðum samfélagsins, þróast
það sjálfkrafa f jafnréttisátt.
Að lokum minni ég á orð
Helve Sipilá formanns Alþjóð-
Iegu kvennaársnefndar Sam-
einuðu þjóðanna, er hún gisti
Island f sumar: Bætt aðstaða
konunp'.r leiðir til bættrar
stöð fjölskyldu b'- ! .ar og það
leió’i- aí sér betri leild.
Björg Einarsdóttir