Morgunblaðið - 31.10.1975, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
Móðir kona meyja marglofuð og krýnd,
mikið vildu skáidin oft létta þfna byrði.
Af löggjafanum var þér jafnan lítil virðing sýnd
lifandi og dauða hann mat þig einskis virði.
Sjaldan var til margra fiska metið hljóðlátt starf,
sem móðirin á degi hverjum vann með geði hlýju.
Og meyjan unga að sjálfsögðu frá móður tók I arf
mat á kvennastörfum og sagan hófst að nýju.
En færi svo að konan unga gengi á guðs sfns fund
gat það ekki talist á hagreikningum skaði.
Heimilisins f járhagstjón, að glata móðurmund
var minna en einskis virði á næsta skattablaði.
Og ræðuskáldin tjáðu f rómi angurvær,
þær rfkja eins og drottningar, mæður vorra sona.
Það bar við fyrir öldum og gerðist lfka f gær,
að gildismat til launa var: þetta er bara kona.
Þig má ei lengur blekkja barkadigurt hrós,
á borði lftils virði, orð f veisluglaumi.
Þú mátt ekki sofa eins og saklaus Þyrnirós
sefjuð inn f dásvefn f fölskum óskadraumi.
Því verkefnin þfn bfða bæði mörg og stór,
baráttu skal hef ja og nýja stefnu taka.
Ef virðirðu þig sjálfa og veist hvar kreppir skór
þá veistu að þú ert jafnvirði bróður þfns og maka.
Ásthildur Á iTnun
Ólafsdóttir: xXV dl p
Góðir áheyrendur.
Ég las einu sinni sögu þar
sem eftirfarandi samtal átti sér
stað milli músamömmu og ung-
anna hennar:
„Hugsa? Hvað er það?“
spurðu ungarnir.
„Það veit ég ekki,“ sagði
músamamma. „Þurfa allir að
hugsa," spurðu ungarnir. „Nei,
það held ég ekki,“ sagði músin.
„Hugsar þú mamma?“ spurðu
ungarnir.
..Mömmur þurfa aldrei að
hugsa neitt," sagði músin.
„En hugsum við?“ spurðu
ungarnir. „Nei, það held ég
ekki börnin mín, ekki enn.“
„Þú hugsar ekki og við
hugsum ekki,“ sögðu ungarnir.
„Er þá enginn hér sem
hugsar nema pabbi?“
„Nei, hann hugsar einn fyrir
okkur öll,“ sagði músamamma,
„en hann hugsar Iíka mikið."
En dettur ekki einhverjum í
hug, þegar hann heyrir þetta
samtal, að stundum sé kannski
ótrúlega skammt á milli músar
og manns.
Hve lengi og oft höfum við
konurnar ekki látið karlmönn-
unum það eftir að hugsa fyrir
okkur og segja okkur til um
hvert hlutverk okkar sé og hvað
okkur sé sæmandi án þess að
kvenlegum yndisþokka og hús-
móðurskyldum okkar sé mis-
boðið? Hve lengi höfum við
ekki látið okkur það vel lynda
að lesa og segja börnunum
okkar sögur af tápmiklum og
áræðnum drengjum, sem
ekkert vex i augum og sigra
hverja þraut og hve oft höfum
við ekki sagt frá telpum, sem
eru svo duglegar að hjálpa
mömmu sinni við innanhúss-
verkin, litlu stúlkunni sem er
svo þæg og góð og leikur sér svo
fallega með brúðuna sína,
strokin og snyrt með rauðan
hárborðann, fyrirmyndarstúlk-
an.
Og námsefnið f skólunum.
Skyldi það vera hlutlaust um að
ætla telpum og drengjum,
konum og körlum sömu störf-
in? Fá bæði kynin sömu hvatn-
ingu til náms? Foreldrar ættu
að kynna sér bók um starfs-
fræðslu, sem kennd er i fram-
haldsskólum?
I Noregi vinnur ríkisskipuð
nefnd að því samkvæmt 5 ára
áætlun, að endurskoða innihald
allra skólabóka með það fyrir
augum að finna og eyða hverju
þvf sem stuðlað gæti að mis-
munun kynjanna. SHkt hið
sama þyrfti að gera hér. Og það
er okkar að krefjast þess, að
það sé gert.
Lengi býr að fyrstu gerð,
segir máltækið. Við verðum að
byrja á byrjuninni, ef við
ætlum að uppræta ósómann,
misrétti kynjanna. Hugsumvið
hvað við erum að gera, þegar
við erum að móta viðhorf og
skoðanir barna okkar með
sögum, námsbókum og daglegu
tali? Eða erurh við kannski eins
og músamamma í sögunni og
hugsum ekki neitt? Segjum við
kannski eins og hún? Pabbi
hugsar einn fyrir okkur öll, en
hann hugsar lika mikið.
Sú hefur kannski verið tfðin.
En nú höfum við ástæðu til að
ætla að það sé liðin tíð. Það
sýnir og sannar meðal annars
þessi fundur okkar f dag. Við
erum farnar að hugsa. Við
vitum hvað við viljum. Við
viljum jfnrétti í raun. Við
viljum að konur fái að velja sér
störf rétt eins og karlmenn-
irnir. Við viljum fá að njóta
gáfna okkar og hæfileika rétt
eins og þeir. Við viljum að það
þyki eðlilegt að karlmennirnir
gegni húsmóðurstörfum engu
sfður en konur. Við viljum
útmá hugtökin karla- og
kvennastörf. Við viljum að i
hvert starf sé valið með tilliti
til kunnáttu og hæfileika en
ekki kynferðis. Og við viljum
að starf sé metið að verð-
leikum, en ekki með tilliti til
þess, hvort það sé unnið af
karli eða konu.
Við þetta á að miða hugs-
unarháttinn. Við þetta á að
miða uppeldið. Og ef aðrir eru
ekki tilbúnir að gera þetta, þá
skulum við bara gera það
sjálfar.
Konur! Hvers vegna höfum
við ekki meiri áhrif f þjóðfé-
laginu en raun ber vitni? Það
er vegna þess, að til þessa
höfum við ekki hugsað nægi-
lega mikið um stöðu okkar, lffs-
hlutverk og rétt konunnar til
þess að vera maður, ekkert
síður en karlmaðurinn.
Við höfum of lengi látið aðra
hugsa fyrir okkur.
Á þessu er og skal verða
breyting. Það er ekkert nátt-
úrulögmál að konur séu betur
fallnar til heimilisverka en
karlar. En þrátt fyrir lögmálið
að æfingin skapar meistarann,
fer það ekkert á milli mála að
konur eru misvel fallnar til
barnauppeldis alveg eins og
karlmenn. Við skulum lika
hugsa um það, að starfsævi kon-
unnar er i mörgum tilvikum
yfir 50 ár, og af þeim eru aðeins
10—20 bundin uppeldinu.
Þetta er minnihlutinn af starfs-
ævi konunnar. Hvers vegna
ætti hún þá ekki að huga að
öðrum störfum? Hvers vegna
ætti hún ekki að hafa aðra at-
vinnu sem aðalstarf? Hvers
vegna ætti hún að stuðla að
vinnuþrælkun karlmannsins og
að eigin iðjuleysi? Hvers vegna
ætti hún ekki að sjá fyrir sér
sjálf? Já, hvers vegna?
Það er fyrst og fremst okkar,
húsmæðra og mæðra, að leiða
þessi réttlætismál með skyn-
semi og ákveðni til sigurs. Við
höfum mikil áhrif, ef við
beitum okkur. Við getum
breytt uppeldinu. Við getum
knúið yfirvöld til þess að breyta
námsbókunum og fræðslukerf-
inu í heild svo að þar skipi
jafnrétti kynjanna öndvegið.
Við getum kennt sonum okkar
að meta heimilisstörfin að
verðleikum og sinna þeim
kinnroðalaust. Og við getum
hvatt dætur okkar til að
mennta sig og þjálfa til hinna
ýmsu atvinnugreina alveg á
sama hátt og syni okkar.
Það er þetta, sem við erum að
sýna og sanna bæði sjálfum
okkur og öðrum í dag. Þessi
fundur okkar er skýlaus yfir-
lýsing um vilja okkar og mátt.
Og þessi vilji og máttur verður
ekki aðeins rfkjandi f dag,
heldur vöknum við lfka á
morgun og hinn daginn marg-
efldar til baráttu og starfa fyrir
jafnrétti kynjanna. Hver dagur
sem rfs eftir þennan dag mun
bera okkur hraðbyri til fram-
tíðarþjóðfélagsins, þar sem
jafnrétti, framþróun og friður
marka stefnuna.
Asthildur Ólafsd.
Ásthildur Ólafsdóttir
Brot
úr
kvæðinu
r
„Afram
stelpur
Höfundar eru hjónin
Dagný Kristjánsdóttir
og Kristján Jónsson.
Áfram stelpur standa á fætur
slftum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur
verður f jöldinn okkar styrkur
og við gerum ótal breytingar.
Atkvæði eigum við í hrönnum
komum pólitfkinni f lag
sköpum jafnrétti og bræðralag.
Áfram stelpur hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn f.
Byggjum nýjan heim með höndum
hraustra kvenna í öllum löndum
látum enga linku vera f þvf.
Börnin eignast alla okkar reynslu
sýnum með eigin einingu
aflið f fjöldasamstöðu.
Stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
Ef baráttu að baki áttu
berðu höfuð hátt og láttu
efann hverfa unnist hefur margt.
Þó er mörgu ekki svarað enn:
þvf ekki er jafnréttið mikið í raun
hvenær verða allir menn taidir menn
með sömu störf og Ifka sömu laun.
Til fósturlandsins
freyju 24. okt. 1975
eftir Valborgu Bentsdóttur
Móðir kona meyja, er ei mál að linni nú,
að metin séu störf þfn sem annar gæðaflokkur.
Maddama, kerling, fröken eða frú
við fylkjum djörfu liði og sigur hlotnast okkur.
Rauðsokkar