Morgunblaðið - 31.10.1975, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
Ásta Sigurjónsdóttir
frá VíkíLóni-Minning
Fædd 28.5.1903
Dáin 18.10. 1975.
ANDLÁT hennar mun ekki hafa
komið þeim á óvart sem til henn-
ar hafa þekkt síðustu árin, svo
langvinn og þung voru veikindi
hennar orðin er hún fékk hvlld á
Landspítalanum sem að ofan er
greint. Þangað hafði hún marg-
sinnis þurft að leita læknishjálp-
ar og hjúkrunar á undanförnum
árum en hafði alltaf horfið heim
til sín jafnskjótt og af henni bráði
og læknar ekki mótmæltu. Hún
vildi njóta heimilis síns svo lengi
sem unnt var þótt hún væri þar
ein síns liðs og hefði ekki eða
naumast það þrek sem álitið var
að nauðsyn bæri til að hafa til
þess að bjargast eða komast af án
annarra hjálpar. En hún átti
jafnan þá hjálpendur sem réttu
henni líknarhendur þegar mestar
aðstoðar var þörf og var sú hjálp
meðtekin af einlægum þakkar-
huga.
Ásta var austur-skaftfellingur
að ætt; í Lónssveit höfðu foreldr-
ar hennar búið og forfeður. Hún
var fædd í Vík í Lóni 28. maí 1903
en þar bjuggu þá foreldrar henn-
ar: Guðrún Gísladóttir og Sigur-
jón Sigurðsson. Guðrún var dóttir
Gísla Gíslasonar bónda I Svínhól-
um og viðar I Lóni og konu hans
Astríðar Sigurðardóttur.
Systur Guðrúnar voru þær
merku húsfreyjur: Ingibjörg á
Fornustekkum I Nesjum, gift Sig
jóni Péturssyni og Þorbjörg I
Volaseli í Lóni, kona Jóns Eiríks-
sonar hreppstjóra og bónda þar
en hann var þjóðkunnur öðlings-
maður. Fyrri maður hennar var
Ólafur Sveinsson, Bjarnasonar,
prests á Stafafelli. Þessar systur
þrjár voru hver annarri betur
gefnar og valkvendi enda báru
heimili þeirra þess vott að þar
voru að störfum hæfileikakonur
sem kunnu vel til verka.
Föðursystkini Astu voru þrjú,
tvær systur og einn bróðir:
Systurnar voru þær Ástrfður, er
giftist Gunnari Jónssyni bónda f
Þinganesi í Nesjum og Guðbjörg,
kona Guðmundar bróður Gunn-
ars. Bjuggu þessar fjölskyldur
báðar I Þinganesi um skeið en
Guðmundur drukknaði árið 1909 í
Hornafjarðarfljótum. Hann var
hafnsögumaður, smiður góður og
verkmaður ágætur. Einn af börn-
um hans er Asgeir á Höfn I
Hornafirði sem er mikill hagleiks-
maður, vandvirkur og ágætur
smiður.
Föðurbróðir Astu var Sigur-
sveinn, lengi bóndi I Vík í Lóni.
Dóttir hans, Laufey, er kona Jóns
Guðmundssonar á Höfn, er áður
var bóndi í Vík og á Höskuldsstöð-
um f Breiðdal.
Sigurjóns föður Ástu naut ekki
lengi við, hann lést haustið 1917
aðeins 47 ára að aldri. Þau hjón
höfðu eignast eina dóttur aðra en
Ástu sem hér er minnst, Svövu,
hún var nokkrum árum eldri.
Skömmu eftir dauða Sigurjóns
brugðu þær mæðgur búi í Vík og
fiuttu vorið 1919 að Volaseli til
Þorbjargar systur Guðrúnar og
manns hennar, Jóns Eiríkssonar.
Varð Guðrún upp frá því hægri
hönd Þorbjargar við alla búsýslu
og heimilisstörf, sem kom sér vel
vegna þess að Þorbjörg var ekki
heilsusterk en heimilið jafnan
mannmargt og gestagangur
mikill, einnig langferðamanna
sem oft leituðu þar gistingar.
Störf Jóns bónda Þorbjargar voru
lfka oft utan heimilis.
Guðrún var sfðan í Volaseli til
æviloka og er hennar alltaf
minnst sem sérstakrar heiðurs-
konu er jafnan var í fremstu röð
kvenna í sýslunni allri.
Svava, systir Astu, giftist 21.
maí 1921 Eirfki bónda Einarssyni
á Þorgeirsstöðum f Lóni og
bjuggu þau þar síðan meðan
Eiríkur var Iffs en hann lést
þremur árum sfðar eða vorið
1924, og var hann sjúklingur
seinni hluta þess tfma. Dóttir
þeirra er Sigrún húsfreyja á
Höfn, kona Guðmundar Jónsson-
ar byggingarmeistara þar. Hafa
þau hjón látið sér annt um Ástu
frænku Sigrúnar alla tíð og marg-
t
Elskuleg eiginkona min og móðir og tengdamóðir
JÓNÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Brekku
Leifsgötu 21
lést 30 október á Heilsuverndarstöðinni
Guðlaugur Guðmundsson
Guðlaug Guðlaugsdóttir, Niels Gfslason.
t Bróðir minn, LOFTUR ÁRNASON, járnsmfðameistari lést f Borgarspltalanum 29 þ.m. F h aðstandenda Ólafur Árnason.
t
Móðir okkar og tengdamóðir
GÍSLÍNA SIGURVEIG GÍSLADÓTTIR,
Hverfisgötu 25, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 1 nóvember kl.
1 1 f.h.
Fyrir hönd aðstandenda
Dagbjört Sigurjónsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu konu minnar og
móður okkar,
STEINVARAR ÁGÚSTU EGILSDÓTTUR MARBERG.
Þórufelli 12,
sem andaðist 1 2 okt. s I. Sérstakar þakkir til vinnufélaga I Landsbank-
anum.
Gunnsteinn Jóhannsson,
Sigurður Rúnar Gunnsteinsson,
Egill Marberg Gunnsteinsson,
Sigrún Gunnsteinsdóttir Head.
ar eru ferðir þeirra orðnar til
Reykjavfkur mörg undanfarin ár
vegna veikinda Ástu.
Næstu árin eftir að þær mæðg-
ur allar komu að Volaseli stund-
aði Ásta nám annars staðar og
atvinnu jafnframt. Sumarið 1926,
hinn 18. dag júlímánaðar, giftist
hún Einari Þorsteinssyni kennara
frá Hvammi f Lóni og fór til bús
með honum þangað en sambúð
þeirra varð skammvinn því hann
lést 27. maí 1931, aðeins 36 ára
gamall. Einar var ágætum gáfum
gæddur, vel menntur og mátti
vænta mikilla starfa af hans
hálfu. Bróðir Einars er Torfi
bóndi f Haga í Nesjum, sem kunn-
ur er meðal annars af vel sömdum
erindum, er hann hefur flutt f
útvarpi á seinustu árum, og marg-
ir hafa veitt athygli.
En „skjótt hafði sól brugðið
surnri". Ásta var orðin ekkja, 28
ára að aldri, á hinum allra
erfiðustu tímum um atvinnu og
fjárhagsafkomu alla. Fyrst á eftir
var hún með móður sinni og syst-
ur f Volaseli en flutti þaðan fljót-
lega, fyrst norður til Akureyrar
og sfðan til Reykjavíkur. Frá því
um 1934 mun hún lengst af hafa
átt heimili sitt í Reykjavík og
stundaði oft framan af heimilis-
störf en einnig starfaði hún á
saumastofum. Mörg árin mun hún
hafa átt við erfiðleika að strfða
vegna veikrar heilsu, en flest
sumrin mun hún hafa farið
heim á æskustöðvarnar til skyld-
fólks og vina þar. Hún mun alltaf
hafa saknað átthaganna, Lónsins
og Hornafjarðar. Þaðan kom hún
jafnan hressari og hugaðir heldur
en fyrir ferðalagið.
Fyrir um það bil tuttugu og
fimm árum gerðist hún bústýra
hjá rosknum manni, Pétri Ólafs-
syni á Hverfisgötu 65 hér í höfuð-
borginni, og hafði hún það starf á
hendi meðan hann lifði og mun
hafa unað þvf vel og hann metið
störf hennar mikils. Að honum
látnum hélt hún áfram að hafa
heimili siTt á sama stað.
Ásta var þeim góðu hæfileikum
búin að hafa holl og heillarfk
áhrif á þá sem með henni
störfuðu eða kynntust henni.
Hvar sem hún kom og gaf sér
tfma til viðtals varð lundin léttari
hjá þeim er til hennar heyrðu og
vildu sinna umræðuefninu en áð-
ur hafði verið. Þótt eitthvað hvíldi
þyngra á hugum fólksins og
skuggarnir virtust nokkrir þá
hurfu þeir eða léttust mikið við
komu hennar og orð. Ásta átti því
láni að fagna að njóta vináttu og
samúðar þeirra er hana þekktu.
Þessir hæfileikar entust henni
ævina alla, einnig eftir að
veikindi hennar ágerðust.
Minningar- og kveðjuathöfn fór
fram f Fossvogskirkju 23. okt. að
viðstöddu mörgu vina- og
kunningjafólki hennar og þar
flutti séra Arelíus eina af sfnum
hjartnæmu kveðjuræðum.
Fæddur 30. aprfl 1944
Dáinn 23. október 1975
Fyrir fjórum árum hóf ungur
maður starf sitt við Armúlaskóla f
Reykjavík. Ungi maðurinn
Ingólfur Örn Ásbjörnsson, var
fullur áhuga en bar einnig kvíða
fyrir þvf, hvernig ganga myndi.
Ingólfur lauk kennaraprófi
1970 og stúdentsprófi 1971 og
var að hefja lífsstarf sitt, hann
vildi reynast nýtur maður á
þeim starfsvangi. Honum var
einnig Ijóst hvaða erfiðleikum var
þar að mæta, einkum voru það
þrjár spurningar, sem voru ofar-
lega í huga hans. Hvernig mundi
takast að stjórna unglingunum?
Var hann fær um að leggja náms-
efnið þannig fyrir að það yrði
auðveldlega skilið og lært? og f
þriðja lagi, tækist honum að vekja
starfsvilja og áhuga nemenda?
Ingólfi var einnig ljóst, að ef
ætti að vera von um jákvæð svör
við þessum spurningum, þá þyrfti
hann að leggja fram mikla vinnu
og á þvf stóð ekki hjá Ingólfi,
hann var sívinnandi. Þau voru
æði mörg kvöldin, sem hann sat
uppi i skóla við að vinna og undir-
búa námsefnið, sem hann ætlaði
að leggja fyrir nemendur sína
næsta dag. Kennslugreinar hans
voru náttúrufræði og heilsufræði.
Ingólfur var iðinn og óspar á
tfma við að leita sér gagna og
hjálpartækja, hann notaði mikið
kvikmyndir, glærur og skyggnur.
Vinna hans með þessi hjálpar-
gögn var skemmtileg, þvi hann
efnistók námsbækurnar og hverja
kvikmynd og myndaseríu og bar
svo saman hvað af námsefni
kennslubókanna hann náði með
hverri sýningu.
Víðar var að finna kennslugögn
en á söfnum, skólavörufyrir-
tækjum og fræðslustofnunum.
Kennsluefni náttúrufræðinnar
blasti allsstaðar við, fjaran var
lffrænt viðfangsefni og oft á
sumrin var Ingólfur á ferð með
myndavélina um gróðurlendi,
haga og heiðarlönd til að taka
myndir af jurtum og blómum, en
Ingólfur var snjall myndatöku-
maður.
Þetta mikla og markvissa starf
Ingólfs hlaut að bera árangur,
enda sýndi það sig glögglega með
frábærum árangri við landspróf,
öll ár hans við skólann.
Dugnaður og áhugi hins unga
kennara færði honum það er
hann sóttis eftir, að það varð ríku-
legur árangur af starfi hans. En
kvíðinn sem hann bar f brjósti sér
er hann hóf starf sitt var heldur
Laugardaginn 25. okt. var hún
jarðsungin frá Stafafellskirkju og
jarðsett f þann grafreit sem mað-
ur hennar, systir, foreldrar, for-
feður og aðrir vandamenn hafa
fengið sfðasta hvfldarstað.
Ég þakka Ástu ágæt kynni og
votta vandafólki hennar einlæga
samúð. Jón Ivarsson
ekki ástæðulaus, hann mætti
einnig sfnum erfiðleikum.
Ingólfur var alla tfð mjög
höfuðveikur, hafði migreni, hann
hafði einnig fengið höfuðáfall
sem drengur og varð aldrei jafn
góður eftir það slys. Ingólfur var
þvf oft frá kennslu, að jafnaði
stutt í einu, einn eða tvo daga, en
höfuðveikiköstin voru tfð og
marga kennslustundina mun
hann hafa kennt illa haldinn. Það
má ljóst vera að slík forföll og
veikindi hljóta að valda erfiðleik-
um.
Ingólfur var samvizkusamur í
starfi og tók hann nærri sér, ef
honum virtist einhver álfta að for-
föll hans væru tilefnislítil.
Ef til vill hefur enginn okkar
gert sér grein fyrir, hve Ingólfur
var stundum illa haldinn, en
höfuðveikin varð honum að fjör-
tjóni.
Ingólfur kom ekki til kennslu
við skólann í haust, því að á liðnu
sumri tóku þau hjónin að sér að
sjá um barnaheimilið Sólheima í
Grímsnesi. Kona hans.'A'rnþrúður
Sæmundsdóttir, hafði lokió sór-
námi til að kenna börnum m'óð/
sérþarfir.
Þegar Ingólfur kvaddi við-Ár-
múlaskóla í vor vegna síns nýja
starfs, var auðfundinn sami
áhuginn eins og þegar hann kom
hér til starfa fyrir fjórum árum.
Við starfsfélagar hans óskuðum
honum góðs gengis í hinu nýja
starfi en sú starfsævi varð of
stutt.
I dag kveðjum við góðan dreng
og þökkum samstarfið og sam-
veruna.
Eiginkonu hans, föður og
öðrum ættingjum vottum við
dýpstu samúð.
Magnús Jónsson
Það er ólíkt hvernig maður
bregzt við andlátsfregnum. Ef um
gamalt fólk er að ræða sem var
farið að þrá hvíldina, þá finnst
mér ástæða til að gleðjast þegar
ég frétti lát þess. Og einnig þeirra
sem hafa átt við langvarandi og
kvalafulla sjúkdóma að stríða og
vitað var að þar var engin
batavon. En þegar mér var sagt að
Brói væri dáinn urðu viðbrögð
mín á annan veg. Fyrst vantrú,
svo hryggð blönduð magnvana
reiði. Því Brói var ungur, hafði
búið í hamingjusömu hjónabandi
á annað ár og vann að mannúðar-
starfi. Og mér finnst líka að svo
mikið sé lagt á fjölskyldu hans.
Konuna hans, Arnþrúði
Sæmundsdóttur, sem missir
mann sinn eftir stutta sambúð og
hafði á því tímabili séð á eftir
bæði möður sinni og lika, tengda-
móðurinni f gröfina. Ásbjörn,
föður hans, sem með 6 mánaða
t
Innílegt þakklæti færum við öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug víð andlát og útför,
HALLDÓRS ERLENDSSONAR
kennara,
Mávahlið 41.
Fyrir hönd aðstandenda.
Arndfs Ásgeirsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför
JÓNS H. HALLDÓRSSONAR,
bifreiðastjóra,
Kleppsveg 1 20.
Ásta Stefánsdóttir, Guðný Hafbjörg Jónsdóttir,
Dagný Jónsdóttir, Pétur Hafsteinsson,
Stefán Jónsson, Guðný Helgadóttir
og barnabörn.
Minning:
Ingólfur Örn
Ásbjörnsson kennari