Morgunblaðið - 31.10.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
31
millibili missir konu sína og son
sinn. Og systkini Bróa, Gumma,
Lólu sem kemur í annað sinn á
sama ári með flugvél frá Amerfku
fyrst til að vera við útför móður
sinnar og núna bróður sfns. Og
Ragnhildi, sem hefur orðið að
taka þungar byrðar á sínar ungu
herðar allan þann hörmungar-
tíma sem veikindi móður hennar
stóðu yfir, hefur sfðan séð um
heimili föður síns eftir lát
hennar, og missir nú Bróa. En á
milli þeirra var það einlægasta
vináttusamband systkina sem ég
hef vitað um.
Ingólfur örn hét hann, sonur
hjónanna Ásdísar Guðmunds-
dóttur og Ásbjörns Stefánssonar
læknis, en innan fjölskyldunnar
var hann alltaf kallaður Brói.
Hann var einn af þeim fáu sem ég
hef kynnzt á lífsleiðinni sem
hafði þá eiginleika að vera sann-
ur, góður, saklaus og hjarta-
hreinn, blfðlyndur og einlægur.
Hann var stórvel gefinn og átti
mörg áhugamál. Hafði yndi af
klassískri hljómlist, teiknaði vel
og hafði gaman af að taka ljós-
myndir, sem hann framkallaði og
stækkaði sjálfur. Einnig las hann
mikið af fræðibókum um ýmis
efni og samdi athyglisverða fyrir-
lestra sem margir höfðu gagn af.
Að stúdents- og kennaraprófi
loknu hóf hann kennslu fyrst við
barnaskóla en sfðar við gagn-
fræðaskóla. Eftir að hann kvænt-
ist Arnþrúði Sæmundsdóttur,
sem á að baki langan námsferil f
meðferð og kennslu vangefinna
barna, tóku þau hjónin að sér
forstöðu barnaheimilisins að Sól-
heimum i Grfmsnesi og þar varð
hann bráðkvaddur á heimili sínu
aðfararnótt 23. októbers s.l.
Um þennan frænda minn á ég
eingöngu fagrar endurminningar.
Um barn sem ég ók í vagni,
seinna um lftinn hnokka sem var
að læra að ganga og ég gætti oft
ýmist heima fyrir eða á barna-
leikvelli, og enn síðar um
dreng sem sat hjá mér og hlustaði
hugfanginn á sögurnar mínar,
hann litla Bróa minn. Og svo um
unglingspiltinn með smásjána
sfna og hvað hann hló dátt að mér
þegar hann sýndi mér flugu í
henni og viðbrögð min voru á
þann hátt, að augljóst var að ég
hafði engan áhuga á undrum
slíkra lífvera í stækkaðri mynd.
Eftir það sýndi hann mér
einungis blóm og laufblöð í
smásjánni sinni, því þá gat ég
tekið þátt f hrifningu hans. Sfðan
var það ungi maðurinn sem kom í
heimsóknir, drakk hjá okkur
kaffi og ræddi af áhuga um yoga
og margvíslega dulspeki. Og
svona mætti lengi telja. Hvað ég
er fegin að maður sér ekki hlutina
fyrir. Ekki grunaði mig það þ. 13
marz s.l. að þegar Brói tók utan
um mig í anddyri
Dómkirkjunnar, við útför móður
sinnar, og kyssti mig á kinninga
um leið og hann sagði: „Þakka
þér fyrir greinina, Ranný mín“,
að það yrðu síðustu orðin sem
hann sagði við mig f þessu lífi. En
hann brosti lika til mín þá,
fallega, hlýja brosinu sfnu og það
er gott að eiga það sem síðustu
endurminninguna um hann.
Elsku Ragnhildur Ásbjörn
frændi, Gummi, Lóla, og kæra
Arnþrúður. Guð blessi ykkur öll
og fjölskyldur ykkar og hjálpi
ykkur að bera þessa þungbæru
sorg.
Rannveig Lúðvfksdóttir
Sigurpála Jóhanns-
dóttir - Minningarorð
Fædd 9. des. 1912
Dáin 10. okt. 1975.
Á rúmum mánuði hefur sorgin
sótt fjölskyldu okkar þrisvar sinn-
um heim.
Fyrst við andlát móðurbróður
míns, Indriða Jónssonar, sem ég
sakna sárt eftir hálfrar aldar vin-
áttu og tryggð. 2. október sl.
andaðist elskuleg mágkona mín,
Gabríella Jóhannesdóttir, i Hnífs-
dal, og er hennar sárt saknað af
okkur öllum. Og nú 10. október
andaðist sú mágkona min, Sigur-
pála Jóhannesdóttir, sem ég vil
nú minnast með nokkrum fátæk-
legum orðum. Minningarnir þyrp-
ast fram, hver af annarri.
Ég man vel þann dag, er Jón
bróðir minn kom heim f dalinn
okkar, fyrir rúmum 40 árum, með
yndislega stúlku, sem hann
kynnti fyrir okkur sem unnustu
sína.
Strax við fyrstu kynni vann hún
ást og virðingu okkar allra og
hélst sú vinátta ósvikin til hinstu
stundar.
Pála, eins og við kölluðum hana
öll, var svo mikil persóna, að allir,
sem kynntust henni, báru virð-
ingu fyrir henni og dáðu hana.
Hún var hæglát í framgöngu, en
svo glöð f sinni, að allir komust í
gott skap, er nálægt henni voru.
Hún giftist bróður mfnum 27.
september 1934. Hún reyndist
honum yndislegur förunautur og
börnin þeirra fimm, sem öll eru
gift hér, bera þess ljósastan vott-
inn, hve góða móður þau áttu.
Hún vildi öllum gott gjöra, sem á
vegi hennar urðu. Þau hjónin
settust að í Siglufirði og áttu þar
heima f tæp 30 ár og þar fæddust
börn þeirra.
Vann Pála mikið við sfldar-
vinnu með heimili sínu.
Árið 1948 fluttum við hjónin til
Siglufjarðar, og faðir minn með
okkur, þá 74 ára gamall. Hann
hafði þá átt heima í Hnffsdal rúm
40 ár. Þá urðu mikil þáttaskil f lffi
hans, er hann settist að hjá Pálu
og bróður mínum, sem áttu stórt
og yndislegt heimili. Þar fékk
faðir minn, í fyrsta skipti, sérher-
bergi, og þar átti hann miklu ást-
rfki að fagna og átti Pála sinn
mikla þátt þar að. Engin dóttir gat
verið honum betri en hún var og
alltaf hafði hún lag á að létta
honum skapið, er hún sá, að leið-
indi sóttu að honum, fyrstu árin.
Börn þeirra voru honum miklir
sólargeislar. Tveir bræður mínir
voru giftir og áttu heima í sama
húsi og var mikil eining á milli á
báðum hæðum!
Árió 1955 andaðist faðir okkar á
heimili þeirra, eftir nokkurra
daga legu, og get ég aldrei þakkað
mágkonu minni eins og hún átti
skilið hve ástrík og góð hún var
honum síðustu dagana hans. Nú
er hún sjálf horfin sömu leið og
hann, og búin að fá Iaun sín
greidd fyrir allt það góða, sem
hún gjörði fyrir okkur öli.
Ég vil því með þessum fátæk-
legu orðum þakka henni af hjarta
fyrir hönd okkar systkinanna allt
það, sem hún var okkur og föður
okkar. Sfðustu 12—13 árin áttu
þau Pála og bróðir minn heima
hér í Reykjavík og sfðustu árin
átti hún við mikla vanheilsu að
stríða sem hún bar með mikilli
þolinmæði og æðruleysi. Alltaf
reyndi hún að sýnast glöð, er við
heimsóttum hana.
Nú er hún búin að fá hvíldina,
og sárt er hennar saknað af öllum,
sem þekktu hana, en mest af ást-
ríkum eiginmanni, börnum og
systkinum og bið ég Guð að gefa
þeim öllum styrk, en minningin
lifir.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Olga Sigurðardóttir.
— Ábyrg ríkis-
fjármál
Framhald af bls. 18
ráðstafanir eru tvlmælalaust mögu-
legar.
BREYTINGAR Á SKATTKERFI
Þótt tími minn sé stuttur skal ég
nefna nokkur mál, þar sem það er á
valdi Alþingis og rlkisstjórnar að
gera breytingar, sem verða mundu
launþegum til hagsbóta og jafnframt
auka þjóðartekjur, þegar yfir lengri
tlma yrði litið. í fyrsta lagi nefni ég
nauðsyn þess að gera gagngerar
breytingar á skattakerfinu Núver-
andi tekjuskattsheimta er orðin að
ranglátri skattgreiðslu launafólks.
Ég er þeirrar skoðunar, að stefna
eigi að algjöru afnámi tekjuskatts
til rlkisins og að sveitarfélög eigi
að hluta að taka upp aðra tekju-
stofna I stað útsvara. Fyrsta skrefið
I þessa átt ætti að stlga, þegar
ákvæðin um söluskattsstigin vegna
náttúruhamfaranna I Vestmannaeyj-
um og I Norðfirði falla niður Þá ætti
að nota tekjurnar af þeim til lækk-
unar tekjuskatts af almennum launa-
tekjum
( öðru lagi nefni ég þann vanda,
sem mikill fjöldi fólks, einkum ungt
fólk, á við að etja vegna þeirra
lausaskulda. sem hefur verið efnt til
I sambandi við húsbyggingar. Þeim
þarf að vera hægt að breyta I föst
lán
í þriðja lagi nefni ég vandamál
llfeyrissjóðanna og það gifurlega
misrétti, sem þar er á ferðinni vegna
mismunandi reglna um verðtrygg-
ingu.
30% MINNKUN
FJÁRMUNAM YNDUNAR
( fjórða lagi er nauðsynlegt að
vekja athygli á þeirri stefnu, sem
enn er fylgt I fjárfestingarmálum
þjóðarinnar. Þar er enn þá ætt áfram
I blindni án nokkurrar heildarstefnu,
án athugunar og hagkvæmni þeirra
verkefna, sem lagt er út I samtlmis
þvl, sem I ár er gert ráð fyrir 3C%
minnkun fjármunamyndunar I fisk-
veiðum og vinnslú sjávarafla miðað
við sama verðlag Er gert ráð fyrir
næstum 80% aukningu á sviði raf-
virkjana og rafveitna og mun þó ekki
öll sagan um Kröfluvirkjunarævin-
týrið sögð I þvl sambandi vegna
furðulegs feluleiks, sem þar er leik-
inn. En það er spá mln og margra
annarra, að þar muni verða um að
ræða mikið fjármálahneyksli.
Stefnan I fjárfestingarmálum má
ekki miðast við það að þjóna stjórn-
málahagsmunum manna, sem
vilja verða smákóngar I kjördæmi
slnu, heldur verða heildarhagsmunir
og heildarsjónarmið að ráða.
( fimmta og slðasta lagi nefni ég
nauðsyn þess að gera breytingar á
stefnunni I landbúnaðarmálum, til
þess að gera landbúnaðarframleiðsl-
una ódýrari og fjölbreyttari. Það yrði
neytendum til hagsbóta strax og
bændum þegar til lengdar léti. Við
verðum smám saman að hætta að
framleiða t.d. kjöt og osta fyrir út-
lendinga og greiða þeim einn millj-
arð á ári fyrir að borða afurðirnar
Og við eigum að stefna að þvl, að sú
hagsbót, sem rlkissjóður veitir neyt-
endum I formi niðurgreiðslna, verði
smám saman að frjálsu ráðstöfunar-
fé neytendanna Þá vex verðgildi
þeirra fyrir þá. Ég hef hér nefnt 5
svið, þar sem ég tel rlkisstjórnina
verða að sýna jákvæðan vilja til þess
að bæta hag launþega, ef von á að
vera til þess. að launþegasamtökin
taki fyrir sitt leyti þátt I lausn vand-
ans. Eins og nú standa sakir geta
launþegasamtökin ekki treyst rlkis-
stjórninni. Það er ekki von Enn sem
komið er hafa ráðstafanir hennar
ekki verið með þeim hætti, að hún
eigi traust skilið. Það eru ekki aðeins
launþegarnir I Alþýðusambandi ís-
lands, sem treysta ekki rlkisstjórn-
inni. Ekki á það slður við um opin-
bera starfsmenn, sem eiga nú þegar
I beinni styrjöfd við rlkisstjórnina
Það er I raun og veru ekki einleikið,
hversu illa rlkisstjórninni gengur að
afla sér trausts. Nær aflur fiskiskipa-
floti landsmanna er hættur vmíim
vegna deilna við rlkisstjórnine Og
hún á ekki aðeins I útistöðum
við launþega, heldur einnig við at-
vinnurekendur Útgerðarmenn hafa
gagnrýnt hana harðlega, iðnrekend-
ur hafa kvartað undan sinnuleysi um
sln mál En út yfir tók þó, þegar
verzlunarráð fslands sendi öllum al-
þingismönnum I þingbyrjun bréf.
með neyðarlegu skensi um rtkis-
stjórnina og þá þingmenn. sem
styðja hana. Þingmenn fengu
sendan rauðan blýant með
áskorun um að nota hann
til þess að strika út ónauðsyn-
leg rlkisútgjöld. Þótt hér hafi eflaust
að hluta verið um gamansemi að
ræða, duldist þó engum, að broddur
var I gamninu, þegar höfð var hlið-
sjón af þvi, hvaðan skeytið kom En
þess vegna nefni ég þetta, að hér er
einmitt dæmi um það, sem nú er eitt
alvarlegasta tákn timanna hér á ís-
landi Traust almennings á rlkisvald-
inu hefur beðið alvarlegan hnekki og
ekki aðeins almennings, heldur euin
ig forustumanna atvinnullfsins Póli-
tiskir spákaupmenn fara allra sinna
ferða. Hróplegt ranglæti I skatt-
greiðslum viðgengst, fámennir hóp-
ar manna taka sér þau laun, sem
þeim sýnist Menn virðast meira að
segja ekki vera lengur jafnir fyrir
lögum Hvernig á sllkt þjóðfélag að
standast til frambúðar. Hvernig á
þjóðin að varðveita sjálfstæði sitt á
sviði efnahagsmála og stjórnmála
nema hér verði á gagnger breyting
Hér þarf að verða hugarfarsbreyting
fyrst og fremst hjá ráðandi mönn-
um Það þarf að hætta að láta reka á
reiðanum. Það þarf að fara að
stjórna landinu. Þá fyrst er von til
þess að aftur komist á eðlilegt
ástand I landinu, þá fyrst getur
vaknað réttmæt von um, að Islenzkt
þjóðfélag verði heilbrigt og réttlátt
ja hérna!
Nú hefur Innréttingabúðin
enn einu sinni endurnýjað
teppalagerinn sinn.
Þeir eiga nú hvorki meira
né minna en 60 nýja liti
og mynstur, og bjóða
góða greiðsluskilmála
Okkar aðall er: