Morgunblaðið - 09.11.1975, Page 10

Morgunblaðið - 09.11.1975, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 10 Níels HaÉstein Sýning og viðhorf Nlels Hafstein á sýningu sinni I gallerfi Output. í galleríi Output á Laugarnes- vegi 34 sýnir nú ungur maður. Níels Hafstein að nafni, „útdrátt úr hugmyndabókinni, riss og krass þeirrar stundar hugljómunar sem tengir þol- andann við jörðina aftur“, svo sem segir í sýningarskrá. Einn- ig stendur þar „I uppsetningu er þróunarferillinn rakinn og skoðandanum gefnar frjálsar hendur til álits og umræðu, endanleg útfærsla getur í flest- um tilvikum verið háð smekk hans. Sumar hugdetturnar eru auðvitað rugl eða grín, en megnið er þó tengt alvarlegri myndhugsun. Engin tilraun er gerð til að fegra hlutina með umferð af fínni sortinni, gleri og dýrum ramma, þeir eru fmyndir hugsunar, ekkert annað.“ Þessi útlistan og krufn- ing sýningarinnar kemur frá listamanninum sjálfum og hittir í mark, því að hér er um að ræða ýmsar hugdettur lista- mannsins, sem hann hefur rissað á blöð og jafnframt krassað ýmsar útskýringar á hugmyndunum á myndflötinn. Hvo.ki er þetta rismikið né sérlega sannfærandi í heild sinni, og ég á bágt með að skilja hvaða erindi skissubækur korn- ungra listamanna eigi á sýn- ingar, meiri manndómur væri að sýna hugmyndirnar full- unnar. En hér er það máski hin ófullgerða hugmynd, sem er það sem öllu máli skiptir, og hugljómun þolandans sem tengir hann við jörðina aftur. .. Hið litla gallerí Output er heim- sóknar virði vegna kynningar á framúrstefnulist á veggjum, sem og í bókum og tímaritum er liggja frammi, og nú getur m.a. að líta úrklippusafn umrædds listamanns, vel frágengið og mjög fróðlegt. Níels Hafstein er duglegur og framsækinn ungur myndlistar- maður og hvergi hræddur við að láta ljós sitt skína varðandi umræðu um myndlist, og slíkir eiginleikar eru i sjálfu sér mjög lofsverðir, en meðvitaðar sem ómeðvitað er rangfærslur, eins og komu fram í listdómi hans um Einar Hákonarson, eru þó lítt afsakanlegar, Níels rit- ar „Einar Hákonarson er gott dæmi um listamann, sem soðinn hefur verið • niður, tjóðraður við hefðina og patent- lausnina, — en i hans stað má alveg eins taka hvern sem er af þessum olíumálurum og negla hann uppað vegg, ef einhver munur er á útfærslunni þá heimfærist hann aðeins á per- sónulegan stíl, allt hitt er sam- eiginlegt og samhangandi: af- stöðuleysið, kjarkíeysið og dýrkunin á þvi sem á und- an er gengið.“ Að sjálfsögðu ætla ég ekki að elta ólar við skoðanir Níelsar, sem eru hans mál, en mér er spurn, hverjir hafi soðið Einar nið- ur og tjóðrað? Slík fullyrð- ing er mjög alvarlegs eðlis, að ekki sé meira sagt, því að það hlýtur fyrst og fremst að vera einstakiingsbundið, hvort menn láti sjóða sig niður og tjóðra af einstaklingum, stefn- um eða skólum. Þá má einnig nota orðið aðdáun á því, sem undan er gengið, og er öllu smekklegra en dýrkun því að enginn getur afneitað uppruna sfnum. Og þó er það svo, að veröldin virðist vera yfirfull af eingetnum sértrúarvillingum, og með afbrigðum þröngsýnum, er alla aðra vilja frelsa frá villutrú og glötun. — Og svo við vfkjum aðeins að fullyrðingum Níelsar um Myndlista- og hand- íðaskólann, kannast ég sannar- lega ekki við fastnjörvaða stefnu einstakra kennara gagn- vart nýjungum í myndlist. Þvert á móti tel ég marga þeirra opna gagnvart mörgum framúrstefnugildum, þótt þeir taki margir afstöðu gegn þeirri stefnu, sem Niels Hafstein og félagar aðhyllast. Og annað er það, að kennurum skólans leyf- ist að hafa skoðanir og halda fast í þær og eru ekki skyldugir til að hlaupa eftir hverri fram- úrstefnuvindbólu, er hingað berst að utan. I þessum efnum eru kennarar skólans ólíkir og með margvísíegar skoðanir, og það tel ég gæfu stofnunarinnar, —• það er oft hressilega deilt um listir á kennarastofu, og á skólastjórnarfundum er fjarri því að ríki lognmolla, né innan skólans almennt. Níelsi Hafstein vil ég einnig segja það, að aldrei hefur verið til nein algild regla um það, hve margir útskrifaðir nemendur vígist nútímalist, — slíkt kemur í bylgjum og er merki- legt fyrirbæri að fylgjast með. Auk þess fara margir í kennaradeild og auglýsinga- deild, sem hefðu vafalítið stefnt beint í myndlist fyrir nokkrum áratugum, en það er ekki lagður steinn í götu neins, sem vill helga sig myndlist og engum sérstökum stefnum er ýtt að þeim. Að nemendur verði fyrir áhrifum frá skóla og kennurum, er óhjákvæmilegt lögmál, og þeir sem eru hrædd- ir við slík áhrif og óttast að glata persónuleika sínum, geta ekki haft önnur persónuein- kenni en þau, sem lltið gildi hafa. Minnumst þess, sem Goethe sagði og jafnan verður sígilt „Það verður eingöngu sagt um misvitran og allavega gallaðan listamann, að hann hafi allt frá sjálfum sér, — en um engan góðan yrði það sagt.“ Listaskólar eiga að halda fast I viss grundvallaratriði, sem alltaf eru þau sömu, en um leið að vera I stöðugri mótun og opnir fyrir sérhverri nýung, er til heilla horfir í skólastarfinu. Tilraunastarfsemi á og að fara fram innan veggja skólans, hvað nýjar stefnur áhrærir, en það þætti mér ekki bera vott um sterka innviði skólans, ef hann lægi jafnan flatur fyrir hverri þeirri nýjung, sem bær- ist til landsins. Um þessi mál öll hefi ég lengi ætlað að f jalla I ítarlegri grein, enda tími til kominn, að mál- efni Myndlista- og handfðaskól- ans verði rædd á opinberum vettvangi, úttekt gerð á stöðu hans og framtíð. Vænti ég þess, að mér gefist tóm til þess á næstunni. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Sýning Björgvins Sigurgeirs Ein af myndum Björgvins: Einangrun Björgvin Sigurgeir Haralds- son sem þessa dagana sýnir í sýningarsölum Norræna húss- ins hefur vlða komið við I myndlistinni, unnið I málverki, grafík, höggmyndalist, koli, tússi og vatnslitum m.m., auk þess sem listaskrift er sérgrein hans. Er sýnishorn af öllum þessum atriðum nema graffk á sýningu hans, en graffk hefur hann lítið stundað eftir slíka sýningu í Unuhúsi 1968. Björg- vín hefur ásamt Torfa Jónssyni samið og gefið út kennslubók í leturgerð, að ég held hina fyrstu sinnar tegundar á Is- landi. Letrið hefur orðið mikill áhrifavaldur í myndgerð Björg- vins svo sem sjá má á sýningu hans og jafnframt fullmikill á köflum. Ýmsir nútímalista- menn hafa tekið letrið í þjón- ustu sína beint og óbeint og má þar fræga nefna Georges Mathieu, Henry Michaux, Shiryu Morita o.fl. og hafa þeir aðallega tekið mið af hinni austurlenzku kalligrafíu. Ekki gætir þó áhrifa frá þessum mönnum í myndum Björgvins en hann gæti mikið af þeim lært. Eins og margur veit eru ýmis tákn í skrift ákaflega myndræn og má þar tala um margvíslegar línur og flekki á hreyfingu um myndflötinn og ótal möguleika til að hagnýta sér þessi atriði á skynrænan hátt. Þetta reynir Björgvin að gera í myndum sínum með mis- jöfnum árangri þvf að oft virkar skriftin of hrá og sem hjáleitt innlegg í myndheildina í stað þess að samsamast henni. Skriftin virkar þá sem hálf og heil orðtákn, sem vekja forvitni áhorfandans sem slfk í staðþess að hin myndrænu atriði skrift- arinnar séu einangruð og síðan unnið úr þeim, myndirnar fá þannig bókmenntalegt yfir- bragð með ótvfræðu skreyti- gildi. Þetta á einkum við hvað sum málverkanna áhrærir og þykir mér Björgvin komast bezt frá þessum atriðum f myndinni „Bratti“ (47) en i henni er mikill lffrænn (organískur) þróttur. Betur felli ég mig þó við málverkin „Næturstund" (54) og „Morgunblik" (56), en ■þau eru laus við alla skriftartil- raunir. Björgvin tekst betur að samræma hina tvo ólíku þætti mynd og skrift í túsk og kol- myndunum en slíkar myndir þykja mér bezti hluti sýning- arinnar og nefni ég hér mynd- ina „Einangrun" (7) í því sam- bandi, og þó er hann hér mest sannfærandi er hann sleppir letrinu með öllu og vinnur einfalt og hreint líkt og í mynd- unum „Fangaklefinn“ (2), „Einangrun kerfisins“ (5), „Sorti" (27), „Hús“ (29) og „Kaldalón" (32), en þessar myndir þykja mér ótvírætt bera af á sýningunni sakir myndræns hreinleika. Högg- myndirnar eru keimlíku marki brenndar að þvf leyti að hin einföldu form njóta sín bezt, ekki kann ég við höfuðformin á annars algjörlega óhlutlægum myndum því hér er tveim ólík- um stílum teflt saman á ósann- færandi hátt líkt og t.d. í einni teikningunni þar sem Björgvin staðsetur beinagrind inn í óhlutlægan formagrunn. AHt annar handleggur eru mynd- irnar „Krummi“ (62) og „Teng- ing“ (63), en þar eru formin samræmd, einföld og sterk. Skyld þessum myndum eru svörtu formin í lágmyndunum en f bakgrunni yfirgnæfir þar sterkur ítækur viðarlitur aðal- formin. 1, heild er þetta fjöl- breytt sýning og smekklega frá henni gengið þótt heildaráhrif- in séu nokkuð brotin, sýningar- skrá er mjög til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.