Morgunblaðið - 09.11.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975
13
Ríðstefnur. vlrusar og
komplexar. Það eru plágur nútlm-
ans. varð Sigurði Þórarinssyni eitt
sinn að orði, er hann mætti Gáru-
höfundi á hlaupum á einhverja
ráðstefnuna á fögrum sunnudags-
morgni. Sjálfur var hann að leggja
af stað I jeppa á fjöll. Og þetta eru
orð að sönnu. Þótt ég að sjálf-
sögðu reyni eftir mætti að forðast
vlrusa og komplexa, hefi ág svo-
lltinn veikleika fyrir ráðstefnum
— I hófi auðvitað. Að sjálfsögðu
með þvt skilyrði að ráðstefnan sú
fjalli um áhugavert málefni, og að
hver einstakur sé þar ekki alltof
málglaður og langorður. Maður
hlýtur þó að átta sig betur á mál-
um með þvl að hlusta á fleiri
sjónarmið og ræða sln eigin. Mitt
böl er bara sægur af áhugaefnum
út um allar þorpagrundir. Þar sem
Islenzkt samfélag er þannig
innréttað, að öll viðfangsefni eiga
sinn afmarkaða árstlma, þá verður
ráðstefnutlminn dálltið strembinn.
Ofan á fundi vikunnar vill þá hver
helgin eftir aðra fara I ráðstefnur.
Svo mikið malar maður þá og
skrifar um t.d. umhverfi og útivist.
að maður hættir að komast
nokkurn tlma á gras eða fjall.
Einn af fundum þessa hausts
var sér I flokki — raunar alveg
einstæður. Kvennaársfundurinn á
Lækjartorgi 24. október. Kon-
urnar. sem ekki eru of vanar að
standa I skipulagningu á sllkum
atburðum, féllu ekki I neina af
þeim gryfjum, sem ráðstefnu-
höldurum eru búnar. Skýringin á
þvt, að karlmenn voru sendir svo
fjölmennir, með konunum á
kvennaársráðstefnu S.þ. I Mexico
var sögð sú, að konur væru hvar-
vetna óvanar funda- og þing-
störfum. Það er vafalaust rétt. En
gæti ekki Ifka verið gott að losna
við eitthvað af þessu hefðbundna
veseni I kringum fundahöld. Ég
held að Islenzku konurnar hafi á
kvennarásdaginn hér rekið af sér
sllkt orð. Allur undirbúningur var
eins og þær hefðu aldrei gert
annað. Þeim tókst að ná samstöðu
helmings þjóðarinnar — kvenna I
öllum aldursflokkum, öllum
stjórnmálaflokkum og öllum stétt-
um, án þess að brotalöm væri á.
Geri hinn helmingurinn betur. Við
slikan undirbúning dugir sannar-
lega ekki að ganga um eins og ftll
á eggjum. Enda sýndu forustukon-
urnar við hvert skref gætni, lipurð
og tillitsemi við öll sjónarmið. Og
hver hópur vann af mikilli for-
sjálni, hvort sem hann fékkst við
kynningu, samband við lands-
byggðina, fjáröflun fyrir útgjöld-
um eða samsetningu fundarins.
En fundurinn I Reykjavfk hafði þá
yfirburði fram yfir flesta sllka úti-
tundi, að hann var ekki leiðinleg-
ur. Það sást m.a. á þvt, að nær 25
þúsund konur stóðu undir berum
himni úti á torgi án þess að sýna
óþor I heila tvo tlma. Þó komst
efnið, sem fram var sett, vel til
eftir ELINU
PÁLMADÖTTUR
skila — afmarkað, ákveðið og I
stuttu máli.
Áður höfðu verið teknir niður
nokkrir punktar um það hvers
vegna þyrfti kvennafri. Þeir voru
fjölritaðir og dreift. svo konur
gætu vitað áður en þær tækju
ákvörðun stna um þátttöku I frlinu
á hverju væri byggt. En einn aðal-
kosturirm við þetta kvennafrl var
sá, að hver kona tók slna ákvörð-
un sjálf um það, hvort hún vildi
eða gæti verið með, óbundin af
stéttarfélagi, eða einhverjum
öðrum. Fjölmiðlahópurinn þýddi
svo þessa punkta og hafði til reiðu.
á dönsku, norsku og ensku, þegar
erlendir blaðamenn fóru að spyrja.
En áður hafði fréttinni um hvað til
stæði verið komið á framfæri
gegnum stóru alþjóðlegu frétta-
stofurnar.
Aðilar með áhuga höfðu svo
samband og báðu um upplýsingar
Jafnframt var málið vel reifað I
Islenzkum fjölmiðlum, bæði I
Reykjavtk og úti á landi. Og strax
var ákveðinn hópur til taks til að
veita upplýsingar, efnivið eða við-
mælanda, eins og óskað var. Ég
held að svo kunnáttusamlega hafi
verið haldið á málum, að það geti
næstum verið eins og skólabókar-
dæmi um undirbúning að sllkum
fundum. Auðvitað er ég rigmontin
af frammistöðu kynsystra .minna.
Kvennafrl — og hvað svo? Allt
búið, segja sumir, eins og stund-
um er sagt við krakkana. Ónei! Þó
góður væri, átti kvennafrldagur-
inn á fslandi ekki að vera nein
sviðsmynd til að taka niður næsta
dag, eins og tjöldin hans Potem-
kins sáluga með flnu þorpsmynd-
unum meðfram Dnepr, þegar Kat-
rtn mikla hafði siglt þar framhjá I
landkynningarferð með erlenda
sendimenn sér við hlið. Kvennaár
Sameinuðu þjóðanna er heldur
ekki hugsað sem afmarkaður at-
burður, sem byrjar 1. janúar og
endar 31. desember á þvi herrans
ári 1975. Með þvi er aðeins verið
að hefja — með byrjunarátaki —
10 ára starfsáætlun sem miðar að
jafnstöðu kvenna við karla um
allan heim. Munu Sameinuðu
þjóðirnar á þessum áratug,
1975—1985, fylgjast með hvað
miðar I hinum ýmsu þjóðlöndum.
Þetta ár var til að fylkja liði,
kanna hvar skórinn kreppir og
hvernig hægt sé að bera sig til við
að bæta úr á einstökum stöðum, I
hinum ýmsu þjóðlöndum og I
heiminum öllum. Og kjörin og að-
stæðurnar eru vissulega misjöfn
og óltk.
Hér held ég að hafi verið farið
alveg rétt að. Á árinu hefur I
rauninni kristallazt hvar þarf að
gera átakið og feikimiklum upp-
lýsingum og skýrslum verið safn-
að. Þetta kom vel fram á kvenna-
ársráðstefnunni á Loftleiðum I
sumar. Veiku hlekkirnir hér eru
m.a. aðstaða húsmæðranna,
sveitakvenna og láglaunuðu
verka- og skrifstofu- og afgreiðslu-
kvenna. Ég held að húsmæður
hafi t.d. áttað sig á þvl að baráttu
fyrir jafnstöðu er ekki beint gegn
þeim eða heimilunum, heldur
þvert á móti með þeim til að ná
jafnri stöðu við aðra hagsmuna-
hópa. Þær eru vissulega I hópn-
um, sem vill fylkja sér um að ná
fullum mannréttindum I þjóðfélag-
inu. Árið hefur þvl ekki verið
gagnslaust. Það hefur lagt undir-
stöðu, sem auðveldar er að byggja
ofan á. Þetta er ekki slzt léttara
vegna þess. að óframfærnari hóp-
arnir með mestu erfiðleikana eru
sér nú betur meðvitandi um þá
samstöðu kvenna, sem náðist 24.
október, þegar þeir fara hver um
sig af stað til að rétta við stöðu
slna. En jafnframt var I öllu, sem
sagt var, lögð áherzla á að miðað
væri að jafnrétti — hvorki meira
né minna Ekki sérréttindum.
En lltum nú svolltið út fyrir okk-
ar eigin nafla. Sameinuðu þjóðirn-
ar réðust I þetta alþjóðlega
kvennaár af rökréttum og eðlileg-
um ástæðum á miðjum þróunar-
áratugnum svonefndum. Mann-
kyninu til framdráttar þótti ekki
slður ástæða til að efna til
kvennaárs en annarra mikilvægra
átaka, svo sem umhverfismála-
fundarins I Stokkhólmi 1972,
mannfjölgunarársins 1974, al-
þjóðlega matvælafundarins I Róm
o.s.frv. Það hefur reyndar komið i
Ijós, að batnandi staða kvenna
stuðlar jafnframt að úriausnum á
þessum brýnu verkefnum. Fái
konan betri menntun, eignast hún
færri böm og með þvl að eiga
mörg böm, hefur hún minni mögu-
leika á að þroska sig og mennta.
Með bættri stöðu konunnar fara
hreinlæti, næring og heilbrigðis-
hættir batnandi I löndunum, svo
þetta reynist jafnframt vera heil-
brigðismál o.s.frv. Það er þvl
stærra mál en fundur á Lgekjar-
torgi og I félagsheimilum á ís-
landi, þó auðvitað hljótum við
fyrst að þrlfa til I okkar eigin
garði. Og ef það, sem á eftir fer
næstu 10 ár, verður I samræmi
við upphafið á fslandi — þó hæg-
ar fari og hljóðlátar — þá var ekki
til einskis að konur hættu að
þegja og sungu allar I kór einn dag
annó 1975. Og rufu með þvl
þögnina sem hann Páll postuli
kvað vera þeirra hiutskipti á
mannfundum. Eða eins og hún
Halldóra B. Björnsdóttir sagði:
f himnartki herra Páll
heimtar að konur þegi
þegar á mér er góður gáll
gegni ég þvl eigi.
Einstakt tækifæri
Bókatilboð
Nýir félagar í Bókaklúbbi AB geta valið sér
eina af þessum bókum fyrir aðeins 100
krónur.
1. I fylgd með Jesú
Leiðsögn um Nýja testamentið í má!i og myndum. 180
myndir. Falleg bók í stóru broti. Ætti að vera til ó hverju
heimili. (Venjulegt verð: kr. 1.080.—).
2. Þorsteinn Gíslason — Skáldskapur og stjórnmál
Ljóðaúrval, safn ritgerða, þættir úr stjómmálasögu Is-
lands, æviágrip Þorsteins, o.fl. í samantekt Hagalíns.
(Venjulegt verð: kr. 1.080.—).
3. Frásagnir um Island, Niels Horrebow
Ein merkilegasta heimild um Island, eins og háttað var
hérlendis fyrir tveimur öldum. Bókin kom fyrst út 1752.
(Venjulegt verð: kr. 1.080.—).
4. Höfuðpaurinn, William Golding
Framtíðarskáldsaga af bestu gerð: skóladrengir berast
undan tortímandi atómstyrjöld upp á óbyggða eyju í
Kyrrahafi. (Venjulegt verð: kr. 720.—)
5. Hjartað I borði, Agnar Þórðarson
I þessari skáldsögu gefur Agnar meira í skyn en sagt er
með berum orðum á þann hátt, sem honum einum er
lagiðl (Venjulegt verð: kr. 720.—)
Veljið eina af þessum bókum — og gefið
val yðar til kynna á umsókn yðar í Bóka-
klúbb AB.
Þetta sérstaka tilboð er aðeins ætlað
nýjum félögum. Nýir félagar tryggja
öllum félögum Bókakiúbbs AB áframhald-
andi vildarkjör á bókum klúbbsins, sem
eru betri en yfirleitt gerist á almennum
bókamarkaði.
Ath. Tilboð þetta stendur á meðan upplag
tilboðsbókanna endist, — og því miður
ekki lengur en til 15. nóvember.
bókaklúbbs
KaupiÖ bækur á betra verði
★ Bókaklúbbur AB v.ar stofnaður með 'það fyrir
augum, að hægt sé að gefa félögum klúbbsins
kost á fjölbreyttu úrvali bóka á betra verði en
yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði.
★ Félagar geta allir orðið, hafi þeir náð lögræðis-
aldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga
aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB.
★ Bókaklúbbur AB mun gefa út 6—8 bækur ár-
lega. Félagsbækurnar munu koma út með eins
eða tveggja mánaða millibili.
★ Um það bil einum mánuði áður en hver félagsbók
kemur út verður félögum Bókaklúþbs AB sent
Fréttabréf AB, þar sem bókin og höfundur hennar
verður kynntur. greint frá verði bókarinnar, stærð
hennar, o.fl.
+ Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að
kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað
félagsbækur með því að senda Bókaklúbbi AB
sérstakan svarseðil, sem prentaður verður I
hverju fréttabréfi AB.
Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bók en
þá, sem boðin er hverju sinni I Fréttabréfi, og
aukabækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir
skrá. sem birt er í Fréttabréfinu. Þá geta félagar
keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði.
sem veitt verður öðru hvoru.
it Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin I hennar
stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur
svarseðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir
tilskilinn tfma. Að öðrum kosti verður litið svo á,
að félaginn óski að eignast þá félagsbók, sem
kynnt er í Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá
send ásamt póstgfróseðli. Félaginn endursendir
sfðan póstgfróseðilinn ásamt greiðslu f næsta
pósthús eða bankastofnun.
if Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga
Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur
fyrstu18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags-
gjöld eru engin. Áskriftargjald Fréttabréfsins er
ekkert.
★ Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félagsrétt-
indum sfnum með þvf að segja sig skriflega úr
klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara Sami
uppsagnarfrestur gildir fyrir nýja félaga, en þó
aðeins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum
innan átján mánaða.
Félagar i Bókaklúbbi AB fó:
Ár Fréttabréf um nýjar bækur
★ 6—8 vandaðar bækur á óii
★ Félagsréttindi ón félagsgjalda
★ Bækur póstsendar sér að
kostnaðarlausu
★ Frjóls val bóka á lógu verði
★ Bækur í góðu og vönduðu bandi
Ég vil verameö _______
Umsókn nýrrafélaga
I Vinsamlega skráið mig í Bókaklúbb AB.
IÉg hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein
fyrir kvöðum nýrra féiaga um kaup á bókum.
Nafn
Heimilisfang
Nafnnúmer
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 18, Reykjavlk Pósthólf 9 Símar 1 9707 & 16997