Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÖVEMBER 1975
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Slysaaldan í umferð-
inni verður sífellt
óhugnanlegri. Svo er nú
komið, að menn bíða með
óhug hvern dag eftir því,
hvaða slys beri næst að
höndum. Þetta ár er nú
þegar orðið mesta bana-
slysaár sögunnar. Á þessu
ári hafa 608 Islendingar
slasazt í umferðinni og 26
hafa beðið bana. Fjögur
börn undir 12 ára aldri
hafa látizt í þessum slysum.
Þessi slysaalda hefur
leitt til þess, að foreldrar
eru að verða óttaslegnir
við að láta börn sín vera
ein á ferð t.d. í myrkri að
morgni dags á leið í skóla.
Gangandi vegfarendur
geta ekki óhultir gengið
yfir gangbrautir, sem þeim
eru ætlaðar. Ökumenn í
umferðinni, sem vilja fara
varlega og fara varlega,
eru engan veginn óhultir
heldur vegna þess, að aðrir
ökugarpar geta stofnað lífi
þeirra í hættu. Og ekki má
heldur gleyma því, að
gangandi vegfarendur
stofna oft lífi sjálfra sín og
annarra í hættu með óvar-
kárni. Það er nú þegar orð-
ið svo hættulegt öng-
þveitisástand í umferðar-
málum á íslandi, að gera
þarf róttækari ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir,
að ástandið verði enn al-
varlegra. I Bandaríkjunum
er sagt, að hægt sé að slá
þvf föstu, að svo og svo
margir deyi á hverjum
sólarhring í umferðarslys-
um. Við skulum gera allt,
sem í okkar valdi stendur
til þess að koma í veg fyrir,
að það verði daglegt brauð
að fólk farist í umferðinni
hér.
í viðtali við Morgunblað-
ið í gær, skýrði Sigurjón
Sigurðsson, lögreglustjóri,
frá því, að lögreglan hefði
á undanförnum vikum
stóraukið eftirlit með um-
ferðinni. Lögreglan beinir
starfskröftum sínum fyrst
og fremst að því að fylgjast
með hraða í akstri en það
kom fram í Morgunblaðinu
í gær, að á 40 mínútum
voru 5 ökumenn teknir á
yfir 100 km hraða á Suður-
landsvegi í fyrradag við
slæm akstursskilyrði,
rigningu og dimmviðri.
Ennfremur hafa ökumenn
verið teknir á 120—130 km
hraða í íbúðahverfum. Þá
hefur lögreglan eftirlit
með því, að stöðvunar-
skylda verði virt, að farið
sé eftir reglum um um-
ferðarljós og loks er fylgzt
sérstaklega með gang-
brautum.
Framkvæmdastjóri Um-
ferðarráðs fullyrðir að
fækka megi umferðarslys-
um um 10—15% með því
að leggja stóraukið fjár-
magn til slysavarna í um-
ferðinni. Hvort sem það
fær staðizt eða ekki, er al-
veg ljóst, að fræðslu- og
upplýsingastarfsemi um
umferðarmál hefur geysi-
lega mikla þýðingu og í
þeim efnum þarf að gera
nýtt átak, sambærilegt við
það, sem gert var fyrst eft-
ir að skipt var yfir í hægri
umferð.
Til þess að stöðva slysa-
faraldurinn í umferðinni
eða draga úr honum þarf
sjálfsagt margt til að koma.
Aukin upplýsinga- og
fræðslustarfsemi, strang-
ari viðurlög, hærri sektir,
svipting ökuleyfis í fleiri
tilvikum en nú, aukin lög-
gæzla, strangara eftirlit
með öryggisútbúnaði bif-
reiða o.fl. o.fl. En mestu
skiptir þó að vekja hvern
einasta vegfaranda í um-
ferðinni til vitundar um
ábyrgð hans og skyldur.
Hver einasti maður, sem
ferðast, hvort sem er fót-
gangandi eða í ökutæki
verður að gera sér grein
fyrir því, að hann ber ekki
aðeins ábyrgð á sjálfum sér
heldur einnig öðrum í
umferðinni. Ökumaðurinn,
sem ekur á ofsahraða er
ekki aðeins að stofna eigin
lífi í hættu heldur og einn-
ig annarra. Hér þarf að
gera stórátak. Umferðar-
yfirvöld, löggæzla og fjöl-
miðlar verða að taka hönd-
um saman og hefja stór-
fellda herferð gegn
umferðarslysunum, sem
verða sífellt óhugnanlegri
með hverjum deginum,
sem líður.
Ef ekkert verður að gert,
ef menn láta þetta af-
skiptalaust, munum við
oftar og oftar heyra
óhugnanlegar fregnir um
að börn hafi orðið fyrir bif-
reið eða bifhjóli og beðið
bana. Að gamalt fólk hafi
verið ekið niður og látizt.
Að óhugnanlegir árekstrar
hafi orðið. Og þá kemur að
því, eins og gerzt hefur í
stórborgunum, að for-
eldrar þora ekki lengur að
láta börn sín vera ein á
ferð í umferðinni.
Vera má, að þeim sem
kunna að lesa þessar línur,
þyki þetta mál varða alla
aðra en sjálfan sig. En svo
er ekki. Sorgin kann að
berja á dyr hjá öðrum í dag
vegna slysa í umferðinni
en hún kann að berja á
þínar dyr á morgun. Við
verðum að stöðva þessa
óhugnanlegu þróun. Og
það er hægt, ef menn vilja.
Ef almenningur í þessu
landi vaknar til vitundar
um þær hættur, sem eru
á hverju strái. Ef hver
einasti maður, sem er á
ferð, gerir sér grein fyrir
ábyrgð sinni og skyldum.
Þetta verður að stöðva!
EINS OG MÉR SÝNIST
eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON
SJÓNVARPSTÆKIÐ okkar
hefur aS undanfömu verið aS
taka spretti sem eru utan viS
dagskrána, eins og þegar efri
hlutinn af hausnum ð Jóni Hð-
koni Magnússyni segir allt f
einu skiliS viS þann neSri og
verSur i staSinn snyrtilegasta
yfirskegg á Svölu Thorlacius. f
fyrstu héldum viS hér ð heimil-
inu aS þetta væru kannski
sniSugheit hjð tæknideildinni
og miSaSi liklega aS þvt aS
vekja menn upp af dðsvefnin-
um sem er óhjðkvæmileg af-
leiSing þess aS horfa ð íslenzkt
sjónvarp, en þegar Svala
Thorlacius byrjaSi Itka aS leys-
ast upp fyrir augunum ð okkur
og breyttist einn góSan veSur-
dag i tilkomumikla hðrkoliu
sem þakti Jón Hðkon niSur aS
hnjðm, þð fór okkur aS gruna
aS tækiS okkar kynni aS vera
sökudólgurinn, einkum þó eftir
aS byrjaSi aS rjúka úr bakinu ð
þvf.
Einhver segir nú kannski til
aS hugga okkur aS þeim geti
svosem stundum orSiS ð mis-
tök hjð sjónvarpinu, svosem
eins og þegar heiSursmaSurinn
Ólafur Ragnarsson horfir
feimnislega framan i okkur út-
yfir hljóSnemann og trúir okk-
Ur fyrir þvf aS myndin úr
vöggustofu Sumargjafar sem
viS erum aS glðpa ð eigi raunar
alls ekkert skylt viS fréttina
um SlippstöS Akureyrar sem
hann er aS romsa uppúr sér.
En þaS er misskilningur aS
mannlegir brestir valdi þvi þeg-
ar svona tekst til hjá stofnun-
inni. Þegar stillimyndin birtist
allt i einu milli augnanna ð
Gunnari Thoroddsen (sem sýn-
ist rangeygSur fyrir bragSiS)
eSa þegar hver tuska kjaftar á
Einari Ágústssyni án þess aS
heyrist múkk, þá kemur fyrst
myndhlemmurinn sem tjðir
okkur aS nú verSi nokkurt hlé
A bólakafi
— vitstola
og þá gusa af poppmúsfk svo
aS allt ætlar um koll aS keyra
og loks lafmóSur kvenþulur
meS hálfbráðnaðan sykurmola
ð milli tanngarSanna sem lýgur
þvf aS okkur án þess aS
stökkva bros að Einar hafi
spjallaS afturábak eSa þagaS
sem steinn „vegna smðvegis
bilunar". (Tækjanna, þaS er aS
segja, ekki Einars.)
„Smðvegis bilun" — já;
mistök — nei. Þetta er næst-
um eins fastur liSur i dag-
skrðnni eins og þegar iþrótta-
þátturinn er aS fara ð flot sfS-
degis ð laugardögum, og fyrst
kemur blessuS kvensan og til-
kynnir okkur aS nú hefjist
iþróttaþðttur og þð kemur stór-
eflis titilmynd sem boSar okkur
aS nú hefjist fþróttaþðttur og
þá birtist Ómar og segir okkar
aS nú hefjist iþróttaþáttur og
þð poppar hann Bjarni ÞórSar-
son upp og þrumar aS nú hefj-
ist Iþrótta þðttur. Þegar hér er
komiS sögu er mann sterklega
fariS aS gruna aS nú hefjist
iþróttaþáttur, en svo er bara
alls ekki alltaf þvi miSur. f
staSinn geisa ekkisin kapp-
akstursjaxlarnir inn ð skerminn
og byrja aS sibuna út i bláinn,
sem er svona álika spennandi
eins og þegar hrærivélin okkar
er aS hringsóla ofan i skyrinu,
nema hún er ekki meS púströr
aS visu.
Ég vona aS ég sé ekki aS
kðssast upp ð annarra manna
jússur þó aS ég sé aS rabba um
sjónvarpiS, i þessu tilviki júss-
urnar hans Jóhannesar Helga,
sem eins og kunnugt er ætlar
aS lita eftir þessum málum hér
I blaSinu i vetur. Stundum
halda manni engin bönd þó aS
maSur sé allur af vilja gerSur.
Hér um daginn var vikiS aS
„zebra-crossing" i enskum
þætti sem ég man ekki lengur
hvaS hét, en „zebra-crossing"
hef ég alltaf haldiS aS væri
nafnið á „sebra-strikuðu"
gangbrautunum sem fótgang-
andi vegfarendur eiga aS vera
óhultir á þó að þvi fari þvi
miSur fjarri. f islenska textan-
um var orSið hinsvegar hik-
laust útlagt sem „sebrahest-
ur". ÞaS skiptir kannski ekki
öllu mðli en samt getur það nú
skipt dðlitlu mðli er þaS ekki?
Ég þættist skilja þá foreldra
sem bæSu barnið sitt f guðs-
bænum að nota gangbrautina
ef þaS þyrfti yfir Laugaveginn
þegar mest er aS gera. Aftur á
móti mundi mér finnast þaS
undarlegt uppðtæki ef þeir rðð-
legSu barninu aS fara yfir ð
sebrahesti.
Textaþýðingar sjónvarpsins
eru þvi miSur „gloppóttar",
svo aS við forSumst öll stór-
yrSi. Margt er þar vel gert og
sumar þýSingar eru ágætar, en
aðrar virSast mér frumlegar að
ekki sé meira sagt. Eric Port-
man ráðlagSi Richard Widmark
aS fara meS varúð að rúss-
neska kafbðtsforingjanum i
myndinni næstliðinn laugar-
dag, enda væri maðurinn „des-
perate". Mér finnst „desper-
ate" þýða til dæmis „i öngum
sinum" eða að viðkomandi
persóna „viti ekki sitt rjúkandi
ráð" eða jafnvel að aumingja
manneskjan sé „til alls likleg"
i þrengingum sinum. Bam sem
hefur búiS sig slælega undir
próf getur til dæmis veriS
„desperate", og ðstandiS ð
þjóSarskútunni hjð okkur i
svipinn er vissulega „desper-
ate". En þýSandinn upplýsti
okkur um aS rússneski kaf-
bðtsforinginn væri orSinn „vit-
stola". Ja, fyrr mð nú rota en
dauSrota, og hér er óneitan-
lega hafsjór ð milli. Hvort held-
ur er Rússinn þess albúinn aS
gripa til örþrifaráSa eSa er
hann i raun og veru orðinn
sjóSandi vitlaus þarna niðri i
djúpinu og byrjaSur aS hðma í
sig sjókortin. Hvort erum viB
að ho.rfa ð drama eSa farsa?
HiS sama gildir um orSalag
persónanna — tjáningarmðta
þeirra — þegar þaS sem þær
eru að segja á útlenskunni er
komiS yfir ð Islenzkt mðl. „She
is no lady" hefur oftar en einu
sinni heitið á sjónvarpsmðli:
„Hún er engin hefSarkona",
og stundum jafnvel: „Hún er
engin aSalskona." Satt er það
aS visu aS kvenmaSurinn sem
átt er við (sem er oft hðlfgerS
flenna skulum viS segja) er
sjaldnast af aSalsættum. En á
enskunni getur jafnvel aSals-
kona auk þess veriS „no lady",
og vandast þð málið. Eigum viS
kannski von á þvi aS sjð ein-
hvern daginn „Aðalskonan er
engin aðalskona"?
AnnaS dæmi: I glæpamynd
fyrir nokkrum dögum var lög-
reglumaSur sem feikilegur asi
var á Iðtinn hrópa til félaga
síns: „Þú lætur okkur vita
lúskri Martin þér." En svona
tala menn bara ekki og sist
þeir sem eru að flýta sér. Ef ég
heyrði lögregluþjón hrópa hér
úti á götu: „Þú lætur okkur
vita lúskri Óli þér," þá stöðv-
aSi ég ekki skrjóSinn og kveikti
mér i pipu og biSi i ofvæni eftir
þvi að slagurinn byrjaSi. Ég
æki i loftinu niSur ð lögreglu-
stöð að vara þá við þvi að
lögregluþjónn númer X væri
kominn meS órðS. Leikhúsfólk
mundi ekki hleypa svona upp-
hrópun upp ð sviðiS hjð sér —
nema i grfnstykki. Ætti ekki
sama lögmðl að gilda um sjón-
varpsmynd?
Ein setning er mér ógleym-
anleg eftir sumariS en hún
hraut af vörum stjórnarmanns
Akranesferjunnar góSu þegar
fréttamaðurinn spurSi hvernig
fyrirtækinu vegnaði. „Rekstur-
inn hefur gengiS vel að öHu
leyti," svaraSi maSurinn
hressilega, „nema ef viS nefn-
um fjðrhagslegu hliSina."
Loks „stutta svipmyndin"
sem hann Ómar okkar er
stundum aS boSa okkur f
fþróttaþættinum, en „stutt
svipmynd" finnst mér endilega
að þýSi „stutt mynd sem er
stutt". Mér finnst orðalagið
gefa i skyn aS sjónvarpiS lumi
á „löngum svipmyndum", og
ég biS með óþreyju eftir þvi aS
viS fðum að sjá þær.
Löng mynd sem er stutt
verSur viðburður dagsins.
| Reykjavíkurbréf
Laugardagur 8. nóvember♦♦♦♦•♦♦*
Horft um öxl
Samanburður af ýmsu tagi við
löngu liðna atburði er stundum
nauðsynlegur til þess að menn
skilji betur viðburði og vandamál
líðandi stundar. Þannig auð-
veldaði það landsmönnum mjög
að átta sig á umfangi erfiðleik-
anna i efnahags- og atvinnumál-
um 1967—1969, þegar bent var á,
að það væri mesta kreppa, sem
yfir þjóðina hefði gengið frá því
að heimskreppan mikla skall yfir,
um og upp úr 1930 og teygði anga
sína til íslands. Eða þegar bent
var á, að slíkur hefði aflabrestur-
inn orðið á vetrarvertíðinni 1967,
að leita þyrfti aftur til ársins 1914
til þess að finna sambærilegt
hrun í afla.
Þetta rifjast upp, þegar lesin er
stefnuræða Geirs Hallgrímssonar
forsætisráðherra, er hann flutti á
Alþingi hinn 23. október sl. en I
henni bendir ráðherrann á, að
þjóðartekjur á mann muni á
þessu ári minnka um 9%, sem er
meiri minnkun þjóðartekna á
einu ári en nokkru sinni síðan
Islendingar tóku við stjórn eigin
mála. Þetta þýðir, að samdráttur
þjóðartekna er meiri á þessu ári
en á árinu 1968, þegar þjóðartekj-
ur á mann minnkuðu um 8%.
Þessi samanburður sýnir okkur,
að sú efnahagskreppa, sem við nú
erum i, er á svipuðu stigi og
kreppan 1967—1969 og kreppan
mikla upp úr 1930. Og enda þótt
slíkur samanburður geti aldrei
verið algildur og margt sé frá-
brugðið nú frá þessum fyrri
krepputímum, — t.d. er ekkert
atvinnuleysi í landinu nú — ætti
hann samt að auðvelda fólki að
skilja, hvers vegna svo erfiðlega
hefur gengið að ná tökum á
vandanum nú.
En um leið og litið er til liðinna
ára til þess að skilja betur umfang
þeirra erfiðleika, sem við eigum
nú við að etja, er einnig gagnlegt
að rifja upp, hvernig þá var
brugðizt við vandanum og hvern-
ig þá gekk að ná árangri. Þetta
gerði Geir Hallgrímsson, forsætis-
ráðherra í afar athyglisverðri
ræðu -ár fundi Verzlunarráðs Is-
lands í gær (föstudag) er hann
fjallaði um efnahagsaðgerðir á
árunum 1960 og 1968 og benti á,
að við minntumst gjarnan þess,
sem vel hefði tekizt en gleymdum
hinu, sem miður hefði farið. (Frá-
sögn af þessari ræðu forsætisráð-
herra er á bls. 3 í Morgunblaðinu í
dag).
Hvað var gert
1967-1969?
Hér verður ekki farið út í að
rekja þá erfiðleika, sem dundu
yfir þjóðina á . tímabilinu1
1967—1969. Þar var fyrst og
fremst um að ræða almennt verð-
fall á afurðum okkar á erlendum
mörkuðum, eins og nú, en einnig
átti algert hrun síldveiðanna á
þessum árum ríkan þátt I vanda-
málunum. Hins vegar skulu hér
rifjuð upp viðbrögð þeirrar ríkis-
stjórnar, sem þá sat að völdum,
Viðreisnarstjórnarinnar, en aðild
að henni áttu Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðuflokkur eins og
kunnugt er.
Fyrstu merki þeirra erfiðleika,
sem í aðsigi voru, sáust á miðju
ári 1966, en þá hófst verðfall
helztu útflutningsafurða. Haustið
1966 beitti Viðreisnarstjórnin sér
fyrir verðstöðvun um eins árs
skeið. Sú aðgerð byggðist á þeirri
trú, að um tímabundna erfiðieika
væri að ræða og verðlag afurð-
anna mundi skjótt hækka á ný.
En því var ekki að heilsa. Næstu
tvö árin hélt verðfallið áfram,
hrun varð á síldveiðum og einn
þýðingarmesti skreiðarmarkaður
landsmanna lokaðist vegna
borgarastyrjaldar í Nígeríu.
Haustið 1967 var ljóst orðið, að
verðstöðvunin ein og nokkrar
hliðarráðstafanir, sem gerðar
höfðu verið fyrr á árinu, mundu
ekki duga. Þess vegna lagði Við-
reisnarstjórnin fram all ítarlegar
tillögur á Alþingi um ráðstafanir i
efnahagsmálum. I tillögum þess-
um var gert ráð fyrir eftirfarandi:
Að stuðningur við sjávarútveg
yrði hinn sami á árinu 1968 og á
árinu 1967 og fjár til þess yrði
aflað á fjárlögum. Að bundinn
yrði endi á greiðsluhalla ríkis-
sjóðs með því að lækka niður-
greiðslur og hækka tiltekna
skatta og gjöld. Að verðstöðvun
mundi gilda á árinu 1968 að öðru
leyti en þvf, sem leiddi af þessum
ráðstöfunum. Að áhrif þessara að-
gerða kæmu ekki fram í greiðslu
verðlagsbóta á laun.
Til þess að afla fjár til að standa
undir þessum aðgerðum lagði
Viðreisnarstjórnin fram eftir-
farandi tillögur: I fyrsta lagi átti
að lækka niðurgreiðslur verulega.
I öðru Iagi voru eignarskattar
hækkaðir. I þriðja lagi skyldi
leggja sérstakt farmiðagjald á Is-
lendinga, sem færu til útlanda. I
fjórða lagi skyldi hækka áfengi og
tóbak. I fimmta Iagi skyldi hækka
almannatryggingagjald. I sjötta
lagi skyldi hækka sjúkrasamlags-
gjöld til að standa undir hækkun
daggjalda. I sjöunda lagi skyldi
greiða söluskatt af þjónustu Pósts
og Sima og afnotagjöldum Ríkis-
útvarps og í áttunda lagi átti að
lækkaýmsa útgjaldaliði fjárlaga.
Þessum tillögum var aldrei
hrint i framkvæmd i heild sinni.
Og hvers vegna? Það var vegna
þess, að atburðarásin varð svo
hröð. Hinn 18. nóvember 1967 var
tilkynnt í Lundúnum, að gengi
sterlingspundsins hefði verið
lækkað. Það leiddi til þess, að
Viðreisnarstjórnin taldi óhjá-
kvæmilegt að lækka gengi
krónunnar og var það gert hinn
24. nóvember 1967 en þá var
gengið lækkað um 24,6%. Ekki
var langt liðið fram á árið 1968,
þegar í ljós kom, að þessar ráð-
stafanir, þ.e. gengislækkunin,
voru ekki nægilegar til að tryggja
rekstur sjávarútvegsins. Ymsar
ástæður lágu til þess en þó fyrst
og fremst þær, að frá því að
gengisbreytingin var gerð, hafði
þróun mála verið óhagstæðari en
ráð var fyrir gert, þegar gengis-
breytingin var undirbúin. Þess
vegna neyddist Viðreisnarstjórn-
in til þess að gera nýjar ráðstafan-
ir snemma árs 1968 i því skyni að
styrkja sjávarútveginn. Það kost-
aði að sjálfsögðu peninga og
þeirra þurfti að afla. Það var gert
með eftirfarandi hætti. 1 fyrsta
lagi var dregið úr fyrirhuguðum
tollalækkunum. í öðru lagi var
verð á áfengi og tóbaki hækkað. I
þriðja lagi var framkvæmdur
niðurskurður á fjárlögum. Þá
voru gerðar sérstakar ráðstafanir
til þess að halda uppi opinberum
framkvæmdum og var sérstaks
lánsfjár aflað til þess og enn-
fremur voru gjöld af benzfni og
hjólbörðum hækkuð og ýmsir
aðrir svonefndir markaðir tekju-
stofnar hækkaðir.
Þegar kom fram á haustið 1968
kom enn I ljós, að allt þetta dugði
ekki. Þess vegna var enn gripið til
nýrra ráðstafana og í september
var Iagt á sérstakt 20% inn-
flutningsgjald á vörur og ú út-
gjöld til ferðalaga erlendis. Og
hinn 11. nóvember 1968 var til-
kynnt, að allar þessar ráðstafanir
hefðu ekki nægt og ákveðið hefði
verið að lækka gengi krónunnar á
ný og að þessu sinni um 35,2%. Sú
aðgerð var endapúnkturinn á að-
gerðum Viðreisnarstjórnarinnar
til þess að snúa dæminu við og
það tókst.
Hvað getum
e við lært?
Að sjálfsögðu hafa viðbrögð
Viðreisnarstjórnarinnar við erfið-
leikunum aðeins verið rakin hér í
stærstu dráttum og hér hafa þeim
engin fullnaðarskil verið gerð.
T.d. hefur hér ekkert verið fjallað
um þróun rikisfjármála á þessu
tímabili eða útlán viðskiptabanka
og fjárfestingarsjóða. Þá hef-
ur heldur ekki verið rætt um
það mikla atvinnuleysi, sem menn
urðu að þola á þessum árum og
ráðstafanir Viðreisnarstjórnarinn
ar til þess að draga úr því. Hinar
beinu efnahagsaðgerðir hafa ver-
ið raktar hér í stærstu dráttum
vegna þess, að af því getum við
ýmislegt lært þegar við metum
afstöðu okkar til þess, hvernig nú
hefur verið haldið á málum.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók
við völdum haustið 1974 gerði
hún tilteknar ráðstafanir I efna-
hagsmálum, sem byggðust á
ákveðnum forsendum. En strax f
janúarmánuði 1975, þ.e. á þessu
ári kom í ljós, að þær ráðstafanir
dugðu ekki og gripið var til nýrra
ráðstafana, sem fylgt var eftir
með frekari hliðarráðstöfunum
fram eftir vetri og vori. Núver-
andi ríkisstjórn hefur verið gagn-
rýnd fyrir þetta og það talið til
marks um, að hún hafi ekki tekið
nægilega röggsamlega á strax i
upphafi. Ástæðan er hins vegar
auðvitað sú, að þróunin i út-
flutningsverðlagi og viðskipta-
kjörum hélt áfram að versna og
varð mun verri en ætlað var um
haustið 1974, þegar stjörnin greip
til sinna fyrstu aðgerða.
Viðreisnarstjórnin lenti í ná-
kvæmlega sömu erfiðleikum. Hún
lagði fram tillögur á Alþingi
haustið 1967. Eftir örfáar vikur
kom f ljós, að þær dugðu ekki og
þá var gripið til gengisbreytingar.
En aðeins 2—3 mánuðum seinna
kom í ljós vegna áframhaldandi
neikvæðrar þróunar að hún dugði
heldur ekki og þá var enn gripið
til nýrra aðgerða.
Á þessu hausti hefur öllum
landsmönnum orðið ljóst, að þrátt
fyrir allar þær efnahagsráðstaf-
anir, sem núve.randi ríkisstjórn
hefur beitt sér fyrir, höfum við
enn ekki náð tökum á efnahags-
vandanum. En hvernig var
ástandið haustið 1968 eftir gengis-
lækkun og sérstakar ráðstafanir
um veturinn? Ástandið var
þannig, að Viðreisnarstjórnin
lagði fyrst á innflutningsgjald og
felldi síðan gengi krónunnar á ný.
Og ástæðan var sú, að þróunin var
enn neikvæð. Hið sama hefur
gerzt nú. Viðskiptakjörin hafa
haldið áfram að versna á þessu ári
og þau hafa versnað meir en ráð
var fyrir gert fyrr á árinu. Þess
vegna stöndum við enn frammi
fyrir miklum vanda.
Af þessu má sjá, að margt er
líkt með þessum liðnu árum og
viðburðum lfðandi stundar. Við
getum margt lært af því, hvernig
tekið var á málum á þeim tfma.
En við getum lfka lært það, að í
afstöðu okkar til þeirra vanda-
mála, sem núverandi rfkisstjórn á
við að etja mættum við sýna meiri
skilning og umburðarlyndi. En
vel má vera, að sá skilningur komi
ekki fyrr en upp verður staðið, og
menn líta yfir farinn veg. Það
þarf ekki sterkt minni til þess að
muna þá harkalegu gagnrýni, sem
Viðreisnarstjórnin varð fyrir á
þessum árum, bæði frá andstæð-
ingum og einnig fylgismönnum
innan þáverandi stjórnarflokka.
Nú muna menn það eitt, að stjórn-
in dugði. Henni tókst að leysa
vandann og fyrir það mun hennar
og forystumanna þjóðarinnar á
þeim árum lengi minnzt í
íslenzkri sögu.
Ríkisfjármál og
atvinnuleysi
I ræðu þeirri, sem Geir
Hallgrímsson, forsætisráðherra,
hélt á fundi Verzlunarráðsins og
fyrr var að vikið, fjallaði hann
m.a. um ríkisfjármálin og benti á,
að ekki hefði tekizt sem skyldi að
hafa hemil á útgjöldum ríkis-
sjóðs. I tali manna á milli er rikis-
stjórnin mjög gagnrýnd fyrir
þetta og ekkert við því að segja.
Þeir, sem ábyrgðina bera, hafa
gott af aðhaldi frá fólkinu og
enginn er yfir gagnrýni hafinn.
En það er fróðlegt umhugsunar-
efni, hvernig ástandið væri, ef
sterkari tök hefðu náðst á ríkis-
fjármálum og útstreymi úr rikis-
sjóði hefði verið miklu minna á
þessu ári en raunin hefur á orðið.
Á fyrra erfiðleikatimabili, sem
hér hefur verið fjallað um, var
mikið atvinnuleysi í landinu. Að
öllum líkindum hefur tekizt mun
betur þá að hafa hemil á rikisút-
gjöldum en nú, þótt handbærar
tölur liggi ekki fyrir með saman-
burði á útstreymi úr ríkissj'óði á
þessu ári og 1967—1969. Hins
vegar bendir útstreymið úr ríkis-
sjóði á siðasta ári og samanburður
á því ári við fyrra erfiðleikatíma-
bili til hins ofannefr.da.
En spurning er sú, hvort stór-
kostlegur samdráttur i ríkisút-
gjöldum á þessu ári, hefði leitt til
verulegs atvinnuleysis í landinu.
Full atvinna hefur verið eitt
helzta stefnumark rfkisstjórnar-
innar. Og þótt mikil spenna hafi
verið á vinnumarkaðnum geta
skjótt skipast veður i lofti. Þetta
er íhugunarefni fyrir alla þá, sem
mest beina spjótum sínum að
ríkisfjármálunum og er þó ekki
þar með sagt, að þar hefði ekki
ýmislegt mátt betur fara.
Hvers konar
forysta?
Stundum heyrast líka þær radd-
ir, að núverandi rikisstjórn sýni
ekki nægilega forystu á þessum
erfiðleikatfmum. Nú er það svo að
við lifum á öld auglýsinganna. En
menn skulu gera sér þess grein að
engin auglýsingamennska, innan-
tóm yfirborðsmennska eða orða-
glamur leysir þau vandamál, sem
þjóðin stendur frammi fyrir. Það
er ekkert annað en stefnufesta og
vinna og aftur vinna, sem þar
getur borið árangur.
Núverandi ríkisstjórn hefur
haft það að leiðarljósi í viðleitni
sinni til þess að ná árangri i
stjórn efnahagsmála, að stefna að
hægfara aðlögun að breyttum og
verri aðstæðum. Hún hefur
einnig haft það í huga að ganga
aldrei lengra í aðgerðum sinum,
en svo að almennur skilningur
væri fyrir nauðsyn aðgerðanna
meðal almennings í landinu.
Halda menn, að það hefði ríkt
skilningur á því fyrir einu ári, ef
gripið hefði verið til svo stór-
felldrar og snöggrar samdráttar-
stefnu, að leitt hefði til mjög víð-
tæks atvinnuleysis í landinu?
Svarið er auðvitað neitandi. Þjóð-
in hefði ekki skilið slíkar aðgerðir
og þá hefðu þær heldur ekki náð
árangri því að forsenda árangurs
er auðvitað skilningur almenn-
ings. Þess vegna er sú forysta
sterkust, sem stefnir að settu
marki af festu, ábyrgð og skiln-
ingi á vandamálum hins almenna
manns, en hleypur ekki eftir því
hvernig vindurinn blæs hverju
sinni, og lætur óábyrgt hjal
óábyrgra manna, sem vind um
eyru þjóta. Og þegar upp verður
staðið mun koma í ljós, að slíka
forystu hefur ríkisstjórn Geirs
Hallgrimssonar veitt þjóðinni á
þessum örlagatímum.