Morgunblaðið - 09.11.1975, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975
41
+ Það var laugardaginn 1.
nðvember að „sjónvarpsþulan"
Gfsli Baldur Garðarsson gekk f
það heilaga. Sú lukkulega heit-
ir Helga Guðbjörg Baldursdótt-
ir og það var séra Þorsteinn
Björnsson Fríkirkjuprestur,
sem gaf þau saman. Þrátt fyrir
dumbunginn f veðrinu þennan
dag þá var sólskin f hjörtunum
og þegar þau mættu Ólafi ljós-
myndara Magnússyni á leiðinni
f veizluna létu þau sig ekki
muna um að ganga nokkur
gleðispor með honum f fjör-
unni úti á Nesi og auðvitað
notaði Ijósmyndarinn umsvifa-
laust tækifærið og smellti
nokkrum myndum af þeim
hjónum.
+ Petula Clark á ótalda
aðdáendur, en sá sem dáir
Petulu hvað mest er sennilega
Feisal prins af Saudi-Arabfu.
Hann brá sér nýlega ásamt 12
vinum sfnum til New York til
að heyra Petulu syngja á
Waldorf Astoria hótelinu þar f
borg. Kollegar „Fólks f
fréttum" gátu ekki séð annan
tilgang með ferð hans en að
hann vildi hlusta á uppáhaldið
sitt að minnsta kosti fór hann
beint heim til sín til Saudi-
Arabfu að skemmtun Petulu
Clark lokinni.
+ Tommy Steele sýndi nýlega
fram á enn eina nýja hlið hæfi-
leika sinna. Ilann gerði styttu
af sjálfum sér úr „fibergleri“
og var svo rausnarlegur að gefa
fæðingarborg sinni, London,
gripinn. Að sjálfsögðu var
mikið tilstand þegar faðir
söngvarans, skáldsins, laga-
smiðsins og .. .listhöggvar-
ans... Tommy Steele afhjúpaði
styttuna. Lúðrasveit sjóhersins
lék fjöruga marsa og fjöldi
barna mætti með flöggin sfn.
+ Gregory Peck er sennilega sá
leikari sem fengið hefur
mestar tekjur fyrir að segja
nokkur orð f auglýsingamynd f
sjónvarpi. Hann fékk nefnilega
150 milljónir fyrir að segja
nokkur gáfuleg orð f sjónvarps-
auglýsingu tryggihgarfyrir-
tækis.
Liz af-
þakkar
demantana
+ Elizabeth Taylor hefur beðizt
undan þvf að veita viðtöku
demantshring þeim hinum
væna, sem eiginmaður hennar
Richard Burton ákvað að færa
henni að gjöf f tilefni endur-
giftingar þeirra. Sagðist hún
vera innilega snortin af þeirri
fögru hugsun sem að baki lægi,
en hún óskaði eftir þvf að fjár-
upphæðin yrði látin renna til
sjúkrahúss f Botswana þar sem
þau gengu f hjónaband f fyrra
mánuði. Hringurinn var sagður
hafa kostað eina milljón
dollara.
Þjófur stal
Raquel Welch
+ Þjófur nokkur brauzt inn á
vaxmyndasafn f Toronto eitt
kvöldið og hafði á brott með sér
vaxmynd af leikkonunni
Raquel Welch, að þvf er for-
stöðumaður safns þessa skýrði
frá.
PANTIÐ
TÍMANLEGA
FYRIR JÓL
Önnumst allar myndatökur
á Ijósmyndastofu okkar.
Ljósmyndastofa Jóns Kaldal
Laugavegi 11, sími 13811.
Vegna malbikunarframkvæmda næstu daga á
bílaplani og innkeyrslu er viðskiptavinum vor-
um vinsamlegast bent á að aka inn frá Lág-
múla.
Ath. Við höfum opið á laugardögum, simi 81 588.
Hinn
margumtalaði
og vinsæli
ðlsðlumarkaður
vekur
athygli á . . . .
Þaö koma ávallt nýjar
vörur í hverri viku á
markaðinn
Ótrúlegt
vöruúrval
á frábærl
lágu
verði
Látið ekki
happ
úr hendi
sleppa
ATHUGIÐ!
Markaðurinn
stendur aðeins
stuttan tíma
Ata-
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
ULjP KARNABÆR
Útsölumarkaöurinn,
Laugavegi 66, sími 28155